Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 37 KENNSLA Keramiknámskeið Þú getur byrjað þegar þú vilt. Opið hús fyrir alla á miðviku- dagskvöldum kl. 20-23. Keramik fyrir alla, Laugavegi 48b, s. 552 2882. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 18  181228   GLITNIR 6001022819 I  Njörður 6001022819 III I.O.O.F. 7  18122871/2  8.0. I.O.O.F. 9  1812288½   HELGAFELL 6001022819 VI Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58—60. Samkoma í Kristniboðssaln- um, Háaleitisbraut 58, í kvöld kl. 20.30. Beyene Gailassie og Friðrik Hilmarsson tala. Allir hjartanlega velkomnir. Netfang:http://sik.is . SMÁAUGLÝSINGAR ✝ Ólafía Guð-björnsdóttir fæddist í Hólshreppi í Bolungarvík 3. des- ember 1912. Hún lést í Reykjavík 19. febrú- ar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jónína Sigurðardótt- ir og Guðbjörn Guð- jónsson. Systkini Ólafíu, sem öll eru látin, voru Ólafur Gissur, Ingvör Anna og Elísabet. Eiginmaður Ólafíu var Tómas Guð- mundsson, f. 9.3. 1909 að Ámundastöðum í Fljótshlíð, d. 8.1. 1990. Þau giftust 7. 11. 1936. For- eldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson og Þórunn Tómas- dóttir. Ólafía fluttist til Reykja- víkur frá Bolungar- vík 1927. Þau Tómas byggðu og bjuggu á Laugateig 30 frá 1952 til 1973 er þau fluttust til Sauðár- skróks og tóku við rekstri Hótel Mæli- fells. Þau fluttust til Reykjavíkur um haustið 1975 og bjuggu á Háaleitis- braut 43. Börn þeirra eru: 1) Þór- unn Ragna, f. 14.8. 1938, d. 18.3. 2000. 2) Guðbjörn, f. 14.10. 1940, d. 30.5. 1992. 3) Guðmundur, f. 26.6. 1943. 4) Sigurður, f. 6.2. 1952. Útför Ólafíu fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú, þegar föðuramma mín er lát- in, hún Lúlla amma eins og hún var alltaf kölluð, leitar hugurinn til æskuáranna á Laugateignum en þar bjuggum við í sama húsi og afi og amma. Lúlla var að eðlisfari ró- leg og hlý manneskja sem gott var að spjalla við eða bara að sitja hjá og horfa á hana vinna hannyrðir sem hún gerði mjög mikið af. Amma las mikið af bókum og fygldist vel með þjóðmálum. Hún hafði sterkar réttlætis- og jafnað- arhugsjónir og við slíkar umræður lét hún skoðanir sínar í ljós og kom þá fram umhyggja hennar fyrir þeim sem minna máttu sín og bjuggu við bág kjör og óréttlæti. Hjónaband hennar og Tómasar afa var einstaklega gott, mikil virð- ing, ást og tillitssemi einkenndi þeirra samband og hef ég reynt að taka það til fyrirmyndar í mínu lífi. Amma missti nær alla sjónina þegar hún var að fara á eftirlaun og var það henni mikið og þungt áfall þar sem hún hlakkaði svo til að sinna meira hannyrðum og lestri. Þrátt fyrir þetta áfall lifði amma af sinni einstöku rósemi og æðruleysi í ellinni og hlustaði þá mikið á hljóðsnældur frá blindra- félaginu. Það var ekki í hennar anda að hlusta á lof um sjálfa sig, hógværð og lítillæti einkenndu hana alla tíð. Hjálpsemi og greið- vikni átti hún mikla en vildi ekki láta hafa fyrir sér. Nei, nei, það er alveg óþarfi, sagði hún alltaf þegar maður ætlaði að gera eitthvað fyrir hana. Nú þegar langþráð hvíldin er komin óska ég ömmu góðrar ferðar og þakka henni samfylgdina sem var mér góð og þroskandi. Guð geymi þig, elsku amma. Þinn, Heimir. ÓLAFÍA GUÐBJÖRNSDÓTTIR KVENNAMEISTARAMÓT Tafl- félagsins Hellis var haldið á sunnu- daginn en þetta var í þriðja skipti sem mótið er haldið. Mótið var mun öflugra en fyrri ár, en meðal þátttak- enda voru allir liðsmenn ólympíu- sveitar Íslendinga í kvennaflokki ut- an einn. Auk þess tefldi einn af liðsmönnum ólympíusveitar Tékka á mótinu, Lenka Ptácníková, en hún býr nú hér á landi. Þá var Anna Lilja Gísladóttir, Kvennameistari Hellis undanfarin tvö ár, einnig í kepp- endahópnum. Tefldar voru sjö um- ferðir eftir Monrad-kerfi. Eftir spennandi og skemmtilega keppni vann Lenka öruggan sigur á mótinu. Lenka sigraði í öllum sjö viðureignunum og þar sem hún er félagsmaður í Taflfélaginu Helli er hún Kvennameistari Hellis 2001. Þetta er í þriðja sinn sem mótið fer fram en Anna Lilja Gísladóttir var Kvennameistari félagins 1999 og 2000. Röð efstu stúlkna: 1. Lenka Ptácníková 7 v. af 7 2. Áslaug Kristinsdóttir 5½ v. 3. Guðfríður L. Grétarsdóttir 5 v. 4. Harpa Ingólfsdóttir 4½ v. 5. Anna Lilja Gísladóttir 4½ v. o.s.frv. en alls tóku 9 stúlkur þátt í mótinu. Margar skemmtilegar við- ureignir voru tefldar á mótinu og oft- ar en ekki voru það skákir Áslaugar Kristinsdóttur sem reyndust mest spennandi. Þannig fór hún í hvassa sókn með hvítu gegn Lenku þar sem Lenka þurfti að taka á öllu sínu til að verjast. Þegar sóknin sýndist vera komin á hættustig kom skemmtileg- ur varnaleikur frá Lenku, sem við fyrstu sýn virtist vera afleikur. Hún lék peði til g6 sem Áslaug virtist mega taka sér að meinalausu. Svo var þó ekki og peðsránið hefði snar- lega leitt til taps. Þótt Áslaug sæi við þessu dugði leikurinn til að taka mesta broddinn úr sókninni og Lenka hafði sigur að lokum. Skák Áslaugar og Guðfríðar Lilju varð einnig mjög spennandi og endaði í miklu tímahraki í hróksendatafli. Lilja var þá komin með unnið tafl en þrátt fyrir að hún sé hörð í horn að taka í tímahraki, dugði það ekki að þessu sinni og hún féll á tíma. Frammistaða Margrétar Jónu Gestsdóttur gegn Áslaugu vakti at- hygli en þessi unga skákkona hafði lengi vel prýðilega stöðu gegn ól- ympíufaranum og auk þess betri tíma. Reynsla Áslaugar sagði þó til sín að lokum og hún hafði sigur. Skákstjórar voru Vigfús Ó. Vig- fússon og Daði Örn Jónsson. Handbragð Norðurlandameistarans Eins og fram kom nýlega í skák- þætti Morgunblaðsins eignuðust Ís- lendingar tvo Norðurlandameistara í skák á Norðurlandamótinu í skóla- skák sem haldið var að Laugum í Dalasýslu. Hannes Hlífar Stefáns- son stórmeistari hefur litið yfir skák- ir meistaranna ungu og hafði á orði, að athygilsvert hefði verið að fylgj- ast með hvernig Dagur Arngrímsson yfirspilaði andstæðinga sína í enda- töflum en það er frekar óvenjulegt hjá svo ungum skákmönnum. Í eft- irfarandi skák er það hinn Norður- landameistarinn, Stefán Kristjáns- son, sem sýnir handbrag sitt. Skákin var tefld í fimmtu umferð. Stefán fórnar peði í byrjuninni fyrir betri liðskipan og eftir að Norðmaðurinn missir af bestu leiðinni í miðtaflinu, nær hvítur undirtökunum og eru lokin mjög skemmtileg. Nú er bara að bíða og sjá hvenær Stefán fylgir þessu eftir og nær í áfanga að al- þjóðameistaratitli. Hvítt: Stefán Kristjánsson Svart: Fleming Christenson Frönsk vörn [C12] 1.e4 e6 2.d4 d5 3.Rc3 Rf6 4.Bg5 Bb4 5.e5 h6 6.Bd2 Bxc3 7.bxc3 Re4 8.Dg4 g6 9.Bd3 Rxd2 10.Kxd2 c5 11.h4 Rc6 12.Hb1 Athygilsverð peðsfórn. Algengara er 12.Rf3 eða 12.Hh3 12...cxd4 13.cxd4 Da5+ 14.Ke3 Dxa2 15.Re2 Da3 16.h5 g5 17.f4 Fyrir peðið hefur hvítur fengið betri liðskipan, eins stendur kóng- urinn vel á e3! 17...Hg8 18.fxg5 [Það lá ekkert á að drepa á g5 nákvæmara er 18.Hhf1! ] 18...Hxg5 19.Df4 De7 20.g4 Ra5 21.Hhf1 Bd7 22.Df6 Hxg4 23.Dxh6 0–0–0 24.Df6! Dxf6 Svart- ur er nauðbeygður í drottningarupp- skipti [því eftir 24...Da3 25.Ha1 Db4 (ef 25...Rc4+ kemur einfaldlega 26.Kf3) 26.Hfb1 tapar svartur manni] 25.Hxf6 Hh8? Nú missir Norðmaðurinn þráðinn og leggst í óvirka vörn [Eftir 25...Rc4+! er staðan alls ekki ljós, t.d. 26.Bxc4 (eða 26.Kf2 Hh4) 26...dxc4 27.Hxf7 Bc6] 26.Hh1 Be8? 27.h6 Rc4+ 28.Kf3 Hgg8 29.Hf4! Rb2 30.h7 Hf8 31.Hf6! Stefán gefur engin grið! Rxd3 32.cxd3 Kd8 33.Kg4 a5 34.Kg5 b5 35.Kh6 b4 36.Kg7 b3 37.Rf4 Ke7 38.Hf1 a4 39.Rxe6 fxe6 40.Hxf8 Hxh7+ 41.Kxh7 a3 42.Kg7 a2 43.H8f2 Bb5 44.Hb2 1–0 Hér áður fyrr var Politiken Cup- skákmótið í Danmörku nánast fastur liður í skákdagskrá margra ís- lenskra skákmanna. Sú tíð er liðin og nú halda íslenskir skákmenn annað í víking. Þannig er Opna tékkneska meistaramótið í Pardubice orðið mjög vinsælt en allra vinsælast er þó Capelle la Grande-skákmótið í Frakklandi orðið. Það stendur nú yf- ir og eru hvorki fleiri né færri en 18 íslenskir skákmenn meðal þátttak- enda! Þetta er í 17. skipti sem mótið er haldið og það stendur frá 24. febrúar til 3. mars. Þetta er eitt fjöl- mennasta skákmót sem haldið er, en þátttakendur eru 712, þar á meðal 93 stórmeistarar og 72 alþjóðlegir meistarar. Fjórum umferðum er lokið á mótinu og að þeim loknum er Helgi Ólafsson stórmeistari efstur ís- lensku keppendanna með 3 vinninga. Hann hefur unnið tvær skákir og gert tvö jafntefli og er í 20.-95 sæti. Vinningafjöldi annarra Íslendinga er sem hér segir: Stefán Kristjánsson, Bragi Þor- finnsson og Óskar Bjarnason 2½ v. Jón Viktor Gunnarsson, Björn Þorfinnsson, Róbert Harðarson, Guðjón Heiðar Valgarðsson, Guð- mundur Kjartansson, Ólafur Kjart- ansson, Dagur Arngrímsson, Ingvar Jóhannesson, Sigurjón Þorkelsson, Stefán Bergsson og Birkir Örn Hreinsson 2 v. Davíð Kjartansson, Björn Ívar Karlsson og Halldór Halldórsson 1½ v. Þess má geta, að sumir íslensku keppendanna hafa mætt afar sterk- um andstæðinum. Shredder sigrar í Paderborn Heimsmeistari skákforrita, Shredder, bætti enn einni skraut- fjöðurinni í hatt höfundar síns, Stef- an Meyer-Kahlen, þegar það sigraði á hinu árlega Paderborn-skákmóti, sem lauk um síðustu helgi. Reyndar var þetta ný útgáfa sem kallast „Deep Shredder“, en hún getur nýtt sér tölvur með fleiri en einum ör- gjörva. Þetta skákmót skipar svip- aðan sess og heimsmeistaramót skákforrita að því leyti, að þarna mæta höfundar skákforritanna í eig- in persónu, leggja á ráðin fyrir hverja umferð, velja þær byrjanir sem tefla skal gegn væntanlegum andstæðingi og stýra sínum forritum meðan skákirnar standa yfir. Að þessu sinni var mikið um skákforrit áhugamanna á mótinu, en þó mætti hið vinsæla og gríðarsterka forrit Fritz frá ChessBase ásamt öðrum aðalhöfundi sínum, Matthias Feist, til leiks. Shredder tók forystu á mótinu í fjórðu umferð og hélt henni allt til loka og var eina forritið sem ekki tapaði skák. Lokaröðin varð þessi: 1. Deep Shredder 7½ v. 2.-3. Deep Fritz Paderborn og Gandalf 4.32h 7 v. o.s.frv. Shredder hefur nú teflt í þrjú eða fjögur ár í Paderborn og á heims- meistaramóti skákforrita án þess að tapa skák. Lenka kvenna- meistari Hellis 2001 SKÁK H e l l i s h e i m i l i ð KVENNAMEISTARAMÓT HELLIS 25.2 2001 Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Verðlaunahafar á kvennameistaramóti Hellis. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Lenka Ptácníková, kvennameistari Hellis, og Áslaug Kristinsdóttir. Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.