Morgunblaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 47 ✝ Gunnar ÖlvirImsland fæddist í Óðinsvéum í Dan- mörku hinn 13. októ- ber 1986. Hann lést á heimili sínu í Eiðis- mýri 20 á Seltjarnar- nesi hinn 6. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Ómar Ims- land rafmagnsverk- fræðingur, f. 1. des- ember 1956, og Brynja Björg Braga- dóttir stuðnings- fulltrúi, f. 24. des- ember 1956. Bræður Gunnars eru: Ragnar Imsland, f. 11. júní 1980, unnusta hans er Ingigerður Stella Logadóttir, f. 21. ágúst 1978, Birgir Imsland, f. 6. janúar 1984, og Arnar Imsland, f. 21. apríl 1992. Foreldar Ómars eru: Ragnar Imsland eldvarna- eftirlitsmaður á Hornafirði, f. 22. mars 1936, og Júlía Imsland umboðs- maður, f. 25. júní 1937. Foreldrar Brynju eru. Bragi Þ. Sigurðsson vélsmið- ur á Sauðárkróki, f. 11. september 1929, og Sigurlaug Sveins- dóttir, f. 3. mars 1934. Útför Gunnars fer fram frá Sel- tjarnarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Hvað gerir maður þegar dauðinn skyndilega ræðst á þann, sem maður veit ekki betur en eigi heilan manns- aldur framundan, og hamast á hon- um af miskunnarleysi í heilt ár áður en hann endanlega lætur verða af ætlunarverki sínu, ungan pilt sem enn á allt ógert og virðist ekki eiga neinn vanda framundan, aðeins bjarta framtíð með blómlegu lífi? Hvar er réttlætið í slíku? Þannig kom dauðinn í líki ólæknandi krabbameins Gunnari frænda mín- um að óvörum, þegar allt virtist í hinu besta gengi, píndi hann ósekan og hreif síðan á brott. Maður gerir reyndar ekkert, því maður getur ekkert gert gagnvart dauðanum annað en syrgt og saknað. En maður reiðist ósjálfrátt og þó mann langi til að taka ærlega í lurginn á dauðanum, eins og Egil Skalla-Grímsson forð- um, þá getur maður það bara ekki og verður að sætta sig við orðinn hlut og vona að reiðina lægi. En hver segir svo sem að náttúru- lögmálin séu réttlát eða miskunn- söm? Það eru þau einmitt ekki, þau eru hörð og köld og fara sínu fram hvað sem maður gerir eða reynir að gera. Dauðinn er öllum lífverum lög- mál. Sorgin sem fylgir í kjölfar hans er hins vegar ekki jafn köld og hana má í góðu falli nýta til þess að snúa hlutunum til betri vegar, þó ekkert verði leiðrétt til þess sem áður var. Dauða sérhvers einstaklings fylgir endir á vissri sögu, sem aldrei verður aftur snúið til. Við tekur nýr kafli, ný saga, sem óhjákvæmilega verður öðruvísi fyrir alla, sem hlut eiga að máli. En eftir heils árs bið í líkamleg- um sársauka og vanlíðan og andlegri óvissu um allt framhald getur dauð- inn á sinn hátt verið léttir, bæði þeim sem hlýtur hann og þeim sem eftir lifa. Gunnar var búinn að þjást mikið og þrátt fyrir ungan aldur var hann sjálfur greinilega farinn að þrá dauð- ann, bæði sín og sinna vegna og ekki hræddist hann það sem framundan var. Það er hreint ótrúlegt að svo ungur piltur, á fermingarárinu sínu, skuli verða jafn þroskaður á þessum stutta tíma, þó hann sé langur að upplifa hann. Gunnar vissi vel hvert stefndi en kvartaði ekki og bar sig jafnan vel. Hann hugsaði um mögu- leika sína, þessa heims og annars og virtist meta þá af yfirvegun og var greinilega búinn að hugsa málin meir og betur en hann lét flesta vita. Mér barst kveðja hans fimm dögum fyrir andlátið og er greinilegt að hann vissi þá, að ekki var langt eftir. Hvaðan kom honum sá sálarstyrkur sem hann réð yfir, styrkur sem jafn- vel fæstir fullorðnir menn virðast búa yfir? Þennan veikindatíma naut Gunnar ómetanlegrar aðstoðar og umhyggju starfsfólksins á krabba- meinsdeild Landspítalans. Ekki reyndist honum sífelld vinátta og umhyggja séra Sigurðar Grétars Helgasonar minna virði. Skólafélag- ar Gunnars sýndu honum mikla vin- áttu og trausta með heimsóknum, kveðjum og hvatningum. Allt þetta létti undir með honum og það fann hann og þakkaði og lagði sitt á móti en meðtók ekki af eigingirni. Gunnar var afar vel gerður piltur, námfús, greindur og skýr, fljótur að læra og skilja, og kunni að nota kunnáttu sína til góðs og þessum hæfileikum sínum beitti hann sér og aðstandendum sínum í hag þetta ótrúlega erfiða ár. Hann komst að niðurstöðum og stóð við þær. Það er meira afrek en margur áorkar á langri ævi. Í þessum unga pilti duld- ist hetja, sem meiri eftirsjá er í en orð fá tjáð. Minningin um styrk hans og yfirvegun hlýtur að verða þeim, sem eiga á eftir honum að sjá mikil huggun, en jafn mikill harmur er það, að fá ekki notið slíkra einstak- linga lengur. Í þeirri broguðu veröld sem við búum nú við veitir okkur ekki af mörgum slíkum, til þess að vel spilist úr hlutunum og því er hart að þurfa að horfa á eftir þeim efnileg- ustu löngu fyrir tíma. Gunnar átti bæði góða fjölskyldu og góða félaga og má þeim öllum vera afrek hans og afstaða huggun og vonandi leiðir minningin um hetjulund Gunnars og harmurinn eftir hann til góðs. Hann kemur ekki sjálfur til með að leggja þau lóð á vogarskálar sem annars mátti búast við, en vonandi verður minningin um hann vinum hans hvatning til þess að stuðla að þeim framförum sem hann sjálfur ekki lengur er fær um að áorka. Mikið hefur verið lagt á unga fjöl- skyldu en öll hefur hún staðist þessa miklu áraun, bæði foreldrar og bræður. Hugur bræðranna hefur verið slíkur, að þetta erfiða tímabil hefur reynst léttara en ella og hafa þeir bæði verið bróður sínum og for- eldrum mikill styrkur þennan ótrú- lega álagstíma. Samband þeirra við Gunnar var til fyrirmyndar og hefur það létt foreldrunum álagið til muna og sömuleiðis gert Gunnari stundirn- ar bærilegri, en þær voru vissulega ekki alltaf auðveldar. Öllum aðstandendum Gunnars og vinum votta ég einlæga samúð mína og vona að úr þeirra harmi spinnist góðir þræðir sem gott af leiðir. Páll Imsland. „Mamma, mér finnst þetta svo óréttlátt, ég var búinn að biðja svo mikið fyrir honum Gunnari.“ Þessi orð eiga svo sannarlega hug minn er ég hugsa til þriðjudagsins 6. mars þegar Gunnar Ölvir tapaði stríðinu sem hann svo hetjulega háði. Auðvit- að er þetta óréttlátt en svona er lífið, við getum ekki alltaf skilið hver til- gangurinn er. Eitt ár er ekki langur tími en þetta síðasta ár hefur verið Gunnari erfitt svo ekki sé meira sagt. Æðruleysið var samt ofar öllu. Það skipti engu hvenær var spurt um líð- an hans, hann svaraði ávallt með sömu setningunni: „Mér líður bara vel.“ Ekki heyrðist frá honum annað en að hann væri sprækur og ætlaði svo sannarlega að spjara sig. Það kom glögglega í ljós þegar hann nú rétt í endaðan febrúar var að velta vöngum yfir því hvernig hann mögulega gæti eignast loftriffil því það væri gripur sem gaman væri að eiga og það átti nú að vera lítið mál að redda því. Hann var sko ekk- ert á leiðinni á endastöðina í þessu jarðlífi. Það sem stendur uppúr minning- unni er það hversu ótrúlega honum tókst alltaf að afla sér peninga og höfðum við í fjölskyldunni það oft á orði að hann yrði örugglega stórkall í viðskiptum þegar hann yrði stór. Hann tók sig til og gekk í hús og bauð upp á garðslátt þrátt fyrir að ná varla upp fyrir handfangið á sláttu- vélinni og átti orðið fastan viðskipta- mannahóp aðeins 12 ára gamall. Honum tókst að selja hluti á betra verði en hann keypti þá sjálfur. Ein- hverju sinni var ég stödd á Eiðismýr- inni og Gunnar kom inn, þá sennilega tíu ára og var með fulla vasa af ein- hverjum bréfum sem í var orku- drykkur sem hann hafði keypt úti í sjoppu og var nýkominn á markað. Hann tilkynnti mér það að hann hefði keypt upp deildina hjá kaup- manninum og ætlaði nú að selja strákunum, vinum sínum. Og það gerði hann og allir trúðu því að drykkurinn góði fengist ekki á Ís- landi. Eldri bræður hans fengu lán hjá honum, að sjálfsögðu með til- heyrandi vöxtum. Svona mætti lengi telja. Gunnar var alltaf á ferðinni og sjaldan kyrr, duglegur drengur og hjartahlýr sem sést best á þeim stóra vinahópi sem umkringir nú fjölskyld- una. Bekkjarfélagarnir hafa staðið með honum í veikindunum og standa nú þétt saman. Minning um góðan félaga verður aldrei af þeim tekin. Það er með aðdáun sem við hugs- um til fjölskyldunnar á Eiðismýrinni. Dugnaðurinn við að hjúkra Gunnari heima og hvað stóru strákarnir tóku mikinn þátt í því. Jafnframt var það líka mjög dýrmætt að fá að hafa hann heima í hlýlegu umhverfi og reyna að láta honum líða sem best. Þið eruð hetjur í huga okkar. Elsku Brynja, Ómar, Ragnar, Birgir og Arnar, við sendum ykkur sem og öðrum ættingjum Gunnars Ölvis hugheilar samúðarkveðjur. Fjölskyldan Fiskhól 11. Mig langar að þakka þér, kæri vin- ur, fyrir að vera vinur minn. Ég er mjög heppinn að hafa kynnst þér og ég mun sakna þín mjög mikið. Þú varst tryggur vinur í raun og varst alltaf þolinmóður, sama hvað á gekk. Ég vildi að ég hefði getað þakkað þér áður en þú kvaddir þennan heim fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Elsku Brynja, Ómar, Ragnar, Birgir, Arnar og aðrir ástvinir, ég og fjölskylda mín vottum ykkur dýpstu samúð. Ó, hvert fer þú, mitt barnið blítt, er brosir nú svo milt og hlýtt? Ó, Guð veit, hvar þín liggur leið, hann leiði þig um æviskeið. (V. Briem.) Helgi Rafn Brynjarsson. Ég kynntist Gunnari í haust þegar ég fór að kenna stærðfræði í Val- húsaskóla. Hann var þá orðinn veik- ur og ég dáðist að því frá fyrsta degi hvað hann tók veikindum sínum af miklu æðruleysi, hann var svo dug- legur og kvartaði aldrei. Ég held að börn og unglingar sem verða fyrir þessari miklu lífsreynslu taki þroska næstu ára út í einni svipan. Það var svo gaman að tala við Gunnar, hann var kominn með aðra lífssýn en ung- lingar á hans aldri og þorði að tala um hlutina. Mér þótti líka vænt um að hann vildi tala um það við mig hvernig sér liði og hvernig meðferðin gengi. Mér eru sérstaklega minnisstæðir dagarnir áður en Gunnar fór til London með pabba sínum. Gleðin og tilhlökkunin var mikil og það var svo gaman þegar hann sagði mér ná- kvæma ferðaáætlun feðganna og sýndi mér hana líka á korti af Lond- on. Gunnar var líka svo ánægður daginn sem hann kom með nýja DVD-spilarann í skólann. Hann sýndi mér alla eiginleika tækisins í einni svipan en þó að ég legði mig alla fram náði ég bara broti af öllum þeim fróðleik sem hann var búinn að afla sér um tækið. Gunnar var svo hlýr og opinn og átti marga góða vini sem hafa sann- arlega staðið með honum í veikind- unum. Ég veit að þeirra missir er mikill og þeir eiga erfitt með að skilja tilganginn í því að taka hann frá okk- ur svona ungan. Við sem eldri erum eigum líka erfitt með að skilja það, en minningin um góðan dreng lifir. Ég sendi foreldrum Gunnars, bræðrum, ættingjum og vinum mín- ar innilegustu samúðarkveðjur og vona að Drottinn vaki yfir þeim og hjálpi þeim að komast yfir þessa miklu sorg. Ég bið af hjarta barnavininn góða að blessa soninn hér í minning ljóða. Hann lifir áfram blessað ljósið blíða. Ástvinir hans þeir trúa vona og bíða. (Hulda) Ásthildur. Elsku Gunnar okkar. Við viljum bara kveðja þig í fáuum orðum hér. Þú varst frábær strákur og sannköll- uð hetja, stóðst þig svo vel í gegnum þessi veikindi þín og varst alltaf svo brosmildur og jákvæður. Við í skól- anum dáðumst öll að hörku þinni. Þú varst maður til fyrirmyndar. En það er svo innilega erfitt að sætta sig við að þú sért farinn á annan stað og við munum sakna þín rosalega. Oft er það sagt að Guð taki þá bestu til sín fyrst og andlát þitt undirstrikar það. Við vitum að þú ert þarna vakandi yf- ir okkur öllum og einn daginn mun- um við hittast aftur glöð og brosandi eins og við eigum eftir að minnast þín. Við vottum Brynju, Ómari, Ragn- ari, Birgi, Arnari og fjölskyldunni alla okkar samúð. Þínir kæru vinir, Arna og Örn. Elskulegur dóttursonur okkar andaðist að heimili sínu að morgni 6. mars. Banamein hans var krabba- mein. Hetjulegri baráttu hans og fjölskyldunnar er lokið, baráttu sem stóð í eitt langt ár. Gunnar Ölvir var fallegur dreng- ur, sviphreinn, broshýr og einkar blíðlyndur. Hann var í meðallagi hár, grannur og dökkur yfirlitum. Mestan svip á andlitið settu augun, dökk og tindr- andi, brúnkjörnuð og sló á þau græn- leitum blæ. Hann var dagfarsprúður en þó engan veginn skaplaus, gat verið stífur á meiningunni. Hann stundaði íþróttir, fótbolta og sund. En eftir því sem honum óx kraftur og þroski langaði hann að takast á við meira. Eftir að skóla lauk sumrin 1998 og 1999 auglýsti hann að hann tæki að sér að slá og snyrta lóðir fyrir Sel- tirninga. Hann hafði nóg að gera og fékk þá einhvern vin sinn með sér því hann var vinmargur. Oftast var það hans besti vinur, Palli. Kom það vel fram í veikindum hans hve góða og trausta vini hann átti. Kæru foreldrar og bræður. Við vitum að nú er þjáningum hans lokið og biðjum Guð fyrir hann og um hjálp til ykkar á þessari kveðju- stund. Og það er trú okkar að bænin, minningarnar og tíminn hjálpi ykkur að lifa með sorginni. Við vitum að hópurinn sem tók á móti honum var stór og þar hefur verið fremstur í flokki móðurbróðir hans og hann mun leiða nafna sinn styrkri hendi um ljóssins lönd. Lífið hefur hendur kaldar, hjarta ljúfur minn. Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn. Tárin falla heit í hljóði, heimur ei þau sér. Sofna, vinur, svefnljóð meðan syng ég yfir þér. Þreyttir hvílast, þögla nóttin þaggar dagsins kvein. Felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein. Eins og hljóður engill friðar yfir jörðu fer. Sof þú væran, vinur, ég skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk) Amma og afi á Sauðárkróki. GUNNAR ÖLVIR IMSLAND  Fleiri minningargreinar um Gunnar Ölvi Imsland bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur ERFIDRYKKJUR STÆRRI OG MINNI SALIR Borgartún 6 ehf., sími 561 6444 Fax 562 1524 Netfang borgaris@itn.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.