Morgunblaðið - 13.03.2001, Síða 30

Morgunblaðið - 13.03.2001, Síða 30
LISTIR 30 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norðurlands lék fjórðu tónleikadag- skrá á áttunda starfsári sínu í Gler- árkirkju á Akureyri sl. sunnudag. Auk opinberra tónleika sinna hefur hljómsveitin heimsótt grunnskóla á Norðurlandi allt frá Ólafsfirði austur um til Húsavíkur að undanförnu og flutt Pétur og Úlfinn fyrir nemendur 1.–7. bekkjar og hafa meira en 3.000 krakkar sótt þessar skólakynningar. Hljómsveit, einleikara og stjórnanda tókst með flutningi skemmtilegrar efnisskrár að hrífa áheyrendur með sér í þann heim þar sem orð verða vandræðalega merkingarlítil og það gildir einnig um þessa gagnrýni. Sér í lagi verður tungutakið ómarkvisst þegar því er beitt á afburða klarín- ettleik Einars Jóhannessonar á heimsins fallegasta klarínettkonsert eftir Mozart. Fyrsta verkið á tónleikunum var eins og fyrr segir Renesans-svíta eft- ir Francis Chagrin í fjórum þáttum fyrir strengjasveit og bera fjórir þættir hennar heitin: Intrada mar- ziale, Pavana e gagliarda, Canzona lamentevole og Rondo giocoso. Chagrin var Rúmeni og lærði upp- haflega verkfræði áður en hann sneri sér alfarið að tónlistinni. Hann nam tónsmíðar í París, m.a. hjá þeirri víð- þekktu konu maddömu Nadia Boul- anger og einnig hjá Paul Dukas. Síð- ar varð hann nemandi Matthíasar Seiber í London og gerðist enskur ríkisborgari árið 1936. Á árum heimsstyrjaldarinnar vann Chagrin sem tónlistarráðunautur og tónskáld við BBC-útvarpsstöðina og varð þekktur fyrir að semja létta tónlist og kvikmyndamúsík. Renesans-svít- una samdi Chagrin, fyrir strengja- sveit, árið 1962. Eins og heitið á verk- inu og þáttum þess bera með sér leitar hann efnis frá hinu gullna end- urreisnartímabili og eru efnistök hans og Stravinskys í Pulcinella-svít- unni að því leyti áþekk, er Stravinsky í nýklassískri stefnu seilist í smiðju ítalska barrokktónskáldsins Pergol- esi. Í fyrstu töktum í verki Chagrin ómaði þéttur, hlýr og fallegur hljóm- ur strengjasveitarinnar. Andstæður í hljóðstyrk, hraða og annars sem túlkun verksins krafðist gripu mann sterkum tökum og var ljómandi und- irbúningur stærri tíðinda, eða flutn- ings á konsert Mozart. Óefað á Szymon Kuran sinn stóra þátt í ein- staklega góðum árangri strokhljóð- færaleikara. Það er örugglega margir tónlistar- unnendur sem tengja saman mestu töfra klarínettsins við hinn eina og sanna klarínettkonsert eftir Mozart. Einar Jóhannesson orðaði í útvarps- viðtali eitthvað á þá leið að Mozart hefði ekki getað gefið klarínettleik- urum fegurri djásn en þennan kons- ert, en Mozart lauk við verkið í októ- ber 1791, rúmum mánuði fyrir sinn dánardag. Ég bæti við hve mikils við hefðum farið á mis ef þessi perla væri ekki til og ennfremur hve miklu fá- tækari við værum ef við ættum ekki töframann eins og Einar Jóhannes- son, sem svarar þeim fagurkröfum sem Mozart gerir í klarínettkonsert- inum á jafn meistaralegan hátt og maður varð vitni að í Glerárkirkju á sunnudaginn. Fögnuður áheyrenda þar bar vott um djúpa og einlæga hrifningu. Að loknu hléi var sótt inn á annað svið. Enda þótt ballettdansarar væru ekki til staðar eins og við frumflutn- ing verksins örvaði létt, glettið og hrynvisst tónmál Pulcinella-hljóm- sveitarsvítunnar fjörugan dans á sviði hugarflugsins. Reyndar voru það önnur þrjú balletttónverk eftir Stravinsky, eða Eldfuglinn, Petrúska og Vorblótið, sem komu þvílíku um- róti og jafnvel upphlaupi af stað í París í byrjun 20. aldar í dansgerð balletthöfundarins Diaghilev og landa Stravinskys. Það umbreytti bæði viðteknum mælikvörðum á dans- og tónlist í heiminum. Í Pulcinella fer Stravinsky inn á allt aðrar og nýjar slóðir og er tón- verkið frumraun hans við hinn svo- kallaða „nýklassíska“ stíl. Hann sækir efniviðinn eins og áður greindi í verk Pergolesi. Söguhetjan Pulcinella er persóna í hinum gáska- fulla ítalska „commedia dell’arte“-stíl sem var afar vinsæll forðum. Að vissu leyti minnir þetta á efn- istök tónskálda ársins 2000 sem viða að sér efni frá öllum tímum. Strax í upphafi fyrsta þáttar náði Guðmund- ur Óli staðföstu og sannfærandi flugi með hljómsveitinni. Einleiksinngrip einstakra hljóðfæraleikara tókust vel, ég vil þó sérstaklega vekja at- hygli á óbóeinleik ungs nemanda, Gunnars Þorgeirssonar, í serenöðu- þættinum og vonast ég til að leikur hans sé ávísun á bjarta framtíð á þessu sviði. Og þá er að lokum að þakka fyrir sig og benda fólki á að fara að búa sig undir vortónleika Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands, sem fara fram í Íþróttaskemmunni 13. maí nk. Þá verður besta hljómsveitartónleika- hús Akureyrar til margra ára kvatt með viðhöfn. Hvar verða þá ákvarð- anir um byggingu menningarhúss á Akureyri staddar? Að eiga töframenn TÓNLIST G l e r á r k i r k j a Á efnisskrá hljómsveitarinnar var Renesans-svíta eftir Francis Chagrin (1905–1972), Klarín- ettkonsert í A-dúr KV 622 eftir W.A. Mozart (1756–1791) og Pulcinella-svítan eftir Igor Strav- insky (1882–1971). Einleikari á klarínett var Einar Jóhannesson, konsertmeistari Szymon Kuran og stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson. Sunnudagur 11. mars. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT NORÐURLANDS Jón Hlöðver Áskelsson urinn Valgeir Guðjónsson hefur sam- ið fjörugt lag með einföldum texta sem áhorfendur, yngri og eldri, eiga auðvelt með að grípa og taka þátt í söngnum. Þá hafa þeir Árni Tryggva- son og Bessi Bjarnason léð raddir sínar og tala fyrir páfagauk og kött – og einnig heyrist rödd Öldu Arnar- dóttur af bandi, en hún talar fyrir mömmuna. Leikinn nefnir Guðrún Skuggaleik og segir þar af drengnum Binna, sem gengur meira og minna sjálfala heima hjá sér þar sem mamma hans vinnur frá morgni til kvölds og fara sam- skipti þeirra helst fram á litlum mið- um sem hengdir eru upp í eldhúsinu og innihalda ýmis boð og bönn fyrir barnið að fara eftir. (Ekki er getið um neinn föður og móðirin því líklega ein- stæð.) Binni (Pétur Eggerz) er kynntur til sögu sem fremur fúll og frekur strákur og meira að segja skammast hann út í skuggann sinn á veggnum og amast við sífelldum ,,eft- irhermum hans. Skugganum (Bjarni Ingvarsson) er að lokum nóg boðið og hann ákveður að slíta sig frá Binna og líkamnast sem Uggi, drengur sem er spegilmynd en um leið andstæða Binna og tekur sér fyrir hendur að kenna honum góða siði. Leiknum vindur síðan áfram á samskiptum þeirra félaga og áður en yfir lýkur hefur Binni ákveðið að bæta ráð sitt, verða jákvæðari og glaðari og Uggi nær einnig að koma mömmu í skiln- MARGIR listamenn hafa verið kallaðir saman til að setja upp nýtt barnaleikrit Guðrúnar Helgadóttur sem frumsýnt var í Möguleikhúsinu síðastliðinn sunnudag. Tryggvi Ólafs- son myndlistarmaður gerir leik- myndina sem er skemmtilega hönn- uð; lítil umfangs, hreyfanleg og handhæg til flutnings og sver sig í ætt við önnur myndlistarverk málarans. Í anddyri Möguleikhússins hanga síð- an uppi nokkrar eldri myndir eftir Tryggva þar sem viðfangsefnið er sótt í heim barnanna: bangsar, boltar og önnur barnaleikföng. Þær myndir er gaman að skoða með börnunum. Listakonan Kjuregej Alexandra ger- ir búningana og kallast þeir skemmti- lega á við stíl Tryggva með sínum hreinu línum og litum. Tónlistarmað- ing um að hún þurfi að hugsa betur um drenginn sinn og gefa honum meiri tíma. Þessi móralska saga um einsemd vanræktra barna og vinnuálag stress- aðra foreldra er sögð á afar einfaldan hátt, enda ætluð yngstu áhorfendun- um, en ég verð að játa að fyrir fullorð- inn áhorfanda virkar þetta fremur flatt og yfirborðslegt og erfitt að trúa að úr vandamálum Binna leysist svo auðveldlega. En það er kannski ekki réttur mælikvarði (eða hvað?) og ef boðskapurinn nær til barnanna er til- ganginum ef til vill náð. Þeir Pétur og Bjarni fóru vel með hlutverk sín, enda orðnir þaulvanir að leika börn – og fyrir börn. Brynja Benediktsdóttir heldur um stjórnartaumana og hefur unnið ágætlega úr efninu og er sam- spil Binna og skuggans (Ugga) oft á tíðum útfært á skemmtilegan hátt. Í lok sýningarinnar voru börnin hvött til að skoða leikmyndina og það tækifæri nýttu þau sér öll af áhuga, enda er leikmynd Tryggva, ásamt búningum Kjuregej, litríkasti þáttur sýningarinnar. Sjálf hugmyndin á bak við verkið er skemmtileg en úr- vinnslan hefði mátt vera meiri, til dæmis hefði mátt vinna meira með skuggann (og skuggamyndir) því þessi kynlegi fylgifiskur okkar er oft uppspretta bæði undrunar og ótta hjá börnum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Leikararnir Bjarni Ingvarsson og Pétur Eggerz í hlutverkum Ugga og Binna í Skuggaleik. ,,... skömmin er svo líkur mér“ LEIKLIST M ö g u l e i k h ú s i ð Höfundur: Guðrún Helgadóttir. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Leikarar: Bjarni Ingvarsson og Pétur Eggerz. Raddir: Alda Arnardóttir, Árni Tryggvason og Bessi Bjarnason. Leikmynd: Tryggvi Ólafsson. Búningar: Kjuregej Alexandra Argunova. Tónlist og textar: Valgeir Guðjónsson. SKUGGALEIKUR Soff ía Auður Birgisdótt ir ÞRENNT kann að hafa komið til á fjölsóttum tónleikum Guðbjargar R. Tryggvadóttur og Iwonu Jagla í Hafnarborgarsalnum á sunnudaginn sem bjargaði slaghörpuhljómnum frá þeirri glymjandi sem undirritaður kvartaði undan fyrir tæpum mánuði á sama stað og freistaði til að álykta að hljómburður salarins væri full- mikill fyrir píanóleik. Í fyrsta lagi dempunaráhrif hlustendafjöldans, í öðru uppstilling flytjenda við mjó- enda en ekki langveggjarmegin við gluggabunguna, og í þriðja lagi hvað píanóleikurinn – að vísu aðeins fyrir hálfopnu loki – var í alla staði nettur og fíngerður. Hvað af þessu vegur þyngst er hins vegar ekki gott að segja, en eftir stóð, að styrksamvægi söngs og hljóðfæraleiks var út í gegn til fyrirmyndar, og píanóhljómurinn allt annar, mýkri og skýrari, en við fyrra tækifærið. Hljómburður stað- arins virðist m.ö.o. háður ýmsum breytum og eftir seinni reynslu að dæma fráleitt jafnklénn fyrir píanó og sú fyrri gaf ástæðu til að ætla í fljótu bragði. Viðfangsefnin voru að mestu á létt- um og ljóðrænum nótum. Klassísk ís- lenzk, rússnesk og frönsk sönglög við hæfi lýrísks ljóðasöngssópran, með þrem ítölskum óperuaríum aftast í lokin. Sigfús Einarsson (Drauma- landið og Ein sit ég úti á steini) var efstur á blaði og Páll Ísólfsson lauk innlenda efninu með Í dag skein sól og Vögguvísu. Einna bezt tókst fyrra lag Páls, sem Guðbjörg söng af inni- legri reisn og með velþjálfaðri hæð, en öll voru lögin sungin með góðri inntónun og þokkalega skýrum textaframburði. Fyrri hluta lauk með fimm frábær- um sönglögum eftir Sergei Rakhm- anínoff. Fyrst var hin fræga texta- lausa Vókalísa; að mörgu leyti vel mótuð, þrátt fyrir nokkra tilhneig- ingu til glissöðurennslis milli tóna og smá inntónunarörður undir lokin. Hugsanlegum rússneskugránum meðal hlustenda til yndisauka birt- ust, auk íslenzkra þýðinga Reynis Axelssonar, söngtextar hinna lag- anna fjögurra að fullu með kýrillísku letri í tónleikaskrá, en hér verður að láta nægja að vitna í íslenzku heitin. Lögin voru hvert öðru fallegri. „Hve fagurt“ var háljóðrænt, „Mér til mik- illar mæðu varð ég ástfangin“ öllu dramatískara, „Draumur“ (ljóð H. Heine) tignarlegt og „Syngdu ekki, fagra“ bar að hinum ólöstuðum af með m.a. ægifögru forspili á orgel- punkti. Flutningur tókst vel í öllum, kannski einna bezt í síðasta laginu, og ljóst var að full ástæða væri til að gefa þessum perlum Rakhmanínoffs meiri gaum en tíðkazt hefur á hér- lendum söngpalli hingað til. Eftir hlé voru fyrst fimm lauflétt sönglög eftir Parísarvalsakonunginn gáskafulla, Francis Poulenc. Einna fallegast kom út La Grenouillère með kyrrlátum impressjónískum ídyll og hin stormandi æskuástarvíma í Reine des mouettes. Voyage à Paris truflaðist svolítið af óvissri tónstöðu og í hinu sópandi alkunna Les chem- ins d’amour vantaði, sem raunar víð- ar, tilfinnanlega fyllingu á miðju og neðra söngsviði. Prentaðri dagskrá lauk með hinni kunnu aríu Puccinis úr „Tosca“, Vissi d’arte, vissi d’amore, Io son l’umile ancella úr „Adriana Lecouvreur“ eft- ir Francesco Cilea og hinni rismiklu Mercè, dilette amiche Verdis úr „I Vespri Siciliani“ í glæsilegri polon- aise-kenndri hrynjandi. Hlutu þær allar hinar hlýjustu undirtektir áheyrenda, enda tíðnihæstu og kraft- mestu tónar dagskrárefnis þá komnir til skjalanna. Þeir voru oftast vel með farnir hjá Guðbjörgu, sem skartaði ágætri hæð, þótt ekki virtist hún enn alveg að fullu opnuð í tónmyndun. Helztu veikleikar raddarinnar fólust sem fyrr sagði í skorti á hljómfyll- ingu og styrk á neðri söngsviðum, auk þess sem hratt og fremur smá- gert víbratóið var í heild of einsleitt og hefði þurft á fjölbreyttari áferð að halda til að lita nægilega mismunandi tjáningarleg atriði textans. Þá báru kólóratúrstaðir ítölsku aríanna tæp- lega vott um mikla leikni á því sviði eftir fremur óstöðugri inntónun söngvarans að dæma, sem átti til að renna meira á milli tóna en góðu hófi gegndi. Engu að síður var margt vel með farið og þjálfun og natni komust víða furðulangt með að fylla í nátt- úrueyður frekar lítils en þó snoturs raddhljóðfæris, einkum á efsta sviði. Meðleikur Iwonu Jagla var í fremstu röð; í senn skýr og hljómfagur, og fylgdi hann söngnum og studdi á alla lund, svo varla varð á betra kosið. Ríkarður Örn Pálsson Rússneskar ljóðasöngsperlur TÓNLIST H a f n a r b o r g Sönglög og aríur eftir Sigfús Einarsson, Pál Ísólfsson, Rakhman- ínoff, Poulenc, Puccini, Cilea og Verdi. Guðbjörg R. Tryggvadóttir sópran; Iwona Jagla, píanó. Sunnudaginn 11. marz kl. 17. EINSÖNGSTÓNLEIKAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.