Morgunblaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í LEIKHÚSINU líður mér vel, þar er trukk og dýfa og taktur sem passar fyrir mig. Vinnutíminn er reglu- legur, með kærkomnum af- brigðum og álagi vegna sýninga, andrúmsloftið lifandi og hreyfing á fólkinu. Mér finnst ég fjarska heppin með mitt starf – það er fullt af fólki sem getur sungið og fáar stöður við leikhúsin.“ Auður Gunn- arsdóttir sópransöngkona, ein af svo mörgum, eins og hún bætir við, er nýlega vöknuð á laugardegi eftir sýningu. Hún fer með hlutverk Mimiar í La Bohème, sem nú er á fjölum Íslensku óperunnar, og tek- ur tíma í spjall fyrir meiri hvíld um eftirmiðdaginn af því önnur sýning er um kvöldið og svo utanlandsferð morguninn eftir. „Mimi er óskahlutverk hjá mér,“ segir söngkonan, „og sennilega flestum lýrískum sóprönum. Þess vegna þótti mér þetta gullið tæki- færi og ekki verra að koma hingað heim til að syngja. Ég held að al- mennt langi íslenska söngvara er- lendis að vinna stundum heima, það er allt öðru vísi og einhvern veginn dýrmætt, þykir mér að minnsta kosti. Það er gott að ganga út úr Gamla bíói upp á Laugaveg eða heim til tengdó í kaffi. Á því ágæta heimili eru líka maðurinn minn og dóttir sem fluttu til Íslands í fyrra. Sjálf hef ég samning við óperuna í Würzburg í Þýskalandi, þetta er annað árið mitt þar, svo ég bý ein úti svona eins og „hinir strákarnir“ margir í bransanum.“ Auður er hress með hlýjar við- tökur gesta í Íslensku óperunni. „Slíkt er alltaf mikill léttir og líka hvatning um að halda nú ótrauð áfram. Mér fannst rosa ábyrgð að eiga að syngja Mimi, af því þetta hlutverk hefur höfðað sterkt til mín og mér fannst svo mikilvægt að gefa það sem ég gæti best. Ég við- urkenni að sum hlutverk eru þess eðlis að maður þarf virkilega að leita til að finna til smásamkenndar með persónunni. Yfirleitt gengur það samt einhvern veginn, sem bet- ur fer, en auðvitað er allt annað líf þegar hlutverkið beinlínis kallar á mann. Mér þótti einna erfiðast í byrjun æfingatímans hjá Íslensku óper- unni að halda aftur af tárunum af eintómri innlifun í einu atriðinu. Ég fékk svo mikinn kökk í hálsinn að ég gat ekki sungið seinni aríuna og þurfti að taka andlegt skref í burtu, ná ákveðinni fjarlægð, til að halda áfram. Það má alls ekki vor- kenna sinni persónu, þá verður hún ekki trúverðug, þetta er svolítil kúnst. Atriðið er í þriðja þætti þegar Mimi og Rodolfo ákveða að hætta saman, þótt þau elski hvort annað. Ég reyni að skilja Mimi, hvernig manneskja hún er og hvers vegna hún býr ein uppi á hanabjálka. Mér finnst hún heilsteypt og góð, að minnsta kosti Mimi óperunnar. Hún er ekki sú daðurdrós sem Rodolfo gefur í skyn, heldur næm og rómantísk og hefur að mínu viti lent í einhverri sorg. Kannski ann- arri ástarsorg, áður en þau Rodolfo kynnast.“ Mimi heyrir í þriðja þætti óp- erunnar hvað kærastinn segir um hana við vin sinn. Í fyrstu að hún sé óþolandi daðrari, en síðan að hann geti ekki veitt henni sjúkri þá hjálp sem hún þarf. Þarna opnast augu Mimiar fyrir því að hún er fárveik og hún ákveður að leggja það ekki á Rodolfo að fylgjast með sér fölna og visna. Þó finnst þeim þau ekki geta hvort án annars verið og fresta því að slíta sambandinu þar til um vor- ið, þegar sólargeislar komi fyrst inn um þakglugga Mimiar. „Þau búa í sama húsi í Lat- ínuhverfinu í París,“ útskýrir Auð- ur, „Mimi hafði hrifist af þessum unga rithöfundi og að ég held fylgst með honum um tíma áður en hún fór til hans fyrst. Þau reyna svo að vera saman en Rodolfo er of hræddur um að missa hana. Mimi segir á einum stað að stundum þeg- ar hún þykist sofa finni hún hvern- ig hann sitji við rúmstokkinn og stari á hana, eins og til að komast inn í drauma hennar. Þetta finnst mér vera ein lykilsetning í óper- unni. Saga Mimiar er átakanleg og á sér örugglega samsvörun í raun- veruleikanum. Hún var berklaveik, ung, einstæð og fátæk í Frakklandi á 19. öldinni. Nú herja aðrir alvar- legir sjúkdómar á fólk en sumt í eðli okkar breytist aldrei: ástin til dæmis, allt það ljúfasta og sár- asta.“ Önnur mikil ítölsk ópera,La Traviata eftir Verdi,var sú fyrsta sem Auðursá og heyrði í fullri lengd. Það var reyndar í bíó og Auður sjálf orðin 22 ára gömul. „Ég hafði ekkert lagt mig eftir þessari tegund tónlistar,“ segir hún, „en samþykkti að sjá myndina með vinkonu minni. Þarna grét ég fyrst yfir óperu og seinna hef ég gegnvætt marga vasaklúta, sér- staklega vegna Traviötu og Bohème. Dramatíkin hlýtur að hrífa mig svona eða túlkun hennar í tónlist ítölsku meistaranna. Þannig langar mig að syngja fleiri slík hlutverk og tel mig geta tekist á við sum þeirra nú, en þurfa meiri þroska fyrir önnur.“ Auður hefur lýríska sópranrödd og segist ekki enn vera tilbúin í dramatískari hlutverk, í óperum eins og Manon Lescot eða Toscu. Upp á það vanti hana fimm til tíu ár. En síðustu misseri hefur hún til að mynda margoft sungið Paminu í Töfraflautunni, „sem er næstum eins og nudd fyrir raddböndin,“ og líka kynnst Micaelu í Carmen, Anninu í Nótt í Feneyjum, Fiordi- ligi í Cosi fan tutte, Maríu í Seldu brúðinni, Evridís í Orfeusi og Evr- idís og Donnu Elviru í Don Giov- anni. „Það er sko kona að mínu skapi,“ segir hún um síðastnefndu persónuna, „eitthvað svo sönn – af holdi og blóði.“ Næsta leikár í Þýskalandi sér Auður svo fram á hlutverk Rosalindu í Leðurblök- unni, en annað óskahlutverk, sem hún væri þegar til í, er Violetta í uppáhaldsóperunni Traviötu. Auður tekur sér smámál-hvíld þegar ljósmyndar-inn mætir og dregur upppúður og fleira góss þó að okkur blaðafólki finnist það ekki þurfa. Hún er frískleg og að því er virðist úthvíld þó að frumsýnt hafi verið kvöldinu fyrir þennan fund okkar. Síðan hefur Bohème gengið fyrir fullu húsi í nokkrar vikur og uppselt er út sýningatímann. Það hefur verið þeytingur á Auði því að hún flýgur yfirleitt út til Þýska- lands á sunnudögum og mætir á sínar æfingar í óperunni þar, en kemur svo aftur hingað heim fyrir helgar að sinna Mimi. Sólrún Bragadóttir hefur reyndar sungið hlutverkið líka, svo eitthvað hefur það dregið úr spani Auðar. Hún er þó ekkert að hægja á taktinum, lætur sér ekki leiðast lengi í einu og leggur sitt af mörk- um til að svo verði ekki heldur um aðra. Í dag heldur söngkonan há- degistónleika í Íslensku óperunni og hefjast þeir klukkan 12.15. Á efnisskránni eru atriði úr söngleikj- um, óperettum og óperum, en píanóleikari með Auði verður Jónas Ingimundarson. Þessa dagana er söngkonan ann- ars að æfa fyrir Carmen, hlutverk Micaelu, í óperuhúsinu í Würzburg. Hún segir að þar sé yfirleitt minnst þrennt í gangi í einu, um sex vikur fari í æfingar fyrir hverja nýja uppfærslu, en á meðan sé vitanlega eitthvað annað á fjölunum. „Oftast fær hver uppfærsla aðeins mánuð í sýningar og síðan líða kannski nokkrir mánuðir þar til hún er tek- in aftur. Þetta fer eftir áskriftum og ýmsu þannig. Eftir þýska kerf- inu er þetta svokallað b-hús sem hefur aðeins einn til tvo fastráðna söngvara í hverju fagi. Útkoman fyrir mig hefur verið allnokkurt álag, enda tíðkast víðast gjörnýting á nýjum söngvurum. Líka til að prófa hvað þeir geta og þola. Ég held að ég hafi bara staðið mig nokkuð vel, ég fæ kannski eitt kvef á ári, en held annars alveg þræði. Þannig að þetta er svaka met, að fá hliðrað til núna vegna söngsins á Íslandi. Það er mér mikils virði. En svo er gott að hugsa til þess að næsta vetur fæ ég svolítið svigrúm. Það er búið að lofa mér fríum til að syngja annars staðar, ég verð aftur móbíl eins og sagt er og get prófað mig meira áfram en hingað til.“ Eftir Söngskólann í Reykja-vík hélt Auður til námsvið Tónlistarháskólann íStuttgart árið 1993. Hún lauk því með láði og tók til við prufusöng í þýskum óperuhúsum. „Það er ekki sérlega ánægjulegt, en nokkuð sem þarf að láta sig hafa,“ segir hún. „Þótt mér finnist yndislegt að syngja ljóð fann ég fljótt í skólanum að óperusviðið er minn uppáhaldsstaður. Svo að eftir skólann hóf ég þessa venjulegu þrautagöngu söngvara í landi þar sem margir eru um hituna í óp- eruhúsunum. Ég var gestasöngvari í Heidelberg, Bielefeld og Mann- heim áður en ráðningin í Würzburg kom til. Rétt upp úr því fékk maðurinn minn vinnu á sínu sérsviði í líffræði hér uppi á Íslandi, svo við skiptum liði í bili. Líka til að gefa tólf ára dóttur okkar tækifæri í íslenskum grunnskóla. Það væri heldur ekki mjög skemmtilegt fyrir hana hjá mér úti, ég er einfaldlega svo lítið heima við. Auðvitað sakna ég þeirra feðgina, en þau koma í heim- sókn út á svona sex vikna fresti og svo tölum við í símann fyrir svim- andi upphæðir. Maður verður nátt- úrlega ekki ríkur með þessu áfram- haldi.“ Auður segir að dæmigerð-ur dagur hjá sér úti hefj-ist klukkan tíu og æfing-ar standi til tvö. Þá fari hún og eldi sér hádegismat og hvíli sig kannski fyrir seinni æfingu sem er milli sex og tíu nema sýning- arkvöld. „Mér fannst ég fyrst vera frekar ein þarna, en það hefur breyst, ég er búin að venjast þessu og hef líka eignast nokkra vini í vinnunni. Það er bara svo mikið rennerí á fólkinu, söngvarar koma og fara, enda er þetta hús þekkt sem stökkbretti yfir í stærri óp- erur. Það er annars ljómandi gott, tekur 800 gesti og hefur bæði hefð- bundnar og nútímalegar upp- færslur. Þó er það nógu lítið til að maður fær góð hlutverk strax og festist ekki í smárullum.“ Auður kveðst einu sinni hafa lát- ið sig dreyma um að verða leik- kona, en ekki þorað í inntökupróf í Leiklistarskólanum. „Í staðinn fór ég í lögfræði, entist þar einn vetur og hugsaði svo: nú tekur þú út refsingu og gerir eitthvað róttækt. Með það skellti ég mér í Söngskól- ann og byrjaði reyndar í íslensku uppi í Háskóla, svona til að gera eitthvað af viti líka. En söngurinn tók meira og meira yfir og ég sé ekki eftir einu eða neinu núna, síð- ur en svo.“ Auður þagnar allt í einu og sýnir mér ofan í kaffibollann sinn tóman. „Sérðu hjörtun hérna?“ spyr hún, „og allt þetta fólk?“ Það er rétt, lítil hjörtu sýnast vera efst í bollanum og fólk á þön- um. Auður verður íbyggin á svipinn og segir hreyfinguna ef til vill merkja sígaunann í sér, þá mann- eskju sem eigi þar heima sem tæki- færin gefist hverju sinni og elski tilbreytingu. „Ég skoða svona stundum í boll- ann,“ heldur hún áfram, „mér finnst dáldið gaman að spekúlera í táknum. Þetta hlýtur að vera eitt- hvað gott, ég er allavega mjög gæfusöm að eiga þetta bakland sem er fjölskylda mín. Það eru svo margir í þessu fagi sem þora ekki að binda sig og eignast börn, af því þeir telja sig ekki geta sameinað eðlilegt líf sínu starfi. En þetta er held ég grundvallarmisskilningur. Söngvari sem virkilega lifir lífinu, með fjölskyldu og öllum tilheyrandi flækjum og rósum, hefur visst for- skot. Til að skilja og túlka sögur óperunnar, sögurnar allar sem fjalla um lífið.“ Hjörtu í bolla sópransöngkonu Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona kemur fram á hádegistónleikum í Íslensku óperunni í dag kl. 12.15. Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona heillar nú margan sem Mimi í óperunni La Bohème. Sjálf heillast hún af leikhúslífi og dramatík, sérstaklega ítalskri, og segist hálfgerður sígauni í sér. Þórunn Þórsdóttir spáði í bolla og fleira forvitnilegt með Auði, sem heldur hádegistónleika í Íslensku óperunni í dag. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.