Morgunblaðið - 13.03.2001, Qupperneq 21
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 21
VERÐMUNUR á lífrænt ræktuð-
um kartöflum og hefðbundnum
kartöflum er um þessar mund-
ir frá tæplega 70% og upp í
150%.
„Það er staðreynd að
kostnaðarverð á líf-
rænt ræktuðum kart-
öflum er 100% hærra
en til dæmis á hefð-
bundum kartöflum
frá Ágæti sem jafn-
framt eru ódýrustu
kartöflurnar hjá okkur
en kílóverð á þeim er 149
krónur,“ segir Árni Ingvars-
son, kaupmaður í Nýkaupi.
Kostnaðarverð á lífrænt
ræktuðum kartöflum hefur á
hinn bóginn ekki breyst und-
anfarna mánuði að sögn Árna.
„Við kaupum okkar lífrænt rækt-
uðu kartöflur af Ávaxtahúsinu sem
kaupir af Móður jörð. Smásöluverð
hefur eitthvað breyst og fylgir
hverju sinni því verði sem er á
markaðnum. Við vorum til dæmis
með tilboð í desember en þá var 2
kg poki seldur á 299 krónur. Í dag
kostar 2 kg poki 499 krónur,“ segir
Árni.
Hann segir að ástæðu þessa
verðmunar megi rekja til þess að
lífrænar kartöflur séu mun dýrari í
innkaupum en hefbundnar.
Mikið framboð á hefð-
bundnum kartöflum
Blómaval selur einnig bæði líf-
rænt ræktaðar kartöflur og hefð-
bundnar kartöflur. Þegar Kristinn
Einarsson, sölustjóri Blómavals, er
inntur eftir því hvort meiri verð-
munur sé á lífrænt ræktuðum kart-
öflum og hefðbundnum kartöflum
nú en oft áður segir hann svo ekki
vera. „Þessi mikli verðmunur hefur
verið frá því að fyrstu kartöflu-
uppskerurnar fóru að koma síðast-
liðið sumar.“ Hann bætir við að
skýringin á þessum mikla verð-
muni sé fyrst og fremst að verið sé
að halda verðinu á hefðbundnum
kartöflum mjög lágu. Ástæðu þessa
verðmunar megi rekja til samninga
um ræktun við stóra kartöflufram-
leiðendur og takmarkaðs framboðs
á lífrænt ræktuðum kartöflum.
„Það er ekki svo að lífrænt rækt-
aðar kartöflur séu eitthvað dýrari í
dag en annað lífrækt ræktað græn-
meti. Það er einfaldlega mun meira
framboð en oft áður á hefbundnum
kartöflum.“ Að sögn Kristins kosta
2 kg. af lífrænt ræktuðum kart-
öflum frá Móður jörð 495 krónur
og kílóverðið hefur verið á þessu
bili í langan tíma. Tvö kíló af hefð-
bundnum kartöflum kosta 198
krónur.
Lífrænt ræktaðar kartöflur dýrari en hefðbundnar
Allt að 150%
munur á kílóverði
Íslensk páska-
egg á Netinu
Á VEFNUM www.islenskt.is /
www.buyicelandic.com er nú hægt
að kaupa íslensk páskaegg og hátíð-
armat. Á íslenskt.is er eingöngu að
finna íslenska framleiðslu s.s. mat-
vörur, sælgæti, ullarvörur, snyrti-
vörur og gjafavöru. Allar vörur eru
án virðisaukaskatts auk þess sem
fyrirtækið sér um að pakka inn og
senda vörurnar á áfangastað. Að
sögn aðstandenda www.islenskt.is
nýttu margir sér þessa þjónustu fyr-
ir jól og sendu hangikjöt, konfekt og
jólagjafir út um allan heim.
Umboðsmenn um land allt
L a u g a v e g u r 1 7 0 - 1 7 4 • S í m i 5 9 0 5 0 0 0 • H j ó l b a r ð a d e i l d 5 9 0 5 0 6 0 • He i m a s í ð a w w w. h e k l a . i s • N e t f a n g h e k l a @ h e k l a . i s
GOODYEAR HJÓLBARÐAR
kemur e i t thvað annað t i l gre ina?
ÍBÚAR á Seltjarnarnesi fengu ný-
lega senda heim hitaveitureikninga
þar sem fram kemur að frá og með 1.
nóvember sl. hafi hitaveitukostnaður
hækkað úr 32 krónum í 37 krónur á
tonn. Að sögn Sigurgeirs Sigurðsson-
ar bæjarstjóra er hitaveitugjald á
Seltjarnarnesi það lægsta sem um
getur í þéttbýli hér á landi, þrátt fyrir
hækkunina sem hann segir að nemi
15%. Sigurgeir segir að verðið hafi
aðallega verið hækkað vegna kostn-
aðarhækkana og vegna þess að íbúar
noti minna vatn en áður. Hann segir
að svo virðist sem húseigendur passi
betur upp á vatnsnotkun sína og hafi í
auknum mæli látið laga stillitæki.
Seltjarnarnes hefur verið að selja
svipað magn af vatni undanfarin ár
eða um 1.800 þúsund rúmmetra.
Seltjarnarnes
Hitaveitukostnaður
hækkaði um 15%