Morgunblaðið - 13.03.2001, Side 32
UMRÆÐAN
32 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÉG VIL taka undir
það sem fram kemur í
grein Páls Kr. Pálsson-
ar sem birtist í Morg-
unblaðinu 8. mars sl.
Þar voru orð í tíma töl-
uð enda er mikilvægt
að ýta undir fjárfest-
ingar Íslendinga er-
lendis og ekki síður að
örva flæði erlends fjár-
magns til Íslands. Það
sem ég vil bæta við í
þessari umfjöllun er
mikilvægi þess að laga
úreltar skattareglur að
þörfum erlendra fyrir-
tækja sem vilja fjár-
festa hér á landi. Það er
nú einu sinni þannig að skattareglur
og fjárfestingarstefna hvers ríkis
ráða oft mestu um það hvaða land
verður á endanum valið til fjárfest-
inga, en Holland, Danmörk, Lúxem-
borg og Sviss eru skýr dæmi um það.
Ísland hefur margt að bjóða
Í starfi mínu, sem að stærstum
hluta felst í ráðgjöf til erlendra sér-
fræðinga og fyrirtækja varðandi ís-
lenska viðskiptalöggjöf, hef ég orðið
var við sívaxandi áhuga erlendra
stórfyrirtækja á að færa eignar-
halds- og fjármögnunarstarfsemi
sína til Íslands. Þessi áhugi erlendu
fyrirtækjana kemur fyrst og fremst
til af tvennu, þ.e. einstaka hagstæð-
um tvísköttunarsamningum landsins
við önnur lönd og aðild
Íslands að EES (þ.e. að
vera ekki beinn aðili að
EB en njóta „fjórfrels-
isins“).
Innlend skatta-
löggjöf
Þegar hins vegar
kemur að athugun á
innri löggjöf Íslands
vandast oft málið. Það
er brýn þörf á að taka
til í íslenskum skatta-
lögum svo að erlend
stórfyrirtæki sjái hag
sinn í því að færa starf-
semi sína til Íslands
enda tel ég að sú tiltekt
ætti að vera eitt af forgangsverkefn-
um ríkisstjórnarinnar til að viðhalda
hinum langa og einstaka hagvaxtar-
kafla. Ítarlega hefur verið gerð grein
fyrir þessum málum í tillögum
skattahóps Verslunarráðs Íslands
(sjá skattamál atvinnulífsins, októ-
ber 2000), en sú skýrsla hefur því
miður fengið takmarkaða umfjöllun.
Vilji núverandi ríkisstjórnar virð-
ist vera sá að laða skuli til landsins
fjárfestingar með því að bjóða upp á
hagstætt skatta- og viðskiptaum-
hverfi en raunin hefur verið sú að
embættismannakerfið hefur af ýms-
um ástæðum átt erfitt með að aðlaga
sig þessari stefnu stjórnvalda. Það er
nauðsynlegt og algert frumskilyrði
að ríkisstjórnin taki endanlega af
skarið og móti alveg skýra stefnu í
þessum málum.
Í stuttu máli má segja að eftirfar-
andi skattaverkefni þyrfti að setja á
oddinn til að auka erlendar fjárfest-
ingar hér á landi (langt því frá tæm-
andi):
1. Skattlagning arðs til og frá landinu
Óeðlilegt er að Ísland áskilji sér
rétt til að taka afdráttarskatt af
arði til erlendra móðurfyrirtækja í
því tilviki að uppruni arðstekn-
anna sé alfarið erlendur. Fyrir-
myndir má t.d. finna í Danmörku,
Bretlandi, Írlandi, Lúxemborg,
Spáni og Svíþjóð.
2. Skattlagning söluhagnaðar
Erfitt er að útskýra það fyrir er-
lendum fjárfestum að skv. íslensk-
um reglum beri þeim að standa
skil á 20% afdráttarskatti af sölu-
hagnaði af fjárfestingum sínum
hér á landi. Þessi skattlagning tak-
markar mjög vilja erlendra aðila
til að fjárfesta hér á landi og rétt
að afnema hana eða setja henni
a.m.k. einhverjar eðlilegar skorð-
ur eins og t.d. er gert í Danmörku
og Hollandi.
3. Skattlagning þóknana (royalties,
copyright,)
Í flestum tvísköttunarsamningum
eru þóknanir undanskildar af-
dráttarskatti á Íslandi og fjölmörg
dæmi eru um að slíkar þóknanir
séu ekki háðar sérstökum afdrátt-
arskatti í öðrum ríkjum.
4. Reglur um eignarskatt
Eignarskattur félaga þekkist nán-
ast ekki lengur í þeim löndum sem
við berum okkur saman við og
þyrfti að afnema/breyta hér.
5. Reglur um stimpilgjald
Þessi skattlagning er á verulegu
undanhaldi erlendis og brýnt að
afnema hana hér á landi.
6. Fleiri tvísköttunarsamningar –
skýr stefna í tvísköttunarmálum
Það hefur gengið seint að fjölga
tvísköttunarsamningum við erlend
ríki og leggja þarf meira af mörk-
um í þessum efnum, m.a. með auk-
inni fjárveitingu til fjármálaráðu-
neytisins og þar af leiðandi fleiri
stöðugildum þar. Þá er nauðsyn-
legt að stjórnmálamenn móti skýrt
þá stefnu sem ríkisstjórnin vill við
hafa í tvísköttunarviðræðum og
eðlilegt að atvinnulífinu verði gert
kleift að hafa áhrif á þá stefnu. At-
huga þarf að pólitík þeirra emb-
ættismanna, sem treyst er fyrir
þessum málum, þarf ekki að fara
saman við skoðanir ríkisstjórnar-
innar og því rétt að huga hér vel
að.
Með því að lækka eða falla frá af-
dráttarskatti og öðrum úreltum
skattaðferðum eins og að framan er
lýst laðar Ísland til sín viðskipti er-
lendra aðila, sem ella færu ekki fram
hér á landi, og þannig getur myndast
hér umtalsverður óbeinn skattstofn
vegna þessara viðskipta, auk þess
sem dýrmæt þekking og alþjóðleg
fjármálamenning fengi tækifæri til
að blómstra hér á landi.
Umfjöllun um skaðlega
skattasamkeppni
Á síðastliðnu ári hefur orðið veru-
leg og stefnumarkandi þróun í þess-
um efnum. OECD hefur sæst á að
skattasamkeppni milli þjóða sé rétt-
lát og eðlileg að því gefnu að viðkom-
andi ríki hamli ekki nauðsynlegu
upplýsingaflæði milli ríkja og upp-
fylli önnur eðlileg skilyrði um
gagnsæi o.fl. Þá hafa ríki EB gert
ýmiss konar samkomulag er varðar
skattlagningu aðildarríkjanna (ekki
EES-ríkjanna) og eru nýlegar ávítur
í garð Íra gott dæmi um það. Þetta
hefur lítil áhrif á Íslandi. Hins vegar
hefur Evrópudómstóllinn komist
ítrekað að því að ein af grunnreglum
„fjórfrelsisins“ um frjálst flæði fjár-
magns (tekur líka til EES-ríkjanna)
eigi að leiða til þess að ríkin geti ekki
mismunað skattalega félögum, föst-
um starfsstöðvum eða einstaklingum
í aðildarríkjunum. Í þessu samhengi
njótum við þess að vera í EES en
ekki EB.
Það er ljóst að allar breytingar á
íslenskri skattalöggjöf yrði að gera
með upplýstum hætti þannig að það
þjónaði heildarhagsmunum landsins.
Það er hægur vandi fyrir Íslendinga
að aðlaga sig alþjóðavæðingunni með
bættri skattalöggjöf og alls engin
ástæða til að vera með einhverja
taugaveiklun vegna umræðu um
skattasamkeppni. Við höfum allt að
vinna og engu að tapa.
Alþjóðavæðing og
íslensk skattamál
Bjarnfreður
Ólafsson
Skattamál
Það er nauðsynlegt og
algert frumskilyrði, seg-
ir Bjarnfreður Ólafs-
son, að ríkisstjórnin taki
endanlega af skarið og
móti alveg skýra stefnu
í þessum málum.
Höfundur er lögmaður og fram-
kvæmdastjóri Tax.is hf., bo@tax.is.
NÚ LÍÐUR senn að
því að íbúar í Reykja-
vík fái að kjósa um
hvort að í framtíðinn
skuli vera flugvöllur í
Vatnsmýrinni eða ekki.
Borgarbúar fá sem
sagt í beinni kosningu
að segja til um hvers
konar miðborg þeir
vilja búa við þegar
fram líða stundir. Sú
ákvörðun borgaryfir-
valda að gefa íbúum
borgarinnar kost á að
kjósa um þetta málefni
er mjög ánægjuleg og á
meirihluti borgar-
stjórnar hrós skilið. Það ber vott um
pólitískt hugrekki að boða til slíkrar
atkvæðagreiðslu um mál sem þetta
og það krefst enn meira hugrekkis af
hálfu borgarstjóra og borgarfulltrúa
meirihlutans að taka afstöðu til
málsins fyrir atkvæðagreiðsluna.
Slíkt er til siðs víða, sérstaklega í
löndum þar sem atkvæðagreiðslur
um einstök mál eru tíðar. Borgar-
stjóri og borgarfulltrúarnir eru sem
sagt reiðubúnir að taka jafnt sigri
sem ósigri í atkvæðagreiðslunni og
sýna með því að þau eru eindregnir
stuðningsmenn lýðræðislegra vinnu-
bragða. Þau gera sér fulla grein fyrir
því, að þótt almenningur sé ósam-
mála þeim í þessu einstaka máli er
það ekki á nokkurn hátt vantraust á
annað starf þeirra að borgarmálum.
Lýðræðið felst meðal annars í frelsi
fólks til þess að vera ósammála, jafnt
um einstök málefni og heildarstefnu
sem og um almenna hugmyndafræði.
Hvernig sem atkvæðagreiðslan fer
tel ég að borgaryfirvöld standi sterk-
ari eftir. Meirihluti borgarstjórnar
hafði kjark til þess að gefa borgarbú-
um kost á því að vera ósammála hon-
um um þetta mál og lýsir það vilja
borgaryfirvalda til þess að stjórna í
sátt við og eftir vilja almennings.
Lítum nú á byggðasjónarhornið.
Er flugvöllur í miðri höfuðborginni
forsenda fyrir því að fólk vilji eða
geti búið utan hennar?
Mín skoðun er sú að
svo sé ekki. Með þeim
stórbættu samgöngum
á landi, sem orðið hafa
á undanförnum árum
og eru enn að batna,
rýrist mikilvægi flug-
samgangna stórlega.
Vissulega verður fólk
alltaf lengur að keyra
frá Egilstöðum til
Reykjavíkur en að
fljúga, en það er og
verður miklu ódýrari
kostur að nota einkabíl-
inn, sér í lagi fyrir
barnafjölskyldur. Enn-
fremur hefur tölvutæknin gjörbylt
samskiptum milli einstaklinga og
stofnana um land allt. Haldnir eru
fundir og námskeið með aðstoð síma
og tölvubúnaðar, þar sem helmingur
fundargesta er á Akureyri en hinn
helmingurinn í Reykjavík. Undir-
skrift samninga hvers konar og
bankaviðskipti eru einnig möguleg í
gegnum tölvur. Allt þetta dregur úr
þörf landsbyggðarfólks til þess að
koma til Reykjavíkur og sækja þjón-
ustu hér, því hægt er að sækja þjón-
ustuna á annan og hagkvæmari hátt.
Ég tel sem sagt að jafnvel þótt inn-
anlandsflug leggist af með öllu, sem
þarf alls ekki að verða raunin þótt
flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýr-
inni, muni hinar dreifðu byggðir
engu að síður halda velli og vel það.
Vilji fólk raunverulega búa á lands-
byggðinni kemur brotthvarf flug-
vallarins ekki til með að breyta því.
Það er hins vegar mjög líklegt að
haldi fólksflótti af landsbyggðinni
áfram muni hávær minnihluti kenna
flutningi flugvallarins um, ef af hon-
um verður. Það eru þó léleg rök.
Þúsundir einstaklinga hafa flutt til
höfuðborgarinnar á undanförnum
árum, þótt flugvöllurinn hafi verið í
miðri Reykjavík og hér á suðvestur-
horni landsins býr nú þegar tölu-
verður meirihluti þjóðarinnar. Það
liggja allt aðrar ástæður að baki
straumi fólks til Reykjavíkur og þær
sömu ástæður eru fyrir því að hér
líður fólki bara töluvert vel. Sem
dæmi um þessar ástæður mætti
nefna að hér í Reykjavík er sam-
kvæmt Veðurstofu Íslands mest veð-
ursæld á landinu, hér eru bestu skól-
ar landsins, hér eru möguleikar til
framhaldsnáms mestir, hér er heil-
brigðiskerfið best og hér er fjöl-
breyttast menningarlíf. Ég lái það
engum að vilja njóta alls þessa dag-
lega.
Því má heldur ekki gleyma að
flugvöllurinn er ekki á förum fyrr en
í fyrsta lagi árið 2016 og hver veit
hvaða þróun hefur þá átt sér stað, í
byggðamálum eða samgöngum. Lát-
um framtíðina skera úr um vilja
fólks til þess að búa úti á landi og lof-
um þeim sem nú þegar búa innan
borgarmarkanna að ákveða hvernig
þeir vilja nýta sitt land.
Borgaryfirvöld eiga hrós skilið
fyrir það framtak að standa fyrir at-
kvæðagreiðslu um þetta mikilvæga
málefni og ég vil að lokum hvetja
sem flesta samborgara mína til þess
að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og
notfæra sér þannig lýðræðislegan
rétt sinn.
Flugvöllur, lýðræði
og landsbyggðin
Andri Júlíusson
Flugvöllur
Látum framtíðina skera
úr um vilja fólks til þess
að búa úti á landi, segir
Andri Júlíusson, og lof-
um þeim sem nú þegar
búa innan borgarmark-
anna að ákveða hvernig
þeir vilja nýta sitt land.
Höfundur er Reykjavíkurbúi sem
stundar nám í stjórnmálafræði við
Háskóla Íslands.
ANDSTÆÐINGAR
atkvæðagreiðslu um
framtíð Vatnsmýrar-
innar hafa farið mikinn í
fjölmiðlum að undan-
förnu. Margir þeirra
hafa lýst atkvæða-
greiðsluna ótímabæra.
Aðrir hafa haldið því
fram að Reykvíkingar
geti ekki tekið afstöðu
til málsins án þess að
vita hvert innanlands-
flugið myndi fara ef af
flutningi þess úr Vatns-
mýrinni yrði.
Ákveðins grundvall-
armisskilnings gætir í
þessum málflutningi.
Misskilningurinn er af tvennum toga.
Skipulagsleg nauðsyn
Í fyrsta lagi er reyndar af ýmsum
ástæðum nauðsynlegt að ræða fram-
tíðarnotkun Vatnsmýrarinnar einmitt
núna. Mikilvægasta ástæðan er svæð-
isskipulag til ársins 2024 sem sveit-
arfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa
frá árinu 1998 unnið sameiginlega að.
Í þeirri vinnu hefur komið glöggt í ljós
hversu miklu máli landnýting í Vatns-
mýri skiptir fyrir framtíðarskipulag
svæðisins í heild. Samkvæmt tillögum
í svæðisskipulaginu getur uppbygg-
ing byggðar í Reykjavík á seinni hluta
tímabilsins, þ.e. 2018–2024, farið fram
á einu af eftirtöldum svæðum: á Álfs-
nesi, sunnan Hafnarfjarðar, eða á
svæði Reykjavíkurflugvallar í Vatns-
mýrinni. Ef greiða á
fyrir áframhaldandi
skipulagsvinnu er nauð-
synlegt að Reykvíking-
ar geri upp við sig hvern
þessara kosta þeir telji
ákjósanlegastan. Upp-
bygging nýrrar byggð-
ar krefst langvarandi
undirbúnings, og ef
Vatnsmýrarsvæðið yrði
fyrir valinu sem fram-
tíðarbyggðarsvæði
þyrfti, eins og kunnugt
er, að flytja Reykjavík-
urflugvöll. Nýr flugvöll-
ur yrði ekki byggður á
einni nóttu. Það er því í
fullu samræmi við nú-
tímastjórnunarhætti sem Reykjavík-
urborg sýnir fyrirhyggju, og óskar
eftir skoðunum borgarbúa á framtíð-
arnýtingu Vatnsmýrarinnar. Það er
líka löngu tímabært að Reykvíking-
um gefist kostur á að tjá hug sinn um
þróun byggðar í borginni. Fáir mála-
flokkar hafa eins mótandi áhrif á
borgarlíf og skipulagsmál, og sú um-
ræða sem skapast hefur meðal okkar
borgarbúa í aðdraganda atkvæða-
greiðslunnar hefur verið bæði hress-
andi og þörf.
Annar misskilningur sem borið
hefur á meðal andstæðinga atkvæða-
greiðslu er sá að við hana þurfi að
liggja fyrir hvert flytja eigi Reykja-
víkurflugvöll ef hann hyrfi af sínum
núverandi stað. Staðreyndin er sú að
Reykjavíkurborg hefur sem slík lítið
um þetta mál að segja. Ríkið byggir
flugvelli, ekki sveitarfélög, og það vel-
ur þeim einnig stað. Það myndi því
koma í hlut framtíðarríkisstjórna að
finna nýja staðsetningu fyrir innan-
landsflugið. Ábyrgð okkar Reykvík-
inga felst hins vegar í því að mynda
okkur skoðun á málinu, og tjá hana
nógu snemma til að ríkið geti gert
nauðsynlegar ráðstafanir ef sú skoð-
un verður ofan á að framtíðarbyggð
eigi að rísa í Vatnsmýrinni.
Tímabær at-
kvæðagreiðsla
Anna Kristín
Ólafsdóttir
Höfundur er aðstoðarkona
borgarstjóra.
Flugvöllur
Það kemur í hlut fram-
tíðarríkisstjórna, segir
Anna Kristín Ólafs-
dóttir, að finna nýja
staðsetningu fyrir
innanlandsflugið.