Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 2
Það verður erfitt að stöðva Tiger Woods á opna bandaríska / B3 Ragnar með stórleik í frönsku bik- arkeppninni í handknattleik / B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR20 SÍÐUR Sérblöð í dag Á FIMMTUDÖGUM ÞÝSKA rokksveitin Rammstein lenti á Keflavíkurflugvelli í gær- kvöldi en hún leikur á tvennum tón- leikum hér á landi, 15. og 16. júní næstkomandi í Laugardalshöll. Óhætt er að segja að fjaðrafokið hafi verið mikið í kringum komu hennar hingað en uppselt varð á hvoratveggju tónleikana á örskots- stund. Meðlimir sveitarinnar ætla í ævintýraferð um öræfi landsins í dag ásamt fjölskyldum. Ævintýrið í Laugardalshöll hefst svo á morgun eins og áður er getið. Rammstein komin Morgunblaðið/Arnaldur FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MILLI 80 og 90 manns sátu kynn- ingarfund Reyðaráls hf. í Félags- lundi á Reyðarfirði í gær þar sem matsskýrsla um umhverfisáhrif ál- vers í Reyðarfirði var kynnt. Fundur sem þessi er hluti af því ferli sem lög um mat á umhverfisáhrifum kveða á um. Matsskýrslan var lögð fram í lok maí og hefur almenningur frest til 6. júlí næstkomandi til að gera athuga- semdir við hana til Skipulagsstofn- unar. Þá hefur stofnunin fjórar vikur til að kveða upp úrskurð. Á fundin- um voru hafnarframkvæmdir við ál- verið einnig kynntar, en hafnarsjóð- ur Fjarðabyggðar hefur umsjón með þeirri framkvæmd. Ánægja kom fram á fundinum með fyrirhugaðar framkvæmdir. Þeir fundarmenn sem Morgunblaðið ræddi við sögðust ekki óttast meng- un frá álverinu. Þeir sögðust vonast til þess að framkvæmdirnar yrðu til þess að snúa við þeim fólksflótta sem verið hefur frá svæðinu og að at- vinnulíf verði fjölbreyttara. Í mats- skýrslunni kemur fram að talið er að íbúum geti fjölgað úr 8 þúsund í 10 þúsund til ársins 2013. „Þetta var góður fundur og komu þar fram greinagóðar upplýsingar,“ sagði Ólafur Sigurðsson sem býr á Framnesi sem er innan þynningar- svæðisins svokallaða. „Okkur leist nú ekkert á blikuna þegar við heyrð- um að við værum innan þessa svæð- is, þar til við fengum útskýringu hér á fundinum,“ sagði kona hans Elín Gísladóttir. Þynningarsvæðið er skilgreint í samráði við Hollustu- vernd ríkisins, en utan þess er skýr krafa um að öllum viðmiðunarmörk- um sé framfylgt. Innan svæðisins mun þó ekki hættulegt að dvelja og er það vaktað. „Mér hefur alltaf litist mjög vel á þessar framkvæmdir, hér er allt í dauðateygjunum og vil ég því gjarnan sjá framkvæmdir og umsvif hér,“ sagði Ólafur. Á fundinum kynntu þeir aðilar, sem gerðu matsskýrsluna fyrir Reyðarál, helstu niðurstöður henn- ar. Kynningarspjöld um fram- kvæmdirnar héngu uppi og svöruðu sérfræðingar spurningum íbúa. Í fyrri áfanga er miðað við að framleiðslugeta álversins verði 240– 280 þúsund tonn, og í síðari áfanga 360–420 þúsund tonn. Höfnin verður 260 metra löng og munu skip með allt að 60 þúsund tonna flutnings- getu geta lagst þar að. Óli Halldórsson frá Skipulags- stofnun kynnti fyrir íbúum hvernig þeir ættu að bera sig að vildu þeir gera athugasemdir við matsskýrsl- una. Athugasemdir þurfa að vera skriflegar og þarf að koma fram við hvaða framkvæmd er gerð athuga- semd, þ.e. við álver eða höfnina. Annar kynningarfundur verður haldinn á Hótel Sögu í dag til að kynna íbúum höfuðborgarsvæðisins áhrif framkvæmdanna. Kynningarfundur á matsskýrslu Reyðaráls á Reyðarfirði Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Íbúar í Fjarðabyggð og Austur-Héraði á kynningarfundi um matsskýrslu Reyðaráls hf. í gær. Ánægja fundargesta með framkvæmdirnar TVEIMUR mönnum, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á skattsvikamáli í byggingariðnaði, var sleppt úr haldi í gærkvöldi en þeir hafa báðir játað brot sín. Þáttur þeirra telst upplýstur og voru því ekki lengur talin skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi. Skattsvikamálið er eitt hið umfangsmesta sem um getur hér á landi en svikin eru talin nema rúmlega 70 milljónum króna. Þrír voru úrskurðaðir í gæslu- varðhald en þriðji maðurinn verður yfirheyrður í dag, miðvikudag. Helgi Magnús Gunnarsson, löglærður fulltrúi hjá efnahagsbrotadeild rík- islögreglustjóra og stjórnandi rann- sóknarinnar, segir að þá verði metið hvort þörf sé á að halda honum áfram í gæsluvarðhaldi. Þáttur hinna tveggja teljist upplýstur. „Það er eftir nokkur vinna í málinu en ekkert sem réttlætir að þeim sé haldið áfram í gæsluvarðhaldi,“ sagði Helgi Magnús. Byggingaverktakinn hafi viður- kennt að hafa keypt tilhæfulausa reikninga og notað þá til að lækka eigin skattskil og komast undan greiðslu virðisauka- og tekjuskatts. Með þessu er talið að um 16 millj- ónum hafi verið skotið undan virð- isaukaskatti. Tekju- og eignaskatts- svik gætu numið tugum milljóna. Hinn maðurinn sem nú hefur verið sleppt hefur játað að hafa selt bygg- ingaverktakanum reikninga sem ýmist voru gefnir út á hans nafn eða tveggja annarra tilgreindra manna. Engin vinna lá að baki þessum reikn- ingum sem gefnir voru út á óútfyllt reikningseyðublöð með árituðum nöfnum þeirra þriggja. Byggingaverktakinn áfrýjaði gæsluvarðhaldsúrskurðinum til Hæstaréttar sem staðfesti hann. Skattsvikamál í byggingariðnaði Tveir játuðu og var sleppt úr gæsluvarðhaldi UNGUR maður lenti undir dráttarvél við sveitabæ í Vatns- dal um hálfsexleytið í gær- kvöldi. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi vildi slysið þannig til að trappa sem maðurinn stóð í utan á vélinni brotnaði með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig og lenti fyrir öðru afturhjóli dráttarvélarinn- ar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og flutti hún manninn á slysadeild Landspít- ala – háskólasjúkrahúss í Foss- vogi. Að sögn vakthafandi læknis er ástand mannsins gott eftir atvikum og hann ekki tal- inn vera í lífshættu. Hann mun hafa hlotið nokkra höfuðáverka af fallinu og verið var að athuga með innvortis meiðsl í gær- kvöldi. Maðurinn sem lenti undir vélinni er sonur öku- manns vélarinnar, segir lög- reglan á Blönduósi. Maður lenti undir dráttarvél UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að land- búnaðarráðuneytinu hafi ekki verið heimilt samkvæmt lögum að neita einkaaðilum um stofnun einangrun- arstöðvar fyrir gæludýr sem flutt eru til landsins. Þrír dýralæknar óskuðu eftir heimild ráðuneytisins til að reisa slíka einangrunarstöð, sem yrði rek- in sem sjálfstætt fyrirtæki þar sem dýralæknir væri í forsvari. Land- búnaðarráðuneytið synjaði um leyf- ið, en samkvæmt lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra væri gert ráð fyrir að einungis opinber aðili gæti rekið slíka stöð. Umboðsmaður Alþingis segir það eitt koma fram í umræddum lögum að vegna innflutnings dýra skuli vera til staðar eða byggð sóttvarn- arstöð á hentugum stað, en að ekki sé hægt að draga þá ályktun að það sé skýr og ótvíræð afstaða löggjaf- ans að slíkur rekstur skuli alfarið vera í höndum hins opinbera. Hefur umboðsmaður því beint þeim tilmælum til ráðuneytisins að taka erindið fyrir að nýju, berist um það ósk frá hlutaðeigandi, og af- greiðslu málsins verði hagað í sam- ræmi við þau sjónarmið sem um- boðsmaður rekur í áliti sínu. Einkaaðilum heimilt að reka einangrunarstöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.