Morgunblaðið - 13.03.2001, Síða 33

Morgunblaðið - 13.03.2001, Síða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 33 Fyrir konur sem vilja klæðast vel Vorvörurnar komnar Skólav v örðustíg 14 ERLER FASHION UNDANFARIÐ hafa netverjar og ýmis fyrirtæki í tölvu- bransanum mótmælt harkalega reglugerð menntamálaráðherra sem bætti stefgjöldum á tölvubúnað og staf- ræna miðla af ýmsu tagi. Ráðherra hefur nú lækkað gjöldin og gert mörg tölvutæki undanþegin – en net- verjar eru langt frá því að vera ánægðir. Hvers vegna? Það er okkar mat að ráðherra hafi ekki komið til móts við mikilvægustu kröfu okkar – kröfuna um réttlátt kerfi. Gjaldtaka af þessu tagi er í eðli sínu óréttlát. Innflytjendur geisladiska hafa áætlað að um 1.000.000 til 1.300.000 tómir geisladiskar verði fluttir inn á þessu ári. Miðað við 35 kr. í stef- gjöldum á hverjum diski eru það „bara“ 35 milljónir króna. Eftir málamiðlun ráðherra er þessi ímyndaða tala komin niður í 17 milljónir króna. Óhætt er að fullyrða að oft hafi meiri upphæðir vakið minni athygli. Hvers vegna erum við þá að kvarta? Fyrirsjáanleg framtíð Reynsla af tölvutækni segir okkur afdráttarlaust að geymslugeta tölva eykst og hún eykst hratt. Harðir diskar hafa tvöfaldast að stærð á fárra mánaða fresti undanfarin ár og aukningin virðist ekkert vera að hægja á sér. Stærri harðir diskar skapa bæði beina og óbeina þörf fyr- ir stærri afritunartæki – t.d. stærri skrifanlega geisladiska. Við getum því hæglega búist við því að eftir 2–5 ár verði arftakar geisladiskanna, skrifanlegu DVD- diskarnir, orðnir allsráðandi á mark- aðinum og jafn mikið eða meira not- aðir en venjulegir diskar eru í dag. Samkvæmt glænýrri reglugerð menntamálaráðuneytisins er gjaldið á þeim 50 kr/disk (var áður 100 kr). Eðlileg, fyrirsjáanleg atburðarás fel- ur sem sagt í sér lágmark þreföldun á innheimtum stefgjöldum frá tölvu- notendum, óháð því hvernig nýju diskarnir eru notaðir. Raunveruleg gjaldtaka mun reyndar örugglega aukast meira en þrefalt því notkun tækja af þessu tagi er enn í örum vexti og almenn- ingur er enn að læra að nýta sér þau. Það er ekkert óraunhæft að gera ráð fyrir að innheimt gjöld vegna DVD- og geisladiska tífaldist á næstu árum – alveg án þess að fram- lag þeirra sem þiggja stefgjöldin til samfélagsins aukist neitt eða komi málinu yfir höfuð við. Maður getur því spurt sig: Eiga þessir menn ekki að vinna fyrir peningum sínum eins og aðrir? Eiga tölvunotendur að borga sífellt meira í stefgjöld ein- göngu vegna eðlilegra tæknifram- fara? Það er stóra spurningin og málamiðlun ráðherra svarar henni ekki – helmingslækkun stefgjald- anna (úr 35 kr/disk í 17 kr.) mun hverfa með öllu og snúast við svo um munar á örfáum árum. Vandinn liggur í því að höfundalög gefa ákveðinni stétt rétt til að inn- heimta „skatt“ af tækniframförum, án þess að nema óljóst samband sé milli starf- semi stéttarinnar og tækninnar sem um ræðir. Það er eins og að greiða rithöfundum stefgjöld af öllu sem getur geymt texta: seg- ulböndum, geisladisk- um, auðum blöðum, húsveggjum (sbr. veggjakrot). Augljóslega gengur það ekki upp. Hug- myndin er ónýt, það á að henda henni og byrja upp á nýtt – til dæmis með því að leggja stefgjöld beint á frumritin, þ.e. þegar þú kaup- ir eintak þá kaupir þú í leiðinni rétt til að afrita það nokkrum sinnum til einkanota (þessi deila snýst nefni- lega ekki um þjófnað, heldur löglega afritun til einkanota). Slæmt fordæmi Ef hugsunin bak við þessa reglu- gerð þykir eðlileg og viðunandi er bara tímaspursmál hvenær lögð verða á fleiri sambærileg gjöld. Hvernig líst ykkur á tilhugsunina um stefgjöld á gagnaflutningi yfir Netið? En þegar símar breytast í net-tæki og þú neyðist til að borga stefgjöld af því að tala við lækninn þinn? Er nokkurt vit í því? Enginn eðlismunur er á slíkri innheimtu og stefgjöldum á óskrifuðum geisla- diskum og netverjar óttast að þetta sé einmitt framtíðin – ef við sættum okkur við stefgjöld á geisladiskum, þá hljótum við að sætta okkur við stefgjöld á netnotkun og almennum samskiptum líka. Barátta hagsmunaaðila fyrir slík- um gjöldum er þegar hafin erlendis: af hverju haldið þið að það sé svona mikið kvartað undan Napster og MP3-tækni? Ekki vegna þess að geisladiskasala hefur minnkað (þvert á móti hefur hún aukist), held- ur vegna þess að verið er að venja al- menning á þá hugmynd að Netið valdi höfundum og útgefendum tekjutapi og það þurfi að bæta þeim það upp... til dæmis með ígildi stef- gjalda. Auðvitað er það bara vitleysa. Reynslan hefur sýnt að þeir lista- menn sem fá mesta umfjöllun, mesta auglýsingu – og mesta ólöglega afrit- un – selja flestar plötur og flesta tón- leikamiða. Allt bendir til þess að af- ritunin sem fer fram með aðstoð Netsins (hvort sem hún er lögleg eða ekki) sé einfaldlega góð auglýsing sem skilar sér í aukinni plötusölu. Ég skora hér með á listamenn að hætta að óttast Netið og byrja að nýta sér það! Styrkjum listamennina Að lokum, til að fyrirbyggja allan misskilning, vil ég taka það fram að mér líkar mjög vel við listamenn og skemmtikrafta. Megi þeir græða sem mest og best – ég nýt þess að borga þeim fyrir góða þjónustu, hvort sem það eru tónleikamiðar, leigumyndbönd, tónlistardiskar eða bækur. Ég nýt þess að miklu leyti vegna þess að ég ræð hvaða listamenn ég styrki og hvaða þjónustu ég borga fyrir. Ég ræð hins vegar engu um hver fær stefgjöldin af tómu geisla- diskunum mínum og mér finnst það miður. Ég hef skoðanir á tónlist og kvik- myndum og vil greiða atkvæði með aurum mínum um hvaða listamenn njóta velgengni. Ég vil hins vegar ekki vera neyddur til að styrkja Magnús Kjartansson því ég hlusta ekki á verk hans. Mikilvægi þess að mótmæla stefgjöldum Bjarni Rúnar Einarsson Höfundur er tölvunarfræðingur og er í stjórn Félags íslenskra netverja. Gjaldtaka Eiga tölvunotendur að borga sífellt meira í stefgjöld, spyr Bjarni R. Einarsson, eingöngu vegna eðlilegra tækni- framfara? ÞÓ ÉG hafi farið nokkuð vel með það er ég mikill aðdáandi Halldórs Blöndal nú- verandi forseta Alþing- is. Hann er þinglegasti hagyrðingur landsins síðan Jón á Akri dó. Það er í skjóli aðdáunar minnar og vináttu okk- ar Halldórs, sem ég nú vil fá að gera stutta at- hugasemd við nýleg orð hans. „Mannréttindi eru hvergi meiri en hér á landi“, segir forseti Al- þingis í viðtali við Morgunblaðið 06.02.2001. Leitt er að verða nú að benda gömlum íslenskukennara á það, að orðið mannréttindi flokkast sem nafnorð og stigbreytist því ekki. Enda er hugtakið, fræðilega séð, mjög ósveigjanlegt þó það taki bæði þolfalli og þágufalli eins og gengur með hvaaðeina sem veita má eða þiggja. En mannréttindi eru, ef satt skal segja, talin ófrávíkjanleg (in- alienable). Þau þarf að virða í hverju tilviki – öðru vísi eru þau fjarstödd. Þar gildir að vera eða vera ekki. Hálfkák stigbreytingarinnar er ónot- hæft. Oft heyrum við líka sagt að hér sé „meira lýðræði“ en annarstaðar. En lýðræði er líka nafnorð og stigbreyt- ist ekki heldur. Það er með þessi orð líkt og nafnorðið skipun. Þeim er annað hvort hlýtt eða þeim er ekki hlýtt. Þar sem jafnræði og öðrum mannréttindum er ekki hlýtt þar er hvorki meira eða minna lýðræði. Þar er ekkert lýðræði. Þörfin fyrir sí- felldar fullyrðingar um það, að hér sé allt mest og best kemur þessu máli ekki við, hversu hastarlega sem sú þörf herjar nú á flesta lands- menn, ýmist sem elli- glöp eða ungæðisflaust- ur. Veruleiki og ósk- hyggja fara illa saman. Sé á hinn bóginn spurt og svarað í hrein- skilni þá eru varla nokkrar líkur á því að hér sé nú lýðræði. Enda höfum við ekki haft lýðræðislega stjórnarskrá í gildi nema hálfan áratug – eða síðan 1995. Fyrsta lýðræðislega stjórnarskrá landsins með jafnræðisákvæði og öðrum mannréttindum var sam- þykkt á Þingvöllum, með hönd hvers einasta þingmanns á lofti, á þjóðhá- tíðardaginn 1994. Í glöðu sólskini og svanir flugu yfir. En var það nóg? Stjórnarskrá er vissulega for- senda lýðræðis. En lýðræði virkjast ekki nema valdamenn skilji texta stjórnarskrárinnar og hafi fullan vilja til að fara eftir honum. Það þarf oft a.m.k. tvær kynslóðir valdhafa til að virkja síðborna lýðræðisstjórnar- skrá. Ef það þá tekst. Rússar eiga t.d. nú í vanda þó stjórnarskrá þeirra væri breytt hálf- um áratug fyrr en okkar plaggi. Enn er stjórnarskrá þeirra bara plagg, sem enginn virðir. Hérlendis er nánast sama ástandið þó Hæsti- réttur Íslands sé að vísu með til- raunastarfsemi á þessu sviði. Seinast þann 19. desember s.l. þegar giftum og kvæntum öryrkjum voru dæmd réttindi í samræmi við jafnræðis- ákvæði 65. greinar stjórnarskrárinn- ar nýju. En í kjölfar þess dóms gáfu a.m.k. 5 ráðherrar: Björn Bjarnason, Halldór Ásgrímsson, Geir H. Haarde, Ingibjörg Pálmadóttir og Davíð Oddsson, hvert í sínu lagi, út keimlíkar yfirlýsingar, svo látandi: „Ef mig hefði grunað að svona hæstaréttardómur yrði afleiðing af stjórnarskránni 1995 hefði ég aldrei samþykkt hana“. Þetta eru heiðarlegar og opinská- ar yfirlýsingar. Það ber að virða. En svona meldingar koma frá kynslóð eða kynslóðum, sem ekki hafa reynst færar um að skilja og útfæra hina „nýstárlegu“ hugsun plaggsins frá 1994, sem taka átti gildi strax árið 1995. Meðan ráðamenn hugsa svona er stjórnarskrá okkar enn bara plagg. Hér er því hvorki mesta eða minnsta lýðræði í heimi. Lýðræði er hér ekki í framkvæmd og verður það varla í bráðina. En áhugi á því fer hægt vaxandi. Framkvæmd þess verður að bíða enn um sinn. Ég vil að lokum þakka Morgun- blaðinu fyrir að hafa undanfarið birt, svo til möglunarlaust, nokkra grein- arstúfa frá mér áhrærandi málefni öryrkja og skylda þætti. Frá minni hendi er málið nú tæmt. Dálítil athuga- semd að lokum Þorgeir Þorgeirson Þjóðfélagsmál Lýðræði virkjast ekki nema valdamenn skilji texta stjórnarskrár- innar, segir Þorgeir Þorgeirson, og hafi vilja til að fara eftir honum. Höfundur er öryrki og ellilífeyrisþegi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.