Morgunblaðið - 13.03.2001, Page 59

Morgunblaðið - 13.03.2001, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 59 DAGBÓK Gull er gjöfin Gullsmiðir Full búð af dönskum og þýskum sumarfatnaði Laugavegi 84 sími 551 0756 Voal 3ja metra breitt 690 kr. metrinn Álnabúðin Miðbæ, Háaleitisbraut, sími 588 9440 Opið laugardaga frá kl. 10-14 Árnað heilla STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert fljótur að skilja kjarnann frá hisminu, en átt það til að leysa hlutina á óvenjulegan hátt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur þurft að einbeita þér mjög að ákveðnu verkefni sem þú sérð nú fyrir endann á. Að því loknu áttu skilið að gera þér glaðan dag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ýmsir hlutir, sem þú ert að velta fyrir þér, trufla einbeit- ingu þína í vinnu. Reyndu að ýta þeim frá þér þegar þær eiga ekki við. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú kemur öllum á óvart með lausn á gömlu vandamáli. Vertu óhræddur og hrintu lausninni bara í framkvæmd sem fyrst. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér finnst svo margt vera að gerast í kringum þig að þú hafir engin tök á að fylgjast með öllu saman. Vertu róleg- ur þú þarft ekkert að vita alla hluti. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Lífið virðist ganga svona upp og niður hjá þér þessa dagana og þú átt erfitt með að ein- beita þér að því sem máli skiptir. Þessu þarftu að breyta. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert of upptekinn af sjálfum þér þessa dagana og hefðir gott af því að hleypa öðrum að þér til þess að dreifa hugan- um og koma þér af stað aftur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það má margt læra af nýjum stöðum og nýju fólki. Vertu því opinn gagnvart öðrum og gefðu þér tíma til þess að þroska sjálfan þig. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú átt erfitt með að einbeita þér að starfi þínu. Það er eitt og annað sem togar í þig. En þú verður að hrista af þér slenið og ganga rösklega til verks. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert of upptekinn af sjálfum þér þessa dagana og hefðir gott af því að hleypa öðrum að þér til þess að dreifa hugan- um og koma þér af stað aftur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sú áætlun sem menn ætla þér að fylgja er of áhættusöm fyr- ir þig. Taktu hlutina í þínar hendur og gerðu þær leiðrétt- ingar sem tryggja afkomu þína. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú getur ekki lokað augunum fyrir því að margt af því sem þú segir misskilst af því að þú talar hvorki skýrt né skor- inort. Taktu þig á í þessum efnum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt þú hafir í mörg horn að líta á vinnustað þínum, máttu ekki láta það bitna á þínum nánustu. Skipuleggðu tíma þinn og vinnubrögð betur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT SIGLING Hafið, bláa hafið, hugann dregur. Hvað er bak við yztu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur. Bíða mín þar æskudrauma lönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyrr. Bruna þú nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. Örn Arnarson. 23...Hxf4! og hvítur gafst upp enda væri allt að hruni komið eftir 24.gxf4 Dxf3. Á meðal 700 þátttakenda voru fjölmargir en lokast- aða þeirra var þessi: 42.–95. Jón Viktor Gunnarsson, Stefán Krist- jánsson og Ró- bert Harðarson 6 vinningar af 9 mögulegum. 96.–182. Bragi Þorfinnsson, Helgi Ólafsson og Davíð Kjart- ansson 5½ v. 183.–283. Björn Þor- finnsson, Óskar Bjarnason, Guðmundur Kjartansson og Halldór Brynjar Halldórsson 5 v. 284.–410. Björn Ívar Karlsson, Ingvar Þór Jó- hannesson og Ólafur Kjart- ansson 4½ v. 411.–515. Dagur Arngrímsson, Guð- jón Heiðar Valgarðsson og Sigurjón Þorkelsson 4 v. 516.–605. Stefán Bergsson og Birkir Örn Hreinsson 3½ v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. STAÐAN kom upp á Capp- elle la Grande- skákmótinu sem lauk fyrir stuttu. Kín- verski alþjóðlegi meistar- inn Shaoteng Yu (2493) hafði svart gegn rússneska stórmeistaranum Nikolai Puskhov (2546). Síðasti leikur hvíts var 23.Bd2-f4 sem reyndist vera afdrifa- rík mistök en 23.Bxh6 hefði sett svartan í vanda. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Í FYRSTU hendi, utan hættu gegn á hættu, tekur norður upp þessi spil: Norður ♠ K976542 ♥ KG ♦ 86 ♣ 52 Ertu maður eða mús? Er þorandi að vekja á þremur spöðum (jafnvel fjórum?) eða eru veikir tveir nóg? Þetta er sjölitur og hætt- urnar eru hagstæðar, svo það er þess vegna freistandi að vekja á þremur. En á hinn bóginn er liturinn veik- ur og skiptingin til hliðar ekki aðlaðandi. Spilið er frá landsliðsæfingu í síðustu viku, þar sem spilað var á fjórum borðum. Í reynd féllu „atkvæðin“ jafnt – tvisvar var opnað á tveimur spöðum og tvívegis á þrem- ur. Svona voru allar hendur: Norður ♠ K976542 ♥ KG ♦ 86 ♣ 52 Vestur Austur ♠ D10 ♠ Á83 ♥ Á106 ♥ D87542 ♦ 95432 ♦ Á10 ♣ ÁK6 ♣ 43 Suður ♠ G ♥ 93 ♦ KDG7 ♣ DG10987 Þar sem norður lét tvo spaða duga, gat vestur doblað til úttektar í bak- höndinni eftir pass hjá austri og suðri. Við því sagði austur auðvitað fjögur hjörtu, sem er „einfalt“ spil, ekki síst eftir spaðagosann út. En allt getur gerst við spilaborðið. Austur taldi víst að eina hættan í spilinu væri sú að suður ætti öll hjörtun og vildi því ekki spila hjarta- ás strax. Hann átti von á því að spaðagosinn væri annar og spilaði því tígli á ás og hjarta á tíuna. Ef norður tekur með gosa og spilar spaða, trompar suður, tekur tígulkóng og spilar enn tígli, sem norður stingur með kóng!! Hins vegar „tók norð- ur vitlaust spil“ (alltaf góð afsökun) og drap hjarta- tíuna með kóng, en ekki gosa. Þar með fór einn trompslagur í súginn og spilið vannst, þrátt fyrir allt. Á öðru borðanna þar sem norður vakti á þremur spöð- um dóu sagnir út þar, enda vonlaust fyrir austur að melda og erfitt fyrir vestur að dobla. NS greiddu fús- lega 100-kall fyrir tvo niður, sem er vel sloppið þegar mótherjarnir eiga geim á hættunni. Ásmundur Páls- son sagði farir sínar ekki sléttar á fjórða borðinu. Hann sat í suður, en Helgi Jóhannsson var makker hans og vakti á þremur spöðum. Við því sagði austur TVÖ hjörtu!! Keppnisstjóri! Austur var svolítið utan við sig, en lögum samkvæmt er um tvennt að velja þegar slík slys henda: Annars veg- ar að segja pass (eða eitt- hvað annað en litinn), en þá má makker ekkert gera í framhaldinu. Hinn mögu- leikinn er að hækka boðið í sama lit. Hvað austur gerði – sagði fjögur hjörtu og vann fimm! Brids er undarlegt spil. 80 ÁRA afmæli. JóhannBjörnsson fyrrver- andi forstjóri, Vestmanna- braut 42, Vestmannaeyjum verður 80 ára á morgun, miðvikudaginn 14. mars. 80 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 13. mars, er áttræður Gísli Brynjólfsson, fyrrv., bif- reiðastjóri, Árskógum 6, Reykjavík. Hann og eigin- kona hans, Þóranna Brynj- ólfsdóttir, eru að heiman í dag. 70 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 13. mars, er sjötugur Gunn- björn Jónsson, Sólvangs- vegi 3. Hann tekur á móti gestum laugardaginn 17 mars kl. 16–19 í húsi Slysa- varnafélagsins, Hjalla- hrauni 9, Hafnarfirði. 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, miðviku- daginn 14. mars, verður átt- ræður Hjörtur Hannesson, Skaftárvöllum 7, Kirkju- bæjarklaustri. Hann verður að heiman á afmælisdaginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.