Morgunblaðið - 13.03.2001, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 13.03.2001, Qupperneq 49
allra vöruflokka, skipaafgreiðsluna og fleira. Hann var hamhleypa til verka. Ekki voru rafdrifnar reikni- vélar, en hausinn á Venna vann sem slík og gekk vel. Venni var ágætur málamaður. Hann gerði mikil bein innkaup frá Evrópu og var vörunum skipað upp á Húsavík. Með þessu móti gat K.Þ. selt ódýrara en almennt var. Vegna reglna um álagningu, undir verðlags- eftirliti, var leyfilegt að leggja meira á sem einn innflytjandi, heldur en að kaupa í gegnum annan aðila, og fá þannig fram tvískipta álagninu. Ekki voru allir „dús“ við þessi beinu kaup. Það er önnur saga. Hann var hafn- sögumaður þegar það átti við og aldr- ei varð neitt óhapp, þótt stundum væri snörp hafgola eða ættingur á Skjálfanda. Vernharður er fenginn til að taka við Fiskiðjusamlagi Húsavíkur í árs- byrjun 1957 og er þar í nokkur ár. Mikil umsvif og góður árangur er hjá honum og nýtur Húsavík þess. Hann fór víða á vegum FH. Kemst í erlend blöð vegna umsvifa með fisk- sölu. Venni rak einnig síldarsöltun og gekk vel. Hann hafði aðstöðu úti á hafnargarðinum. Minnisstæð mynd. Venni á skyrtunni, farandi milli kvenna og verkamanna og gæta þess, að allt færi vel fram. Venni var vanur að fylgjast vel með öllum nýjungum á þessum ár- um. Hann þekkti fjölda manns og gat haft sambönd víða. Eftir eina ferð á sýningu til Kaupmannahafnar kemur hann með upplýsingar um ný fjar- skiptatæki. Hér á ég við stuttbylgju- stöðina „DISA“. Hún var með 100 vatta sendiorku. Hann sýnir mér upplýsingar um tækið og þar sem ég, ásamt öðrum, er að kaupa nýtt skip, 150 tonna stálskip, ákváðum við að kaupa stöðina En þá kom babb í bát- inn. Landsíminn sagði nei. Engin stuttbylgja um borð í fiskiskip. Þar er enginn loftskeytamaður. Aðeins millilandaskip og togarar fá að hafa stuttbylgjustöð. Málinu þar með lok- ið af þeirra hálfu með tilkynningu. En þeir áttuðu sig ekki á því að hér vor tveir harðákveðnir Húsvíkingar á ferð, sem ætluðu ekki að gefa sig. Svo fór, að eftir liðlega fjögurra mánaða baráttu, gat Venni, eða Radíómiðun (Baldur bróðir hans), keypt stöðina og hún kom um borð í júní 1960. Kerfið var brostið. Nýir tímar fram- undan fyrir seiglu þeirra bræðra. Margir útvegsmenn mega muna afrek hans, þegar hann fékk frá Jap- an miklum mun ódýrari dýptarmæl- ispappír og sparaði þar með tugi milljóna í kostnaði við leit á síld, loðnu og öðrum fiski. Vernharður Bjarnason þekkti vel til meðal bænda og kaupfélaganna um allt land. Hann taldi, að stofnun Samvinnubanka yrði ekki til hags- bóta fyrir bændur landsins, þegar fram liðu stundir. Innlánsdeildir kaupfélaganna með peningum bændanna, eða viðskiptamannanna væru heppilegasta fyrirkomulagið. Frá bankanum kæmi miklu dýrara fjármagn, sem leiddi af sér dýrari vöru. Venni spáði hér rétt um allt. Venni hafði gaman af ferðalögum og fóru þau hjónin í margar ferðir. Hér vil ég tilnefna eina, sem er skemmtileg og lýsir Venna vel og má segja með smáskopi. Þau hjón fóru í siglingu á Queen Elizabeth II, því heimsfræga risaskipi. Áður hafði Venni brugðið sér til London og fengið sér viðeigandi klæðnað, eða kjól og hvítt. Baldur sýnir mér mynd af honum ásamt fjögurra borða- og stjörnu-skipstjóranum. Venni brosir þessu kunna góðlátlega brosi. Ekki er laust við að kímni gæti til munns- ins. Hann gæti verið að segja. „Sjá nú er öldin önnnur. Það er langt frá létt- matrós hjá Eimskip að skipstjór- aborði á Queen Elizabeth.“ Mikið væri gefandi fyrir að eiga samtal kappanna á bandi. Árum saman fór Venni í hringferð um Ísland með skipi frá Eimskip. Hann vildi fylgjast vel með og halda í gömul kynni. Við áttum löng og góð samskipti í orðum og viðskiptum. Það átti faðir minn einnig við fólkið í Bjarnahúsinu. Alltaf var gott að hitta Venna eða spjalla við hann í síma. Margir munu sakna umræðunnar. Minni hans var slíkt, að það lá við að „fletta“ mætti upp í honum sem orðabók. Hann var hvers manns hugljúfi. Drengur góð- ur. Hann háði sína einkabaráttu um nokkurt skeið og hafði sigur. Ég þykist þess fullviss, að mér sé hér heimilt að flytja kveðju hundruða Húsvíkinga með einlægri hluttekn- ingu til Birnu, eiginkonu hans, og til allra í fjölskyldunni. Einnig til systk- ina Venna. Minningin lifir. Jón Ármann Héðinsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 49 Það var unun að sjá hvað ástin blómstraði milli Guðrúnar og Ólafs þá og alla tíð og ánægjulegt var að fylgjast með hvað þau báru ætíð mikla umhyggju hvort fyrir öðru og ræktuðu vel samband sitt. Guðrún varð amma barnanna okkar Benna og þakka ég fyrir það. Ég man vel þegar þau kölluðu hana fyrst ömmu, en þá voru þau rétt far- in að tala. Kinnar Guðrúnar roðnuðu af feimni og gleði. Börnin okkar, Ás- laug Dagbjört og Benóný Jens, áttu eftir að njóta góðsemdar ömmu Guð- rúnar í ríkum mæli. Alltaf þegar við komum í heim- sókn svignuðu borðin undan kræs- ingum og Guðrún hafði stöðugar áhyggjur af því að við fengjum ekki nóg. Guðrúnu þótti afar gaman að ferðast. Þá virtist ekki endilega skipta máli hvort það var til fjar- lægra landa eða bara til Grindavíkur á æskustöðvar Ólafs eða til Ólafs- víkur í heimsókn til móður minnar, tilhlökkunin og ánægjan var alltaf mikil og innileg. Nú er Guðrún lögð af stað í sitt síðasta ferðalag en sam- ferðafólkið stendur eftir og syrgir góða og eftirminnilega konu. Hver veit nema Guðrún standi með dekk- að borð og bjóði okkur velkomin næst þegar við hittumst í fyllingu tímans. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að vera Guðrúnu samferða í lífinu um sextán ár skeið. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Elsku Ólafur, Edda og fjölskylda og aðrir aðstandendur. Guð styrki ykkur á þessari sorgarstund. Jenetta Bárðardóttir. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina ALDARMINNING SIGURBORG Guð- mundsdóttir, sem meðal sinna skyld- menna var ætíð kölluð Bogga frænka, hefði orðið hundrað ára í dag, 13. mars 2001. Lífshlaup Boggu spannaði tæpa öld og einkenndist af dugn- aði, lífsgleði, ósérhlífni og umhyggju framar öllu öðru fyrir systur- börnum sínum og fjöl- skyldum þeirra. Í til- efni af aldarafmæli Boggu er mér bæði ljúft og skylt að minnast hennar og gefa fleirum tækifæri til að skyggnast inn í æviferil hennar. Hún var einstök kona, með ákveðn- ar skoðanir á lífinu og tilverunni, og skildi eftir sig margar ljúfar og góðar endurminningar meðal ætt- ingjanna og allra þeirra sem nutu samvista við hana. Bogga fæddist á Arngerðareyri við Ísafjarðardjúp 13. mars árið 1901. Móðir hennar, Ágústína Þor- leifsdóttir, var þar ógift vinnukona og hafði eignast hana með langafa mínum, Guðmundi Hafliðasyni í Bakkaseli í Langadal í Ísafjarð- arsýslu. Hans kona var Guðrún Sigurðardóttir. Ekki gat Ágústína haft Boggu hjá sér því húsfreyjan á Arngerðareyri hafði einnig fætt barn nýlega sem Ágústína þurfti að sinna. Hún varð því að láta Boggu frá sér nýfædda í fóstur. Þegar Bogga var misserisgömul kemur Guðrún, langamma mín, á bæinn þar sem Bogga var fóstruð og tek- ur hana með sér heim í Bakkasel. Bogga var þá komin með bein- kröm. Guðrún elur Boggu upp sem sína eigin dóttur og nýtur hún sam- vista við systkini sín og föður í upp- vextinum. Hún var orðin 7 ára gömul þegar henni var sagt að hún ætti aðra móður sem byggi í Bol- ungarvík með eiginmanni sínum Ásgrími Jónssyni. Sagði Bogga mér að þessar fregnir hefðu orðið henni áfall því aldrei hefði hún fundið annað en hún ætti sína móð- ur í Guðrúnu og kallaði hana ætíð móður sína. Ung fór Bogga að taka til hend- inni á heimilinu og var ekki nema 5–6 ára þegar hún prjónaði leppa í skó og var farin að strokka smjör. Hún sagði mér að hún hefði verið það lítil að henni hefði verið komið fyrir á kassa við strokkinn svo hún næði upp í bulluna. Sem barn var hún komin út á engjar og farin að rifja með fullorðna fólkinu og segja má að þarna hafi verið lagður grunnurinn að dugnaðinum og atorkunni sem einkenndu störf Boggu alla ævi. Ekki naut Bogga langrar skóla- göngu frekar en margur annar á þessum tíma. Henni bauðst far- kennsla einn vetur á Laugabóli og tvo vetur fer hún til Bolungarvíkur og býr hjá Ágústínu móður sinni og Ásgrími manni hennar á meðan hún lýkur stuttum barnaskólalær- dómi sínum. Leiddist Boggu heil ósköp í Víkinni og saknaði mjög systkina sinna, föður og Guðrúnar fósturmóður sinnar. Aldrei kom til greina annað en hún færi heim á sumrin og ekki vildi hún setjast að í Bolungarvík. Árið 1915, þá fjórtán ára gömul, fer Bogga að heiman með 5 krónur í farareyri frá föður sínum sem áttu að sleppa fyrir far- gjaldinu sjóleiðis til Ísafjarðar. Bogga var svo heppin að kannast við manninn sem kom farangrinum hennar á land og lét hann eiga sig að rukka Boggu fyrir fargjaldinu. Í staðinn gat Bogga keypt sér mjöl í brauð, grjón í graut og eitthvað fleira matarkyns fyrir 5 krónurnar. Á Ísafirði bjó hún í herbergi með systrum sínum Valgerði og Helgu sem þar unnu, önnur í bakaríi en hin í búð, en Boggu beið vinna við saltfiskverkun um sumarið. Bogga sá alfarið um sig sjálf frá upphafi, eldaði sinn mat, sá um sína þvotta og kom sér á fætur á morgnana. Þær systur hennar fengu mat á sínum vinnustöðum. Sagði hún mér að þar sem hún fór til vinnu á undan systrum sínum hefði hún hlaupið út á morgnana til að at- huga hvað tímanum leið á Búnaðarbanka- klukkunni. Ekki vildi hún raska ró systr- anna með því að líta á arbandsúr þeirra, slík var tillitssemin. Ákveðni hennar í að spjara sig á eigin spýtur kom fljótt í ljós og fylgdi henni alla ævi. Sextán ára er Bogga komin í vist til séra Jóns Auðuns og er hjá þeim einn vetur. Nokkur ár þar á eftir er hún í vist hjá Valgerði systur sinni, móðurömmu minni, og Ólafi Sigurðssyni hreppstjóra, manni hennar, og hugsar um heimilið og börnin sem þá voru tvö, en áttu eft- ir að verða sex. Þá fór Bogga suður og réð sig ýmist í vist eða í fisk- verkun og varð strax eftirsóttur starfskraftur fyrir dugnað og elju- semi og nú einnig komin með hús- mæðraskólamenntun frá Ísafirði. Ekki naut hún verunnar í Reykja- vík sérstaklega því, að eigin sögn, saknaði hún systurbarna sinna mjög, sem orðin voru þrjú, og lang- aði aftur vestur. Sú mikla um- hyggja sem Bogga sýndi þeim allt frá fæðingu var einkennandi fyrir hana og fylgdi þeim systkinum alla tíð og síðar börnum þeirra og mök- um. Það var líf Boggu og yndi að vera innan um fólkið sitt, sýna því umhyggju og gleðja það með gjöf- um og góðu atlæti. Bogga heldur aftur vestur og ræður sig í vist hjá Óskari lækni á Flateyri og Kristínu konu hans og er þar í fjögur ár. Nær hún á með- an að fylgjast með uppvexti syst- urbarna sinna og komu þriggja þeirra seinni í heiminn. En enn á ný er haldið suður, upp úr 1930, og Bogga ræður sig í vist og fisk- vinnslu hjá fiskverkanda í Keflavík. Þar er hún í önnur fjögur ár en þá er söknuðurinn eftir systurbörnun- um orðinn henni óbærilegur. Sagði Bogga mér að ef hún hitti einhvern sem hún þekkti að vestan þá hrein- lega brast hún í grát. Vestur hélt hún því aftur og var um tíma. Haustið 1936 ræður hún sig í vist hjá Jóni biskupi Helgasyni, í Görð- um á Álftanesi, og er hjá honum í tvö ár. Í þeirri vist er hún komin með heilar 25 krónur í laun á mán- uði og frístundir hennar voru á sunnudögum, 2–3 stundir á milli miðdegiskaffis og kvöldmatar. Sumarfrí fékk hún í einn dag og hélt þá austur að Þingvöllum í frí- inu. Árið 1938 hefur Bogga störf hjá Landspítalanum og starfaði þar allt til ársins 1977, þá orðin 76 ára. Fyrstu árin á Landspítalanum var starf Boggu falið í að hugsa um forstöðukonu spítalans, fröken Láru, skurðstofuhjúkrunarkonuna og hjúkrunarnemana. Hún sá um að halda herbergjunum þeirra hreinum, en þær bjuggu flestar í húsi á spítalalóðinni, færa þeim morgunmat í rúmið þegar þær áttu frí og ef þær bjuggu úti í bæ fór Bogga með matinn heim til þeirra. Hún sá um borðsalinn og færði þeim matinn. Ef þær veiktust fór Bogga með mat til þeirra og lið- sinnti þeim. Það er merkilegt til þess að hugsa í dag hversu mikið hefur verið látið með hjúkrunar- nema og hjúkrunarkonur þess tíma. Sagði Bogga mér að eftir að hún lét af þessu starfi og hóf störf í þvottahúsi Landspítalans var ákveðið að draga verulega úr þess- ari þjónustu. Í þvottahúsinu vann hún svo allt til starfsloka sinna árið 1977 og nefndi að fyrst eftir að hún byrjaði þar fannst henni hún alltaf vera í fríi. Hún fór að vinna vakta- vinnu og fékk nú frístundir sem hún þekkti ekki áður. Bogga naut sín á ferðalögum og fór margar styttri ferðir út um landið, lífsglöð og ánægð með sitt. Aldrei ferðaðist hún utanlands og sagðist ekki hafa haft neinn áhuga fyrir því. Þær systur Bogga, Helga og Val- gerður keyptu sér íbúð á Njálsgötu 33b eftir að öll börn Valgerðar voru uppkomin, en hún hafði misst mann sinn, Ólaf G. Sigurðsson, árið 1948. Þar bjuggu þær systur saman og svo Bogga ein þegar hinar féllu frá. Á Njálsgötuna var gott að koma og minningar mínar um Boggu hefjast þar. Boggu féll aldrei verk úr hendi og hún hafði unun af fal- legum litum. Þess bar garðurinn hennar merki, skreyttur litskrúð- ugum blómum og fallegum steinum sem hún safnaði á ferðum sínum. Bogga var listfeng og nokkra skermana saumaði hún um ævina og prjónaði mikið. Nokkur frænd- systkina minna og bræður áttu hjá Boggu athvarf á meðan þau stund- uðu nám, bæði framhaldsskóla- og háskólanám. Alltaf tók Bogga okk- ur með glaðværð og opnum örm- um. Hún opnaði malt og appelsín, og á stundum var hitað alvöru súkkulaði með rjóma, og bar í okk- ur alls kyns góðgæti og gjafir. Boggu líf og yndi var að gera fólk- inu sínu gott, sem og öllu því fólki sem hún þekkti og starfaði fyrir á langri starfsævi. Hún naut sín vel í verslunarferðum í miðbænum, sí- fellt á höttunum eftir einhverju smáræði til að gefa og gleðja með því aðra. Það má með sanni segja að ævi Boggu frænku hafi að mestu leyti snúist um að gleðja aðra og sýna þeim umhyggju með allri sinni gjafmildi. Hún var lífsglöð með eindæmum, hreinskiptin, glettin og spaugsöm og lá ekki á skoðunum sínum. Aldrei nokkurn tímann heyrðist hún hallmæla ein- um eða neinum. Hún fann alltaf einhverjar skynsamlegar skýringar á því ef fólk var eitthvað afundið og dró hiklaust fram allar þær já- kvæðu hliðar lífsins sem fundust. Það var hrein unun og mikil lífsfyll- ing að fá að njóta samvista við hana. Heimurinn allur væri betri í dag ef fleiri hefðu til að bera lífs- viðhorf Boggu frænku. Hún sagði stundum hlæjandi að hún myndi örugglega verða hundr- að ára. Ekki skeikaði henni um mörg ár, en Bogga lést 2. apríl 1999, þá orðin 98 ára gömul. Síð- ustu æviárunum eyddi hún á Hrafnistu í Hafnarfirði og undi hag sínum þar vel. Ógrynnin öll af sokkaplöggum prjónaði hún á litla sem stóra fætur og þótt sjónin væri að mestu leyti farin prjónaði hún allt fram í andlátið. Segja má að Bogga frænka verði hundrað ára í óeiginlegri merkingu, þrátt fyrir allt. Bróðir minn Arnar Freyr og kona hans Valrún, sem búsett eru í Bolungarvík, eignuðust litla stúlku 3. janúar sl. og mun hún fá að bera nafn Boggu, Sigurborg. Nú þegar hundrað ár eru liðin frá fæðingu hennar tekur ný Sigurborg við og ber nafn hennar áfram inn í 21. öldina. Þetta segir meira en mörg orð um þann hlýhug sem ættingjar Sigurborgar Guðmundsdóttur bera til hennar. Í tilefni af 100 ára af- mælinu ætla þeir að koma saman og minnast einstakrar frænku, rifja upp yndislegar og eftirminnilegar samverustundir með henni og njóta samvista hvert við annað eins og Boggu var svo mikilvægt alla tíð. Nú er hún Bogga frænka farin, hún frænka sem var svo góð. Hrímkaldur stendur eftir arinn, er átti svo heita glóð. Hún Bogga var íslensk alþýðukona, erfiðu störfin vann. Í gengi annarra óska og vona, ómælda gleði fann. Andann náði ekki að buga, að augum þó bæri ský. Af tærri birtu í hennar huga, var heiðríkt fyrir því. Slíka frænku var unun að eiga, ótalin minningafjöld. Ættingjum hennar ylja mega, þá ytra er veröld köld. (K.Á.) Svandís Ingimundardóttir. SIGURBORG GUÐMUNDSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.