Morgunblaðið - 13.03.2001, Side 57
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 57
Jóhanna
Stefanía
Sigrún
Æfingabekkir Hreyfingar
Ármúla 24, sími 568 0677
Getur eldra fólk notið góðs
af þessum bekkjum?
Já, þessi leið við að hreyfa líkamann er
þægileg, liðkar og gefur góða slökun og
er þess vegna kjörin fyrir eldra fólk.
„Ég er búin að stunda bekkina í 8 ár, en með smá
hléum, og þá strax fór ég að verða stirðari í öllum
liðum. Mér finnst að bekkirnir séu nauðsynlegir, þó
fólk stundi aðra líkamsrækt því þeir bæði styrkja og
nudda. Mjög gott fyrir þá sem þjást af gigt, t.d. liða-
og vefjagigt.“
Jóhanna Einarsdóttir
„Ég hef stundað æfingabekkina í rúm 12 ár eða frá
því að þeir komu fyrst til landsins. Þær æfingar, sem
bekkirnir bjóða upp á, eru einstaklega fjölbreyttar og
góðar. Það fann ég best þegar ég stoppaði í nokkra
mánuði. Vöðabólgur og stirðleiki létu ekki á sér
standa. En nú er ég byrjuð aftur og er nú orðin
öll önnur. Því mæli ég eindregið með æfinga-
bekkjunum.“
Sigrún Jónatansdóttir
„Það eru liðin 10 og ½ ár síðan dóttir mín sagði mér
að hún hefði pantað fyrir mig prufutíma í nuddbekki
sem hún hélt að gætu verið mjög góðir fyrir mig. Ég
hafði þá þjáðst lengi af liðagigt og vöðvabólgu. Ég er
ekki að orðlengja það en allar götur síðan hef ég
stundað bekkina allan ársins hring með mjög góðum
árangri. Ef hlé hefur verið á æfingum finn ég mjög
fljótt fyrir stirðleika í liðum og sársauka í vöðvum. Ég
er sannfærð um að bekkirnir hafa hjálpað mér mikið
í mínu daglega lífi.“
Stefanía Davíðsdóttir
Er vöðvabólga að hrjá þig í baki, öxlum
eða handleggjum?
Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum?
Vantar þig aukið blóðstreymi og þol?
Þá hentar æfingakerfið okkar þér vel!
Reynslan hefur sýnt að þetta æfingakerfi hentar
sérlega vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur stundað
einhverja líkamsþjálfun í langan tíma. Sjö bekkja
æfingakerfið liðkar, styrkir og eykur blóðstreymi til
vöðvanna. Hver tími endar á góðri slökun.
Við erum einnig með göngubraut,
þrekstiga og tvo auka nuddbekki.
Opið mánudaga og miðvikudaga frá kl. 9–12 og 16–20,
þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 9–18
Fr í r kynningart ími
6
Tilboð: 12 tímar á kr. 6.500
4. flokkur 1992: Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
9.996.006 kr.
1.999.201 kr.
199.920 kr.
19.992 kr.
4. flokkur 1994: Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
8.025.072 kr.
1.605.014 kr.
160.501 kr.
16.050 kr.
2. flokkur 1995: Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
7.693.833 kr.
1.538.767 kr.
153.877 kr.
15.388 kr.
1. og 2. flokkur 1998: Nafnverð:
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
1.297.818 kr.
129.782 kr.
12.978 kr.
Innlausnardagur 15. mars 2001.
Innlausnarverð
húsbréfa
Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig
frammi upplýsingar um útdregin húsbréf
PIA Jarvad, cand.mag., fræðimað-
ur hjá Danskri málnefnd í Kaup-
mannahöfn, flytur opinberan fyr-
irlestur í boði heimspekideildar
Háskóla Íslands í stofu 301 í Árna-
garði, miðvikudaginn 14. mars kl.
16.15. Fyrirlesturinn nefnist:
„Dansk sprogpolitik“, Dönsk mál-
stefna, og verður fluttur á dönsku.
Í fyrirlestrinum fjallar Pia Jar-
vad um hin raunverulegu áhrif
sem enska hefur haft á dönsku og
afstöðu Dana til þessara áhrifa.
Einnig mun hún greina frá því
hvernig hið opinbera og einkaað-
ilar hafa tekið frumkvæði að því að
móta sérstaka danska málstefnu.
Pia Jarvad lauk cand.mag.-prófi
í dönsku og hljóðfræði frá Kaup-
mannahafnarháskóla árið 1973.
Hún hefur starfað sem fræðimaður
hjá Danskri málnefnd frá árinu
1974, þar sem hún hefur fengist
við skráningu og rannsóknir á ný-
yrðum í dönsku og orðabókafræði.
Hin síðari ár hafa rannsóknir
hennar einkum beinst að enskum
áhrifum á danska tungu.
Fyrirlesturinn verður fluttur á
dönsku. Allir eru velkomnir.
Fyrirlestur um
danska mál-
stefnu
LÖGREGLAN í Reykjavík
kærði 54 kærðir vegna hraðakst-
urs um helgina, 19 vegna gruns
um ölvun við akstur og fimm
voru teknir fyrir að aka þrátt
fyrir að hafa verið sviptir öku-
réttindum. Þrjátíu og fimm um-
ferðaróhöpp voru tilkynnt til
lögreglu en ekki urðu alvarleg
slys.
Einn ökumanna, sem lög-
reglumenn hugðust stöðva í
Árbæ vegna hraðaksturs, reyndi
að komast undan. Lögreglumenn
hlupu hann uppi og kom í ljós að
hann var réttindalaus.
Brotist var inn í húsnæði í
iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ og
þaðan stolið verkfærum.
Þá hefur einhvern þjófinn
vantað nýtt á rúmið því brotist
var inn í sængurveraverslun í
miðbænum og stolið rúmteppi.
Farið var inn í húsnæðið gegn-
um glugga á annarri hæð.
Þá var stolið skartgrip að
verðmæti um 100 þúsund úr
skartgripaverslun við Laugaveg.
Unnið er að frekari rannsókn
málsins.
Rúmlega tvítugur karlmaður
var handtekinn í miðbænum eft-
ir að hafa slegið tvo menn í göt-
una. Árásarmaðurinn var vist-
aður í fangageymslu. Karlmaður
skarst á baki er hann í átökum
lenti á glerbroti á gólfi veitinga-
staðar í miðbænum. Maðurinn
var fluttur á slysadeild.
Stakk á uppblásna dúkku
Tveir piltar voru handteknir
eftir átök við söluturn aðfaranótt
mánudags. Mennirnir höfðu orð-
ið eitthvað ósáttir og hafði þá
annar þeirra sótt hafnabolta-
kylfu til að nota við átökin. Karl-
maður óskaði aðstoðar lögreglu
á veitingastað í miðbænum að-
faranótt laugardags. Maðurinn,
sem er af landsbyggðinni, virðist
ekki hafa treyst sér til að nálg-
ast konur höfuðborgarinnar því
hann hafði meðferðis uppblásna
kvendúkku. Fór það greinilega
mikið fyrir brjóstið á erlendri
konu á veitingastaðnum sem
stakk á dúkkuna gat svo loftið
lak út. Krefst nú karlmaðurinn
bóta fyrir tjónið því sjálfsagt
hefur kvöldið orðið tilbreytinga-
snautt hjá honum fyrir vikið.
Óskað var eftir aðstoð lög-
reglu vegna kattar sem hafði
komið óvelkominn inn í kjall-
araíbúð í vesturbænum. Kettin-
um hafði tekist að skemma sófa-
sett og ráðast að barni. Fengin
var aðstoð frá meindýraeyði til
að fjarlægja köttinn.
Úr dagbók lögreglunnar
Óvelkominn köttur í
kjallaraíbúð
9.–11. mars
Í ÞESSARI viku og til mánaðamóta
verða haldnar lokahátíðir Stóru
upplestrar-keppninnar í 7. bekk
víða um land. Mars er að verða sér-
stakur hátíðarmánuður upplestrar í
grunnskólum á Íslandi.
Í ár verða haldnar 26 upplestr-
arhátíðir víða um land, allt frá Rauf-
arhöfn í norðaustri til Hornafjarðar
í suðaustri. Sú fyrsta var haldin í
Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi hinn
7. mars síðastliðinn og sú síðasta
verður haldin hinn 30. mars í Safna-
húsinu á Húsavík.
Keppnin í ár er helguð evrópska
tungumálaárinu annars vegar, hins
vegar minningu Tómasar Guð-
mundssonar, sem varð 100 ára hinn
6. janúar síðastliðinn. Hinir ungu
lesarar munu flytja nokkrar þýddar
sögur og valin ljóð Tómasar, auk
þess sem þeir flytja ljóð að eigin
vali. Allir fá bókarverðlaun frá
Eddu en Sparisjóðirnir veita þrem-
ur bestu lesurunum peningaverð-
laun. Á hátíðunum koma einnig
fram ungir tónlistarmenn og víða
munu nýbúar lesa upp ljóð á móð-
urmáli sínu.
Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk
er nú haldin í fimmta sinn. Að þessu
sinni taka liðlega fjögur þúsund
nemendur í 120 skólum þátt í
keppninni, eða um 90% árgangsins.
Nemendur hafa allt frá degi ís-
lenskrar tungu æft vandaðan upp-
lestur og framburð reglulega undir
leiðsögn kennara síns. Á lokahátíð-
um keppninnar koma fram, saman
lagt, um 230 upplesarar úr 7. bekk,
sem valdir hafa verið við hátíðlega
athöfn í skólum héraðsins.
Að keppninni standa: Heimili og
skóli, Íslensk málnefnd, Íslenska
lestrarfélagið, Kennaraháskóli Ís-
lands, Kennarasamband Íslands og
Samtök móðurmálskennara, í sam-
vinnu við skólaskrifstofurnar á
hverjum stað.
Keppnina styrkja: Edda – miðlun
og útgáfa, Flugfélag Íslands,
menntamálaráðuneytið, Mjólkur-
samsalan, Skólaskrifstofa Hafnar-
fjarðar og Sparisjóðirnir.
Upplestrarhátíð
í heilan mánuð