Morgunblaðið - 13.03.2001, Síða 16

Morgunblaðið - 13.03.2001, Síða 16
LANDIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Bakkafirði - Föstudaginn 9. mars var opnuð ný matvöruverslun á Bakkafirði en hér hefur verið versl- unarlaust síðan 1. febrúar síðastlið- inn. Stofnað var félagið Sjafnarkjör ehf. og keypti það félag gamla versl- unarhúsið með öllum tækjum til verslunarreksturs. Í samtali við Sjöfn Aðalsteinsdótt- ur, eiganda Sjafnarkjörs ehf., kom fram að hún fékk mikla og góða að- stoð frá Bónus í Reykjavík og sagði hún að án þeirra hjálpar hefði hún ekki opnað verslunina. Sjöfn sagði einnig að sú mikla vinna sem unnin var til að hægt væri að opna versl- unina hefði öll verið unnin í sjálf- boðastarfi af heimafólki sem kom og bauð fram vinnu sína og var það henni mikil hvatning að finna fyrir þessum mikla hlýhug fólks. Á opn- unardeginum bárust henni fjölmarg- ar heillaóskir og blómahaf svo minnti helst á blómaverslun en ekki mat- vöruverslun. Morgunblaðið/Áki Guðmundsson Matvöruverslunin Sjafnarkjör hefur verið opnuð á Bakkafirði. Ný mat- vöruversl- un opnuð á Bakkafirði Stykkishólmi - Skemmtiferðir hjá Sæferðum í Stykkishólmi eru byrj- aðar á þessu ári en föstudaginn 9. mars kom hingað fyrsti hópur er- lendra ferðamanna. Um var að ræða 26 stúdenta frá háskóla Ge- orgíu í Bandaríkjunum. Þarna voru á ferðinni afburðanámsmenn sem fengu ferð til Íslands í verðlaun fyrir góðan námsárangur. Hópur- inn var á vegum ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar. Að sögn Péturs Ágústssonar hjá Sæferðum eru nú þegar farnir að sjást fuglar í klettum eins og skarf- ur og aðrir sjófuglar sem hafa hér vetrarsetu. Hann segir að Sæferðir hafi tekið á móti hópum í veislu- ferðir og talsvert sé bókað í mars og séu það einkum starfsmanna- félög sem hafi áhuga á að skreppa í Hólminn og sigla út á Breiðafjörð og borða um borð í bátnum góðan mat. Síðast í apríl fer allt á fulla ferð hjá Sæferðum. Boðið verður upp á skemmtisiglingar og hvala- skoðun eins og undanfarin ár. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Fyrsti hópur erlendra ferðamanna á þessu ári fór í skemmtisiglingu með Sæferðum í Stykkishólmi. Þetta eru námsmenn frá Bandaríkjunum sem fengu Íslandsferð í verðlaun fyrir afburða námsárangur. Fyrstu er- lendu ferða- mennirnir komnir Laxamýri - Endurskinsvesti voru afhent nýlega í leikskólanum Barnaborg, en það var Hjálp- arsveit skáta í Aðaldal sem kom færandi hendi eins og oft áður. Vesti þessi eru nauðsynleg þeg- ar farið er út að ganga, en um þjóðveg er að fara þegar gengið er í Hafralækjarskóla á bókasafn og í íþróttasal. Það hefur verið eitt að markmiðum Hjálparsveitarinnar að styrkja unga vegfarendur og áður hefur ungu fólki í skólanum verið afhentir hjálmar til þess að hafa þegar verið er á reiðhjólum. Þessu framtaki hjálparsveit- armanna hefur verið mjög vel tek- ið og var strax farið að nota end- urskinsvestin þegar þau höfðu verið afhent og myndataka hafði farið fram. Starfsemi Hjálparsveitar skáta í Aðaldal hefur verið vaxandi á und- anförnum árum og er víða komið við í félagsstarfinu auk þess sem sveitin gegnir mikilvægu hlutverki í öryggismálum almennings. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Hjálparsveitarmennirnir Þorsteinn Ragnarsson, til vinstri, og Benedikt Kristjánsson í Hjálparsveit skáta í Aðaldal, ásamt leikskólanemendum og kennurum á Barnaborg í nýju endurskinsvestunum. Börnum gefin endur- skinsvesti Mývatnssveit - Um helgina var mik- il vélsleðahátíð í Mývatnssveit og fjölmenni mikið víðsvegar að, svo sem venja er á Mývatnsmótum. Síðdegis á föstudag ýtti Jón Ingi Hinriksson í Vogum báti á flot og fór að leggja net sín í Vogaflóa, en flóinn er nú mikið auður eftir þíð- viðrið, auk þess sem heitt inn- streymi frá jarðhitasvæðinu heldur alltaf auðri vök fram af Vogabæj- um. Jón hefur ekki sett bátinn fram fyrr í vetur enda ekki venjulegt á þessum árstíma. Þetta kom sér bet- ur en ekki fyrir vélsleðamenn nokkra, ókunnuga aðstæðum á Mý- vatni. Sem Jón Ingi er að leggja net sín þarna í flóann sér hann koma sleða- hóp í Teigasund og stefnir hann beint á vökina en mörk íss og vatns var erfitt að greina í kvöldhúmi og krapi. Þrír sleðar sukku til botns Það skipti engum togum að þarna fóru fjórir vélsleðar fram í eyðuna og sukku þar þrír til botns, en sá fjórði náði að snúa við þegar hann fann sig á vatni og sveigði til baka upp á ísinn aftur. Jón Ingi, kom strax á staðinn á báti sínum og gat hjálpað fólkinu. Engum varð verulega meint af þessum sundspretti en einn fékk þó aðhlynningu í Bergholti. Strax var hóað í hjálparmenn sem dreif í að sækja sleðana, þar á meðal var kaf- ari í froskmannsbúningi. Björg- unaraðgerðir gengu greiðlega enda bátur Jóns Inga á vatninu sem fyrr segir en stutt í vinnuvél, flot- belgi og mannskap. Kafarinn batt í sleðana sem síðan voru hífðir upp að bátshlið og þannig fleytt að landi, þar sem grafa tók við þeim og flutti í vélaskemmu Vogunga. Þeir komust svo í gang aftur um nóttina. Væntanlega hefur ekki í annan tíma veiðst betur úr vatninu þar í Vogum, en á þessari kvöldstund og má telja mikið lán að Jón Ingi skyldi láta sér til hugar koma að leggja net frá báti þarna, á þessum árstíma og einmitt á þessari stundu. Ekki er getið um silungsveiði Jóns Inga í netin í gær, en á sunnu- daginn fór enn einn sleði í vatnið við Teigasund. Hann náðist upp fljótlega með hjálp björgunar- sveitar. Miklar vakir eru nú víða í ísinn á Mývatni, þannig að menn þurfa að fara þar um með mikilli gát. Vélsleðamenn féllu niður í vök á Mývatni Morgunblaðið/BFH Jón Ingi vitjar um net sín undir ís fyrir nokkru. Hvammstanga - Fyrir skömmu var Breiðabólstaðarkirkju í Húna- þingi færð stórgjöf, ein milljón króna. Það var Herdís Bjarnadótt- ir, sem hélt nú á dögunum upp á 100 ára afmæli sitt, sem færði fermingarkirkju sinni þessa höfð- inglegu gjöf. Gjöfinni fylgja fyrir- mæli um að fénu skuli varið til við- gerðar á kirkjuhúsinu að utan, en margt er þar farið að láta undan. Herdís kallaði til sín fulltrúa sóknarnefndar og sóknarprestinn og afhenti þeim gjafabréf. Sagði hún kirkjuna alltaf hafa verið „sína kirkju og enga aðra“. og þætti henni afar vænt um hana. Herdís dvaldist á sínum yngri ár- um nokkur ár á Breiðabólstað og man vel þá tíð. Kirkjan á Breiðabólstað var byggð af Vilhjálmi „kirkjusmið“ Halldórssyni Borgfirðingi, sem síðan bjó vítt um Húnaþing. Hún var vígð árið 1894, og er því ríflega 100 ára gömul. Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur tók við gjöfinni ásamt fulltrúum sóknar- nefndar. Sagði hann þennan hlý- hug Herdísar koma sér afar vel fyrir kirkjuna. Söfnuðurinn væri afar fámennur, telur aðeins sautján sálir, og því mikill fengur að fá slíkan stuðning til viðhalds kirkjunni. Gaf „kirkjunni sinni“ milljón Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Séra Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur, Marsibil Ágústs- dóttir og Ragna Sigurbjartsdóttir ásamt Herdísi Bjarnadóttur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.