Morgunblaðið - 13.03.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 13.03.2001, Qupperneq 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 21 VERÐMUNUR á lífrænt ræktuð- um kartöflum og hefðbundnum kartöflum er um þessar mund- ir frá tæplega 70% og upp í 150%. „Það er staðreynd að kostnaðarverð á líf- rænt ræktuðum kart- öflum er 100% hærra en til dæmis á hefð- bundum kartöflum frá Ágæti sem jafn- framt eru ódýrustu kartöflurnar hjá okkur en kílóverð á þeim er 149 krónur,“ segir Árni Ingvars- son, kaupmaður í Nýkaupi. Kostnaðarverð á lífrænt ræktuðum kartöflum hefur á hinn bóginn ekki breyst und- anfarna mánuði að sögn Árna. „Við kaupum okkar lífrænt rækt- uðu kartöflur af Ávaxtahúsinu sem kaupir af Móður jörð. Smásöluverð hefur eitthvað breyst og fylgir hverju sinni því verði sem er á markaðnum. Við vorum til dæmis með tilboð í desember en þá var 2 kg poki seldur á 299 krónur. Í dag kostar 2 kg poki 499 krónur,“ segir Árni. Hann segir að ástæðu þessa verðmunar megi rekja til þess að lífrænar kartöflur séu mun dýrari í innkaupum en hefbundnar. Mikið framboð á hefð- bundnum kartöflum Blómaval selur einnig bæði líf- rænt ræktaðar kartöflur og hefð- bundnar kartöflur. Þegar Kristinn Einarsson, sölustjóri Blómavals, er inntur eftir því hvort meiri verð- munur sé á lífrænt ræktuðum kart- öflum og hefðbundnum kartöflum nú en oft áður segir hann svo ekki vera. „Þessi mikli verðmunur hefur verið frá því að fyrstu kartöflu- uppskerurnar fóru að koma síðast- liðið sumar.“ Hann bætir við að skýringin á þessum mikla verð- muni sé fyrst og fremst að verið sé að halda verðinu á hefðbundnum kartöflum mjög lágu. Ástæðu þessa verðmunar megi rekja til samninga um ræktun við stóra kartöflufram- leiðendur og takmarkaðs framboðs á lífrænt ræktuðum kartöflum. „Það er ekki svo að lífrænt rækt- aðar kartöflur séu eitthvað dýrari í dag en annað lífrækt ræktað græn- meti. Það er einfaldlega mun meira framboð en oft áður á hefbundnum kartöflum.“ Að sögn Kristins kosta 2 kg. af lífrænt ræktuðum kart- öflum frá Móður jörð 495 krónur og kílóverðið hefur verið á þessu bili í langan tíma. Tvö kíló af hefð- bundnum kartöflum kosta 198 krónur. Lífrænt ræktaðar kartöflur dýrari en hefðbundnar Allt að 150% munur á kílóverði Íslensk páska- egg á Netinu Á VEFNUM www.islenskt.is / www.buyicelandic.com er nú hægt að kaupa íslensk páskaegg og hátíð- armat. Á íslenskt.is er eingöngu að finna íslenska framleiðslu s.s. mat- vörur, sælgæti, ullarvörur, snyrti- vörur og gjafavöru. Allar vörur eru án virðisaukaskatts auk þess sem fyrirtækið sér um að pakka inn og senda vörurnar á áfangastað. Að sögn aðstandenda www.islenskt.is nýttu margir sér þessa þjónustu fyr- ir jól og sendu hangikjöt, konfekt og jólagjafir út um allan heim. Umboðsmenn um land allt L a u g a v e g u r 1 7 0 - 1 7 4 • S í m i 5 9 0 5 0 0 0 • H j ó l b a r ð a d e i l d 5 9 0 5 0 6 0 • He i m a s í ð a w w w. h e k l a . i s • N e t f a n g h e k l a @ h e k l a . i s GOODYEAR HJÓLBARÐAR kemur e i t thvað annað t i l gre ina? ÍBÚAR á Seltjarnarnesi fengu ný- lega senda heim hitaveitureikninga þar sem fram kemur að frá og með 1. nóvember sl. hafi hitaveitukostnaður hækkað úr 32 krónum í 37 krónur á tonn. Að sögn Sigurgeirs Sigurðsson- ar bæjarstjóra er hitaveitugjald á Seltjarnarnesi það lægsta sem um getur í þéttbýli hér á landi, þrátt fyrir hækkunina sem hann segir að nemi 15%. Sigurgeir segir að verðið hafi aðallega verið hækkað vegna kostn- aðarhækkana og vegna þess að íbúar noti minna vatn en áður. Hann segir að svo virðist sem húseigendur passi betur upp á vatnsnotkun sína og hafi í auknum mæli látið laga stillitæki. Seltjarnarnes hefur verið að selja svipað magn af vatni undanfarin ár eða um 1.800 þúsund rúmmetra. Seltjarnarnes Hitaveitukostnaður hækkaði um 15%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.