Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Gleraugnaverslun á Stór-Reykjavíkursvæðinu auglýsir eftir starfsfólki hálfan daginn til af- greiðslustarfa. Ath. reyklaust fyrirtæki. Umsókn með mynd sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 1. mars nk., merkt: „Gleraugu — 2001“. Háskólakennarar Háskólinn á Akureyri er sterk stofnun í örri þróun og hefur mótandi áhrif á umhverfi sitt og menntun í landinu. Háskólinn á Akureyri býður góða starfsaðstöðu í metnaðarfullu um- hverfi á Akureyri. Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla að sækja um laus störf. Háskólinn á Akureyri hyggst hefja kennslu í tölvunarfræði til BS prófs haustið 2001. Auglýstar eru til umsóknar ein til tvær stöður háskólakennara (prófessor/dósent/lektor) í tölv- unarfræði og upplýsingatækni. Gert er ráð fyrir því að samhliða kennslu við HA verði háskólakennararnir starfsmenn Ís- lenskrar erfðagreiningar á Akureyri og taki þar þátt í starfi og rannsóknum fyrirtækisins eins og henta þykir. Grunnlaun eru samkvæmt kjarasamningi Fé- lags háskólakennara á Akureyri en jafnframt mun Íslensk erfðagreining bjóða launakjör til samræmis við markaðslaun. Menntunar- og hæfniskröfur: ● Háskólamenntun, a.m.k. meistaragráða í viðkomandi fræðigrein ● Forystuhæfileikar við uppbyggingu nýrrar þekkingar. ● Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í uppbyggingu kennslu og rannsókna í tölvu- og upplýsingafræðum. Umsækjendur láti fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um námsferil, vísindastörf, kennslu- störf, stjórnunarstörf og önnur störf. Með um- sóknum skulu send eintök af þeim vísindalegu ritum sem umsækjendur vilja láta taka tillit til. Nauðsynlegt er að í umsókn komi fram hvaða verkefnum og rannsóknum umsækjendur hafa unnið að, hverju þeir eru að sinna og hver eru áform þeirra ef til ráðningar kemur. Ætlast er til að umsækjendur láti fylgja nöfn og síma- númer minnst tveggja aðila sem leita má til um meðmæli. Nánari upplýsingar veitir Helgi Gestsson, HA, helgig@unak.is . Vinsamlegast sendið umsóknir til Háskólans á Akureyri, skrifstofu rektors, v/Norðurslóð, 600 Akureyri, fyrir 19. mars 2001. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Barra hf. verður haldinn í Hótel Valaskjálf fimmtudaginn 8. mars kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Nánari upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu fé- lagsins, Kaupvangi 19, Egilsstöðum. Aðalfundur Bakkavör Group hf. 2001 Aðalfundur Bakkavör Group hf. vegna starfs- ársins 2000 verður haldinn á Radisson SAS Hótel Sögu, fundarsal A, v/Hagatorg, Reykjavík, miðvikudaginn 7. mars og hefst hann kl. 16.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til kaupa félagsins á eigin hlutum allt að 10% samkvæmt 55. gr. hluta- félagalaga. 3. Tillaga um breytingar á samþykktum: Heimild til stjórnar félagsins að auka hlutafé félagsins um allt að 200 milljónir króna að nafnverði og að hluthafar falli frá forkaups- rétti sínum sbr. 3. mgr. 34. gr. laga um hluta- félög. 4. Önnur mál löglega upp borin. Ársreikningur félagsins ásamt skýrslu stjórnar og endurskoðenda mun liggja frammi á skrif- stofu félagsins í Hamraborg 10, 200 Kópavogi, 7 dögum fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent við upphaf fundar. Atkvæðaréttur hluthafa miðast við stöðu hlut- hafaskrár að morgni 7. mars 2001. Að loknum aðalfundarstörfum verður hluthöf- um boðið upp á léttar veitingar. Stjórn Bakkavör Group hf. KENNSLA Eiturefnanámskeið Námskeið um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði, garðyrkju og við garðaúðun verður haldið dagana 22. og 23. mars 2001. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vilja öðlast réttindi til þess að mega kaupa og nota efni í X og A hættuflokkum og/eða starfa við garðaúðun. Þátttaka í eiturefnanámskeiði veitir ekki sjálf- krafa leyfisskírteini til kaupa á efnum í X og A hættuflokkum, heldur verður að sækja um það sérstaklega. Einnig verður að sækja sér- staklega um leyfi til að starfa við garðaúðun. Námskeiðið verður haldið hjá Rannsóknastofn- un landbúnaðarins á Keldnaholti, Reykjavík. Þátttökugjald er kr. 20.000. Tilkynna skal þátttöku sem fyrst og eigi síðar en 8. mars til Hollustuverndar ríkisins á sér- stöku umsóknareyðublaði. Umsóknareyðublað og dagskrá námskeiðsins má finna á heimasíðu Hollustuverndar ríkisins, www.hollver.is . At- hugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður og verða þeir skráðir inn eftir tímaröð umsókna. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Hollustu- vernd ríkisins í síma 585 1000. Hollustuvernd ríkisins, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Vinnueftirlit ríkisins. TILKYNNINGAR Fræðslu- og menningarsvið Innritun nýrra nemenda Seltjarnarnesbær 22 00 .8 2 Innritun sex ára barna, f. 1995, fer fram á skrif- stofu Mýrarhúsaskóla laugardaginn 3. mars n.k. kl. 10:00-12:00. Innritun í heilsdagsvistun Mýrarhúsaskóla - Skóla- skjólið fer ennfremur fram á skrifstofu skólans laugardaginn 3. mars n.k. kl. 10:00-12:00. Innritun nemenda sem flytjast frá öðrum bæjar- félögum og þeirra sem koma úr einkaskólum fer fram í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla mánudaginn 5. mars og þriðjudaginn 6. mars kl. 10:00-15:00. Ekki þarf að innrita nemendur sem flytjast úr Mýrarhúsaskóla í Valhúsaskóla. Skólaskrifstofa Seltjarnarness Leiklistarstarfsemi í Borgarleikhúsinu Samkvæmt samkomulagi Leikfélags Reykjavík- ur og Reykjavíkurborgar skal Leikfélag Reykja- víkur „tryggja hið minnsta tveimur öðrum leik- flokkum afnot af húsnæði í Borgarleikhúsinu til æfinga og sýninga eins verkefnis á hverju ári. Leikflokkarnir skulu hafa endurgjaldslaus afnot af húsnæði en greiða útlagðan kostnað L.R. vegna vinnu þeirra í Borgarleikhúsinu. Val þeirra leikflokka skal ákveðið af leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur og fulltrúa sem sam- starfsnefnd tilnefnir.“ Samkvæmt ofangreindu er hér með auglýst eftir umsóknum leikflokka. Með umsókn skal senda greinargerð um verkefnið þar sem greint er skilmerkilega frá verkefninu, aðstandendum þess, framkvæmdaaðilum, listrænum stjórn- endum og þátttakendum öllum. Einnig skal vönduð fjárhagsáætlun fylgja umsókninni sem berist leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur, Listabraut 3, 103 Reykjavík, eigi síðar en mánu- daginn 26. mars 2001. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag allt fást hjá leikhússtjóra Leik- félags Reykjavíkur í síma 568 5500. UPPBOÐ Listmunauppboð Næsta listmunauppboð verður haldið á Hótel Sögu sunnudagskvöldið 18. mars. Erum að taka á móti verkum. Fyrir viðskiptavini leitum við að góðum verkum gömlu meistaranna. Gallerí Fold Rauðarárstíg 14—16, sími 551 0400. ÝMISLEGT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.