Morgunblaðið - 04.07.2001, Side 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Ég er lögð í einelti, og jafnvel hótað lífláti.
GLOBAL Business Television
vinnur nú að gerð 30 mínútna sjón-
varpsþáttar um viðskiptalífið á Ís-
landi fyrir bandarísku
viðskiptasjónvarpsstöðina CNBC.
Í þættinum eru sex íslensk fyr-
irtæki kynnt sérstaklega og meðal
annars rætt við Davíð Oddsson
forsætisráðherra. Þættinum er
ætlað að kynna íslenskt atvinnulíf
fyrir hugsanlegum fjárfestum en
þeir eru mikilvægur markhópur
CNBC.
Chris Munz, aðstoðarframleið-
andi þáttarins, sagði að vinna við
þáttinn hér á landi hefði staðið í
einn mánuð og upptökum ljúki eft-
ir viku. „Forsætisráðherra og sjáv-
arútvegsráðherra hafa veitt okkur
viðtöl, við höfum rætt við talsmenn
ráðuneyta fjarskipta- og ferðamála
og einnig höfum við kynnt okkur
verðbréfamarkaðinn,“ sagði hann.
Munz vildi ekki upplýsa hvaða
fyrirtæki yrðu kynnt sérstaklega
því gerð þáttarins væri ekki lokið
en hann sagði að reynt væri að
kynna þær atvinnugreinar sem
vekja áhuga fjárfesta. „Við höfum
kynnt okkur upplýsinga- og tækni-
fyrirtæki, fjármálaheimurinn vek-
ur alltaf áhuga fjárfesta og þá höf-
um við kynnt okkur fyrirtæki, sem
nú þegar hafa verið skráð á er-
lenda verðbréfamarkaði.“
Eitt af þeim fyrirtækjum sem
kynnt verða sérstaklega í þættin-
um er Síminn, að sögn Hrefnu
Bachmann, markaðsstjóra fyrir-
tækjaþjónustu Símans.
Ekki hefur verið ákveðið ná-
kvæmlega hvenær þátturinn verð-
ur sendur út en það verður, að
sögn Munz, í lok júlí eða byrjun
ágúst á CNBC-Europe.
Íslenskt atvinnulíf kynnt
fjárfestum á CNBC
Atferlismeðferð fyrir börn með einhverfu
Eftirsótt sér-
fræðiþekking
UNDANFARIN sexár hafa íslenskirvísindamenn tekið
þátt í fjölþjóðlegri rann-
sókn á árangri atferlismeð-
ferðar á ung börn með ein-
hverfu. Sigríður Lóa
Jónsdóttir hefur unnið við
þessa rannsókn frá upphafi
og segir væntanlegar nið-
urstöður veita von um
bætta möguleika ein-
hverfra til að aðlagast sam-
félaginu og ná þroska.
„Fyrri rannsókn á ár-
angri atferlismeðferðar
sýndi að tæplega helming-
ur barna með einhverfu
náði þroska og færni jafn-
aldra sinna eftir að hafa
notið þessarar meðferðar,
þannig að við þurfum með-
al annars að kanna áreið-
anleika niðurstaðnanna.
Margir líta á einhverfu sem ævi-
langa fötlun en samt er ekki hægt
að líta fram hjá því að niðurstöður
rannsókna á öflugri atferlismeð-
ferð hafa sýnt fram á að hluti
barnanna nær það góðum árangri
að þau búa ekki lengur við þessa
fötlun. En þó að ein rannsókn sýni
fram á þetta eru niðurstöðurnar
ekki áreiðanlegar fyrr en aðrar
rannsóknir hafa náð sambæri-
legum árangri.“
- Nú hefur þú farið til Ísraels
sem ráðgjafi við meðferð. Geturðu
sagt okkur frá þeim ferðum?
„Það er einmitt tengt þessu fjöl-
þjóðlega rannsóknarverkefni. Síð-
astliðin ár hafa fyrirliggjandi nið-
urstöður verið kynntar á
ráðstefnum hér og þar og þær eru
farnar að vekja nokkra athygli. Nú
berast sífellt beiðnir til yfirstjórn-
enda rannsóknarinnar um að
koma og byggja upp eða veita ráð-
gjöf við meðferð á börnum með
einhverfu þar sem þekkingu vant-
ar. Það er mjög mikil eftirspurn
eftir þessari þekkingu en ég gat
lengi vel ekki orðið við þessum
beiðnum því verkefnin á Íslandi
voru ærin. Síðasta vetur fór svo að
rofa til og ég sá fram á möguleika á
að taka þátt í svona starfi. Hlaut
ég þar hvatningu og stuðning yf-
irmanna minna á Greiningarstöð-
inni. Þá var fyrirliggjandi beiðni
frá Ísrael. Sú ferð átti sér langan
aðdraganda. Henni seinkaði vegna
tvísýns ástands í Ísrael en ég fór
út í apríl og það er ráðgert að ég
fari reglulega næstu tvö árin. Ég
tengist meðferðarteymum nokk-
urra barna. Teymi eru allir þeir
sem koma nálægt daglegri með-
ferð barnsins; sérfræðingar, með-
ferðaraðilar og foreldrar. Þessum
teymum veiti ég þjálfun í beitingu
meðferðarinnar sem felst til dæm-
is í því að takast á við ýmiss konar
óæskilega hegðun eins og sjálfs-
örvandi og sjálfsmeiðandi hegðun.
Við reynum að brjóta upp þessa
hegðun og kenna þeim
meiri sveigjanleika í
hegðun og hugsun.
Auk þess kennum við
barninu nýja færni.
Í Ísrael skortir mik-
ið á þekkingu á með-
ferð og því hafa foreldrar og stofn-
anir tekið sig saman um að flytja
inn þekkingu tímabundið.“
- Hér er því um að ræða þekk-
ingarútflutning frá Íslandi?
„Já, og foreldrar þessara barna
vita að tíminn er svo dýrmætur að
ekki er hægt að bíða eftir fólki úr
námi erlendis.“
- Telurðu íslenska sérfræðinga
hafa mikið fram að færa í alþjóð-
legu samstarfi?
„Já, íslenskir sérfræðingar hafa
verið mjög duglegir við að afla sér
bestu mögulegu þekkingar í sam-
bandi við greiningu, meðferð og
kennslu, þannig að það er mikil
þekking fyrir hendi á Íslandi og
við erum fullfær í alþjóðlegt sam-
starf. En þó að þekkingin sé til
staðar á Íslandi skortir heilmikið
upp á að þjónustuþörfinni sé full-
nægt hér. Það þarf að fjölga þeim
sem hafa sérþekkingu á sviði með-
ferðar, kennslu og ráðgjafar til
þess að hægt sé að bjóða upp á öfl-
uga faglega þjónustu. Greiningar-
stöðin hefur komið til móts við það
með því að bjóða upp á námskeið
fyrir foreldra og fagfólk. En það
þarf meira til og þar strandar allt á
fjármagninu. Þau ráðuneyti sem
bera ábyrgð á þessum málaflokki
hafa ekki veitt fjármagn í hann í
takt við þróunina. Fleiri greinast
með einhverfu nú en fyrir nokkr-
um árum og þjónustukerfið hefur
ekki getað brugðist sem skyldi við
þeirri staðreynd.
Það sem skiptir máli í þessu
samhengi er að byrja snemma á
því að veita börnum með þroska-
frávik vandaða og markvissa þjón-
ustu. Það hefur sýnt sig að það er
hægt að draga úr áhrifum fötlun-
arinnar á seinni lífsskeiðum ef
börnin og fjölskyldur þeirra njóta
viðeigandi þjónustu
strax frá unga aldri.
Nokkur sveitarfélög
hafa þó sem betur
fer brugðist við þörf-
inni og eru að byggja
upp sérþekkingu hjá
sér.“
- Hvað er svo fram undan?
„Í ágúst munu verkefnastjórar
rannsóknarinnar funda hér á Ís-
landi. Þar munu menn kynna fyr-
irliggjandi árangur og nýjustu
þróun í meðferðinni. Einn þátttak-
endanna verður með opið nám-
skeið 30. ágúst með yfirskriftinni
Skrifuð orð sem tjáskiptatæki fyr-
ir börn með einhverfu sem ekki
hafa vald á talmáli. Síðan fer að
koma að því að við förum að birta
niðurstöður rannsóknarinnar í við-
urkenndum fag- og vísindaritum.“
Sigríður Lóa Jónsdóttir
Sigríður Lóa Jónsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 1952. Hún lauk
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum við Hamrahlíð 1972, BA-
prófi í sálfræði frá Háskóla Ís-
lands 1977 og embættisprófi í
sálfræði frá Árósaháskóla 1980.
Sigríður stundaði framhaldsnám
við UCLA 1993-94. Hún fékk sér-
fræðiviðurkenningu á sviði fötl-
unar barna árið 1994. Sigríður
hóf störf árið 1995 á Greiningar-
og ráðgjafarstöð ríkisins og
starfar auk þess að fjölþjóðlegu
rannsóknarverkefni. Sigríður er
gift Sigurði Inga Ásgeirssyni
kvikmyndagerðarmanni og þau
eiga eina dóttur.
Vantar fleiri sér-
fróða aðila í
þjónustu