Morgunblaðið - 13.03.2001, Page 8

Morgunblaðið - 13.03.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK fyrir frábærar ferðir Pöntunarsími: 56 20 400 Cape Sun Inter-Continental SPENNANDI SUÐUR-AFRÍKA Páskar 8.-16. apríl - aðeins 3 vinnudagar Hefurðu áttað þig á tækifærinu? Beint, þægilegt svefnflug yfir nótt með ATLANTA Boeing 747 og þið eruð komin í sumardýrð CAPE HÉRAÐS að njóta hins fegursta í ríki náttúrunnar fyrir gjafverð! TÆKIFÆRI ÁN HLIÐSTÆÐU. ÞAÐ SAXAST Á SÆTIN: BLÓMALEIÐ A og B uppselt 90 DURBAN - Safari - uppselt 90 CAPE TOWN - fá sæti - nýtt frábært tilboð á 5* lúxusdvöl CAPE SUN INTERCONINENTAL HOTEL m. morgunv., flug, gist. kr. 114.900! Þú gætir ekki einu sinni gist á svipuðu hóteli í London fyrir það verð! EINNIG NOKKUR SÆTI VIÐSKIPTAFARR. ÖKUMAÐUR sem ók bifreið sinni á 185 km hraða um Vesturlands- veg var stöðvaður undir Hafnar- fjalli af starfsmönnum umferðar- deildar ríkislögreglustjóra í síðustu viku. Umferðardeildin var við eftirlit á Suðvesturlandi í samvinnu við við- komandi lögregluembætti en þó einkum í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi að því er fram kemur á vef ríkislögreglustjóra. Alls voru höfð afskipti af 40 ökumönnum. Merktar sem ómerktar lögreglu- bifreiðar voru notaðar við eftirlitið. Á 185 km hraða undir Hafnarfjalli Svona, þér ætti ekki að vera nein hætta búin að mæta Össuri núna, Ingibjörg mín, komin með líknarbelgi allt um kring. FJÓRIR voru fluttir á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi eftir harðan árekstur tveggja fólksbifreiða síðdegis á sunnudag. Áreksturinn varð á Suð- urlandsvegi á móts við Skíðaskál- ann í Hveradölum. Ökumaður ann- ars bílsins er grunaður um ölvun við akstur. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Selfossi varð áreksturinn með þeim hætti að ökumaðurinn sem grunaður er um ölvun við akst- ur ók bíl sínum yfir á öfugan veg- arhelming með þeim afleiðingum að bíll hans skall á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Sjúkrabifreiðar voru sendar á slysstaðinn bæði frá Reykjavík og Selfossi. Ökumenn og farþegar bílanna voru allir fluttir á slysadeild en enginn þeirra hlaut lífshættuleg meiðsl. Loka varð Hellisheiði í um klukkustund vegna slyssins og var umferð þess í stað beint um Þrengslin. Bílarnir voru báðir fluttir af vett- vangi með dráttarbifreið en þeir eru taldir ónýtir. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Slökkviliðsmenn frá Hveragerði og höfuðborgarsvæðinu komu á slys- stað. Ekki reyndist nauðsynlegt að beita klippum til að ná ökumönnum eða farþegum út úr bílunum. Ökumaður grunaður um ölvun við akstur Harður árekstur fólksbifreiða á Suðurlandsvegi Málþing FHF Flugvöllur er ferðaþjónusta Á MORGUN klukk-an 16 verður hald-ið í Norræna hús- inu málþing á vegum FHF (Félags háskólamennt- aðra ferðamálafræðinga). Varaformaður félagsins er Bjarnheiður Hallsdóttir. Hún var spurð hvað ætti að fjalla um á málþinginu? „Við ætlum að fjalla um áhrif staðsetningar innan- landsflugvallar á Stór- Reykjavíkursvæðinu á hinar ýmsu tegundir ferðaþjónustu.“ – Skiptist þið á skoðun- um um hvort færa eigi Reykjavíkurflugvöll eða leggja hann niður? „Þetta eru í raun ekki skoðanir okkar heldur hagsmunaaðila í hinum ýmsu greinum ferðaþjónustu. Við erum að reyna með þessu mál- þingi að varpa ljósi á hvort það yrði í raun slæmt fyrir ferðaþjón- ustuna í heild sinni að færa Reykjavíkurflugvöll burt úr miðbæ Reykjavíkur – ef af yrði.“ – Hvert er þitt álit? „Mitt álit er það að það þurfi að rannsaka þetta. Það ábyrgðar- leysi að varpa fram skoðun á þessu að skoða málið nánar. Ég tel að ef innanlandsflug yrði t.d. flutt til Keflavíkurflugvallar myndi uppbyggingin í skipulagn- ingu ferða innanlands breytast mikið og eflaust myndu opnast nýir möguleikar ósjálfrátt, t.d. að fljúga beint út á land með ferða- menn í stað þess að þurfa að fara með þá til Reykjavíkur þar sem vitað er að mikill „flöskuháls“ í formi ónógs framboðs gistirýmis er farið að há ferðaþjónustu veru- lega. Þegar suðurstrandarvegur sem á að tengja saman Suðurland og Reykjanes verður opnaður mun enn ein vídd verða til og gíf- urlegir möguleikar opnast fyrir Suðurland.“ – Hvað verður fjallað um nánar til tekið á málþinginu? „Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, mun ávarpa þingið. Úlfar Antonsson frá Úrvali-Út- sýn fjallar um hvaða áhrif flutn- ingur innanlandsflugvallar gæti hugsanlega haft á skipulagningu ferða útlendinga um Ísland. Kristófer Ragnarsson frá Sam- vinnuferðum-Landsýn fjallar um áhrif á ferðir flutnings innan- landsflugs á skipulagningu ferða Íslendinga til útlanda. Árni Gunnarsson frá Flugfélagi Ís- lands fjallar um áhrif flutnings innanlandsflugsins á ferðalög Ís- lendinga innanlands og Pétur Snæbjörnsson frá Hótel Reyni- hlíð mun viðra skoðun ferðaþjón- ustuaðila á landsbyggðinni.“ – Hvað finnst ferðaþjónustfólki á landsbyggðinnu um þetta mál? „Sumir sjá mikla möguleika í því að innanlandsflugið verði flutt til Keflavík- ur en aðrir telja það andstætt hagsmunum sínum. Þess vegna er mikilvægt að rannsaka þetta mál á hlutlausan og vísindalegan hátt.“ – Hvert er tilefni þessa málþings? „Tilefnið var það að okkur finnst nokkuð einsleit skoðun vera á því að það sé örugglega neikvætt fyrir ferðaþjónustuna að flugvöllurinn fari úr Vatns- mýrinni. Okkur fannst ástæða til að víkka þessa umræðu örlítið út og benda á það að ferðaþjónusta er víðtæk atvinnugrein og það eru margir flokkar í henni. Það sem er gott fyrir hluta ferðaþjón- ustunnar er ekki gott fyrir aðra hluta. Þetta flugvallarmál snýst ekki bara um lóðir í Reykjavík heldur heila atvinnugrein, ferða- þjónustuna.“ – Fyrir hvaða hluta ferðaþjón- ustunnar kæmi sér vel að völlur- inn yrði áfram þar sem hann er? „Án þess að það hafi verið rannsakað get ég ímyndað mér að það kæmi sér vel fyrir ferðalög Íslendinga innanlands. Ég get fallist á þau rök að það sé þægi- legt fyrir fólk utan af landi að geta lent í miðbæ Reykjavíkur til að sinna sínum erindum þar. Einnig er það jákvætt fyrir skipulagningu dagsferða með flugi fyrir erlenda ferðamenn. En hins vegar megum við ekki gleyma að það eru aðeins 50 kíló- metrar milli Keflavíkur og Reykjavíkur sem þykir ekki mik- ið við svipaðar aðstæður erlendis. Við þurfum að vega það og meta hvort við séum fyrir þessa hags- muni tilbúin að reka tvo full- komna flugvelli með 50 kílómetra millibili hjá 270 manna þjóð.“ – Hverjir í ferðaþjónustunni telur þú að hagnist á að færa flug- völlinn? „Án rannsóknar tel ég að ef innanlandsflug yrði fært til Kefla- víkur myndi líklega ferðaþjón- usta á Suðurnesjum fá byr undir báða vængi, sömuleiðis ferða- þjónusta á Suðurlandi, þá gæti fólk farið beint eftir suðurstrand- arvegi á Suðurland í stað þess að hafa viðkomu í Reykjavík. Síðan opnast möguleiki á beinu tengiflugi út á landsbyggðina sem væntanlega kemur sér vel fyrir fólk í ferða- þjónustu úti á landi og fyrir landsbyggðarfólk sem er að koma eða fara til útlanda.“ – Staðsetning flug- vallar fyrir höfuðborgarsvæðið skiptir sem sagt mjög miklu máli fyrir ferðaþjónstu í landinu? „Já, vissulega gerir hún það. Sérstaklega hefur staðsetningin áhrif á allt innra skipulag ferða- þjónustunnar sem yrði endur- skipuleggja ef innanlandsflugið færðist til Keflavíkur. Hvort það yrði jákvætt eða neikvætt þegar upp væri staðið – það stendur skrifað í skýin.“ Bjarnheiður Hallsdóttir  Bjarnheiður Hallsdóttir fædd- ist á Akranesi 11. maí 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands 1987 og fór í nám í rekstr- arhagfræði með sérhæfingu í ferðaþjónustu í Fachhochschule München, það sem hún lauk prófi 1994. Hún hefur starfað við ferðaþjónstu og er nú fram- kvæmdastjóri Katla Travel á Ís- landi. Bjarnheiður á tvö börn. Mikilvægt að skoða vís- indalega áhrif flutnings inn- anlands frá Reykjavík ♦ ♦ ♦ fimm daga vikunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.