Morgunblaðið - 13.03.2001, Qupperneq 19
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 19
AFKOMA Skagstrendings hf. var
slæm á árinu 2000 og var félagið gert
upp með 355 milljóna króna tapi en
324 milljóna króna hagnaður varð af
rekstrinum á árinu 1999. Tap af
reglulegri starfsemi eftir skatta, án
tengdra félaga, nam 91 milljón
króna, samanborið við 343 milljóna
króna hagnað árið áður.
Tap af hlutdeildarfélögum nemur
309 milljónum króna en þar vegur
þyngst 273 milljóna afskrift eignar-
hluta, krafna og ábyrgða vegna
gjaldþrots Nasco ehf. Tap hlutdeild-
arfélaganna má öðru fremur rekja til
afleitrar afkomu í útgerð rækju-
frystiskipa á Flæmingjagrunni, að
því er fram kemur í tilkynningu
Skagstrendings hf. til Verðbréfa-
þings Íslands. Gengistap af erlend-
um skuldum félagsins vegna veiking-
ar íslensku krónunnar gagnvart
erlendum gjaldmiðlum nam 181
milljón króna árið 2000 samanborið
við 7 milljón króna tap á árinu 1999.
Rekstrartekjur samstæðunnar
drógust saman um 12,6% og námu á
árinu 2.078 milljónum króna saman-
borið við 2.377 milljónir króna árið
áður. Þennan samdrátt má að
stærstum hluta rekja til lækkunar á
söluvirði rækjuafurða. Rekstrar-
gjöld voru hins vegar 1.722 milljónir
króna, samanborið við 1.932 milljón-
ir króna árið 1999, sem er 10,9%
lækkun. Rekstrarhagnaður fyrir af-
skriftir og fjármagnskostnað var 356
milljónir króna árið 2000, eða 17,1%
af rekstrartekjum, samanborið við
445 milljónir króna árið 1999, sem
var 18,7% af rekstrartekjum.
Fjármagnsgjöld að frádregnum
fjármunatekjum námu 240 milljón-
um króna árið 2000 sem er veruleg
breyting frá fyrra ári en þá voru
fjármunatekjur umfram fjármagns-
gjöld 67 milljónir króna. Tap af
reglulegri starfsemi fyrir skatta, án
áhrifa tengdra félaga, nam 91 milljón
króna, samanborið við 343 milljóna
króna hagnað árið 1999. Eftir að tek-
ið hefur verið tillit til áhrifa hlut-
deildarfélaga og reiknaðra skatta er
félagið gert upp með 355 milljóna
króna tapi. Veltufé frá rekstri var
173 milljónir króna en var 371 millj-
ón árið 1999. Eigið fé var í árslok 977
milljónir króna og lækkaði um 116
milljónir á árinu. Eiginfjárhlutfall
lækkaði úr 37% í 29% á milli ára.
Tap Skagstrendings
hf. 355 milljónir króna
=
#
4# $%
!
&
5
6 /1
' () "#$%
!
6*688
'#+$$
%#&+'
%(&
/($
/%+
/(
%#,&+
%#**%
!&
+$%
%-)$
+(-*.
)+-,.
! ! !
!
!
!
77