Morgunblaðið - 13.03.2001, Page 15
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 15
HROGNATAKA hófst í Krossanesi á
Akureyri, er fjölveiðiskip Samherja
hf., Þorsteinn EA og Vilhelm Þor-
steinsson EA lönduðu þar loðnu fyrir
og um síðustu helgi. Um er að ræða
samstarfsverkefni Krossanesverk-
smiðjunnar og Útgerðarfélags Akur-
eyringa. Hrognatakan fer fram í
Krossanesi en frystingin í frystihúsi
ÚA á Grenivík.
Að sögn Hilmars Steinarssonar
verksmiðjustjóra í Krossanesi er búið
að frysta 110-150 tonn af hrognum en
hann var ekki bjartsýnn á að um frek-
ari hrognatöku yrði að ræða að þessu
sinni, ekki væri von á skipum til lönd-
unar, auk þess sem útlit væri fyrir að
sjómannaverkfall skylli á í vikunni.
„Við hefðum viljað fara í frekari
hrognatöku en vantar hráefni og von-
andi kemur ekki til verkfalls.“
Frá áramótum hefur verið landað
um 22.500 tonnum af loðnu í Krossa-
nesi.
Hrognataka
í Krossanesi
Morgunblaðið/Kristján
Arnar Hilmarsson vinnur við hrognatöku í Krossanesi.
KONUR úr Kvenfélaginu Baugi í
Grímsey komu saman á dögunum og
fögnuðu 44 ára afmæli félagsins.
Þrjár af stofnendunum, þær Jórunn
Magnúsdóttir, Vilborg Sigurð-
ardóttir og Hulda Reykjalín, voru á
fundinum og eru þær allar virkar
félagskonur. Í tilefni dagsins var les-
in fyrsta fundargerð Baugs og var
gaman að heyra að flestöll stefnu-
mál sem konurnar settu sér á þess-
um fyrsta fundi árið 1957 voru orðin
að veruleika og eru fastir liðir í
starfseminni í dag.
Kvenfélagið Baugur er blómstr-
andi kvenfélag sem tók inn á þessum
fundi 25. félagskonu sína. Gaman er
að geta þess að þótt sumum finnist
það að vera í kvenfélagi eitthvað
gamalt og úrelt á það sannarlega
ekki við hér þar sem meðalaldur
kvenfélagskvenna er um 40 ár. Það
er margt og fjölbreytt sem Baugur
sinnir í félags- og menningarlífi
Grímseyjar. Fastir liðir eru: Fiske-
hátíð 11. nóvember á afmæli dr.
Fiske velgjörðarmanns eyjarinnar –
jólahlaðborð – barnajólaball – ára-
mótaball – þorrablót – hátíð á ösku-
dag – stórglæsilegt sjávarréttakvöld
– páskakaffi – sumarfagnaður –17.
júní hátíðarhöld með dansleik og
margt, margt fleira.
Konurnar í Baugi eru duglegar
og öflugar að styrkja góð málefni
eins og kirkjuna hér, Miðgarða-
kirkju sem hefur mikla sérstöðu hjá
félagskonum –
Félagsheimið Múla þar sem púls-
inn í öllu félagslífi slær, heilsugæsl-
una í Grímsey, Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri –grunnskólann og
skólabörnin svo eitthvað sé nefnt.
Lærðu eldamennsku
í anda Soffíu Loren
Kvenfélagið Baugur stendur fyrir
námskeiðum á ýmsum sviðum fyrir
félagskonur sínar. Nú síðast var
boðið upp á Soffíu Loren matreiðslu
námskeið sem Sigurlaug Jón-
asdóttir fréttakona sá um og stýrði
við mikla ánægju Baugskvenna. Um
kvöldið mættu eiginmennirnir í mat
og bornir voru fram ýmsir „dað-
urréttir“ leikkonunnar Soffíu Loren
með ítölsku ívafi og ljúfum blæ.
Kvenfélagið rekur litla sjoppu
sem opin er á laugardögum klukkan
13–13.30 allt árið um kring þar sem
kvenfélagskonur skiptast á að af-
greiða, tvær og tvær í senn. Það er
gaman að sjá röð lítilla kúnna sem
mæta stundvíslega alla laugardaga
til að kaupa bland í poka. Já, Kven-
félagið Baugur, 44 ára, er síungt
félag sem starfar af mikilli gleði og
krafti til góðs fyrir sína heimabyggð
og sitt heimafólk.
Núverandi stjórn skipa þær: Sig-
rún Þorláksdóttir formaður, Ragn-
hildur Hjaltadóttir varaformaður,
Guðrún Ásgrímsdóttir gjaldkeri,
Steinunn Stefánsdóttir ritari og
meðstjórnendur Áslaug Helga Al-
freðsdóttir og Sigrún Waage.
Fjölbreytt félags-
starf hjá Baugi
í Grímsey
Grímsey. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Helga Mattína
Konurnar í Baugi í Grímsey sinna fjölbreyttu félags- og menningarlífi.
STARFSMENN Vegagerðar-
innar vinna að því þessar vik-
urnar að klæða Múlagöng að
innan með vatnsvörðum dúk og
af þeim sökum eru göngin lokuð
fyrir umferð fram eftir kvöldi,
frá kl. 21–23.30 og frá miðnætti
fram til kl. 06.30 á morgnana.
Göngin eru þó ekki lokuð aðfar-
anætur laugardags og sunnu-
dags.
Mikill vatnsagi hefur verið í
göngunum frá upphafi og valdið
töluverðum vandræðum. Alls
verða klæddir um 4.000 fer-
metrar í göngunum í þessum
áfanga og er heildarkostnaður
við verkið í kringum 20 milljónir
króna. Í janúar á síðasta ári var
gerð tilraun með að klæða göng-
in að innan með samskonar dúk
og gafst það vel að sögn Sigurð-
ar Oddssonar, deildarstjóra
framkvæmda hjá Vegagerðinni
á Akureyri. Þá voru einnig
klæddir um 4.000 fermetrar.
Múlagöng
klædd með
vatnsvörð-
um dúkGUÐRÚN Þórarinsdóttir víóluleikari
og Helga Bryndís Magnúsdóttir
píanóleikari halda tónleika í Lauga-
borg í Eyjafjarðarsveit annað kvöld,
miðvikudagskvöld 14. mars, kl. 20.30.
Á efnisskránni eru verk eftir J. S.
Bach, R. Schumann og Rebecca
Clarke.
Guðrún Þórarinsdóttir lauk burt-
fararprófi á víólu við Tónlistarskól-
ann á Akureyri 1981 og hóf síðan nám
við Tónlistarskólann í Reykjavík.
Þaðan útskrifaðist hún sem fiðlu-
kennari 1983 og lauk einleikaraprófi á
víólu ári síðar. Hún stundaði síðan
framhaldsnám við Tónlistarháskól-
ann í Aachen í Þýskalandi auk þess
sem hún kenndi á fiðlu og víólu við
Tónlistarskólann í Bonn.
Guðrún hefur leikið með hljóm-
sveitum bæði erlendis og á Íslandi
auk þess að spila kammertónlist. Hún
kenndi við Tónlistarskólann á Akur-
eyri 1987-1997 og hefur spilað með
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands frá
stofnun hennar. Hún leikur nú með
Sinfóníuhljómsveit Íslands og kennir
við Tónlistarskóla Kópavogs.
Helga Bryndís Magnúsdóttir hóf
tónlistarnám í Vestmannaeyjum hjá
Guðmundi H. Guðjónssyni. Hún fór
síðan í Tónlistarskólann í Reykjavík
og naut þar handleiðslu Jónasar Ingi-
mundarsonar og útskrifaðist árið 1987
sem píanókennari og einleikari. Hún
stundaði framhaldsnám í Vínarborg
og Helsinki. Hún hefur starfað við
Tónlistarskólann á Akureyri frá árinu
1992 en einnig verið virk sem píanó-
leikari, í kammertónlist, með söngvur-
um og í Caput-hópnum. Í fyrravetur
lék hún einleik með Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands og Sinfóníuhljómsveit
Íslands.
Víóla og píanó
í Laugaborg
Helga Bryndís Magnúsdóttir og
Guðrún Þórarinsdóttir.
ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa
hefur verið dæmt í Héraðsdómi
Norðurlands eystra til að greiða 6
yfirmönnum á frystitogaranum Sval-
bak samtals 13,4 milljónir króna
ásamt dráttarvöxtum frá því í maí í
fyrra í bætur vegna riftunar á samn-
ingi þeirra um skipsrúm. Þá var
félaginu einnig gert að greiða sam-
tals 1,5 milljónir króna í málskostn-
að.
Málsatvik eru þau að mennirnir
voru allir yfirmenn á Svalbak ÞH-6
sem var í eigu Útgerðarfélags Ak-
ureyringa en skipið var svo leigt til
Mecklenburger Hochseefischerei
fyrir um einu ári síðan. Áhöfn skips-
ins var þá sagt upp störfum.
Skömmu eftir þetta var skipið tekið
af aðalskipaskrá vegna leigu þess til
litháenskrar útgerðar.
Forsvarsmenn ÚA héldu því fram
að samið hafi verið við hina erlendu
útgerð um samvinnu við útgerð Sval-
baks og að í samstarfi þessara
tveggja útgerða hafi m.a. falist að
ÚA legði til yfirmenn á skipið og
annaðist greiðslu launa til þeirra.
Ágreiningur reis milli félagsins og
yfirmannanna um hvort þeim hafi
verið boðið að fylgja skipinu til leigu-
takanna. Þeir töldu svo ekki vera en
ÚA hélt því aftur á móti fram að
þeim hefði verið boðin áframhald-
andi staða.
Yfirmennirnir kröfðust bóta
vegna þessa í apríl í fyrra en því var
hafnað af hálfu ÚA. Málið fór því fyr-
ir Héraðsdóm Norðurlands eystra
en í dómum sem nýlega voru kveðnir
upp kemur fram að í mörgu sé óljóst
um stöðu ÚA eftir að skipið var leigt
til Litháen. Þar sem félagið hefði
ekki hirt um að leggja fram leigu-
samning þess við hina erlendu út-
gerð verði það að bera hallann af
þeirri óvissu. Það er því álit dómsins
að líkur standi til þess að á þeim tíma
sem málið snerist um hafi skipið ekki
verið gert út af ÚA, búið hafi verið að
segja áhöfn upp og taka skipið af að-
alskipaskrá. Félagið hafi því gert
ráðningarsamninga við yfirmennina
í umboði litháensku útgerðarinnar.
ÚA greiði 6 yfirmönn-
um 13,4 milljónir