Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 17 HAMPIÐJAN Aðalfundur Hampiðjunnar hf. Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verð- ur haldinn í fundarsal félagsins, Bíldshöfða 9, Reykjavík, föstudaginn 9. mars 2001 og hefst kl. 16.00. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsins til að kaupa eigin hluti samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Tillaga um að bæta málslið við 4. gr. samþykkta félagsins er kveði á um að for kaupsréttur hluthafa falli niður á allt að kr. 12.5 milljónum nýs hlutafjár í félaginu. 4. Tillaga um að felld verði úr samþykktum á- kvæði um kjör varamanna í stjórn félagsins. 5. Önnur mál sem löglega eru upp borin. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á að- alfundi skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, Bíldshöfða 9, Reykjavík, hluthöfum til sýnis, sjö dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn en hyggjast gefa umboð verða að gera það skrif- lega. Stjórn Hampiðjunnar hf. ÚRSKURÐUR áfrýjunarnefnd- ar samkeppnismála varðandi kaup Prentsmiðjunnar Odda á Steindórsprenti-Gutenberg hef- ur ekki áhrif í öðrum málum, að sögn Guðmundar Sigurðssonar, forstöðumanns samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar. Áfrýjun- arnefndin felldi í fyrradag úr gildi ákvörðun samkeppnisráðs frá 15. desember síðastliðnum þar sem kaup Odda á Steindórs- prenti-Gutenberg voru ógilt. Guðmundur segir að hver mark- aður sé ólíkur öðrum og því yf- irfærist skilningur í þessu máli ekki yfir á önnur mál. Aðspurð- ur kveðst Guðmundur ekki sjá aðafstaða áfrýjunarnefndarinnar til landfræðilegs markaðar og erlendrar samkeppni á prent- markaði muni breyta einhverju í vinnubrögðum Samkeppnis- stofnunar. Unnt að líta til samkeppni frá útlöndum Í úrskurði áfrýjunarnefndar- innar kemur fram að hún er í meginatriðum sammála sam- keppnisráði um hlutdeild inn- flutts einfalds prentverks og bóka- og tímaritaprentunar mið- að við íslenska markaðinn og ennfremur þeim röksemdum sem þar koma fram um að sá landfræðilegi markaður sem líta beri á í máli þessu sé Ísland. Áfrýjunarnefndin segir að fyrr- greind niðurstaða varðandi land- fræðilegan markað haggi því þó ekki að unnt sé að líta til raun- verulegrar og hugsanlegrar samkeppni erlendis frá við mat á heildaráhrifum samruna. Síðasta málið á grundvelli eldri laga Kaup Prentsmiðjunnar Odda hf. á Steindórsprenti-Gutenberg er síðasta samrunamálið sem Samkeppnisstofnun fjallaði um á grundvelli samkeppnislaga fyrir gildistöku breytinga á þeim 6. desember síðastliðinn. Á ráð- stefnu sem viðskiptaráðuneytið og Samkeppnisstofnun efndu til í nóvember í fyrra kom meðal annars fram í máli framsögu- manna að eftir breytingarnar á lögunum fá samkeppnisyfirvöld virkari úrræði til þess að fram- fylgja markmiðum laganna og ríkari skyldur eru lagðar á fyr- irtæki sem teljast markaðsráð- andi. Samkeppnisstofnun um áhrif úrskurðar áfrýjunarnefndar Vinnubrögðin breytast ekki BRESKA fjarskiptafyrirtækið Voda-fone hefur keypt 10% hlut bandarískasímafyrirtækisins AT&T í JapanTelecom á rúmlega 117 milljarða ís- lenskra króna, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Síðan í haust hefur verið óvissa um hlut AT&T í Japan Telecom vegna kaupa NTT, stærsta símafyrirtækis Japans og helsta keppinautar Japan Telecom á 15% hlut í AT&T. Japan Telecom er þriðja stærsta fjarskiptafyrirtæki Japans á eftir NTT og KDDI. Það var stofnað 1984 af járnbrautarfyrirtækjum í Japan og hefur uppbygging símkerfa að miklu leyti farið fram meðfram járnbraut- arlínum í Japan. Ef Vodafone kaupir 10% hlut AT&T verður fyrirtækið þar með stærsti hluthafi í Japan Telecom með 25% hlut í félaginu. Austur-jap- anska járnbrautafélagið er nú stærsti hluthafinn með um 15% hlut. Markmið Vodafone með því að auka hlut sinn í Japan Telecom er að styrkja stöðu sína á fjarskiptamark- aði í Japan. Japan Telecom býður upp á þjónustu innanlands og utanlands- símtöl en rekur jafnframt farsíma- þjónustu undir nafninu J-Phone. Vodafone á nú þegar 26% í J-Phone en Japan Telecom er stærsti hluthaf- inn með 54% hlut. Fjárfestingin mun styrkja stöðu Vodafone í Japan enda þjónar J-Phone um 10 milljónum far- símanotenda í Japan. Hlutabréf í Jap- an Telecom hækkuðu í Tokyo við fréttirnar en þau hafa samt sem áður lækkað um 21% frá áramótum. Vodafone kaupir 10% í Japan Telecom fimm daga vikunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.