Morgunblaðið - 13.03.2001, Page 44
MINNINGAR
44 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Kristján GunnarMagnússon fædd-
ist á Akureyri hinn
14. apríl 1972. Hann
lést af slysförum 6.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Magnús A. Jónsson, f.
22.10. 1933, og Guð-
rún H. Gunnarsdótt-
ir, f. 16.9. 1941.
Systkini hans eru 1)
Vala, f. 11.5.1974; 2)
Björgvin Örn, f. 12.7.
1964; 3) Baldvina, f.
4.12. 1960; 4) Magn-
ús, f. 18.01.1964; 5)
Anna Sigurbjörg, f. 22.10. 1957, d.
24.5. 1967; 6) Hans Ragnar, f.
08.10. 1968, og Ragnar Aðal-
steinn, f. 11.4. 1964. Hinn 17.7.
1993 kvæntist hann Elínu Helgu
Guðnadóttur, f. 24.5. 1971. For-
eldrar hennar eru Guðni Sigþórs-
son, f. 24.7. 1948, og
Helga Guðmunds-
dóttir, f. 22.1. 1950.
Börn Kristjáns
Gunnars og Elínar
Helgu eru Sigrún
Birna, f. 19.2. 1990,
Helga Guðrún, f.
18.3. 1993, og Gunn-
ar Hafsteinn, f. 17.3.
1996. Í sumarfríum
og með skóla vann
Kristján með fötluð-
um. Sumarið 1991
hóf hann störf hjá
Eimskip og starfaði
þar til ársins 1995,
en þá byrjaði hann að vinna hjá
Samskipum, sem síðar breyttist í
FMN, þar sem hann starfaði sem
flokkstjóri til dauðadags.
Útför Kristjáns Gunnars verður
gerð frá Glerárkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku vinur, við sem ætluðum að
verða gömul og grá með fullorðin
börn og skemmta okkur ein og sjálf.
Svo fórstu bara í vinnuna eins og
vanalega og eins og vanalega stólaði
ég á að þú kæmir heim aftur.
Klukkutíma áður en þú dóst frá mér
töluðum við saman og þú ætlaðir að
hringja aftur þegar símasambandið
yrði betra en sennilega er Guð ekki
kominn með gemsa. Þú hefur að
minnsta kosti ekki hringt. Börnin
okkar sakna þín og þau hafa ekki
mikla trú á að mamma geti sett upp
jólatréð eða notað hamarinn eða
steikt fiskinn. Helga spurði hvort við
gætum ekki bara farið á veitingahús-
ið og fengið lánaðan kokk. Hvað gera
bændur nú? Hver á að redda og
hjálpa? Ég er bölvanlega ósjálf-
bjarga án þín, stóri þykki kærastinn
minn.
Þau ljós sem skærast lýsa
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu,
en brenna líka hraðast.
En fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðadómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið logaskæra
er skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi
þótt burt úr hörðum heimi
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Þú verður í hjarta mínu, þín
Elín Helga.
Ég elskaði þig og þú elskaðir mig.
Þú varst og ert besti pabbi í heim-
inum, sama hvað aðrir segja.
Ég skal passa lyklakippusafnið
þitt, spilasafnið þitt, og frímerkin
þín. Ég elska þig.
Vertu sæll.
Sigrún Birna.
Kæri Kristján minn.
Ég skil þetta ekki enn, hvernig má
það líka vera, að þú sem varst svo
mikið innan þessarar stóru fjöl-
skyldu skulir vera farinn? Við þessu
eru engin svör. Vegir Guðs eru
órannsakanlegir… Það er því með
miklum trega að ég kveð þig með
þessum orðum. Það er svo ótal
margs að minnast í sambandi við þig.
Ég treysti mér bara ekki til að gera
upp á milli allra góðu minninganna,
ég vil bara fá að eiga þær með sjálf-
um mér og fjölskyldum okkar, þá er
víst að ekkert gleymist.
Elsku Ella mín og börn. Megi allir
góðir mættir styrkja ykkur í þessum
sorgaratburði.
Þú elsku, kæri bróðir, vertu bless
og takk fyrir þessa alltof stuttu sam-
fylgd.
Þinn stóri bróðir
Björgvin.
Elsku Pabbi! Mér finnst allt gam-
an sem ég gerði með þér. Ég elska
þig svo mikið pabbi minn og sakna
þín svo mikið.
Þitt kríli
Helga Guðrún.
Elsku Kristján minn. Besti vinur
minn í öllum heiminum og besti stóri
bróðir sem hægt er að eiga. Á þessari
hræðilegu sorgarstund flæða minn-
ingarnar fram í huga minn. Öll æsku-
árin okkar á Byggðaveginum og allt
sem við brölluðum þá. Og eftir að við
urðum fullorðin, sumarbústaðarferð-
ir, fellihýsaferðir í Vaglaskóg, spila-
kvöld uppi í Keilusíðu þar sem þú yf-
irleitt bauðst í mat fyrst því þú ert
svo mikill gestgjafi og allir dagarnir
sem bæði Ella og Einar voru að
vinna og við eyddum saman með
börnunum okkar. Ég gæti skrifað
endalaust því ég á varla eina einustu
minningu sem þú ert ekki stór hluti
af.
Elsku Ella, Sigrún, Helga, Gunn-
ar, pabbi og mamma, góður Guð
styrki ykkur og okkur öll í þessari
miklu sorg. Hvíldu í friði, elsku
Kristján minn.
Þín systir
Vala.
Lát mig starfa, lát mig vaka,
lifa, meðan dagur er.
Létt sem fuglinn lát mig kvaka,
lofsöng, Drottinn, flytja þér,
meðan ævin endist mér.
Lát mig iðja, lát mig biðja,
lífsins faðir, Drottinn hár.
Lát mig þreytta, þjáða styðja,
þerra tár og græða sár,
gleðja og fórna öll mín ár.
(Margr. Jónsdóttir.)
Kveðja og þakklæti fyrir allt.
Tengdaforeldrar.
Elsku Kristján minn. Ég á svo erf-
itt með að trúa þessu ennþá, þú sem
varst svo stór og sterkur og svo mik-
ill klettur. Það er engan veginn hægt
að skilja þetta og ég kem aldrei til
með að sætta mig við að þú skulir
vera farinn, en ég ætla að reyna að
sætta mig við, að ég sætti mig aldrei
við það, því þú varst góður í gegn.
Ástarþakkir fyrir bjarta brosið þitt,
húmorinn, alla hjálpina og að hafa
fengið að kynnast þér undanfarin ár.
Við sameinumst vonandi öll aftur og
þá verður sko haldin heljarmikil mat-
arveisla þar sem tengdapabbi þarf að
elda í marga daga og tengdamamma
verður í mörg ár að lofta út, því að þá
verður mikið ropað, rekið við og
örugglega mikið hlegið. Elsku stóra
fjölskylda. Megi Guð styrkja ykkur
og styðja á þessum erfiðu tímum.
Far þú í friði.
Friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Sóley mágkona.
Fregnin af ótímabæru fráfalli
þínu, elsku Stjáni, var okkur mikið
áfall. Þú sem áttir allt lífið framund-
an, og hafðir svo mikið að lifa fyrir.
Fjölskyldan var þér allt, sem þú
hafðir alltaf í fyrirrúmi. Ef einhver
úr fjölskyldunni eða vinahópnum
þurfti á hjálp að halda eða eitthvað
þurfti að gera, varst þú alltaf boðinn
og búinn til að aðstoða.
Á svona stundu koma margar góð-
ar minningar fram í huga okkar.
Hvort sem það var spilakvöld, sum-
arbústaðaferð eða spjall heima í
stofu. Alltaf varst þú með spilaregl-
urnar á hreinu, og varst sjálfskipað-
ur banki eða dómari í ágreiningsmál-
um. Ekki voru það fá skiptin sem við
grilluðum saman, alltaf varst þú
grillmeistarinn og var enginn svikinn
af eldamennsku þinni.
Að leiðarlokum viljum við kveðja
þig, elsku Stjáni, með miklu þakklæti
fyrir allar samverustundirnar okkar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku Ella systir, Sibba, Helga og
Gunni, missir ykkar er mikill, meira
en nokkur orð fá lýst. Megi guð
styrkja ykkur og hugga á þessum
erfiðu tímum.
Sigþór, Gunna, Kara og Guðni.
Oss er svo léttgengt um æskunnar stig
í ylgeislum himinsins náðar,
og fyrir oss breiða brautirnar sig
svo bjartar og rósum stráðar.
Vér lékum oss, börnin, við lánið valt,
og lútum þó dauðans veldi,
því áður en varir er allt orðið kalt
og ævinnar dagur að kveldi.
(Einar Ben.)
Þegar maður fréttir af banaslysi á
þessu landi, grípur eigingirnin mann
og maður vonar að þekkja ekki þann
sem fórst, til að þurfa ekki að upplifa
sorgina og tómleikann sem fylgir. En
því var ekki svo farið í þetta sinn.
Hann Kristján hennar Ellu frænku
minnar var hrifsaður burtu úr þessu
jarðlífi frá konu og þremur börnum.
Maður upplifir sorgina, tómleikann
og reiðina enn og aftur.
Kristján kom inn í líf Ellu frænku
minnar rólegur, yfirvegaður og
myndarlegur ungur maður. Hann
sýndi strax mikla ábyrgð, tók Sig-
rúnu Birnu litlu dóttur hennar sem
sína frá fyrsta degi svo aldrei bar þar
á skugga svo ég viti.
Það voru falleg brúðhjón sem
gengu inn Glerárkirkju fyrir tæpum
8 árum, ljómuðu af hamingju og
skírðu Helgu Guðrúnu litlu dóttur
sína. Þremur árum seinna fæddist
Gunnar Hafsteinn og fjölskyldan var
orðin stór. Kristján sýndi að hann
var ábyrgur eiginmaður og faðir, það
fór ekki framhjá neinum. Hann fékk
ekki að klára þetta hlutverk því mið-
ur, og eftir standa þrjú föðurlaus
börn og ung ekkja.
Elsku Ella mín, ég veit að orð eru
lítils megnug á svona stundu og spor-
in sem gengin verða inn kirkjuna í
dag verða þung. Megi almættið gefa
þér styrk og blessun og breiða ljós
sitt yfir þig og börnin.
Minningin um Kristján Gunnar
Magnússon lifir.
Sigþóra (Sissa) frænka
og fjölskylda.
Mig langar að minnast Kristjáns
heitins með nokkrum orðum, fyrir
mína hönd og ömmu Ellu.
Ég veit að ömmu langar sjálfa, á
þessari stundu að segja svo margt,
sérstaklega við nöfnu sína og dótt-
urdóttur fyrir norðan. En þótt hún
kunni orðin getur hún því miður ekki
sagt þau vegna veikinda sinna.
Yfirleitt er lífið ljúft, allt leikur í
lyndi og framtíðin er björt. En svo
hringir síminn. Skrýtið hvað eitt sím-
tal getur breytt miklu. Um leið og
mamma heilsaði vissi ég að eitthvað
var að. Spurningin var ekki hvort,
heldur hver! Hvað hugsar maður,
hvað vonar maður? Eftirá hellast
hugsanir yfir mann, og myndir.
Ég þekkti Kristján heitinn því
miður ekki nógu vel, en leiðir okkar
lágu þó öðru hverju saman, sérstak-
lega í reglulegum heimsóknum mín-
um á Norðurlandið. Og úr einni slíkri
er skýrasta myndin.
KRISTJÁN GUNNAR
MAGNÚSSON
!
"# $ %&$'
( ' $$$!
$! )*
+, +-$'
. ' /#$ 0
) $! + $1 $'
% $! 234 2-$'
! 5
(224(
5
64(
7'89
. -$
!
"! #
$% &!
' "
()(
*"
+
""
4 $'
-$$! 4+& '
$
-$$! 4'' & 63$'
6 !
-$$! #-, * $'
! 5
,
)
(
!
""
!
:;.<);
=0 $'
(%
3 ' % 2% $$!
<&
3 $! . 50 $'
3=5% $!
3<&$$!5
-
> >;.7
'
4
$ ?2-' #!
23 -% #-
"
.
/
%
'
"
01
0223
@ A 4+ $'
4+ $$!
> $$!
)'+$$'
3$' "!$ -20'$$!
B3$' .C-) $!
<&+ !@&
-5
*
*
(
=1 :;1
,>==(
0 -
+
4
" 5
' "
()(
*"
<&$ <&$$! 4$ @ + > $'
3+$<&$$! .% '
! 5