Morgunblaðið - 13.03.2001, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 13.03.2001, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MEIRIHLUTA banka-ráðs Búnaðarbanka Ís-lands hf. var skipt út áaðalfundi bankans um helgina að tillögu Valgerðar Sverr- isdóttur viðskiptaráðherra. Valgerð- ur ávarpaði fundinn áður en að kosn- ingu kom og sagði þá meðal annars að rekstur bankans hafi ekki gengið vel á síðasta ári og að það valdi nokkrum vonbrigðum. Hún vék tal- inu einnig að niðurstöðu Samkeppn- isráðs varðandi samruna Lands- banka og Búnaðarbanka og sagðist hafa gert sér vonir um að ráðið myndi heimila samrunann. Nú muni ríkið hins vegar selja bankana hvorn í sínu lagi og það verði mál nýrra eig- enda hvernig staðið verði að hag- ræðingu á fjármagnsmarkaði. Þá kom Valgerður inn á þá um- ræðu sem verið hefur um Búnaðar- bankann og sagði hana helst koma til af tveimur málum er varði bankann og opinberar eftirlitsstofnanir hafi sent lögreglu til rannsóknar. „Þar sem málin eru hjá ríkislögreglu- stjóra og ekki liggur fyrir ákvörðun um ákæru né dómur gengið,“ sagði Valgerður, „er ekkert hægt að full- yrða um niðurstöðu þessara mála. Ég hef hins vegar ítrekað lýst yfir áhyggjum mínum af þessum málum, enda alvarlegt að opinberir eftirlits- aðilar telji að Búnaðarbankinn hafi gerst sekur um brot á lögum.“ Of mikið gert úr ágreiningi ráðherra og bankaráðs Valgerður sagðist hafa átt ágætt samstarf við bankaráð Búnaðar- bankans þó að stundum hafi hana greint á við það síðustu mánuði. Úr þeim ágreiningi hafi þó verið of mik- ið gert. „Enginn ágreiningur hefur heldur verið milli ríkisstjórnarflokk- anna um þetta mál þótt halda mætti annað af umræðu síðustu daga,“ sagði hún. Tillaga Valgerðar um nýtt banka- ráð var samþykkt samhljóða en í henni fólst að nýir fulltrúar í banka- ráðinu yrðu Magnús Gunnarsson, Þorsteinn Ólafsson og Árni Páll Árnason en í því myndu sitja áfram Elín Sigfúsdóttir og Þórólfur Gísla- son. Úr ráðinu fóru Pálmi Jónsson, sem var formaður þess, Hrólfur Ölv- isson og Haukur Helgason. Vara- menn voru kosnir Anna Þóra Bald- ursdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Helga Thoroddsen, Haukur Halldórsson og Guðmundur Kristjánsson. Magnús Gunnarsson er fyrrver- andi framkvæmdastjóri Arnarflugs, SÍF og Vinnuveitendasambandsins. Hann var formaður Útflutningsráðs Íslands og varaformaður stjórnar FBA hf. Þorsteinn Ólafsson er fyrrverandi forstjóri Kísiliðjunnar, efnahags- og atvinnuráðgjafi forsætisráðherra og forstjóri Norræna verkefnaútflutn- ingssjóðsins Nopef í Finnlandi. Hann var stjórnarformaður Marel hf. og FBA hf. og situr í stjórn Nor- ræna fjárfestingarbankans. Árni Páll Árnason er sjálfstætt starfandi lögmaður. Hann var ráð- gjafi utanríkisráðherra árin 1992 til 1994 og embættismaður í utanríkis- þjónustunni frá 1994 til 1998. Hann hefur síðan rekið lögmannsstofu í Reykjavík. Fæst af því sem borið hefur á góma átt erindi í fjölmiðla Pálmi Jónsson, fráfarandi formað- ur bankaráðs, flutti skýrslu ráðsins um starfsemi bankans síðastliðið starfsár. Hann sagði árið í fyrra hafa verið sérstætt fyrir Búnað- arbankann. Það hafi verið afmælisár, bank- inn hafi orðið 70 ára, og að vel hafi tekist til við að fagna því. Árið hafi þó líka verið sér- stætt vegna „ótrúlegs undirgangs í fjölmiðlum“. Hann sagði þarflaust að rekja þau mál í smáatriðum en víst væri að þessi umræða hefði verið „óvægin og ósanngjörn og iðulega röng“. Fæst af því sem borið hefði á góma hafi átt erindi í fjölmiðla og nefndi hann sér- staklega í því sambandi innri málefni bankans og þegar eftirlitsaðili vísar máli til frekari athugunar hjá rann- sóknaraðila. Hann sagði það mál hljóta sína eðlilegu meðferð og ekki sé enn vitað hvort það verði tekið til formlegrar rannsóknar, hvort það verði látið niður falla eða hvort því verði vísað til ákæruvaldsins. „Það getur verið vandasamt fyrir okkur sem erum í forsvari fyrir bankann að bregðast við fréttum í fjölmiðlum sem oft fela í sér getsak- ir,“ sagði Pálmi. „Búnaðarbankinn er í eigu fjölmargra hluthafa og skyldur okkar eru meðal annars þær að standa vörð um hagsmuni þeirra og gæta trúnaðar um málefni félags- ins. Þessar skyldur eru jafnmiklar gagnvart öllum hluthöfum, smáum og stórum. Þær eru einnig jafnmikl- ar hvort sem ríkissjóður á meiri eða minni hlut í félaginu eða engan. Hendur okkar eru því oft bundnar um hvað við megum segja og hvern- ig við getum varist árásum.“ Pálmi talaði um að fréttaþorsti fjölmiðla væri alkunnur en upplýs- ingagleði annarra geti auðveldlega farið út fyrir þau mörk sem öllum beri að virða og lög kveði á um. „Fátt virðist lengur koma á óvart í þessum efnum. Þó hnykkti mér við þegar al- þingismaður gagnrýndi viðskipta- ráðherra á Alþingi og kvartaði undan því með vandlætingu að ráðherra væri að „smeygja sér undan í skjóli hlutafélagalaga, í skjóli upplýsinga- laga, að veita þing- mönnum eðlilegar og réttmætar upplýsing- ar,“ eins og það var orðað, þegar hann taldi skorta á að ráðherra svar- aði öllu því um Búnaðarbankann sem þingmaðurinn vildi. Svo bætti þingmaðurinn við: „Þetta er óþol- andi, herra forseti, og gengur ekki“. Þá finnst mér sannarlega illa komið, þegar alþingismaður ásakar ráð- herra fyrir að fara að lögum,“ sagði Pálmi. Hann bætti því við að neikvæð Skipt um hluta ban Frá aðalfundi Búnaðarbankans. Kristinn Zimsen fundarritar Sverrisdóttir viðskiptaráðherra, Gestur Jónsson fundarstjó Á aðalfundi Búnaðarbanka Íslands g lögu um þrjá nýja menn inn í fimm ma hún samþykkt samhljóða. Viðskiptará verið gert úr skoðanaágreiningi mill ráðs. Formaður þess bankaráðs lýsti sinni að þeir sem með honum hefðu s allir verðskuldað endurkjö Aðalfundur Búnaðarbanka Íslands Þá finnst mér sannarlega illa komið þegar al- þingismaður ásak- ar ráðherra fyrir að fara að lögum MAGNÚS Gunnarsson var á aðalfundi Bún- aðarbanka Íslands hf. um helgina kosinn í bankaráð Búnaðarbank- ans. Magnús hefur áður komið nálægt bank- arekstri því hann var varaformaður stjórnar FBA hf. fyrir einkavæð- ingu þess banka. For- maður bankaráðs er ekki kosinn sérstaklega á aðalfundum Bún- aðarbankans, en bankará skiptir með sér verkum o verið gengið frá því að M muni taka að sér formen ráðinu. Í samtali við Morgunbl sagði Magnús Búnaðarba hafa verið einn af hornst íslensks fjármálalífs í lan tíma. „Búnaðarbankinn s afskaplega traustum fótu lensku þjóðfélagi og han fjárhagslega sterkur ban sagði Magnús og bætti vi hann hefði engar áhyggj öðru en vel mundi ganga styrkja bankann enn í gó starfi við bankastjóra og fólk. „Umfjöllunin um banka Magnús Gunn ur bankaráðs Aða auk mæti MILLILIÐALAUST LÝÐRÆÐI Sunnudaginn 18. maí 1997 gafMorgunblaðið út sérstakt 8síðna blað, sem nefnt var Milli- liðalaust lýðræði. Efni þess blaðs var viðamikil umfjöllun, sem brezka viku- ritið The Economist hafði birt nokkr- um mánuðum áður um lýðræði 21. ald- arinnar. Morgunblaðið birti þessa umfjöllun hins brezka blaðs í heild. Henni verður bezt lýst með því að vitna til upphafsorða hennar, sem eru svohljóðandi: „Í þessari úttekt verður sett fram það sjónarmið, að næsta stórbreytingin í mannlegum málefn- um verði trúlega ekki á sviði efnahags- mála, tækni eða hernaðarvísinda: hún muni eiga sér stað í heimi stjórnmál- anna, sem svo oft er talinn einkennast af litlum breytingum. Á þeirri nýju öld, sem senn gengur í garð, kann hug- myndin um lýðræðið loks að ná fullum þroska. Vera kann, að á 21. öldinni verði leitt í ljós að framþróun lýðræð- iskerfisins, sem skaut rótum á 19. öld og varðist árásum bæði fasisma og kommúnisma á þeirri 20., hafi af mjög skiljanlegum ástæðum verið heft en að ástæður þessa eigi ekki lengur við og því geti lýðræðið nú haldið áfram á þroskabraut sinni. Með fáeinum undantekningum er þeim ríkjum sem kenna sig við lýðræði stjórnað með ákveðnu ferli, sem venjulega er nefnt „fulltrúalýðræði“.“ Síðar í grein The Economist sagði: „... þeir sem verja hið gamla fyrir- komulag lýðræðisins (verða) að horf- ast í augu við þá staðreynd, að heim- urinn hefur gjörbreytzt frá þeim tíma, þegar ef til vill var verjandi að hugsa sem svo, að óskir kjósenda þyrftu fyrst að fara í gegnum síu hinna hæf- ari og greindari „fulltrúa fólksins“. Þær breytingar, sem orðið hafa á þessum tíma, hafa í mörgum tilfellum þurrkað út muninn á kjósendum og fulltrúum þeirra. Þær hafa einnig hjálpað fólkinu til að gera sér ljóst, að fulltrúarnir eru ekkert sérlega hæfir. Sökum þessa mun það sem skilaði við- unandi árangri á 19. öld ekki duga á þeirri 21. Börnin okkar kunna að kom- ast að þeirri niðurstöðu, að beint lýð- ræði sé ekki aðeins lýðræðislegra heldur einnig skilvirkara fyrirbrigði en fulltrúalýðræðið.“ Og til frekari áréttingar á þessu sjónarmiði segir hið brezka blað: „Al- menningur býr yfir sömu menntun (og hinir kjörnu fulltrúar, innskot Mbl.), næstum sama aðgangi að þeim upplýs- ingum, sem þörf er fyrir, og mikilvægi þess að komast að réttum niðurstöð- um er hið sama: beini fólk athygli sinni að tiltekinni spurningu getur það oft- ast veitt skynsamlegt svar.“ Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins viku síðar eða 25. maí 1997 var fjallað um hugmyndir hins brezka tímarits og þar sagði m.a.: „Í sveitarstjórnum er tekizt á um mál, sem varða miklu í augum íbúa viðkomandi sveitarfélags. Þetta á ekki sízt við um skipulagsmál og t.d. hvar samgönguleiðir liggja... Kjósendur hafa gjarnan uppi kröfur um framkvæmdir af ýmsu tagi. Í al- mennum atkvæðagreiðslum er hægt að spyrja kjósendur í viðkomandi byggðarlagi, hvort þeir séu tilbúnir til að greiða aukna skatta um skeið til þess að ljúka ákveðnum framkvæmd- um... Við Íslendingar búum í litlu og fámennu samfélagi, þar sem tiltölu- lega auðvelt er að þróa hið lýðræðis- lega þjóðskipulag áfram í þann farveg, að hver einstakur borgari ráði meiru um þau málefni, sem taka þarf afstöðu til og ágreiningi valda. Nútímatækni getur auðveldað þetta mjög.“ Frá því að um þessar hugmyndir var fjallað í Reykjavíkurbréfi fyrir tæpum fjórum árum hefur Morgun- blaðið ítrekað og við ýmis tilefni lýst þeirri skoðun, að þróa eigi milliliða- laust lýðræði hér á Íslandi. Rökin fyrir því hafa verið þau, að þetta vel mennt- aða, vel upplýsta og tæknivædda sam- félag sé vel til þess fallið að þreifa sig áfram með þá framþróun lýðræðis, sem hér hefur verið gerð að umtals- efni. Auðvitað er ljóst, að hið brezka tímarit hefur sótt mjög í smiðju til Svisslendinga, sem lengi hafa beitt at- kvæðagreiðslum, bæði þjóðaratkvæði og atkvæðagreiðslu innan fámennari byggða, til þess að taka ákvarðanir um einstök mál. Reynsla Svisslendinga af þessum stjórnarháttum er margvís- leg. Augljóslega er t.d. sú hætta á ferðum, að kjósendur verði leiðir á að þurfa sí og æ að taka þátt í atkvæða- greiðslu og hætti því einfaldlega. Þá endurspeglar niðurstaða atkvæða- greiðslu að sjálfsögðu ekki vilja sam- félagsins eins og til er ætlast. Telja verður að sú atkvæðagreiðsla, sem fram fer nk. laugardag um fram- tíð Reykjavíkurflugvallar, sé þáttur í því að þróa upp hér á Íslandi milliliða- laust lýðræði. Þess vegna og með til- vísun til þeirra sjónarmiða, sem blaðið hefur áður lýst, er Morgunblaðið fylgjandi þessari atkvæðagreiðslu og fagnar því, að Reykvíkingar fái með þessum hætti tækifæri til að láta skoð- un sína í ljósi um svo mikilsvert mál. Auðvitað er alltaf hægt að gera at- hugasemdir við framkvæmd atkvæða- greiðslu sem þessarar. Það getur ver- ið álitamál hvernig spurt er og hverjir eru spurðir. En þau álitamál breyta ekki grundvallaratriðum þessa máls. Þau grundvallaratriði eru einfald- lega, að Íslendingar eru mjög vel menntuð þjóð. Íslendingar eru senni- lega óvenju vel upplýstir um margvís- leg málefni. Á undanförnum vikum og mánuðum hefur farið fram ítarleg um- ræða um framtíð Reykjavíkurflugvall- ar. Morgunblaðið hefur lagt sitt af mörkum til þeirrar umræðu með birt- ingu ítarlegs greinaflokks, sem skrif- aður var af tveimur blaðamönnum blaðsins, auk þess, sem fjölmargir aðr- ir komu við sögu til þess að gera þær upplýsingar aðgengilegar, bæði ljós- myndarar, kortagerðarmenn, útlits- hönnuðir og fleiri starfsmenn blaðs- ins. Þá hefur hin nýja tækni verið nýtt með skemmtilegum hætti á netútgáfu blaðsins, mbl.is, þar sem notendur netútgáfunnar hafa getað skoðað að- komuleiðir flugvéla á nýstárlegum kortum að flugvallarstæðum, sem settar hafa verið fram hugmyndir um. Það er ekki hægt að halda því fram með nokkrum rökum, að kjósendur í Reykjavík hafi ekki haft aðgang að öll- um nauðsynlegum upplýsingum til þess að taka afstöðu til þess hvort flugvöllurinn eigi að fara eða vera. Þegar á málið er litið í heild verður að telja, að atkvæðagreiðslan um flug- vallarmálið sé framfaraspor og líkleg til þess að hvetja önnur sveitarfélög til að fara svipaða leið til þess að komast að niðurstöðu um grundvallarmál, sem skiptar skoðanir kunna að vera um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.