Morgunblaðið - 13.03.2001, Page 42
UMRÆÐAN
42 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MIKIL umræða hefur farið fram
um þýðingu Reykjavíkurflugvallar
fyrir sjúkraflugið og heilbrigðis-
þjónustuna í landinu. Sjúkraflutn-
ingaráð og landlæknir hafa með
skýrum hætti kveðið á um að þyrlu-
flug ásamt flugpalli komi engan
veginn í stað núverandi flugvallar
og sjúkraflugs bæði með flugvélum
og þyrlum. Þetta hefur verið stað-
fest af fjölmörgum aðilum tengdum
björgunarsveitum og flugi þ. á m.
þyrluflugstjórum. Þau ummæli
Brynjólfs Mogensens, yfirlæknis á
slysadeild, að flugvöllur
í grennd við stóru
sjúkrahúsin sé æskileg-
ur en „ekki lífsnauð-
synlegur“ fyrir sjúkra-
flugið koma því á óvart,
en virðast aðeins vera
svar hans við þeirri af-
mörkuðu spurningu
hvort þyrla geti í flest-
um tilfellum sinnt ein-
stökum neyðartilfell-
um.
En hér er verið að
fjalla um stærra mál.
Reykjavíkurflugvöllur
er ekki aðeins þýðing-
armikill fyrir heilbrigð-
isþjónustuna í landinu
heldur hefur hann mikla þýðingu
fyrir öryggismál landsmanna í víð-
tækum skilningi. Almannavarnir
þurfa á flugvelli að halda sem er ná-
lægt stóru sjúkrahúsunum og sér-
fræðiþekkingu tengdri björgunarað-
gerðum. Flutningur á flugvallar-
starfsemi frá Reykjavík til Kefla-
víkur væri því hið mesta glapræði
að mínu mati. Þá skoðun mína byggi
ég á fjölda faglegra umsagna og
reynslu minni sem
fyrrverandi lands-
byggðarlæknis.
Staðsetning flug-
vallar nálægt þeim
stað sem býr yfir áð-
urnefndri sérþekkingu
og annarri mikilvægri
þjónustu er ekki að-
eins öryggismál, held-
ur einnig grundvallar-
atriði í samgöngu- og
þjónustukerfi landsins
fyrir utan að vera
sjálfsagt réttlætismál.
Reykvíkingar búa við
þau forréttindi að hafa
mikilvægustu þjón-
ustu-, menningar- og
menntastofnanir þjóðarinnar í borg-
arlandinu. Því fylgja auðvitað skyld-
ur líka. Íslenskt samfélag þarfnast
flugvallar á höfuðborgarsvæðinu.
Enginn annar viðunandi kostur en
Reykjavíkurflugvöllur hefur komið
fram í umræðunni um flugvallar-
málið. Sú staðreynd að nýjar hug-
myndir um staðsetningu flugvallar
eru enn að skjóta upp kollinum, nú
síðast um flugvöll á Bessastaðanesi,
sýna vel hversu ótímabær og illa
undirbúin atkvæðagreiðslan um
flugvöllinn er.
Á meðan annar flugvöllur á höf-
uðborgarsvæðinu hefur ekki verið
tryggður mega Reykvíkingar ekki
vísa flugvellinum burt úr borgar-
landinu. Hugmyndir um þéttingu
byggðar í Reykjavík og mikla byggð
í Vatnsmýrinni réttlæta ekki slíkt
óðagot. Margir talsmenn slíkrar
byggðar vilja að akstur um borg-
arlandið fari í stórauknum mæli
fram neðanjarðar. Benda má á að
slíkum akstri fylgir umtalsvert
meiri hætta en af flugi yfir borginni,
sem flestir vildu auðvitað losna við.
En með breytingum á Reykjavík-
urflugvelli má draga verulega úr
flugi yfir miðborginni. Því má m.a.
ná fram með lengingu núverandi
austur-vestur brautar, en fyrirætl-
anir um að flytja þessa flugbraut út
í Skerjafjörð eru fráleitar frá nátt-
úruverndarsjónarmiði. Sú fram-
kvæmd yrði ekki aftur tekin og
myndi geirnegla völlinn niður á nú-
verandi stað til allrar frambúðar.
Ég tel að í núverandi stöðu eigi
að halda áfram að vinna land undir
byggð með því að minnka athafna-
svæði flugvallarins. Þetta svæði var
vel á annað hundrað hektara fyrir
nokkrum áratugum en nálgast 100
hektara þegar norðaustur-suðvestur
flugbrautin verður lögð niður. Með
því að flytja flugvallarbyggingar
austur fyrir norður-suður brautina
má rýma til fyrir annarri byggð. Ég
tel að vel megi samræma þarfir
flugvallarins, aukinnar byggðar og
náttúruverndar. En umfram allt,
stefnum ekki mikilvægum öryggis-
hagsmunum allra landsmanna í
hættu með því að kjósa flugvöllinn
burt úr borgarlandinu og út í óviss-
una. Eina færa leiðin til þess er að
kjósa með flugvellinum.
Kjósum með flugvelli
og öryggishagsmunum
Ólafur F.
Magnússon
Flugvöllur
Á meðan annar flug-
völlur á höfuðborg-
arsvæðinu hefur ekki
verið tryggður, segir
Ólafur F. Magnússon,
mega Reykvíkingar
ekki vísa flugvellinum
burt úr borgarlandinu.
Höfundur er læknir og
borgarfulltrúi í Reykjavík.
Á ÁRUM áður reru
fiskimenn sem til
fiskjar frá Ægissíðu í
Reykjavík. Þeir ýmist
seldu fisk á staðnum
eða létu hanga í þar
til gerðum kofa, sem
þeir reistu í fjörunni.
Nú í dag eru þeir
farnir af Ægissíðunni
án þess að skilja eftir
sig nokkurt jarðrask.
Eftir stendur sagan
og góðar minningar.
Fjaran er ennþá
ósnert og fólk gengur
um fjöruna sér til
skemmtunar. Áfanga
fiskimannanna er lok-
ið og heyrir sögunni til. Það eru
ótal áfangar sífellt að gerast í okk-
ar sögu, sumir stórir og aðrir litlir.
Landfylling á röngum stað er einn
þeirra. Við Íslendingar eigum þá
kröfu að fá að lifa með náttúrunni
og njóta hennar til framtíðar.
Þetta á einnig við um Arnarnesvog
og ströndina sem býr yfir fuglalífi
og öðrum náttúrugæðum. Það á að
láta fjörur í friði! og engin háhýsi
skyldu byggð í nánd sem skerða
fagurt útsýni. Þetta eru gersemar
landsins og við veljum menn í bæj-
arstjórn sem eiga að kunna að fara
með þessar gersemar óskertar.
Þessi náttúrugæði eru eign allra
landsmanna til allrar framtíðar.
Landfylling er mikil skerðing og á
ekki að eiga sér stað. Sama gegnir
um háhýsi á röngum stað. Þeir
sem virða þessi orð að vettugi og
gera náttúruspjöll að atvinnu sinni
eiga að leita sér ann-
arra starfa og leyfa
afkomendum okkar að
njóta óspilltrar nátt-
úru. Náttúruna er
ekki hægt að meta í
peningum. Þegar
henni er raskað kem-
ur hún ekki aftur. Í
dag stöndum við Ís-
lendingar í þeim spor-
um að geta verndað
náttúruna. Aðrar
þjóðir í grennd við
okkur gera nú allt til
að vernda þá náttúru
sem enn er talin
ósnortin. Nú er svo
komið í Garðabæ að
bæjarstjórn krefst landfyllingar og
um leið skellir skollaeyrum við
kröfum íbúa við voginn um
ósnortnar fjörur og land. Bæjar-
stjórnin ætlar að fara sínu fram í
trássi við hörð mótmæli og veggur
er nú risinn milli íbúa og bæj-
arstjórnar. Allt það ferli sem hefur
átt sér stað og algjör þögn um
gjörðir bæjarstjórnar gagnvart
íbúum er farin að vekja grun um
að peningar gætu verið á hreyf-
ingu á leið í vasa sérstakra aðila?
Getur slíkt legið á bak við þögn-
ina? Framferði bæjarstjórnar er
með slíkum endemum að allt heil-
steypt samband við hluta íbúa
Garðabæjar virðist nú vera úr sög-
unni. Veggurinn sem nú er kominn
mun standa sem merki um sam-
starfsleysi. Í næstu kosningum
munu íbúar Garðabæjar leita á
önnur mið í pólitík til þess að leysa
sín mál. Þessari framkomu sem
hefur átt sér stað af hálfu bæj-
arstjórnar verður ekki unað á
nokkurn hátt – þegar höggvið er
svo nærri heimili okkar og um-
hverfi munu íbúar verja heimili sitt
á sama hátt og aðrir þegnar í sömu
stöðu. Rétt valdir aðilar í bæjar-
stjórn munu skapa nýjan anda og
samstarfsvilja og vera allri starf-
semi til góða.
Allir sérhagsmunir hvar sem
þeir kunna að liggja verða settir
út.
Eitt vil ég taka sérstaklega fram
að náttúruspjöll verða aldrei bætt.
Sagan og góðar
minningar
Pétur
Björnsson
Höfundur er fyrrverandi
forstjóri Vífilfells hf.
Náttúruvernd
Framferði bæjarstjórn-
ar er með slíkum
endemum, segir Pétur
Björnsson, að allt heil-
steypt samband við
hluta íbúa Garðabæjar
virðist nú vera úr
sögunni.
Umhverfisviðurkenning
Reykjavíkurborgar
Borgarstjórinn í
Reykjavík auglýsir
eftir tilnefningum til
Umhverfisviðurkenningar
Reykjavíkurborgar
2001
Umhverfisviðurkenning Reykjavík-
urborgar er veitt fyrirtæki eða stofn-
un sem leitast við að haga rekstri
sínum eða einstökum rekstrarþátt-
um í samræmi við grunnregluna um
sjálfbæra þróun. Til greina koma
fyrirtæki eða stofnanir í Reykjavík
sem á einhvern hátt hafa sýnt slíka
viðleitni. Viðurkenningin verður
veitt formlega á umhverfisdegi Sam-
einuðu þjóðanna þann 5. júní nk.
Viðurkenningin kom í hlut Prent-
smiðjunnar GuðjónÓ árið 2000 og
var það í fjórða sinn sem hún var
veitt.
Þeir, sem óska eftir að koma til
greina í ár eða óska eftir að tilnefna
fyrirtæki eða stofnun til Umhverfis-
viðurkenningarinnar, eru vinsamleg-
ast beðnir að fylla út sérstök eyðu-
blöð sem liggja frammi hjá Heil-
brigðiseftirliti Reykjavíkur, Suður-
landsbraut 14, og hjá Upplýsinga-
þjónustu Ráðhúss Reykjavíkur.
Tilnefningum ber að skila á sama
stað eigi síðar en 9. apríl 2001.
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar
mun óska eftir frekari upplýsingum frá tilnefndum
fyrirtækjum eða stofnunum og frá þeim aðilum
sem tilnefna.
Frekari upplýsingar fást hjá
Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur
Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík, sími 588 3022.
Hrein
sum
viðar-, rimla-,
strimla-, plíseruð-
og sólargluggatjöld.
Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.