Morgunblaðið - 13.03.2001, Page 18
VIÐSKIPTI
18 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
rekstrarreikningi hvernig staðan er á
uppgjörsdegi en hagnaður Íslands-
banka-FBA eftir skatta nam 662
milljónum í fyrra. Ég vek athygli á
þessu vegna þess að okkar helstu
keppinautar gera þetta ekki með
sama hætti. Hluti af þeirra markaðs-
skuldabréfum er ekki gerður upp á
markaðsgengi heldur á framreiknuðu
kostnaðarverði.“
Ofmat á hagnaði ríkisbankanna
Kristján benti á að hagnaður Bún-
aðarbankans eftir skatta hafi verið
202 milljónir króna en samkvæmt
upplýsingum í ársreikningi bankans
hafi fjárfestingarskuldabréf verið
færð á verði sem er 195 milljónum
hærra en markaðsgengið í lok árs.
„Ef Búnaðarbankinn hefði beitt sömu
varfærnisreglu í sínu uppgjöri og Ís-
Í RÆÐU Kristjáns Ragnarssonar,
formanns bankaráðs, á aðalfundi Ís-
landsbanka-FBA, kom fram að sam-
runaferill Íslandsbanka og Fjárfest-
ingarbanka atvinnulífsins í fyrra hafi
verið óvenju skammur þrátt fyrir að
um hefði verið að ræða stærstu sam-
einingu Íslandssögunnar þegar tekið
sé tillit til markaðsvirðis fyrirtækj-
anna. „Báðir bankarnir voru einka-
fyrirtæki og það flýtti augljóslega
fyrir ákvörðuninni um niðurstöðu,
gagnstætt því þegar tillit þarf að taka
til pólitískra sjónarmiða.“ Kristján
gerði einnig að umtalsefni misjafnar
uppgjörsaðferðir Landsbankans og
Búnaðarbankans annars vegar og svo
Íslandsbanka hins vegar. Hann sagði
það vera tímabært að Fjármálaeftir-
litið beitti sér fyrir því að uppgjör ís-
lenskra fjármálafyrirtækja verði
samræmd.
Á fundinum var kjörin ný stjórn
bankans. Guðmundur H. Garðarsson
og Finnbogi Jónsson gáfu ekki kost á
sér til endurkjörs. Í þeirra stað koma
inn í stjórnina Jón Ólafsson og Víg-
lundur Þorsteinsson en endurkjörnir
voru Einar Sveinsson, Eyjólfur
Sveinsson, Helgi Magnússon, Jón Ás-
geir Jóhannesson og Kristján Ragn-
arsson sem er formaður. Þá var og
samþykkt að greiða út 5% arð á árinu,
eða tæpar 495 milljónir króna, til
hluthafa.
Öll bréf gerð upp á markaðsgengi
„Sveiflur af því tagi sem við sáum á
síðasta ári á verðbréfamörkuðum
hafa umtalsverð áhrif á afkomu fjár-
málafyrirtækja. Eðli málsins sam-
kvæmt eiga þau á hverjum tíma tölu-
vert af eignum í markaðsverðbréfum.
Öll markaðsverðbréf í okkar eigu eru
gerð upp á markaðsgengi. Sama á við,
hvort heldur um er að ræða skulda-
bréf eða hlutabréf, eða hvort um er að
ræða bréf sem bókuð hafa verið í
veltubók til skamms tíma eða fjár-
festingarbók til langs tíma. Með
þessu viljum við sýna nákvæmlega í
landsbanki-FBA hefði hagnaður
bankans eftir skatta verið um það bil
14 milljónir en ekki 202 milljónir og er
þá miðað við 30% skattgreiðslu. Svip-
aða sögu er að segja af Landsbank-
anum. Hagnaður hans eftir skatta er
samkvæmt ársreikningi 955 milljónir
króna en í skýringum með ársreikn-
ingnum kemur fram að markaðs-
skuldabréf í eigu bankans séu ofmet-
in miðað við raunverulegt
markaðsvirði, um 855 milljónir, í árs-
lok. Ef Landsbankinn hefði beitt
sömu reglu og Íslandsbanki-FBA
væri hagnaður Landsbankans 355
milljónir en ekki 955 milljónir króna.
Svo ber þess að geta að í reikningi
Landsbankans er tekjufærsla vegna
eignarhluta bankans í Vátryggingar-
félagi Íslands sem nemur 313 millj-
ónum króna eftir skatta. Það er tíma-
bært að Fjármálaeftirlitið beiti sér
fyrir því að uppgjör fjármálafyrir-
tækjanna séu samræmd að því er
snertir mat á skuldabréfum í fjárfest-
ingarbók.“
Sameiningin kostaði sitt
Kristján sagði að stofnun Íslands-
banka-FBA hafi verið sóknarleikur.
Tilgangurinn hafi verið að skapa
sterkari banka og honum hafi strax í
upphafi verið sett sex fjárhagsleg
markmið. „Í fyrsta lag skal stefnt að
því að arðsemi eigin fjár til lengri
tíma nemi vöxtum óverðtryggðra rík-
isskuldabréfa að viðbættum 5 til 8%.
Við núverandi aðstæður er þessi arð-
semiskrafa 17 til 20%. Í annan stað
var sett sú stefna að arðgreiðslur til
hluthafa nemi að jafnaði 25 til 50% af
hagnaði bankans. Í þriðja lagi var sett
það markmið að eiginfjárhlutfall á
CAD-grunni verði ekki lægra en 10%.
Í fjórða lagi að kostnaður sem hlutfall
af heildartekjum verði innan við 55%
og í fimmta lagi að afskriftir útlána
verði innan við 0,5% af útistandandi
útlánum og ábyrgðum. Loks var það
markmið sett að vöxtur í tekjum og
hagnaði nemi 7 til 15% árlega.
Kristján sagði að þegar menn líti
nú til baka og beri saman árangur og
markmið sé nauðsynlegt að hafa í
huga að hinn nýi banki starfaði ekki
nema rúmt hálft síðastliðið ár og
einnig hitt að síðasta ár var samein-
ingarár. Sameiningin sjálf hafi að
sjálfsögðu nokkurn kostnað í för með
sér sem kom fram á fyrsta árinu og
einnig sé ljóst að mikill tími stjórn-
enda og hluta starfsfólks hafi farið í
sjálft sameiningarferlið meðan það
stóð yfir. Þetta hafi óhjákvæmilega
haft áhrif á reksturinn í fyrra. Þá hafi
bankinn ekki farið varhluta af nei-
kvæðri þróun á verðbréfamarkaði,
þ.e. hækkun ávöxtunarkröfu á
skuldabréfamarkaði og lækkun
hlutabréfa.
Nafnbreyting í skoðun
Kristján sagði að eitt af því sem
hafi komið til skoðunar í stefnumót-
unarvinnu bankans, þar sem öllum
steinum sé velt og allt skoðað, sé nafn
bankans og hvernig það sé markaðs-
sett. „Því er ekki að neita að nafnið Ís-
landsbanki-FBA er ekki sérlega þjált
né auðvelt að markaðssetja, hvorki
innanlands né utan. Því er nú unnið
að sérstakri athugun á þessu máli og
er helst litið til Íslandsbankanafnsins
og jafnframt til einhverrar skamm-
stöfunar til einkennis fyrir hverja
starfstöð og þjónustustöð. Þegar
bankaráð hefur fengið tillögur og tek-
ið afstöðu til þeirra munum við kynna
málið opinberlega. Það verður þó
tæplega fyrr en með vorinu.“
Kristján Ragnarsson stjórnarformaður á aðalfundi Íslandsbanka-FBA
Morgunblaðið/Jim Smart
Stjórn og forstjórar ÍslandsbankaFBA.
Samræma ber uppgjör
fjármálafyrirtækjanna
REKSTRARHAGNAÐUR Olíu-
félagsins hf. og dótturfélaga fyrir af-
skriftir og fjármagnsliði nam 1.012
milljónum króna á árinu 2000 og
hækkaði um 11% milli ára, eða um
103 milljónir króna. Hagnaður af
reglulegri starfsemi var 429 milljón-
ir króna en var 606 milljónir árið áð-
ur. Veltufé frá rekstri hækkaði á
milli ára um 22% og nam 882 millj-
ónum króna. Arðsemi eigin fjár var
7,3% samanborið við 11,9% árið áður
og jókst eigið fé félagsins um 510
milljónir króna á árinu 2000.
Rekstrarumhverfi ársins 2000 ein-
kenndist af verulega hækkandi
heimsmarkaðsverði olíuvara og
lækkandi gengi íslensku krónunnar
og í tilkynningu frá Olíufélaginu hf.
segir að þessir þættir hafi haft veru-
leg áhrif á rekstur og efnahag félags-
ins. Fjármagnskostnaður jókst um
335 milljónir króna og hafði megin-
áhrif á lakari afkomu milli ára, og
niðurfærsla viðskiptakrafna jókst
vegna aukinnar útlánaáhættu. Efna-
hagsreikningurinn hækkaði umtals-
vert, meðal annars vegna hækkandi
birgðaverðs og útistandandi skulda í
kjölfar hækkandi heimsmarkaðs-
verðs og útsöluverðs hér á landi sem
aftur hafði í för með sér aukna fjár-
magnsþörf.
Rekstrartekjur Olíufélagsins hf.
og dótturfélaga voru 14.693 milljónir
króna á árinu 2000 og er það um
3.232 milljóna króna tekjuaukning
frá fyrra ári eða um rúm 28%. Segir
félagið að meginástæðan fyrir þess-
ari aukningu sé hækkun á útsölu-
verði í kjölfar hækkunar á heims-
markaðsverði eldsneytis og aukin
umsvif í öðrum vörum en olíuvörum.
Kostnaðarverð seldra vara hækkaði
um 37%. Rekstrargjöld án afskrifta
hækkuðu um 7,6%. Þar af var sölu-
og dreifingarkostnaður nær óbreytt-
ur á milli ára en annar rekstrar-
kostnaður hækkaði um 196 milljónir.
Heildareignir Olíufélagsins hf. og
dótturfélaga þess voru í árslok
16.869 milljónir króna. Bókfært verð
hlutabréfa samstæðunnar í öðrum
félögum nam 4.574 milljónum króna í
árslok 2000.
Hagnaður Olíufélags-
ins 429 milljónir króna
18*587
%%#%('
$#*%&
'&&
+#()+
'#$++
'$*
"$
'**
+"$
/%'
"#*&$
(#)+*
!
$''
%"'
01
!
!
! 1
"#$%
2 31
=
#
!
!
!
! !
!
!
"
77