Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 13 ÍBÚASAMTÖK Grafarvogs, Fuglaverndarfélagið og Landssamtök hjólreiða- manna og Íslenski fjallahjóla- klúbburinn skiluðu Skipu- lagsstofnun athugasemdum vegna mats á umhverfisáhrif- um mislægra gatnamóta Vesturlandsvegar, Víkurveg- ar og Reynisvatnsvegar en frestur til að skila inn at- hugasemdum rann út 16. febrúar sl. Fuglaverndar- félagið hefur áhyggjur af áhrifum framkvæmdanna á fuglalíf við Úlfarsá; Íbúasam- tök Grafarvogs telja m.a. að umferðaröngþveiti verði á álagstíma við hringtorg á gatnamótunum og hjólreiða- menn óska m.a. eftir að sam- ræmi verði í framkvæmda- tíma við gerð hjólreiðastíga og akbrauta. Ráðgert er að byggja mis- lægu gatnamótin á þessum stað í fjórum áföngum og er áætlað að unnið verði við byggingu 1.–3. áfanga á ár- unum 2001–2008. Úlfarsá er á Nátt- úruminjaskrá Í bréfi Fuglaverndar- félagsins segir, að félagið telji að fyrirhuguð gatnamót Vesturlandsvegar og Reynis- vatnsvegar, og þá fyrst og fremst aðreinar slaufugatna- móta, verði nær Úlfarsá en réttlætanlegt sé. Einnig var- ar félagið við staðsetningu settjarna og telur flóðamál- um í ánni séu gerð óviðun- andi skil í matsskýrslu. Úlf- arsá og svæði meðfram henni séu skilgreind sem almennt útivistarsvæði, samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996–2016. Í sama skipulagi falli sá hluti Úlfarsár sem er í landi Reykjavíkur undir borgarvernd. Úlfarsá, ásamt 200 metra breiðum bakka báðum megin árinnar, sé á Náttúruminjaskrá. Umrædd vegarlagning sé aðeins í 50 metra fjarlægð frá ánni þar sem vegurinn liggi næst henni. Fuglalíf á þessum slóðum sé afar fjölbreytt. Á Úlfarsá séu vetrarstöðvar gulandar, sem sé á válista sem fugl í yfirvofandi hættu vegna stofnsmæðar, og á um- ræddum stað hafi m.a. sést nærri 40 gulendur á ánni að vetrarlagi en það sé rúmlega 4% íslenska gulandarstofns- ins. Um settjarnirnar fjórar, sem ráðgert er að setja norð- an fyrirhugaðs vegar, segir í bréfi félagsins að svo virðist sem tjarnirnar séu meira og minna á flóðasvæði Úlfarsár. Því sé ástæða til að hafa áhyggjur af mengun í Úlf- arsá út frá þessum tjörnum. Hvergi komi fram í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum hvort og hvernig eigi að hafa áhrif á flóð í ánni en sérfræð- ingar Náttúrufræðistofnunar hafi lagt á það þunga áherslu í skýrslu sinni frá 1996 um náttúrufar við Úlfarsá og víð- ar í landi Reykjavíkur að áin fái að renna frjáls og óháð í farvegi sínum þegar sá gáll- inn sé á henni. Niðurstaðan sé því sú að umhverfisrök gegn tilfærslu á gatnamótun- um séu það sterk að hætta beri við hana og að unnið verði þess í stað eftir gild- andi aðalskipulagi. Fugla- verndarfélagið telji að skoða beri betur þann valkost sem nefndur sé punktagatnamót enda komi fram í matsskýrsl- unni að þau muni hafa mun minni áhrif á umhverfi Úlf- arsár en slaufugatnamót. Hringtorg munu bara tefja umferð Íbúasamtök Grafarvogs segjast mótmæla fyrirhuguð- um framkvæmdum vegna mannvirkja við umrædd gatnamót eins og þær hafi verið kynntar og sérstaklega þeirri ætlun að færa umferð Grafarholts inn á Víkurveg og blanda henni saman við umferðina til og frá Grafar- vogi. Þá mótmæli samtökin einnig mannvirkjunum vest- an Vesturlandsvegar þar sem hugmyndin sé að gera tvö hringtorg sem hugsanlega séu óþörf og tefji umferðina í stað þess að rýmka fyrir henni eins og væntanlega hafi verið tilgangurinn. Jafn- framt sé fyrirhuguðum flutn- ingi gatnamótanna mótmælt. Íbúasamtökin segjast hafa ákveðnar hugmyndir um hvernig hægt sé að hanna þessi mannvirki þannig að þau nái fyllilega tilgangi sín- um. Það sé von samtakanna að ekki verði ráðist í bygg- ingu þessara mannvirkja nema að vel athuguðu máli og tekið verði fullt tillit til at- hugasemda íbúa Grafarvogs og fulltrúar samtakanna séu reiðubúnir hvenær sem er að taka þátt í umræðum og vinnu eða til að rökstyðja skoðanir sínar, verði þess óskað. Lagning akbrauta og stíga fylgist að Landssamtök hjólreiða- manna og Íslenski fjallahjóla- klúbburinn gera athuga- semdir við göngu- og hjólastíg við mislæg gatna- mót Víkurvegar og Vestur- landsvegar og benda m.a. á að við hönnun hans þurfi að huga að ýmsum atriðum, t.d. þurfi undirlag að vera frost- þolið, stígurinn a.m.k. 4 metra breiður og með bundnu slitlagi. Sé litið til ná- grannalandanna megi gera ráð fyrir því að í framtíðinni verði leyfð umferð léttra bif- hjóla á stígum sem þessum og honum því skipt milli bif- hjóla, reiðhjóla og gangandi. Þá sé mikilvægt að fram- kvæmdahraði við lagninu stíga sé í samræmi við fram- kvæmdahraða akbrauta svo að ekki skapist hætta og óvissuástand fyrir hjólandi og gangandi. Athugasemdir við mat á umhverfisáhrifum mislægra gatnamóta Vesturlandsvegar og Víkurvegar Áhyggjur af áhrifum á fuglalíf við Úlfarsá       !    "#$ % &'#  !    !            '  (& #)  !    Grafarholt ÞAð var þröng á þingi í Múlakaffi í gær, á sprengi- dag. Þangað fjölmenntu menn til að gæða sér á hin- um þjóðlegu krásum, salt- kjöti og baunum, þung- meltu kostafæði sem margir láta ekki ekki eftir sér að borða nema þennan eina dag á ári. Morgunblaðið/Árni Sæberg Saltkjöt og baunir ... Múlahverfi BEIÐNI hefur verið lögð fram hjá skipulags- og bygg- inganefnd borgarinnar um að leyfi verði veitt til þess að Vaktarahúsið svonefnda við Garðastræti verði rifið. Að sögn Nikuláss Úlfars Más- sonar, arkitekts hjá Árbæj- arsafni, er húsið talið frá tímabilinu 1844–1848 og gæti verið einstæð heimild um byggð í Reykjavík fyrir 150 árum. Einnig er það m.a. tal- ið húsinu til gildis að í því fæddist Sigvaldi Kaldalóns tónskáld. Að sögn Nikuláss eru öll hús sem byggð eru fyrir 1850 sjálfkrafa friðuð en í lýsingu á Reykjavík frá 1848 er þessa húss fyrst getið sem skemmu úr timbri við bæinn Grjóta sem Grjóta- þorpið er kennt við en holtið þótti grýtt og var grjót úr því m.a. notað við byggingu Dómkirkjunnar. Byggt hefur verið við húsið 1860 og aftur 1880 og er það þá komið í núverandi stærð. Húsið er talið fyrsta timb- urhúsið í Grjótaþorpi fyrir utan hús Innréttinganna í Aðalstræti. Fæðingarstaður Sigvalda Kaldalóns Guðmundur vaktari Giss- urarson, sem bjó í Grjóta, byggði skemmuna en síðan eignaðist það Stefán Egils- son, faðir Sigvalda Kaldalóns og Eggerts Stefánssonar. Sigvaldi fæddist í húsinu og bjó þar fyrstu átta ár ævi sinnar. Að sögn Nikuláss Úlfars var búið í húsinu fram á sjöunda áratug nýlið- innar aldar en síðan hefur það aðallega verið notað sem geymsla og nú er komin fram beiðni frá eigendum lóðarinnar um að veitt verði leyfi fyrir niðurrifi þess. Nikulás Úlfar sagði að komið hefðu fram hugmynd- ir um að setja upp safn helg- að minningu Sigvalda Kalda- lóns í húsinu. „Þetta er hús með gífurlega mikið varð- veislugildi,“ sagði Nikulás Úlfar. Varðveislugildi „Varðveislugildið felst að- allega í því að þetta er að öll- um líkindum fyrsta timbur- húsið í Grjótaþorpi og eina húsið sem eftir er af Grjóta- bænum gamla, auk tenging- arinnar við Sigvalda Kalda- lóns.“ Hann sagði að með því að endurgera húsið í upp- haflegri mynd með tjargaðri timburklæðningu og hvítum gluggum yrði húsið líkt því sem flest hús voru í Reykja- vík fyrir um 150 árum og væri því gífurlega góður vitnisburður um fyrstu var- anlegu byggð í einkaeign. Einnig væri hægt að hlúa að garði aftan við húsið með gamaldags stakketi. „Það er engin spurning að þannig væri þetta hús perla í mið- borg Reykjavíkur,“ sagði Nikulás og sagði að nú þegar niðurrifsbeiðni væri fram komin þyrfti borgin að taka afstöðu til hvort það hygðist friða bæinn og leysa hann til sín frá núverandi eigendum eða hvernig hún sæi framtíð Vaktarahússins fyrir sér. Sótt um leyfi til að rífa Vaktarahúsið Grjótaþorp Morgunblaðið/Árni Sæberg Vaktarahúsið er talið elsta timburhúsið í Grjótaþorpi. SKÁTAFÉLAGIÐ Vífill og Garðabær hafa gert þjónustusamning um skátastarf í bænum. Sam- kvæmt honum skuldbindur bærinn sig til að greiða skátafélaginu 1–1,4 m.kr. árlega til að standa straum af reglulegu skátastarfi í bænum. Einnig tekur skátafélag- ið Vífill að sér hlutverk varðandi hátíðarhöld í bænum á sumardaginn fyrsta og 17. júní. Þá felst í samningnum að bærinn greiði 4.000 krónur á hvern þátttakanda í útilífs- námskeið sem félagið heldur á sumrin fyrir börn á aldrinum 6 til 11 ára og eru námskeiðin hluti af tómstundatilboði Garða- bæjar. Í fréttatilkynnigu frá Garðabæ er haft eftir Guð- mundi Guðmundssyni, for- manni Vífils að samning- urinn sé mjög þýðingarmikill fyrir félag- ið. Stærsta breytingin sé að hann gerbreyti rekstr- argrundvelli sumarnám- skeiðanna en þar fari mesta endurnýjunin í félaginu fram. Þá segir að af hálfu bæj- aryfirvalda sé tilgangurinn með samningnum að styrkja barna- og ung- lingastarf í bænum og efla bæjarbraginn. Eins og fyrr sagði verð- ur kostnaður bæjarins af almenna starfinu minnst 1 m.kr. en mest 1,4 m.kr. og miðast við 9.000 kr. Við bætast 4.000 kr. á hvern þátttakanda í útilífsnám- skeiði. Einnig er samið um 100 þús. kr. greiðslu frá bænum vegna skrúðgöngu og flöggunar 17. júní, auk þess sem bærinn greiði beinan kostnað vegna há- tíðarhalda á sumardaginn fyrsta eins og um semst milli aðila. Samið við Skátafélagið Garðabær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.