Morgunblaðið - 14.06.2001, Side 2

Morgunblaðið - 14.06.2001, Side 2
Það verður erfitt að stöðva Tiger Woods á opna bandaríska / B3 Ragnar með stórleik í frönsku bik- arkeppninni í handknattleik / B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR20 SÍÐUR Sérblöð í dag Á FIMMTUDÖGUM ÞÝSKA rokksveitin Rammstein lenti á Keflavíkurflugvelli í gær- kvöldi en hún leikur á tvennum tón- leikum hér á landi, 15. og 16. júní næstkomandi í Laugardalshöll. Óhætt er að segja að fjaðrafokið hafi verið mikið í kringum komu hennar hingað en uppselt varð á hvoratveggju tónleikana á örskots- stund. Meðlimir sveitarinnar ætla í ævintýraferð um öræfi landsins í dag ásamt fjölskyldum. Ævintýrið í Laugardalshöll hefst svo á morgun eins og áður er getið. Rammstein komin Morgunblaðið/Arnaldur FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MILLI 80 og 90 manns sátu kynn- ingarfund Reyðaráls hf. í Félags- lundi á Reyðarfirði í gær þar sem matsskýrsla um umhverfisáhrif ál- vers í Reyðarfirði var kynnt. Fundur sem þessi er hluti af því ferli sem lög um mat á umhverfisáhrifum kveða á um. Matsskýrslan var lögð fram í lok maí og hefur almenningur frest til 6. júlí næstkomandi til að gera athuga- semdir við hana til Skipulagsstofn- unar. Þá hefur stofnunin fjórar vikur til að kveða upp úrskurð. Á fundin- um voru hafnarframkvæmdir við ál- verið einnig kynntar, en hafnarsjóð- ur Fjarðabyggðar hefur umsjón með þeirri framkvæmd. Ánægja kom fram á fundinum með fyrirhugaðar framkvæmdir. Þeir fundarmenn sem Morgunblaðið ræddi við sögðust ekki óttast meng- un frá álverinu. Þeir sögðust vonast til þess að framkvæmdirnar yrðu til þess að snúa við þeim fólksflótta sem verið hefur frá svæðinu og að at- vinnulíf verði fjölbreyttara. Í mats- skýrslunni kemur fram að talið er að íbúum geti fjölgað úr 8 þúsund í 10 þúsund til ársins 2013. „Þetta var góður fundur og komu þar fram greinagóðar upplýsingar,“ sagði Ólafur Sigurðsson sem býr á Framnesi sem er innan þynningar- svæðisins svokallaða. „Okkur leist nú ekkert á blikuna þegar við heyrð- um að við værum innan þessa svæð- is, þar til við fengum útskýringu hér á fundinum,“ sagði kona hans Elín Gísladóttir. Þynningarsvæðið er skilgreint í samráði við Hollustu- vernd ríkisins, en utan þess er skýr krafa um að öllum viðmiðunarmörk- um sé framfylgt. Innan svæðisins mun þó ekki hættulegt að dvelja og er það vaktað. „Mér hefur alltaf litist mjög vel á þessar framkvæmdir, hér er allt í dauðateygjunum og vil ég því gjarnan sjá framkvæmdir og umsvif hér,“ sagði Ólafur. Á fundinum kynntu þeir aðilar, sem gerðu matsskýrsluna fyrir Reyðarál, helstu niðurstöður henn- ar. Kynningarspjöld um fram- kvæmdirnar héngu uppi og svöruðu sérfræðingar spurningum íbúa. Í fyrri áfanga er miðað við að framleiðslugeta álversins verði 240– 280 þúsund tonn, og í síðari áfanga 360–420 þúsund tonn. Höfnin verður 260 metra löng og munu skip með allt að 60 þúsund tonna flutnings- getu geta lagst þar að. Óli Halldórsson frá Skipulags- stofnun kynnti fyrir íbúum hvernig þeir ættu að bera sig að vildu þeir gera athugasemdir við matsskýrsl- una. Athugasemdir þurfa að vera skriflegar og þarf að koma fram við hvaða framkvæmd er gerð athuga- semd, þ.e. við álver eða höfnina. Annar kynningarfundur verður haldinn á Hótel Sögu í dag til að kynna íbúum höfuðborgarsvæðisins áhrif framkvæmdanna. Kynningarfundur á matsskýrslu Reyðaráls á Reyðarfirði Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Íbúar í Fjarðabyggð og Austur-Héraði á kynningarfundi um matsskýrslu Reyðaráls hf. í gær. Ánægja fundargesta með framkvæmdirnar TVEIMUR mönnum, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á skattsvikamáli í byggingariðnaði, var sleppt úr haldi í gærkvöldi en þeir hafa báðir játað brot sín. Þáttur þeirra telst upplýstur og voru því ekki lengur talin skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi. Skattsvikamálið er eitt hið umfangsmesta sem um getur hér á landi en svikin eru talin nema rúmlega 70 milljónum króna. Þrír voru úrskurðaðir í gæslu- varðhald en þriðji maðurinn verður yfirheyrður í dag, miðvikudag. Helgi Magnús Gunnarsson, löglærður fulltrúi hjá efnahagsbrotadeild rík- islögreglustjóra og stjórnandi rann- sóknarinnar, segir að þá verði metið hvort þörf sé á að halda honum áfram í gæsluvarðhaldi. Þáttur hinna tveggja teljist upplýstur. „Það er eftir nokkur vinna í málinu en ekkert sem réttlætir að þeim sé haldið áfram í gæsluvarðhaldi,“ sagði Helgi Magnús. Byggingaverktakinn hafi viður- kennt að hafa keypt tilhæfulausa reikninga og notað þá til að lækka eigin skattskil og komast undan greiðslu virðisauka- og tekjuskatts. Með þessu er talið að um 16 millj- ónum hafi verið skotið undan virð- isaukaskatti. Tekju- og eignaskatts- svik gætu numið tugum milljóna. Hinn maðurinn sem nú hefur verið sleppt hefur játað að hafa selt bygg- ingaverktakanum reikninga sem ýmist voru gefnir út á hans nafn eða tveggja annarra tilgreindra manna. Engin vinna lá að baki þessum reikn- ingum sem gefnir voru út á óútfyllt reikningseyðublöð með árituðum nöfnum þeirra þriggja. Byggingaverktakinn áfrýjaði gæsluvarðhaldsúrskurðinum til Hæstaréttar sem staðfesti hann. Skattsvikamál í byggingariðnaði Tveir játuðu og var sleppt úr gæsluvarðhaldi UNGUR maður lenti undir dráttarvél við sveitabæ í Vatns- dal um hálfsexleytið í gær- kvöldi. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi vildi slysið þannig til að trappa sem maðurinn stóð í utan á vélinni brotnaði með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig og lenti fyrir öðru afturhjóli dráttarvélarinn- ar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og flutti hún manninn á slysadeild Landspít- ala – háskólasjúkrahúss í Foss- vogi. Að sögn vakthafandi læknis er ástand mannsins gott eftir atvikum og hann ekki tal- inn vera í lífshættu. Hann mun hafa hlotið nokkra höfuðáverka af fallinu og verið var að athuga með innvortis meiðsl í gær- kvöldi. Maðurinn sem lenti undir vélinni er sonur öku- manns vélarinnar, segir lög- reglan á Blönduósi. Maður lenti undir dráttarvél UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að land- búnaðarráðuneytinu hafi ekki verið heimilt samkvæmt lögum að neita einkaaðilum um stofnun einangrun- arstöðvar fyrir gæludýr sem flutt eru til landsins. Þrír dýralæknar óskuðu eftir heimild ráðuneytisins til að reisa slíka einangrunarstöð, sem yrði rek- in sem sjálfstætt fyrirtæki þar sem dýralæknir væri í forsvari. Land- búnaðarráðuneytið synjaði um leyf- ið, en samkvæmt lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra væri gert ráð fyrir að einungis opinber aðili gæti rekið slíka stöð. Umboðsmaður Alþingis segir það eitt koma fram í umræddum lögum að vegna innflutnings dýra skuli vera til staðar eða byggð sóttvarn- arstöð á hentugum stað, en að ekki sé hægt að draga þá ályktun að það sé skýr og ótvíræð afstaða löggjaf- ans að slíkur rekstur skuli alfarið vera í höndum hins opinbera. Hefur umboðsmaður því beint þeim tilmælum til ráðuneytisins að taka erindið fyrir að nýju, berist um það ósk frá hlutaðeigandi, og af- greiðslu málsins verði hagað í sam- ræmi við þau sjónarmið sem um- boðsmaður rekur í áliti sínu. Einkaaðilum heimilt að reka einangrunarstöð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.