Morgunblaðið - 13.03.2001, Page 29

Morgunblaðið - 13.03.2001, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 29 ÞAÐ er aldrei jafn gaman að fara á tónleika og þegar maður heyrir og upplifir eitthvað nýtt, hvort sem það er tónlist sem maður hefur ekki heyrt áður eða – eins og í Salnum á sunnudagskvöldið – þegar maður heyrir í hljóðfæraleikara sem mað- ur hefur ekki heyrt í áður. Þórunn Ósk Marinósdóttir er ekki löngu komin heim úr námi, en hefur þó hægt en örugglega markað spor sem einn athyglisverðasti tónlist- armaður okkar. Þórunn Ósk lék einleik með Kammersveit Reykja- víkur í fyrra í víólukonsert eftir Hafliða Hallgrímsson við góðan orðstír og hún hefur tekið þátt í kammertónlist og leikið í Sinfón- íuhljómsveit Íslands, en ekki minn- ist gagnrýnandi þess að hún hafi haldið einleikstónleika sem þessa fyrr. Þó má það vera. Tónleikar hennar og Kristins Arnar Krist- inssonar í Salnum á sunnudags- kvöldið voru vissulega opinberun. Þórunn Ósk steig þar fram á sjón- arsviðið sem óvenju þroskaður og hæfileikaríkur listamaður þrátt fyr- ir bæði ungan aldur og stuttan ein- leikaraferil. Kristinn Örn á að baki langan feril sem píanóleikari; ein- leikari og kammermúsíkant og hæfileikar hans koma engum á óvart. En samspil þeirra tveggja var einstaklega gott og í fínu jafn- vægi, eins og þar færi dúó sem ætti langa og stranga æfingu að baki. Tónn Þórunnar Óskar á víóluna er með afbrigðum fallegur; bogatækn- in frábær og tónninn þéttur og hlýr. Öryggið í leik hennar var eft- irtektarvert – hvergi hik eða hálf- kák – leikurinn stefnufastur og út- hugsaður. Músíkalskir hæfileikar hennar eru ótvíræðir og komu glöggt í ljós í því úrvali ólíkra verka sem leikin voru á tónleikunum. Adagio og allegro op. 70 eftir Schumann var samið fyrir franskt horn, en fer víólunni mjög vel. Þessi rómantíska perla var ynd- islega fallega leikin, full af hlýju og einlægni. Annað smáverk, Rómansa í F-dúr op. 85 eftir Max Bruch, var markað angurværð og rómantísk- um trega og var leikið af sama ör- yggi og innileik. Stærsta verk tón- leikanna, Sónata fyrir víólu og píanó op. 147, er átakanlegt og magnað verk. Þetta er síðasta tón- smíð tónskáldsins, samin skömmu fyrir andlát hans árið 1975. Flutn- ingur Þórunnar Óskar og Kristins Arnar var ekkert annað en stór- kostlegur. Hægferðugt pizzicato ví- ólunnar og inngangsstef í upphafi fyrsta þáttar túlkar Þórunn sem hjartslátt tónskáldsins. Þetta stef stigmagnst þar til það er brotið upp með öðru stefi sem er þrungið ang- ist og örvæntingu sem jaðrar við sturlun í ofsafengnu millispili. Myrkur og kuldi einkenna þennan þátt og það er auðvelt að skynja ná- lægð dauðans. Lýsingin á Sjostak- ovitsj úr ævisögu vinkonu hans, söngkonunnar Galínu Vishnévskaju, verður manni ljóslifandi fyrir aug- um; gamalt, þreytt tónskáld, sem hefur alla ævi þurft að sigla milli skers og báru til þess eins að halda listrænu frelsi sínu, nú orðið ör- magna af glímunni við afturhalds- semi og skilningsleysi. Annar þátt- ur verksins, allegretto, ber sterk höfundareinkenni Sjostakovitsj. Þar bregður fyrir hans dæmigerðu trúðslátum; þar sem raunveruleik- inn er skrumskældur á eins afkára- legan hátt og mögulegt er. Hér er stemmningin þó ekki eins sirkusleg og oft annars; þetta hljómar frekar eins og „danse macabre“, eða dauðadans, og minnir jafnvel á Dauðadans Saint-Saëns, þar sem dauðinn stígur trylltan dans þar til á efstu stundu. Í lokaþættinum er meiri sátt – kannski uppgjöf. Þar vitnar Sjostakovitsj í sífellu í hæga þáttinn í Tunglskinssónötu Beethovens og þátturinn hljómar sem tregafullur útfararmars. Kafl- inn er brotinn upp með magnaðri kadensu víólunnar, sem sannarlega hljómar eins og síðasta andvarpið í þessu dauðans magnaða verki. Nið- urlagið er ótrúlega áhrifamikið, þar sem tónlistin fjarar út og hverfur út í þögnina. Maður hlýtur að spyrja sig hvers vegna Sjostakovitsj valdi einmitt þetta stef Beethovens til að gera að sínum eigin síðustu tónum. Vera má að hann hafi með því viljað heiðra minningu þess tónskálds sem fyrst braust undan valdi yf- irboðara og pólitíkusa og krafðist refjalaust síns listræna frelsis. Þar hefur Sjostakovitsj vafalítið fundið til mikillar samkenndar við Beethoven. Magnaður leikur Þór- unnar Óskar og Kristins Arnar var verulega áhrifamikill og drógu þau sterkt fram dýpt og angist þessa mikilfenglega tónverks. Lokaverkið á tónleikunum, Són- ata eftir Paul Hindemith, er tals- vert virtúósaverk, án þess að vera einskært glansnúmer. Þarna var samspil hljóðfæraleikaranna áber- andi fallegt og hendingar sem er varpað milli píanós og víólu í fyrsta þættinum voru sérstaklega fallega mótaðar. Listrænn og kraftmikill leikur hljóðfæraleikanna var örugg- ur og ákafur og sérdeilis músíkalsk- ur. Þetta voru skínandi góðir tón- leikar og það verður vissulega eft- irvænting að heyra í Þórunni Ósk Marinósdóttur aftur og ekki síður því ágæta dúói sem hún og Kristinn Örn Kristinsson eru. Áhrifamikið andvarp dauðans TÓNLIST S a l u r i n n Þórunn Ósk Marinósdóttir víólu- leikari og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari fluttu Adagio og Allegro op. 70 eftir Róbert Schumann, Sónötu op. 147 eftir Dmitri Sjostakovitsj, Rómönsu í F-dúr op. 85 eftir Max Bruch og Sónötu í F-dúr op. 11 nr. 4 eftir Paul Hindemith. Sunnudag kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Bergþóra Jónsdótt ir FÉLAGSFUNDUR Stofnunar Dante Alighieri verður haldinn í Ásmundarsafni við Sigtún í kvöld, þriðjudagskvöldið 13. mars, klukk- an 20.30. Tónverk Áskels Mássonar, sam- ið fyrir Steinhörpu listamannsins Páls Guðmundssonar frá Húsafelli, verður flutt af tónlistarmönnunum Steef von Oosterhout slagverks- leikara og Herdísi Jónsdóttur víóluleikara. Að loknum flutningi tónverksins mun Ragnar Borg, fyrrverandi konsúll Ítalíu og núverandi vara- forseti félagsins, flytja erindi sitt er ber yfirskriftina Ferð Colum- busar til Íslands árið 1477. Tónverk og Columbus á Dante-kvöldi ♦ ♦ ♦ Í ÞESSARI viku og til mánaðamóta verða haldnar lokahátíðir Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk grunnskólanna víða um land. Í ár verða haldnar 26 upplestrarhátíðir, allt frá Raufarhöfn í norðaustri til Hornafjarðar í suðaustri. Sú fyrsta var haldin í Valhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi 7. mars síðastliðinn og sú síðasta verður haldin í Safnahús- inu á Húsavík 30. mars. Stóra upplestrarkeppnin er nú haldin í fimmta sinn. Að þessu sinni taka liðlega fjögur þúsund nem- endur í 120 skólum þátt í keppn- inni, eða um 90% árgangsins. Nem- endur hafa allt frá degi íslenskrar tungu æft upplestur og framburð reglulega undir leiðsögn kennara síns. Á lokahátíðum keppninnar koma fram um 230 upplesarar úr 7. bekk, sem valdir hafa verið við há- tíðlega athöfn í skólum héraðsins. Keppnin í ár er helguð evrópska tungumálaárinu annars vegar og hins vegar minningu Tómasar Guð- mundssonar, en 100 ár voru liðin frá fæðingu hans 6. janúar síðast- liðinn. Hinir ungu lesarar munu flytja nokkrar þýddar sögur og val- in ljóð Tómasar, auk þess sem þeir flytja ljóð að eigin vali. Allir fá bók- arverðlaun frá Eddu en Sparisjóð- irnir veita þremur bestu lesurunum peningaverðlaun. Á hátíðunum koma einnig fram ungir tónlist- armenn og víða munu nýbúar lesa upp ljóð á móðurmáli sínu. „Markmið keppninnar er að stuðla að því að hlutur hins talaða máls, sjálfs framburðarins, verði meiri í skólum landsins og vitund þjóðarinnar en verið hefur. Það er ekki aðalatriði keppninnar að finna hinn hlutskarpasta, heldur að fá sem flesta til að leggja rækt við lestur sinn og kenna hinum að njóta þess að hlusta. Reynslan hefur sýnt að nemendur á þessum aldri geta komið verulega á óvart og flutt texta af miklu listfengi þegar þeir fá góða leiðsögn og tækifæri til að undirbúa sig,“ segir í kynningu. Að keppninni standa: Heimili og skóli, Íslensk málnefnd, Íslenska lestrarfélagið, Kennaraháskóli Ís- lands, Kennarasamband Íslands og Samtök móðurmálskennara, í sam- vinnu við skólaskrifstofurnar á hverjum stað. Keppnina styrkja: Edda – miðlun og útgáfa, Flugfélag Íslands, menntamálaráðuneytið, Mjólk- ursamsalan, Skólaskrifstofa Hafn- arfjarðar og Sparisjóðirnir. Upplestrarhátíð í heilan mánuð leiðin í gleðskapinn er krókótt, hvað þá brautin í bólið með heppi- legan félaga. Þetta fá persónurnar í Karton af Camel svo sannarlega að reyna og áhorfendur að fylgjast með. Ágæt skemmtun hjá Thalíu í viðeigandi umhverfi á skemmtistaðnum Spot- light. Því sem næst verður komist er Karton af Camel byggt á bandarísku kvikmyndinni 200 Cigarettes. Hversu nákvæmlega hún er stæld er erfitt að vita án þess að hafa séð myndina, en þýð- ingarbragðið sem er víða af text- anum og skoðun á „trailer“ mynd- arinnar bendir til að leikverkið fylgi henni nokkuð vel. Engra höfunda er getið í leik- skrá, hvorki íslenskra höfunda „leikgerðar“ né minnst á hinn am- eríska uppruna. Þetta eru nátt- úrlega engin fyrirmyndarvinnu- brögð. Hitt er verra að á stundum hefur hópnum ekki alveg tekist að „gera verkið að sínu“ eins og sagt er. Áhorfandinn finnur fyrir því að það er ekki handrit sem liggur til grundvallar heldur önnur sýning, sköpun annarra leikara. Þetta eru lýti á annars skemmtilegri sýn- ingu. Betra hefði ef til vill verið að slíta sig lengra frá fyrirmyndinni, stela söguþræði og persónugaller- íi, en færa atburði til í tíma og rúmi, til Reykjavíkur í dag. Augljóst er að Agnar Jón hefur GAMLÁRSKVÖLD í New York 1984. Allir á leið í teiti, enginn ætl- ar að sofa einn á nýársnótt. En verið sínu fólki góður leiðtogi og margar hugmyndir sem eiga heima í leikhúsinu frekar en á hvíta tjaldinu eru góðar og nýtast vel. Notkun tónlistar var skemmti- leg, sérstaklega þau lög sem mest voru sviðsett og tengdust atburða- rásinni skýrast, Kiss-slagarinn I was Made for Loving You og Total Eclipse of the Heart. Útlit allt er vel heppnað enda tíska tímabilsins alger gullnáma fyrir hugmyndaríka hönnuði. Leikhópurinn stendur sig al- mennt nokkuð vel þrátt fyrir þá annmarka sem að ofan eru tíund- aðir. Nokkrir fara á allnokkrum kostum. Brynja Björnsdóttir er makalaust skemmtileg sem kostu- leg nýafmeyjuð ljóska. Haukur Örn Hauksson aldeilis bráðskemmtilegur sem Eric, ból- fimiheft kvennagull með ótrúlegan hreim, líklega írskan og mjög skemmtilegan. Þá eru ungpíurnar Val og Stephanie bráðgóðar hjá Jónu Ottesen og Þorbjörgu Helgu Þorgeirsdóttur. Hannes Óli Ágústsson er svo fínn leigubíl- stjóri. Ágæt sýning hjá liðsmönnum Thalíu, en verkið fullhrá uppsuða. Hefði þurft að komast skrefinu lengra frá fyrirmyndinni og þá væri allt fínt. Hvar er teitið? LEIKLIST T h a l í a , l e i k f é l a g M e n n t a s k ó l a n s v i ð S u n d Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson. Út- litshönnun: Skjöldur Mio Eyfjörð. Leikendur; Birgir Haraldsson, Brynja Björnsdóttir, Einar Baldvin Arason, Friðgeir Einarsson, Hann- es Óli Ágústsson, Harpa Hrund Pálsdóttir, Haukur Örn Hauksson, Helga Guðrún Friðriksdóttir, Helgi Skúli Friðriksson, Hildur Vala Ein- arsdóttir, Jón Gestur Björgvinsson, Jóna Ottesen, Lára Jónsdóttir, Leif- ur Þór Þorvaldsson, María Elísabet Árnadóttir, Ólöf Anna Jóhann- esdóttir, Sara Friðgeirsdóttir, Snævar Freyr Þórðarson, Sólmund- ur Hólm, Þorbjörg Helga Þorgeirs- dóttir og Þórunn Karólína Péturs- dóttir. Dansarar: Bryndís Steina Friðgeirsdóttir, Flosi Jón Ófeigs- son, Halla Guðný Erlendsdóttir og Sigrún Ámundadóttir. Hljómsveit: Davíð Jensson, Helgi Skúli Frið- riksson, Kjartan Hrafn Loftsson, Sölvi Kristjánsson og Viðar Frið- riksson. Spotlight fimmtudaginn 8. mars 2001. KARTON AF CAMEL Þorgeir Tryggvason HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða haldnir í Norræna húsinu á morg- un, miðvikudag, kl. 12.30. Þar leika Ármann Helgason klarínettuleikari, Eydís Franz- dóttir óbóleikari og Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari verk eft- ir tvö frönsk tónskáld, annars veg- ar Jacques Ibert og hins vegar Jean Françaix. Tónleikarnir taka um það bil hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er 500 kr. Ókeypis er fyrir handhafa stúdentaskír- teina. Verk Ibert og Francaix á Háskóla- tónleikum Morgunblaðið/Golli Ármann Helgason, Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Eydís Franzdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.