Morgunblaðið - 13.03.2001, Side 2

Morgunblaðið - 13.03.2001, Side 2
Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isAron Kristjánsson til liðs við Hauka á ný/B1 Þórey Edda Elísdóttir setti Norðurlandamet/B5 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM Morgunblaðinuí dag fylgir blað frá Neistanum – styrktarfélagi hjartveikra barna, „Gefum þeim von“. FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að Augun okkar ehf. í Reykjavík hafi ekki farið að ákvörðun ráðsins frá síðasta ári með því að nota firmanafnið Gleraugna- búðin með endingunni .is. Samkeppnisráð og áfrýjunar- nefnd samkeppnismála bönnuðu fyr- irtækinu í fyrra að nota firmanafnið Gleraugnabúðin eitt og sér í auglýs- ingum, á auglýsingaskiltum og á annan hátt í tengslum við gleraugna- verslanir sínar í Hagkaupi í Skeif- unni og Nýkaupi í Kringlunni. Var vísað til firmanafnsins Gleraugna- búðin, sem hefur verið skráð í firma- skrá frá árinu 1965 vegna sam- nefndrar verslunar við Laugaveginn, og hætta talin á nafna- ruglingi milli þessara gleraugna- verslana. Samkeppnisyfirvöld höfðu ítrekað farið fram á það við forráðamenn fyrirtækisins Augun okkar að hætta allri notkun á firmanafninu Gler- augnabúðin en án árangurs. Á loka- degi frests sem gefinn var í febrúar sl. var sú breyting gerð á auglýsinga- skiltum að endingunni .is var bætt við firmanafnið Gleraugnabúðin. Fyrirtækið var þá búið að taka á leigu lén hjá Intís með það að mark- miði að vista heimasíðu með sama nafni og starfrækja þar m.a. net- verslun með gleraugu. Dagsektir verði nafninu ekki breytt fyrir föstudag Augun okkar hafa frest til næst- komandi föstudags til að fara eftir ákvörðun samkeppnisráðs. Verði það ekki gert hefur ráðið ákveðið dagsektir upp á 50 þúsund krónur þar til farið hefur verið eftir ákvörð- uninni og firmanafninu breytt. Augun okkar mega ekki nota endinguna .is NETABÁTURINN Ársæll Sigurðs- son HF kom til Þorlákshafnar í gærkvöldi með 20 tonn af ríga- þorski. Höfðu skipverjarnir á Ár- sæli lent í þvílíkri mokveiði á Sel- vogsgrunni að annað eins hafði ekki hent þá árum saman. Þeir höfðu lagt netin í loðnutorfu sem þeir lóðuðu á, alls sjö trossur eða sjötíu net. Tólf tímum seinna drógu þeir netin. Þegar búið var að draga fjórar trossur höfðu þeir fyllt bátinn og urðu að stíma í land. Þeg- ar lokið var við löndun í Þorláks- höfn í gærkvöldi var haldið á miðin að nýju til að draga það sem eftir var af netunum. Að jafnaði var um hálft tonn af fiski í hverju neti af rígaþorski, sem þykir með eindæmum. Skipstjóri á Ársæli er Viðar Sæ- mundsson. Fylltu bátinn af rígaþorski Morgunblaðið/Friðþjófur FUNDUR í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna var haldinn hjá ríkis- sáttasemjara í gær en að sögn Þóris Einarssonar ríkissáttasemjara eru horfur ekki sérlega góðar og mörg ágreiningsmál óleyst. Sjómenn hafa boðað verkfall frá 15. mars og ríkir ekki mikil bjartsýni um að samningar takist fyrir þann tíma en Þórir sagði að menn myndu áfram ræða saman. Nýr fundur hef- ur verið boðaður í deilunni í dag. Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra boðaði deiluaðila, þ.e. full- trúa Sjómannasambandsins, Vél- stjórafélagsins, Farmanna- og fiskimannasambandsins og Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, á sinn fund seinnipart dags í gær. Árni sagði að margt hefði komið fram á þessum fundi. „Það var gagnlegt að fara yfir þetta með þeim. Það er best að spá sem minnst um framhaldið en það er að minnsta kosti unnið í því að finna lausn á málinu. Það er alltaf von þegar menn eru að ræða sam- an,“ sagði Árni. Ríkissáttasemjari sagði að mjög annasamt hefði verið í húsakynnum embættisins í gær og margir nýtt sér fundaraðstöðuna. Kjaradeila sjómanna Mörg ágreinings- mál óleyst falls hefur dregið mjög úr því að aðr- ar fasteignir eða lausafjármunir séu sett upp í kaupverð. Árið 1995 nam þessi þáttur 20% en hefur nær horfið á síðustu árum, var rétt um 1% árið 2000. Hlutfall húsbréfa hækkar í viðskiptum á landsbyggðinni Þarna gætir væntanlega áhrifa frá hinum miklu hækkunum fasteigna- verðs á höfuðborgarsvæðinu enda HLUTFALL staðgreiðslu í fast- eignaviðskiptum hefur nær tvöfald- ast frá árinu 1995. Þá var aðeins um fjórðungur kaupverðsins greiddur í peningum en á árinu 2000 fór það hlutfall í rétt tæpan helming kaup- verðs. Þetta kemur fram í grein eftir Snorra Gunnarsson, hagfræðing Fasteignamats ríkisins, í Fasteigna- blaðinu í dag. Samhliða vexti staðgreiðsluhlut- kemur glöggt í ljós þegar lands- byggðin er borin saman við höfuð- borgarsvæðið að áhrifa af ákvæðum um hámarkslán og lánamið við brunabótamat gætir síður á lands- byggðinni. Hins vegar er hlutdeild húsbréfalána hærri þar en á höfuð- borgarsvæðinu og hefur farið vax- andi þar á sama tíma og hún hefur minnkað á höfuðborgarsvæðinu. Staðgreiðsluhlutfall fasteigna tæp 50%  Hvernig eru/C46 HÁTT í 1.500 manns heimsóttu sýn- inguna Náttúrusýnir í Listasafni Ís- lands sl. sunnudag en Ólafur Kvaran safnstjóri segir það vera aðsóknar- met hjá safninu. Á sýningunni, sem kemur frá Borgarlistasafni Parísar, Petit Palais, eru verk eftir listamenn á borð við Monet, Cézanne, Courbet, Sisley, Pissarro og Corot svo nokkur dæmi séu tekin. „Aðsóknin að sýningunni hefur verið gífurlega góð, jafnt og þétt frá því hún var opnuð. Hér hafa komið nokkur hundruð manns á hverjum degi, líka virkum dögum. Á venjuleg- um sunnudegi koma annars yfirleitt um 150–200 manns á safnið en þessi dagur slær öll met,“ segir hann. Ólafur kveðst fagna því að þjóðin kunni að meta sýninguna. „Þetta sýnir bara að það er hljómgrunnur fyrir slíkri sýningu. Þetta er orðið eins og í erlendum söfnum þar sem fólk þarf að bíða í klukkutíma eftir því að komast inn.“ Hann telur ekki ólíklegt að leið- sögn um sýninguna á sunnudaginn hafi aukið enn á aðsóknina og vekur athygli á því að slík leiðsögn verði einnig í boði næstu sunnudaga kl. 15. Mjög góð aðsókn var einnig að sýningum Listasafns Reykjavíkur um helgina en þar hefur verið boðið upp á leiðsögn um nokkra hríð.  Mikill fjöldi/26 Aðsóknar- met í Listasafni Íslands ♦ ♦ ♦ ELDUR kviknaði í skorsteinshúsi Geirfugls GK-66 um kl. 15 í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Keflavík var starfsmaður útgerðar við vinnu í skorsteinshúsi þegar eldurinn kom upp og náði hann að slökkva eldinn. Töluverðan reyk lagði um vistarverur bátsins sem er bundinn við bryggju í Grinda- víkurhöfn. Skemmdir eru þó taldar minni háttar. Slökkvilið reykræsti. Eldur í Geirfugli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.