Morgunblaðið - 13.03.2001, Side 38

Morgunblaðið - 13.03.2001, Side 38
UMRÆÐAN 38 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ D anskur fræðimaður, Per Fibæk Laur- sen, hélt því fram í dagblaðinu Politik- en fyrir skömmu (10. febrúar) að hugvísindamenn gætu ekki gert neitt tilkall til hlutverks vitundarvarðarins í samfélaginu umfram aðra. Laur- sen segir að hugvísindamenn telji sig gagnrýnin „intellektúöl“ og hafna yfir þröng áhugasvið sín, en það sé blekking. Hugvís- indamenn ofmeta sjálfa sig, að mati Laursen: „Við höfum enga sérstaka heimild til að hefja okk- ur yfir hagsmunaárekstrana sem gegnsýra samfélagið og tala eins og við vitum hvað er almenningi fyrir bestu.“ Laursen segir að þessi almenna skilgreining á hugvísindamönnum sem vitund- arvörðum geri í raun lítið úr menntun þeirra og sérþekkingu. Hugvísindamenn ættu frekar að líta á sig eins og læknar, hjúkr- unarfræð- ingar og kennarar líta á sig, að mati Laursen, það er sem sér- fræðinga á tilteknu sviði sem sinni störfum sínum samkvæmt siðareglum sinnar greinar. Laursen grefur undan valdi hugvísindamanna í grein sinni á réttmætum forsendum. Það er ekkert í eðli hugvísindalegrar menntunar sem gerir hugvís- indamenn dómbærari en annað fólk á siðferðileg efni, né heldur víðsýnni, frjálslyndari eða gagn- rýnni. Vald hugvísindamanna yfir ákveðnum hluta opinberrar um- ræðu á sér sögulegar ástæður. Það má að minnsta kosti rekja það aftur til upplýsingaraldar. Hér á landi má finna ákveðið upphaf að upplýstum orðræðu- hætti í verkum Magnúsar Steph- ensens. Í valdi menntunarlegra yfirburða og menningarlegrar (prentunarlegrar) einokunar- aðstöðu sinnar hér á landi um og eftir aldamótin átjánhundruð mótaði Magnús í vissum skiln- ingi nýjan orðræðuhátt sem rómantíkerarnir tóku upp eftir honum. Frá og með veldistíma Magnúsar varð með öðrum orð- um til orðræðusamfélag mennta- manna hér á landi sem stóð utan við klerkaveldið og tók raunar að sér það boðunar- og kenn- arahlutverk sem eingöngu klerkastéttin hafði gegnt áður. Þessi nýi orðræðuháttur ein- kenndist einkanlega af fjöl- breytilegri menntun tiltekinna höfunda en einnig af því að í honum birtist ákveðið heim- spekilegt viðhorf, það er að segja viðhorf gagnrýnandans. Hlutirnir voru ekki aðeins skoð- aðir í ljósi kristinnar kenningar heldur voru þeir settir í verald- legt og sögulegt samhengi og skoðaðir í gagnrýnu ljósi skyn- seminnar. Formbirting þessa nýja orðræðuháttar var ritgerð- in eða tímaritsgreinin en hún var helsta vopn Magnúsar og ann- arra upplýsingarmanna í boðun hinnar nýju stefnu – raunar varð ritgerðin til sem sjálfstæð bók- menntagrein á upplýsingaröld hér á landi enda ekki gefin út nein tímarit fyrir þann tíma. Fjölnismenn voru arftakar Magnúsar í þessum efnum. Þeir héldu uppi hinum menntaða orð- ræðuhætti í tímariti sínu og fylgdu raunar stefnu Magnúsar í flestu, bæði í boðun skynsem- istrúarinnar og í bókmennta- skrifum. Hugvísindamennirnir halda enn uppi merki hinnar upplýstu skynsemi í íslenskum fjölmiðlum samtímans. Þeir einoka þó ekki umræðuvettvanginn eins og Magnús gerði og arftakar hans á nítjándu öld. Þeir eiga í mikilli samkeppni við harðsvíraðan hóp fjölmiðlabrunara sem þeir hafa sjálfir kallað kjaftastéttirnar í niðurlægingartón („the chatter- ing classes“ upp á ensku) en það eru þáttastjórnendur, félagsvís- indamenn, listrýnar, dálkahöf- undar og menningarvitar (það er „intellektúöl“) af ýmsu tagi, eins og íslenskur heimspekingur skil- greindi hópinn nýlega. Erlenda hugtakið „intellect- uel“ hlaut núverandi inntak sitt í svokölluðu Dreyfusarmáli í Frakklandi undir lok nítjándu aldar þar sem hópur mennta- manna, rithöfunda og listamanna lagði frá sér skruddurnar, penn- ana og penslana og hélt út á göt- ur Parísar og mótmælti með- ferðinni á Alfred Dreyfus, gyðingi sem var ákærður fyrir að hafa njósnað fyrir Þjóðverja og grafið þannig undan þjóðrík- inu. Mótmælendurnir kölluðu sig „intellektúölin“, það er hinir vitsmunalegu, af talsverðu steig- urlæti og töldu að kerfið væri að firra sig ábyrgð og ala á gyð- ingahatri með réttarhöldunum. Dreyfus var ekki sakfelldur og töldu „intellektúölin“ sig hafa sigrað og til varð þessi franska hefð hinna vitsmunalegu mót- mælenda sem hópast hafa út á götur við ýmis tækifæri í gegn- um tíðina að baula á kerfið. Há- punkti náði hún sennilega í maí ’68 þegar brennandi vitar voru á hverju horni í París. Þessi hefð hefur ekki náð mik- illi útbreiðslu út fyrir Frakkland og raunar hefur orðið „intellekt- úal“, eins og íslenska orðið vit- undarvörður, haft á sér frekar neikvæða og niðrandi merkingu en hitt. Samkvæmt Laursen hin- um danska er þetta heldur ekki hlutverk sem hæfir hugvísinda- mönnum. Þeir eiga að einbeita sér að sínu og sennilega er ástæða til þess að taka undir það. Sérfræðihokur þeirra má hins vegar ekki blinda þeim sýn á sjónarmið annarra stétta, hvort sem það eru kjaftastéttir eða aðrar stéttir, og verða til þess að tiltekin svið mannlífsins verði einungis sérfróðum til um- fjöllunar. Um það eru hins vegar dæmi sem jaðra við útilokun. Nýlega mætti hámenntaður stjórnmálafræðingur ungum og óreyndum manni í sjónvarpssal þar sem ræða átti þjóðern- ishyggju. Ungi maðurinn var óöruggur enda að verja vafasam- an málstað öfgakenndra þjóð- ernissinna. Það óð hins vegar á stjórnmálafræðingnum sem vitn- aði ítrekað til lærdóma sögunnar sem ungi maðurinn hafði ýmist lítið veður af eða litlar forsendur til að túlka. Stjórnmálafræðing- urinn hæddist að þekkingarleysi unga mannsins og bað hann vin- samlegast að lesa sig til um sög- una áður en hann tæki aftur til máls á opinberum vettvangi. Boðskapurinn: Hinir mennt- unarlausu skulu ekki dirfast að taka til máls. Brennandi vitar Hinir menntunarlausu skulu ekki dirfast að taka til máls. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason trhe@mbl.is ÉG ER fulltrúi Reykjavíkurborgar í ferðamálaráði Íslands, stjórn Ráðstefnuskrif- stofu Íslands og Upp- lýsingamiðstöðvar ferðamála í Reykjavík og hef unnið að ferða- málum og þróun þeirra undanfarin tíu ár. Að auki bý ég í næsta ná- grenni við flugvöllinn í Vatnsmýri og veit fátt skemmtilegra en að fylgjast með flugvélum á góðum degi, – tók reyndar nokkra flug- tíma hér einu sinni. Hef mörg undanfarin ár svo sem alltaf talið flugvöllinn sjálfsagðan hlut í daglegu lífi okkar Reykvík- inga og ekki talið nein rök fyrir því að gera breytingu þar á. Ég skipti um skoðun Ég ætla að greiða atkvæði með því að Vatnsmýrarsvæðið verði not- að til annarra þarfa en flugumferð- ar eftir sextán ár og með því að greiða atkvæði á þann veg, gef ég skipulagsfræðingum og frumkvöðl- um nýrra atvinnugreina til kynna, að þeir megi til með að reikna með þessu svæði til mikilvægari nota í framtíðinni, þrátt fyrir áhuga minn á flugvélum. Í fyrsta lagi gerði ég mér grein fyrir því, að þetta mikilvægasta skipulags- og þróunarmál í sögu Reykjavíkur snýst ekki um mig, heldur ber mér að líta til framtíðar og reyna að gera mér grein fyrir stöðu mála eftir sextán ár. Með öðr- um orðum, – það stendur ekki til að flytja flugumferð frá Reykjavík fyr- ir kaffi á morgun. Allar forsendur verða því að miðast við þróun allra þátta málsins á næstu sextán árum. Svo á ég fjögur börn. Og reyndar miklu fleiri, ef áhugi minn á landi og þjóð er talinn með. Ég er t.d. þeirrar skoðunar, að eitt mik- ilvægasta hagsmuna- mál höfuðborgarsvæð- isins sé að efla ferðaþjónustu á lands- byggðinni. Þar sé á ferðinni mjög þýðing- armikið þróunarstarf í atvinnumálum fyrir landið allt og enn ein leiðin til þess að auka starfsmöguleika upp- vaxandi kynslóða í framtíðinni og til að auka samkeppnishæfni Íslands við önnur lönd um unga fólkið. Liður í því að auka þessa sam- keppnishæfni er að flytja flugstarf- semi úr Vatnsmýrinni. Liður í því líka er að stórefla samgöngur á landinu og beita til þess allri nýjustu tækni og orku- gjöfum sem við höfum tak á. Eftir sextán ár trúi ég því að við verðum búin að leggja hraðflutningabraut af einhverju tagi um höfuðborgar- svæðið og til Suðurnesja. Eftir sext- án ár trúi ég því að við verðum búin að leggja hálendisveg milli lands- hluta, stórbæta núverandi vegakerfi með jarðgöngum og þétta byggðir, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Innan sextán ára trúi ég því að miklar breytingar hafi orðið á inn- anlandsflugi. Og innan sextán ára trúi ég því, að okkur hafi tekist að gera breytingar á millilandaflugi. Ég trúi því nefnilega og treysti, að okkur hafi þá tekist að koma á milli- landaflugi til flugvalla á Egilsstöð- um og Akureyri, a.m.k. að sum- arlagi, allt þáttur í því að laða erlenda gesti að þeirri margvíslegu upplifun sem felst í menningar- tengdri ferðaþjónustu íslenskrar þjóðar. Með þetta í huga vil ég, að Vatns- mýrarsvæðið verði tekið undir byggð, íbúðabyggð og byggð til efl- ingar háskólastarfsemi, þekkingar- iðnaðar og rannsókna. Í þeirri þró- un felst lífsnauðsynlegt tækifæri okkar fyrir uppvaxandi kynslóðir til þess að efla og fjölþætta íslenskt at- vinnulíf. Af þeim meiði munu spretta ný og spennandi störf fyrir framtíðarfólk þjóðarinnar allrar. Ég vil að endingu hvetja Reyk- víkinga til þess að taka þátt í at- kvæðagreiðslunni um framtíð Vatnsmýrarinnar og hvetja alla til þess að reyna að horfa eins langt til framtíðar og þeim er unnt. Gefa um leið skipulagsaðilum til kynna, til hvers nýta megi þetta dýrmæta landsvæði í framtíðinni. Saman getum við svo eftir sextán ár tekið barnabörnin í tíu mínútna lestarferð til Keflavíkur til að horfa á flugvélar. Ég, um mig?... Helgi Pétursson Flugvöllur Saman getum við svo eftir sextán ár, segir Helgi Pétursson, tekið barnabörnin í tíu mín- útna lestarferð til Keflavíkur til að horfa á flugvélar. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður samgöngunefndar Reykjavíkur. NÚ liggur fyrir að Reykvíkingar kjósi um framtíð Reykja- víkurflugvallar laug- ardaginn 17. mars. Það má til sanns veg- ar færa að jákvætt sé að íbúar höfuðstaðar- ins fái að tjá sig um eins stórfelldar breyt- ingar og aflagning flugvallar þeirra er. Þó gerist áleitin sú spurning, hvers vegna verið sé að eyða 30 milljónum í kosningu um málefni þar sem niðustaðan virðist vera borðleggjandi, ef eitthvað er að marka bæði form- legar og óformlegar skoðanakann- anir sem gerðar hafa verið um málið. Niðurstöður þeirra benda til þess að tveir af hverjum þrem- ur borgarbúum séu því mótfallnir að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýr- inni. Við skulum skoða hvaða hvatar liggja að baki þeirri herferð sem nú er í gangi við að koma flugvell- inum burt úr Vatnsmýrinni. Það hefur verið rætt um hætt- una sem skapast við aðflug yfir miðbæ Reykjavíkur. Það þarf ekki flókna tölfræði til að sýna fram á að fólki sem á leið um miðbæinn í leik eða starfi, stafar miklu meiri hætta af bílaumferð en flugum- ferð. Það er því hæpin forsenda fyrir flutningi flugvallarins að ör- yggi fólks standi slík ógn af nær- veru hans að það réttlæti fram- kvæmdirnar enda má benda á að aðflugsleiðir við erlenda flugvelli eru gjarnan yfir þéttbýlissvæðum án þess að það þyki tiltökumál frá öryggissjónarmiði. Þá hefur verið bent á ónæðið sem af flugumferð stafar, en þar fara fremstir í flokki einstaklingar sem ekki verða sjálfir fyrir truflun af völdum vélagnýsins. Þetta atriði verður að skoða í réttu samhengi fram- tíðarskipulagsins margrómaða. Verði af flutningi flugvallar- starfseminnar munu stórvirkar vinnuvélar koma á staðinn til að rífa upp flugvöllinn, aka eða sigla burtu með jarðefni sem ein- hvers staðar verður að urða, síðan hefjast byggingarfram- kvæmdir sem standa munu einhver ár og á meðan verða gröfur, vörubílar, steypubílar, kranabílar, o.s.frv., með tilheyrandi hljóðmengun og útblæstri, á þönum um hverfið daginn út og inn. Svo þegar allt er byggt og fólk flutt inn, þá verða þarna á annan tug þúsunda fólks sem þarf að koma sér í og úr vinnu, skóla og verslun með tilheyrandi akstri. Það er því vafasamt að ónæðið verði minna eftir en áður. Að lokum hefur því verið kastað fram að útlendingar hafi ekki til siðs að vera með flugvelli innan borgarmarka og að við ættum að taka það til fyrirmyndar. Þessu er auðsvarað með tilvitnun í Alex Wall, bandarískan arkitekt og pró- fessor í skipulagsfræðum við Tækniháskólann í Karlsruhe, sem kom hingað til lands í boði Arki- tektafélags Íslands fyrir skömmu. Hann sagði hreint út að flugvöll- urinn væri ein af perlum Reykja- víkur, sem yki á fjölbreytileika borgarinnar, og stuðlaði að vernd- un Vatnsmýrinnar, andstætt því sem nýja byggðastefnan myndi gera. Þá sagði hann að erlendis hefðu borgir byggst upp í kringum járnbrautarstöðvar, löngu áður en flugvellir komu til sögunnar. Síðan hefðu flugvellir verið byggðir eins nærri borgunum og kostur var. Við allt þetta bætist að verið er að fjárfesta fyrir hálfan annan milljarð í viðgerðum og viðhaldi á núverandi flugvelli, á grundvelli þess að þegar er búið að ákveða að hann verði á sínum stað til ársins 2016. Í höfuðborginni eru ekki til nægir fjármunir til að reka leik- skóla, sjúkrahús eða öldrunar- heimili svo mannsæmandi sé, en flugvallarandstæðingum í borgar- stjórn vex ekki í augum að reiða fram ótalda milljarða til að leggja niður skammlausan flugvöll og byggja nýjan á hraunbreiðu suður við Straumsvík. Því er ekki laust við að ýmsar samsæriskenningar fæðist um þetta mál og áleitnar spurningar vakna um hverjir hafa hag af því að í þessar framkvæmdir verði ráðist þó ekki verði reynt í að greina þau mál frekar hér. Í ljósi þess fjölda sem augljós- lega lítur á þetta ráðabrugg sem fásinnu þá er eðlilegt að fólk verði andvaralaust og láti undir höfuð leggjast að kjósa um málefnið. Fyrir alla muni látið það ekki henda því minnihlutinn er ákafur og mun smala stuðningsmönnum sínum miskunnarlaust á kjörstað. Það er því brýnt að allir mæti á kjörstað til að lýðræðislegar kosn- ingar nái fram að ganga. Um hvað snýst málið? Sigurður Ingi Jónsson Flugvöllurinn Flugvöllurinn, segir Sigurður Ingi Jónsson, er ein af perlum Reykja- víkur, að mati prófess- ors í skipulagsfræðum. Höfundur er yfirmaður við- skiptamótunar Íslandssíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.