Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Lag- arfoss kemur og fer í dag. Helgafell og Rem- öy koma í dag. Dettifoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Lagarfoss fór frá Straumsvík í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48, Reykjavík. Skrifstofan er opin miðvikud. kl. 14–17. S. 551-4349. Fataúthlutun og fatamóttaka er opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mánuði, kl. 14–17 s. 552-5277. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í s. Krabba- meinsráðgjafarinnar, 800-4040, kl. 15–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9 klippi- myndir, útsaumur o.fl., kl. 13 smíðastofan opin og spilað í sal. Farið verður í Óperuna sjá La Boheme 9. mars. Fulltrúi frá skattstjóra aðstoðar við skatt- framtöl, skráning í félagsmiðstöðinni. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10 banki, kl. 13 spilað og vefnaður. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Sundtímar á Reykja- lundi kl. 16 á miðvikud. Kóræfingar hjá Vorboð- um, kór eldri borgara í Mos. á Hlaðhömrum á fimmtud. kl. 17–19. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9 og kl. 13 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl. 16.30–18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 10 verslunin opin til kl. 13, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Í dag, ösku- daginn, verður íþróttahátíð í Aust- urbergi kl. 14–16, rúta frá Kirkjulundi kl. 13. Fimmtud. 2. mars félagsvist í Holtsbúð kl. 13.30. Mánudaginn 5. mars kl. 15, leiðbein- ingar um vísnagerð í Kirkjulundi, stjórnandi Ragnar Ingi Aðal- steinsson. Spiluð félags- vist á Álftanesi 8. mars kl. 19 30. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli. Línudans kl. 11. Byrj- endur velkomnir. Mynd- mennt kl. 13. Píla kl. 13.30. Á morgun púttæf- ingar í Bæjarútgerð kl. 12. Opið hús í boði Rótarýklúbbs Hafn- arfjarðar og Innerwheel kl. 14. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Göngu- Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Línu- danskennsla kl. 19.15. Leikhópurinn Snúður og Snælda sýnir „Gamlar perlur“, þættir valdir úr fimm gömlum þekktum verkum. Sýningar eru á miðvikud. kl. 14 og sunnud. kl. 17. Miða- pantanir í s. 588 2111, 568-9082 og 551-2203. Góugleði á vegum FEB og Heimsferða verður haldin föstud. 2. mars nk. Hátíðina setur Ólaf- ur Ólafsson. Feðgarnir Örn Árnason og Árni Tryggvason skemmta, kórsöngur, upplestur, ferðavinningar. Veislu- stjóri Sigurður Guð- mundsson. Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi. Sala að- göngumiða á skrifstofu FEB, kl. 10–16, s. 588- 2111. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9 opin vinnustofa, postulíns- málun, kl. 13.30 sam- verustund. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn, Tónhornið fellur niður. Kl. 14 íþróttahátíð, „leikdagur aldraðra“ í íþróttahús- inu við Austurberg á vegum FÁÍA, m.a. dans- sýning, hnerripolki, um- sjón Helga Þórarins- dóttir. Aðstoð frá skattstofunni verður veitt miðvikud. 21. mars (ath. breytt dagsetning), skráning hafin. Ferða- gleðin á Hótel Sögu. „Kátir dagar, kátt fólk“ sunnud. 4. mars. Nokkr- ir miðar til sölu hjá félagsstarfinu. Allar upplýsingar á staðnum og í s. 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, hringdansar, kl. 17 bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.10 og 10.10 leikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 ker- amikmálun, kl. 13.30 enska. Kl. 14 kynning á fæðubótarefnum. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, kl. 9– 12 útskurður, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 keramik, tau- og silki- málun og jóga, kl. 11 sund, kl. 14 dans- kennsla, kl. 15 frjáls dans, kl. 15 teiknun og málun. Kl. 15 verður Rebekka Kristjánsdóttir með ferðakynningu á vegum Úrvals-Útsýnar happadrætti. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, hittast á morgun, fimmtudag, kl. 10, að Korpúlfsstöðum. Púttað, kaffi og spjallað. Upp- lýsingar veitir Ingibjörg í s. 545-4500. Norðurbrún 1. Kl. 9– 12.30 útskurður, kl. 9– 16.45 handavinnustof- urnar opnar, kl. 10 sögu- stund, kl. 13–13.30 bank- inn, kl. 14 félagsvist. Vesturgata 7. Kl. 8.30 sund, kl. 9.15 myndlist- arkennsla og postulíns- málun, kl. 13–16 mynd- listarkennsla, glerskurður og postu- línsmálun, kl. 13–14 spurt og spjallað. Í dag 28. feb.: Íþróttahátíð, leikdagur aldraðra í íþróttahúsinu Aust- urbergi í Breiðholti á vegum FÁÍA, m.a. dans- sýning, leikfimi, söngur og fleira. Sýningin verð- ur frá kl. 14–16. Lagt af stað frá Vesturgötu kl. 13.30. Skráning í s. 562- 7077. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 bankaþjónusta, kl. 10 morgunstund, bókband og bútasaum- ur, kl. 13 handmennt og kóræfing, kl. 13.30 bók- band, kl. 14.10 versl- unarferð. Bústaðakirkja, starf aldraðra, miðvikudaga kl. 13–16.30 spilað, föndrað og bænastund. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Félagsvist kl. 19.30. Barðstrendingafélagið. Spilað í kvöld í Konna- koti, Hverfisgötu 105, 2. hæð kl. 20.30. Hringurinn Hafn- arfirði. Aðalfundurinn verður fimmtud. 1. mars í Hringshúsinu, Suð- urgötu 72, Hf. Venjuleg aðalfundarstörf, kaffi og bingó. Nýir félagar vel- komnir. Hana-nú Kópavogi. Fundur í bókmennta- klúbbi í kvöld kl. 20. Þeir sem eiga í fórum sínum ljóð eða sagnir um grænmeti og ávexti eru vinsamlegast beðnir að koma með það. Önnur dagskrá í samræmi við ákvörðun síðasta fundar. Rangæingar – Skaftfell- ingar. Síðasta spila- kvöld vetrarins í kvöld kl. 20 í Skaftfellingabúð á Laugavegi 178. Góð verðlaun og heild- arverðlaun vetrarins af- hent. Félag kennara á eft- irlaunum. Árshátíðin verður haldin í Félags- heimilinu Skipholti 70 laugard. 3. mars kl. 19. Tilkynna þarf þátttöku á skrifstofu Kennara- sambands Íslands í s. 595-1111 í síðasta lagi fimmtud. 1. mars. Dagskrá: Veislumáltíð. Hlaðborð, árshátíð- arræða: Ólafur H. Jó- hannsson lektor. EKKÓ-kórinn syngur. Línudansflokkur sýnir. Dans. Ólafur B. Ólafs- son annast tónlistar- flutning. Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík. Kynning á ferðum sumarsins verð- ur haldin mánudaginn 5. mars kl. 20, Víkingasal Hótel Loftleiða. Allar húsmæður velkomnar. Í dag er miðvikudagur 28. febrúar, 59. dagur ársins 2001. Öskudagur. Orð dagsins: Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. (Hebr. 11, 1.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. ÖLDRUÐ kona hafði sam- band við Morgunblaðið vegna greinar sem birtist ný- lega eftir Maríu Hrafnsdótt- ur lækni. Í greininni fullyrðir læknirinn að engin lækning sé til við mígreni en reynsla mín er önnur. Ég stundaði kennslu um langt árabil en á fertugsaldri fór ég að fá slæm mígreniköst sem engin lyf unnu á. Þetta var mjög bagalegt því að kennsludag- urinn varð ónýtur þegar köstin komu. Þá kynntist ég ungri konu sem þjáðist af þrálátum höfuðverk en hafði við þeim lyf, svonefndar ca- ca töflur sem þá fengust í apótekum. Ég prófaði eina hjá henni og verkurinn var liðinn hjá eftir klukkutíma. Eftir þetta hafði ég þessar töflur alltaf í fórum mínum þangað til þær fengust ekki lengur en þá var ég líka hætt að fá mígreniköst. Þetta rifj- aðist upp fyrir mér þegar ég sá ummæli Maríu Hrafns- dóttur og þar sem ég skrifaði á sínum tíma hjá mér sam- setningu lyfsins vil ég gjarn- an koma því á framfæri ef það gæti gagnast þeim sem leggja stund á lyfjarann- sóknir. Uppskriftin er eftir- farandi: Koffeini-pulver: 50mg. Lidhil-cath: 100mg. Ac-acetylsal 400mg. Ég heyrði einhvern tím- ann að Helgi Tómasson pró- fessor hefði þróað þetta lyf en hef það ekki staðfest. Hetjudáð! MIKLA „hetjudáð“ drýgði sá sem ók hratt eftir Álfa- tanga í Mosfellsbæ laust eft- ir kl. 18:00 fimmtudaginn 22. febrúar sl. og sveigði upp að gangstéttarbrúninni til að geta skvett úr drullupolli yfir 6 ára dreng sem var þar á gangi. Blessað barnið stóð þar eftir hágrátandi og rennblautt og hafði fengið skólpið bæði í augu og í munn. Mikið hlýtur þessum einstaklingi að líða illa á sál- inni að skeyta svona skapi sínu á saklausu barni. Ég vona að hann geti leitað sér hjálpar hið bráðasta. Sigrún V. Ásgeirsdóttir, Leirutanga 5, Mosfellsbæ. Um Alþingi Íslendinga MAÐUR undrast stórum, þegar maður horfir á sjón- varp frá Alþingi á umræður um lagaráð. Því er nú þann- ig varið, að ef frumvörp koma ekki frá ríkisstjórn- inni eða þeim sem styðja hana, þá þykjast ráðherrar og áhangendur ríkisstjórn- arinnar hvorki skilja upp né niður. Þetta vekur athygli þeirra sem á horfa. Það er eins og íslensku þjóðinni sé stjórnað í krafti einræðis og meirihluta á Alþingi. Allt þetta horfir þjóðin uppá, þegar hún horfir á sjónvarp frá Alþingi Íslendinga. Þetta minnir mann á lítið barn í sandkassa, ef ég næ ekki mínu fram þá fer ég í fýlu eða læst ekki skilja það sem um er að vera. Því mið- ur blasir við þjóðinni þessi mynd af hinu háa Alþingi. Landsmenn verða að spyrja sig þeirrar spurningar, hvers vegna erum við að kjósa okkur slíka fulltrúa? Menn verða að fara að átta sig á því á að þeir eru ekki einir í heiminum, eins og Palli forðum. Alþingismenn og ráðherrar eru fulltrúar fólksins í landinu, en ekki einræðisherrar. Kjósandi. Vogue í Skeifunni MIG langar til að koma á framfæri þakklæti til starfs- fólks Vogue í Skeifunni fyrir frábæra þjónustu og sér- stakar þakkir til hennar Helgu, sem er alveg sér- stakur persónuleiki. Júlíana. Tapað/fundið Svört kápa tekin í misgripum SÚ, sem tók svarta ein- hneppta kápu í misgripum föstudaginn 12. jan.sl. hjá Sigga Hall, vinsamlega hafi samband við Elínu í síma 555-0844, vinnusíma 565- 1011 eða við veitingastaðinn hjá Sigga Hall sími 511- 6677. Svört kvengleraugu töpuðust SVÖRT kvengleraugu töp- uðust á göngubraut fyrir ut- an Breiðholtsskóla, mánu- daginn 26. febrúar sl. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 557-2925. Svart veski og gleraugu töpuðust 18. JÚNÍ sl. tapaðist í frí- höfninni í Keflavík svart veski með tveimur rennilás- um og gleraugu. Vinsamleg- ast hafið samband í síma 555-0260. Orðsending VIÐ útför Ísleifs Ingvars- sonar 3. febrúar sl. tók ég í misgripum í kirkjunni í Vestmannaeyjum brúna loðhúfu. Húfan sem ég tók er ómerkt, en innan í húf- unni er merki um að hún sé úr bísamrottuskinni. Mig langar að leiðrétta þessi mistök ef hægt er. Vinsam- legast hringið í Sigurð Jóns- son í síma 554-1668. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Mígreni Víkverji skrifar... ENDURSKOÐUN á stjórnsýsluvirðist nú fara fram æ oftar í ríkiskerfinu og hefur Ríkisendur- skoðun öðru hverju gefið út álit sitt á hinum ýmsu stofnunum og fyrir- tækjum ríkisins. Virðist þar farið of- an í alla þætti og málin krufin og bent á leiðir til úrbóta. Nýlega var gefin út slík skýrsla um Landhelgisgæsluna og hefur nokkuð verið fjallað um hana í fjöl- miðlum. Þar var tilgreint að Land- helgisgæslan hefði staðið vel að verki í fjölbreyttum störfum sínum en einnig bent á að hugsanlega mætti koma þar einu og öðru fyrir á annan veg en nú er enda margt breyst í umhverfi þessarar nauðsyn- legu stofnunar síðustu árin. Er í skýrslunni bent á nokkur verkefni sem mætti kannski senda annað, flytja stofnunina hugsanlega frá dómsmálaráðuneyti í samgöngu- ráðuneyti og hugsanlega færa gæsl- unni ný og fleiri verkefni sem henni henta vel. Það eru þessar ábendingar sem Víkverji staldrar við. Er ekki öllum stofnunum og fyrirtækjum hollt að skoða reglulega hvernig starfsemin gengur, hvort eitthvað mætti betur fara og kannski stæra sig um leið af því sem vel er gert? Á fræðimáli stjórnkænskunnar mun vera talað um að greina styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri og fleira í þeim dúr og talið mikilvægt að hvert og eitt fyrirtæki hafi þessi atriði öll á hreinu og geri sér grein fyrir stöðu sinni. Er þetta dæmi um nýja hugs- un og nýjar aðferðir við að reka nú- tímaþjóðfélag á öllum sviðum. Spurning er hvort einstaklingarnir verða ekki að taka sjálfa sig svona taki líka öðru hverju. Staldra við og spyrja hvernig hefur gengið með hitt og þetta í lífinu, hvað má laga og hvað er gott hjá sjálfum sér, í eigin rekstri og samskiptum við aðra. Slík sjálfsskoðun hlýtur að vera öllum brýn og kannski ekki síður að velta fyrir sér hvort ástæða er til að breyta einhverju. Ekki er víst að sú verði raunin en sé svo eiga menn bæði völina og kvölina. x x x ALDUR er afstæður og hann erlíka sígilt umræðuefni og oft efni til stríðni og gríns manna á með- al. Ekki síst verður þetta tilefni um- fjöllunar á tímamótum í lífinu, kannski aðallega merkilegri afmæl- isáföngum þegar menn taka að full- orðnast. Víkverji sér fram á slíkan áfanga nálgast í lífi sínu og veltir stundum fyrir sér hvort hann valdi einhverjum straumhvörfum, afmæl- isdagarnir rjúka fram hjá án þess að hann fái rönd við reist. Annars hefur Víkverja aldrei fundist hann vera gamall. Kannski ekki heldur síungur en þokkalega brattur samt. Hann var nefnilega ekki nema tvítugur þegar hann var fyrst kallaður „kallinn“ af smástrák- um í fótboltaleik í sumarbúðum þar sem hann vann á árum áður. Hann var sem sagt orðinn „kall“ um tví- tugt. Eftir að hafa náð sér af þessari nöturlegu nafngift sem honum þótti á þeim árum er honum alveg sama hvað öðrum finnst og hefur ákveðið að vera næsta síungur upp frá því. Hann huggaði sig líka við það hér um árið að strákapeyjarnir sem sögðu „kallinn“ voru bara hálfgerðir óvitar og allir sem voru þremur árum eldri en þeir voru „kallar“ og „kellingar“. Víkverji hætti líka fyrir fjórum árum að tala um „afa“ í umferðinni þar sem honum fannst það bara geta átt við um aldraða menn. Núna verður hann frekar að tala um langafa ef hann ætlar að segja eitthvað um hægfara ökumenn. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 fara eftir, 4 hindra, 7 hakan, 8 veiðarfærum, 9 beita, 11 húsagarður, 13 blóðmörskeppur, 14 vaf- inn, 15 þvættingur, 17 klæðleysi, 20 mann, 22 malda í móinn, 23 muldr- ir, 24 dýrsins, 25 gegnsæ- ir. LÓÐRÉTT: 1 aðstoð, 2 skerandi hljóð, 3 kvenmannsnafn, 4 þyngdareining, 5 óða- gotið, 6 sárar, 10 æða, 12 álít, 13 greinir, 15 orða- senna, 16 koma að not- um,18 ólyfjan, 19 lifir, 20 fíkniefni, 21 numið. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 keimlíkur, 8 skinn, 9 aggan, 10 gil, 11 rella, 13 annar, 15 fagna, 18 ussar, 21 sýn, 22 stúta, 23 daunn, 24 ósannindi. Lóðrétt: 2 ekill, 3 manga, 4 Ítala, 5 ungan, 6 ásar, 7 anar, 12 lin, 14 nes, 15 foss,16 grúts, 17 asann, 18 undri, 19 stund, 20 röng.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.