Morgunblaðið - 13.03.2001, Síða 62

Morgunblaðið - 13.03.2001, Síða 62
Mogwai spilar í Iðnó í kvöld og annað kvöld HLJÓMSVEITIN Mogwaivar stofnuð í Glasgow ár-ið 1996 og eftir hanaliggja tvær hljóðversskíf- ur, tvö söfn enduhljóðblandana og fjöldi smáskífna (nokkrar þeirra prýða hið frábæra safn Ten Rapid). Sveitin hefur jafnan passað upp á að troða óhefðbundnar slóðir, hvort sem um er að ræða í umslagshönnun, klæðnaði eða lagasmíðum. Óhætt að segja um hana leiki ára dulúðar. Þetta er svo sannarlega neð- anjarðarrokk í húð og hár og hefur henni verið hampað jafnt af gagnrýn- endum svo og unnendum rokks af kantsæknari gerðinni og sveitin nýt- ur töluverðra vinsælda sem virðingar í þeim geiranum. Mogwai hefur verið nokkuð vinsæl sveit hérlendis, einkum hjá anorak- klæddum nýbylgjuspírum, með hár niður í augu og í bláum Pumaskóm. En ekki þó síður hjá unnendum og áhugafólki um rokk- og dægurtónlist. Enda er Mogwai með fremstu sveit- um svokallaðrar síðrokksbylgju, þar sem undanfarið hefur átt sér mikil og frjó endur- sem nýsköpun. Það var víst röð langt út á götu er miðasala á Mogwaitónleikana var opnuð fyrir rétt rúmri viku. Tónleik- arnir verða tvennir en húsrýmið er nú ekki mikið þarna í Iðnó, eingöngu um 200 miðar seldir á hvora tónleika. Sögur herma og að strengjasveit verði með í för og jafnvel að óvæntir gestir troði þarna upp með sveitinni. Það er því full ástæða til þess að setja sig í stellingar, herða reimarnar í Converseskónum og spinna Mogwai- plötunni sinni einn hring eða svo. „Allt í þessu fína“ Ég hringdi í eitthvert 12 stafa númer, var sagt að Dominic biði við símann sem var og. Ég fór með ræð- una hefðbundnu. „Hæ, mitt nafn er Arnar og ég er hér að hringja frá Morgunblaðinu.“ „Hæ Arnar. Hvernig hefurðu það?“ heyrist hinum megin á línunni. Eftir hefðbundin orðaskipti spyr ég hann á móti hvernig hann hafi það. „Allt í þessu fína,“ er svarað, á þess- ari líka svaðalegu skosku. Hvílíkur hreimur! Það er eitthvað sem segir mér að þetta viðtal verði ekki auðvelt innsláttar. Stuart segist hlakka til Íslands- ferðarinnar og segir mér lítillega frá ástæðunum sem að baki henni liggja. „Ja ... einfaldlega var þetta nú bara þannig að við höfum aldrei spilað hérna og okkur langaði því að koma. Ég vissi að landið væri staðsett hálfa vegu á milli Bandaríkjanna og Bret- lands og þess vegna verða þetta fyrstu tónleikarnir áður en við förum yfir til Texas til þess að spila þar.“ Hann segist hafa hitt Íslendinga nokkrum sinnum og þeir hafi eðlilega spurt hvort þeir vilji ekki koma hing- að yfir til að spila. „Einn helsti kost- urinn sem fylgir þessu starfi er að fá tækifæri til að ferðast til staða sem maður hefur ekki komið til áður.“ Ég segi honum að þeir séu þokka- lega vinsælir hérlendis, a.m.k. innan neðanjarðargeirans. „Ó ... ég vissi það ekki,“ svarar hann. „Frábært!“ (hlær). Merkið tryggir gæðin Mogwai hafa verið á samningi hjá útgáfufyrirtækinu Chemikal Un- derground, litlu merki sem starfar í Glasgow og er með nokkuð tilkomu- mikinn hóp listamanna á sínum snær- um þrátt fyrir smæðina, nægir að nefna nöfn eins og Arab Strap, Delgados, Radar Bros. og svo að sjálfsögðu Mogwai sjálfa. Með þessu fylgir útgáfan í kjölfar sögufrægra merkja eins og t.d. 4AD, Sub Pop og Factory, þar sem merkið tryggði gæðin. „Ég veit það ekki,“ segir Stuart þegar þessu er velt upp. „Það er alltaf eitthvað að gerast í Glasgow, fullt af böndum og þau eru ekkert endilega tengd tónlistarlega. Frekar að sveit- irnar hér séu tengdar hvað viðhorf í garð tónlistarinnar áhærir. Hér gera menn hlutina þeirra vegna, ekki til að eltast við einhver efnahagsleg gæði.“ Hann segir að augljóslega þekkist þó margar sveitirnar innbyrðis. Mogwai hefur verið líkt við eldri síðrokkssveitir eins og tímamóta- sveitina Slint og hina tilraunaglöðu Tortoise. Stuart segir að smekkur einstakra meðlima sé ansi fjölbreytt- ur. „En þegar við byrjuðum þá vor- um við mikið að hlusta á My Bloody Valentine, The God Machine og Joy Division.“ Og hann gerir enga tilraun til að dylja aðdáun sína á Slint. „Já, Slint. Við kunnum vel að meta þá. Og skyldar sveitir eins og Rodan og Pal- ace Brothers. Cure er líka í miklu uppáhaldi.“ Samtalið fer út í pínku vandræða- lega þögn. Stuart virðist umhugað um að skjóta inn fleiri nöfnum. „Og The Jesus and Mary Chain,“ segir hann snöggt. Eitt rokklag Úr því að við erum komnir út í þessar pælingar, skjóta hljómsveit- anöfnum á milli, get ég ekki látið liggja á milli hluta að minnast á gaml- ar skoskar sveitir eins og Runrig og Big Country. Síðarnefnda sveitin er í miklu uppáhaldi hjá greinarhöfundi. Gítarar eins og sekkjapípur! Snilld. „Þjóðarskömm,“ segir Stuart blá- kalt og blaðamaður hlær með honum. En bölvar honum innra með sér. „Og Simple Minds og Deacon Blue líka.“ bætir hann við. Útgáfudagur nýju plötunnar, Rock Action, er 23. apríl. Platan hefur bor- ið vinnuheiti í dæmigerðum Mogwai- stíl, hefur verið kölluð Exorcist III, Public Notice: Unattended Children Will Be Sold As Slaves og Pardon Our Dust As We Grow To Serve You Better. Meðal gesta eru Gruff Rhys úr velsku rokksveitinni Super Furry Animals og David Pajo sem nú leiðir sveitina Papa M, en var áður í Slint. Það er gaman að geta þess að báðir þessir aðilar hafa komið til Íslands og spilað hér með sveitum sínum. Dominic Aitchison, bassaleikari sveitarinnar lýsti því yfir í viðtali við Morgunblaðið í fyrrasumar að hann vonaðist eftir því að platan yrði í rokkaðri kantinum, enda mikill þungarokkari sjálfur. „Já, hann er vonsvikinn,“ segir Stuart og hlær hátt. „Nýja platan er til muna heil- steyptari og betur samsett en síðustu plötur. En það er í rauninni bara eitt lag sem mætti kalla rokkað á henni. Við vorum markmiðsbundið að reyna að gera eitthvað allt annað en við höf- um gert áður. Ég er mjög ánægður með hana. Mér finnst hún góð.“ Hopp og hí Stuart lýsir ferli lagasmíðanna svo: „Vanalega er einhver einn með hug- mynd og svo slást hinir bara með í för og við reynum svona að vinna eitt- hvað úr því. Við semjum þau vana- lega heima við, hver í sínu lagi, en klárum þau síðan í sameiningu.“ Margir hafa merkt ákveðna „alvar- lega“ þróun í síðrokkinu undanfarið. Hljómsveitir eins og Godspeed you black emperor! eru listrænar mjög og dramatískar, lögin bera illskiljan- leg, sértæk nöfn. Enginn brosir, eng- inn að grínast. Ekkert hopp og hí semsagt. Meðlimir Mogwai taka sig hins vegar svona hæfilega alvarlega, vita a.m.k. hvenær skal hlæja dátt og hugsa: „Hei. Þetta er bara rokk og ról.“.“ „Mér finnst Godspeed alveg frá- bær hljómsveit,“ segir Stuart. „Tón- listin sem þau gera er alveg afskap- lega falleg. Jú, jú ... stundum virðast þau vera full alvarleg. Við höfum þó spilað með þeim á tónleikum og kíkt í kollu með þeim og allt það. Þau taka hljómsveitina mjög alvarlega og það er svo sem ekkert að því. Ég held bara að fjöldi meðlima (um 11 manns) flæki málin hjá þeim og geri þeim erf- itt fyrir. Þau minna mann stundum á einhver hryðjuverkasamtök (hlær).“ Á meðan þið eruð gaurarnir (the lads)? „Já, einmitt“, segir hann og hlær mikið og hátt. „Ég held samt að við tökum tónlistina okkar alveg eins al- varlega. Ég held bara að ef maður tekur þetta of alvarlega verði maður þunglyndur. Þannig að við reynum eftir bestu getu að hafa gaman af þessu.“ Stuart segist að lokum vera langt frá því að vera orðinn leiður á þessu. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að leika á gítarinn minn og búa til tónlist. Þetta er eitthvað sem okkur langaði alltaf til að gera. Þannig að við getum ekki kvartað. Allir í band- inu eru enn mjög nánir svo að það eru engin leiðindi eða neitt slíkt í gangi. Ég er mjög hamingjusamur með þetta allt saman.“ Að verka rokk Meðlimir Mogwai bregða á leik úti á ónefndum akri. Stuart er sá í miðjunni. Síðrokkssveitin Mogwai ætlar að hefja tónleikaferðalag sem farið er í kjölfar breið- skífunnar nýju, Rock action, í Iðnó í kvöld. Arnar Eggert Thoroddsen talaði við höfuðlagasmið þessarar umtöluðu sveitar, Stuart Braithwaite. FÓLK Í FRÉTTUM 62 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 4507-4100-0006-6325 4548-9000-0056-2480 4543-3700-0027-8278 4507-4500-0028-0625 4507-2800-0004-9377                                  !  "# "$% & '    ()( )$$$

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.