Morgunblaðið - 13.03.2001, Síða 40

Morgunblaðið - 13.03.2001, Síða 40
UMRÆÐAN 40 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR K. Níel- sen skrifar í grein sinni í Morgunblaðinu 8. mars sl. að viðbrögð skógræktarmanna við að hann lýsi áhyggjum af aukinni skógrækt á rjúpnastofninn ein- kennist af ,,sárindum, reiði og vandlætingu“. Ekki kannast undir- ritaður við að hafa orðið var við sárindi, reiði eða vandlætingu, enda hljóta menn að mega vera ósammála án þess að því fylgi til- finningasemi. Hvorki geri ég athugasemdir við rannsóknaniðurstöður Ólafs né þekkingu hans á varpháttum rjúp- unnar. Reyndar met ég hans fram- lag til þekkingar á rjúpunni mikils. Hins vegar er ég ósammála því að hægt sé að draga þá ályktun að skógrækt sé hættuleg rjúpnastofn- inum út frá þeim rannsóknaniður- stöðum sem fyrir liggja og þeirri þekkingu sem til staðar er. Ólafur heldur því fram að ,,allar lífverur séu aðlagaðar ákveðinni gerð búsvæða og þar og aðeins þar fái þær þrifist“. Þessi fullyrðing stenst ekki, því eins og flestir líf- fræðingar vita eru lífverur mjög misjafnlega bundnar við tiltekin búsvæði. Margar lífverutegundir geta nýtt sér mjög ólík búsvæði. Aðlögunarhæfni lífvera að breyt- ingum á umhverfinu er hreinlega forsenda fyrir lífi á jörðinni. Rjúp- an er ein þeirra tegunda sem nýtir sér mismunandi búsvæði t.d. eftir árstímum. Hún veit ekki að hún sé ,,berangursfugl“. Rjúpnahreiður hafa fundist í hávöxnum birki-, lerki- og greniskógum og hún legg- ur sér ekki einungis birkibrum til goggs heldur einnig brum víðis, aspar og lerkis og frá einum skóg- ræktanda fréttist að hún hafi étið brum á grenitoppum sem stóðu upp úr snjó. Hún virðist því hafa talsverða aðlögunarhæfileika. Rétt er sem Ólafur nefnir í grein sinni að láglendismóar og lágheiðar nærri sjó séu þýðingamestu upp- eldisstöðvar rjúpunnar. En stafar það e.t.v. af því að þessi landgerð er mjög útbreidd samanborið við skóglendi frekar en að rjúpan kjósi heldur að verpa þar en í skóglendi? Er rjúpan e.t.v. ,,berangursfugl“ í Skandinavíu af því að samkeppni frá öðrum tegundum hænsnfugla í skógunum þrýstir henni út? Það er nokkuð vel þekkt að af- koma fugla á fyrsta ári ræður stofnbreytingum rjúpunnar, en ekki t.d. varpárangur. Í grein eftir Ólaf í Blika 1997 kemur reyndar fram að afföllin eiga sér einkum stað að vetrarlagi. Það hlýtur þá að þurfa að skoða áhrif skógræktar á afkomu rjúpna á fyrsta árinu, eink- um að vetrarlagi, frekar en áhrif skógræktar á varplönd rjúpunnar. Ólafur gerir mikið úr fyrirhug- uðu umfangi timburskógræktar, sem er um 750 ferkílómetrar á landinu öllu næstu 40 árin. Það er rétt. Svo reiknar hann út að þetta land gæti gefið af sér 50-60.000 rjúpuunga árlega miðað við varp- þéttleikann 10 pör á km². Það er einnig rétt. Síðan ályktar hann að timburskógrækt á þessari land- stærð leiði til þess meira eða minna að þessi fjöldi rjúpna tapist úr stofninum að haustlagi. Er það rétt? Ólafur gefur sér að rjúpur verpi ekki í timburskógi, sem er ekki endilega rétt, en þótt það væri rétt þá gefur hann sér einnig að þær verpi hvergi annars staðar heldur, þ.e. að þær geti ekki flutt sig um set. Þéttleiki varppara rjúpu í mó- lendi er frá 1 og upp í 40 pör á km² og algengt að þau séu 10 í há- marksárum skv. Morgunblaðsgrein Ólafs. Mólendi þekur um 29.000 km² lands (flokkarnir allvel gróið- og fremur rýrt land skv. gróður- mynd Landmælinga Íslands 1993). Ef við gefum okkur sömu forsend- ur og Ólafur þá gætu orðið til 1,9 til 2,3 milljónir rjúpna á íslensku mólendi í hámarksárum og þær 50-60.000 rjúpur sem ekki verða til vegna skógræktar eru þá um 2,6% af heildinni. Ef við gerum hins vegar ráð fyrir að rjúpur geti flogið og að þær rjúpur sem ella hefðu orpið á þessum 750 km² skóglendis verpi í staðinn í nærliggjandi mólendi þýðir það að í hámarksárum fari varpþéttleiki úr 10 upp í 10,26 pör á km² Ef það gerist vantar engar rjúpur í stofninn. Gefum okkur nú aðrar forsend- ur. Gerum ráð fyrir að það séu í raun vetrarafföll fugla sem ráða stofnstærð rjúpunnar. Gefum okk- ur einnig að í viðbót við 750 km² timburskóga verði eins og áætlanir gera ráð fyrir stunduð landbóta- skógrækt og landgræðsluskógrækt á um 1.350 km² lands, að mestu á rofnu og örfoka landi og þar verði birki algengasta trjátegundin. Ger- um svo ráð fyrir að vegna skjóls og aukinnar fæðu fyrir rjúpuna í þess- um nýju skóglendum minnki vetr- arafföll um 2,6%. Ef það gerist stækkar stofninn um 50-60.000 rjúpur. Þessar spár um hugsanleg áhrif aukinnar skógræktar á rjúpustofn- inn eru út af fyrir sig ekki studdar betri rökum en spá Ólafs K. Niel- sen, enda snýst málið ekki um það. Málið snýst um ábyrgð. Það fylgir því ábyrgð að breyta landi með skógrækt. Skógræktarfólk verður að axla þá ábyrgð. Skógræktarfólk verður að hlusta á áhyggjur fugla- fræðinga, grasafræðinga, fornleifa- fræðinga og annarra og bregðast við þeim ef þær eiga við rök að styðjast, t.d. með breyttum aðferð- um, breyttu tegundavali eða með því að sleppa skógrækt á ákveðn- um svæðum. Þeir sem vara við áhrifum skóg- ræktar bera einnig ábyrgð. Þeir verða að hafa haldbær rök. Þeir verða að miða við bestu vísindalega þekkingu en ekki tilfinningar eða umhverfispólitík frá útlöndum. Þeir verða að segja allan sannleik- ann en ekki bara helminginn. Get- ur t.d. verið að jarðvegsrof eða hnattræn gróðurhúsaáhrifa geti haft meiri áhrif á rjúpnastofninn en skógrækt? Við berum ábyrgð á stofnum lóu og spóa, sem e.t.v. munu ekki njóta góðs af aukinni skógrækt, en berum við ekki einnig ábyrgð á stofnum auðnutittlings og músarindils, sem eru mun minni og hreinlega þjást af skógleysi? Það er engin tregða hjá skóg- ræktarmönnum að ræða þessi mál á rökrænum nótum. Hins vegar hafa flestir náttúrufræðingar ekki sýnt neinn sérstakan áhuga á að rannsaka áhrif nýskógræktar á umhverfið. Það dugar ekki að hrópa úlfur úlfur. Það verður að benda á úlfinn og er það gert með rannsóknum, þ.e. að skýra hver áhrif nýskógræktar séu og hver þeirra kunni að vera neikvæð. Þá verður hægt að bregðast við og skógræktarfólk mun bregðast vel við rökstuddum ábendingum því það hefur engan áhuga á að valda náttúruspjöllum. Úlfur, úlfur Þröstur Eysteinsson Höfundur er fagmálastjóri Skógræktar ríkisins. Rjúpan Aðlögunarhæfni lífvera að breytingum á um- hverfinu, segir Þröstur Eysteinsson, er hrein- lega forsenda fyrir lífi á jörðinni. NÚ styttist í ,,einkakosningar“ íbúa Reykjavíkur um fram- tíð miðstöðvar innan- landsflugs. Á Reykja- víkurflugvöllur, sem Bretar gerðu í upp- hafi seinni heims- styrjaldar, að vera áfram í Vatnsmýrinni eða skal hann fluttur annað eftir árið 2016? Undirritaður er Reykvíkingur, búsett- ur á Ísafirði, fæddur í höfuðborginni og átti þar lögheimili í 6 ár auk þess að dvelja þar vegna skólagöngu í 10 ár, en hefur notað innanlandsflug í 45 ár. Þótt gott sé að búa í Reykjavík finnst mörgum lands- mönnum ekki síðra að búa annars staðar á Íslandi. Höfuðborgum fylgir stjórnsýsla og margs konar athafnasemi eðli málsins samkvæmt. Vegna for- ystuhlutverks Reykjavíkur er þangað margt að sækja. Óskilj- anlegt er að stjórnendur borgar- innar vilji gera öðrum þegnum ís- lenzka lýðveldisins sóknina til hennar erfiðari. Verði lyktir máls þær að Reykjavíkurflugvöllur víki ætti að fylgja tillaga borgarstjórn- ar um að byggt verði myndarlega yfir stjórnsýslu íslenzka ríkisins í Keflavík. Aðeins eru tveir kostir í stöð- unni, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni, sem er beztur og eðlilegastur, eða miðstöð innan- landsflugs flytjist til Keflavíkur- flugvallar. Ókostir fyrir flugfar- þega eru margir, en kosturinn aðeins einn. Farþegi utan af landi getur stigið nánast beint upp í flugvélina til útlanda án þreytandi ferðalaga frá Reykjavík til Kefla- víkur. En ferðum á milli víkanna mun að sama skapi fjölga stórlega vegna erinda til höfuðborgarinnar. Borgarstjórn hefur ekki forræði á því hvort eða hvar flug- völlur verði reistur. Það verður ekki tekið af Alþingi og ríkis- stjórn. Þótt ekki liggi neitt fyrir í þeim efn- um skal hér bent á Flóann á Suðurlandi, fjarri fjöllum með möguleika á flugi í öll- um vindáttum. (Auk þess styttist flugtím- inn til Evrópu örlítið verði völlurinn nægi- lega stór.) Sá kostur fylgir, að væntanlega yrði lagt í vegarbætur yfir Hellisheiði, sem gagnast þús- undum sumarbústaðaeigenda auk annarra á leið austur fyrir fjall og til baka. Öflugustu talsmenn þess að flugvöllurinn víki hafa sýnilega ekki reynslu af því að fljúga innan- lands. Þeir þekkja ekki þörfina á sjúkraflugi, vissuna um að skömmu eftir lendingu verði sjúk- lingur kominn í sjúkrahús, eða óþægindin af bið og ferðum til og frá flugvellinum hamli veður flugi. Bretar völdu flugvöllum stað af kostgæfni, í Kaldaðarnesi í Flóa og í Vatnsmýrinni, sem gefist hef- ur vel. Umræðan um framtíð vall- arins vekur ekki vonir um að þjóð- in standi heil og óskipt um hag sinn. Greiðar samgöngur eru grundvöllur einingar fámennrar þjóðar í stóru landi. Að lokum vekur það furðu margra að vart var blekið þornað á samningi borgarstjóra og sam- gönguráðherra um brýna upp- byggingu Reykjavíkurflugvallar er tillagan kom fram. Hagsmunum fjölmargra Íslendinga, sem háðir eru flugi til og frá Reykjavík, er lítill virðing sýnd, að því er bezt verður séð vegna skilningsleysis ráðandi fulltrúa í borgarstjórn. Verði efni tillögunnar að veruleika er engum greiði gerður með nýj- um flugvelli í nágrenni Keflavík- urflugvallar. Á slíku tali er ekki mark takandi. Ekkert hefur heyrzt um fjár- mögnun nýs flugvallar. Vart ætlar borgastjórn að afsala vegafé höf- uðborgarinnar til gerðar innan- landsflugvallar. En fleira kemur til. Álit Páls Hreinssonar, prófess- ors í lögum, um að kosningarnar nú bindi ekki næstu borgarstjórn vekja spurningar um hvers vegna þær séu yfirleitt haldnar. Hefur borgarstjórn ekki vilja til að sjá hver reynsla verður af breytingum samfara þegar ákveðnum breyt- ingum á flugvellinum? Loks skal þess getið að úr flug- vél á leið til Ísafjarðar hinn 3. febrúar sl. mátti sjá að Laugardal- ur og Laugarnes eru óbyggð svæði í Reykjavík, sem nota mætti til að þétta byggð, en samstöðu þarf til. Þar vegast ekki á hagsmunir höf- uborgarinnar og landsbyggðar, sem í raun ættu að fara saman í flestum efnum. Borgarstjórn Reykjavíkur telur það einkamál borgarbúa hvort flugvöllurinn fari eða veri. Því er ekki annar kostur en að skora á alla kosningabæra Reykvíkinga að taka þátt í kosningunni 17. marz nk. og velja að flugvöllurinn standi áfram í Vatnsmýrinni. Stjórnarráðið til Keflavíkur? Ólafur Helgi Kjartansson Flugvöllur Greiðar samgöngur eru, segir Ólafur Helgi Kjartansson, grundvöll- ur einingar fámennrar þjóðar í stóru landi. Höfundur er sýslumaður á Ísafirði. Á SÍÐUSTU vikum hef ég verið í nánu sambandi við fram- sóknarmenn í Reykja- vík, hlustað eftir skoð- unum þeirra og greint frá vilja mínum til þess að kraftar mínir geti nýst sem best fyrir Framsóknar- flokkinn. Sá sem vill taka að sér varafor- mennsku í flokki okk- ar verður hins vegar að vera fulltrúi allra flokksmanna, skilja aðstæður fólks sem víðast á landinu og gera grein fyrir sér og framboði sínu. Samhliða starfinu hér í Reykjavík ákvað ég því að fara sem víðast um byggðir lands- ins og heimsækja félaga okkar. Kærkomið tækifæri hefur gefist til þess að koma á vinnustaði og heimili á ferð um landið. Heim- sóknir þessar eru afar fróðlegar. Fundirnir og viðtölin eru ásamt samskonar fundum í Reykjavík eitt það skemmtilegasta sem ég hef fengist við í stjórnmálastarf- inu. Hvergi kemur betur fram traust manna til Framsóknar- flokksins og getu hans til góðra og þarfa verka. Síðustu ár hafa sann- að okkur að breytingar gerast með sívaxandi hraða á öllum sviðum og framundan skapast æ breyttari þjóðfélagsaðstæður sem krefjast nýrra áherslna í stjórnmálum. Leiðin að farsælu markmiði er ekki auðfundin því hvorttveggja í senn verður að bregðast af snerpu og framsýni við nýjum aðstæðum og byggja á þeim grunni sem við viljum varðveita. Það þarf að beita bæði framfara- hug og aðgát. Brýnasta verkefnið er að móta áfram þjóðfélagið og laga að síbreytilegum aðstæð- um með því höfuð- markmiði að okkur líði vel hér á landi. Þar er af mörgu að taka. Undirstaðan er að lífskjörin haldi áfram að batna í hátt við það sem gerist í nálægum löndum því ef við förum að drag- ast aftur úr öðrum þjóðum er hætt við fólksflótta og skorti á fjár- magni til þjóðþrifamála. Efnahag- urinn er forsendan en samt ekki heildin öll. Til að allir landsmenn njóti efnahagsbatans er mikilvægt að miðla atvinnu og verja og efla velferðarkerfið. Það þarf að stöðva þá þróun sem virðist hafa verið undanfarin ár í átt til vaxandi tekjuójöfnuðar. Heilbrigðis- og al- mannatryggingakerfið er þunga- miðja. Við eigum að búa öldruðum viðunandi kjör og þeim sem minna mega sín af einhverjum ástæðum. Þá þarf greiðan aðgang að góðri menntun sem einnig er grundvall- aratriði og þar þurfa allir að sitja við sama borð; öll íslensk börn eiga að hafa tækifæri til að búa í haginn fyrir framtíðina á jafnréttisgrund- velli. Við stöndum frammi fyrir gríðarlega mikilvægum verkefnum á þessum sviðum næstu misseri og ár. Þetta eru meginlínur í þeirri framtíðarmynd sem við viljum draga upp. Þetta er sýn sem við viljum að verði að veruleika. Við erum og verðum sérstæð þjóð í fá- gætu og harðbýlu landi. Í hverri ferð og verki sem bíður er það svo að við verðum að vita hvert við viljum stefna. Næst er að skipu- leggja, þá að framkvæma ótrauð og loks að gæta þess að missa aldr- ei sjónar á meginmarkmiðinu, þótt erfiðar hindranir verði á veginum. Framtíðarverkefnin gera hvorki kröfu um einstaklinga með ákveðið nafn né kyn heldur aðeins að þeim sé sinnt og þau leidd til farsælla lykta. Öllu máli skiptir, við ríkjandi aðstæður, að þeir sem ryðja brautina hafi víða sýn, séu í stakk búnir að mæta og ræða sí- breytileg sjónarmið vafningalaust og í sameiningu finna bestu leiðina að settu markmiði. Þeir sem vilja lesa ferðapistla mína um kosninga- ferðalag mitt um landið geta fund- ið þá á heimasíðu framsóknar- manna: hrifla.is. Í iðukasti nútímans Ólafur Örn Haraldsson Framsókn Við erum og verðum sérstæð þjóð, segir Ólafur Örn Haralds- son, í fágætu og harðbýlu landi. Höfundur er alþingismaður Reykvíkinga og í framboði til varaformanns Framsóknarflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.