Morgunblaðið - 04.07.2001, Síða 14

Morgunblaðið - 04.07.2001, Síða 14
AKUREYRI 14 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Acidophilus FRÁ Apótekin Fyrir meltinguna og maga með GMP gæðastimpli 100% nýting/frásog H á g æ ð a fra m le ið sla Fríhöfnin Mörgum sinnum sterkara Ertu meðvitaður um gæði Sjáðu merkið SKÓLAMEISTARAR framhalds- skólanna á Akureyri hafa skilning á áhuga íbúa við utanverðan Eyja- fjörð á því að setja á stofn sjálf- stæðan framhaldsskóla en telja nán- ast fullreynt með að slíkt gangi upp. Hugmyndir um stofnun fram- haldsskóla við utanverðan Eyjafjörð voru kynntar á dögunum og voru þingmenn kjördæmisins jákvæðir gagnvart hugmyndinni en fulltrúar menntamálaráðuneytis höfðu ýmsa fyrirvara á að hugmyndin gæti orð- ið að veruleika. Hjalti Jón Sveinsson, skólameist- ari Verkmenntaskólans á Akureyri, sagði að almennt nám á framhalds- skólastigi hefði verið í boði á Dalvík og Ólafsfirði og þar hefði útvegssvið skólans verið rekið um skeið. „Þetta gekk ekki upp, nemendurnir kusu flestir að sækja sitt nám til Akureyrar. Að mínu mati er við ramman reip að draga. Auk þess sem margir nemendur kjósa að sækja skóla á Akureyri hefur verið erfitt að fá kennara til starfa,“ sagði Hjalti Jón. Hann sagðist hafa varpað fram hugmyndum um skólaakstur til staðanna við utanverðan fjörðinn en þær ekki hlotið mikinn hljómgrunn. Fjarlægðir væru þó ekki slíkar í Eyjafirði að unnt ætti að vera að koma á skólaakstri. Hjalti Jón benti á að fyrir væru á Akureyri tveir öflugir framhalds- skólar með góðum kennurum og eftir tvö ár yrði risin ný heimavist við skólana til hagsbóta fyrir nem- endur. „Ef menn komast að þeirri nið- urstöðu að möguleiki sé á að reka sjálfstæðan framhaldsskóla við ut- anverðan Eyjafjörð og vilja legga fram fé í eina tilraun enn munum við ekki leggja stein í götu,“ sagði Hjalti Jón. Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, sagðist vel skilja áhuga íbúa þessa svæðis á að efla sína heimabyggð. „Einn þátturinn í því er að halda unga fólkinu heima eins lengi og kostur er,“ sagði Tryggvi. Hann sagði ljóst að um yrði að ræða fámennan skóla og slíkir skólar gætu einfaldlega ekki boðið upp á það nám sem nauðsynlegt væri að bjóða nú um stundir. Benti hann á að bæði í Noregi og Skotlandi væri sá háttur hafður á að þeim skólum sem hefðu færri en 250 nemendur væri ein- faldlega lokað. „Ég tel farsælla að efla og bæta samgöngur á svæðinu en umræða um slíkt hefur staðið í nokkur ár án niðurstöðu. Að mínu mati er nauð- synlegt að ná samstöðu um þessi mál innan svæðisins alls. Þessi leið sem nú er til umræðu er ófær og í raun úrelt,“ sagði Tryggvi. Telja fullreynt að slíkur rekstur gangi Skólameistarar framhaldsskólanna á Akureyri um skóla við utanverðan Eyjafjörð MYNDRÖÐIN Það er leikur að læra, svipmyndir úr starfi allra grunn- og leikskóla Akureyrarbæjar er komin út. Arnarauga, félag Arnar Inga Gíslasonar, sá um útgáfuna. Örn Ingi afhenti Gunnari Gíslasyni, deildarstjóra skóladeildar Akureyr- arbæjar, fyrstu myndröðina nú ný- lega en um er að ræða svipmyndir úr öllum leikskólum bæjarins. Gerð þessarar myndraðar tók um 6 mánuði og fram undan er að vinna svipaða myndröð fyrir grunnskólana en þeir eru sex talsins. Myndatökum er að mestu lokið. Hvert myndband er um 20 mínútur að lengd. Þverskurður af starf- semi leikskólanna Gunnar sagði að hugmyndin væri sú að gera myndbönd sem þessi með reglulegu millibili þannig að greina mætti í þeim þá þróun sem verður í starfsemi leik- og grunnskóla bæj- arins er fram líða stundir. „Ég er mjög ánægður með útkomuna, þarna gefst okkur kostur á að sjá þver- skurðinn af starfsemi leikskólanna en hver og einn þeirra fær að njóta sín og sú hugmyndafræði sem unnið er eftir á hverjum stað kemur skýrt fram.“ Félagið Arnarauga er fimm ára um þessar mundir og sagði Örn Ingi að mikið vatn hefði til sjávar runnið frá því hann tók fyrstu skrefin í kvik- myndagerð og á ýmsu gengið. Að venju hefur Örn Ingi mörg járn í eldinum en auk þess sem áðurnefnd myndröð er að koma út hefur hann nýlega gefið út myndbandið Akur- eyri og nágrenni – hringrás náttúr- unnar, um hálftíma langt myndband um náttúru þessa landsvæðis. Stuttmyndir, Grímsey og Fjörður Tvær náttúrulífsmyndir koma út á næstunni, önnur um Grímsey og hin um Fjörður og gönguleiðir þar um kring. Þá er undirbúningur hafinn að gerð tveggja stuttra kvikmynda. Önnur verður unnin með unglingum á aldrinum 14 til 16 ára og hefur fengið styrki frá Barnamenningar- sjóði og Akureyrarbæ. Tökur hefjast síðar í sumar og svo verður einnig um hina myndina sem tveir norðlenskir handritshöfundar vinna nú að. Myndröð um leikskólana Morgunblaðið/Rúnar Þór Gunnar Gíslason deildarstjóri skóladeildar tekur við pakka með mynd- böndum um starfsemi ellefu leikskóla á Akureyri úr hendi Arnar Inga. MINJASAFNIÐ á Akureyri og Þjóð- minjasafn Íslands standa fyrir und- irbúningsrannsóknum á gamla versl- unarstaðnum á Gásum í Eyjafirði. Tóttir verslunarstaðarins á Gásum í Hörgárbyggð eru með merkustu fornleifastöðum hérlendis. Kaupstað- arins á Gásum er víða getið í fornum sögum og annálum. Tvívegis áður hafa farið fram fornleifarannsóknir á Gásum. Samanlögð vitneskja um kaupstaðinn bendir til að þar hafi bændafjölskyldur dvalið í búðum sínum yfir sumarkauptíðina og stund- að kaupskap og ýmiss konar sam- skipti. Gásir voru siglingahöfn og kaupmenn af ýmsu þjóðerni sigldu þangað með varning. Talið er að verslunarstaðurinn á Gásum hafi lagst af upp úr 1400. Í Minjasafninu á Akureyri stendur sýning um verslunarstaðinn. Þar er gerð grein fyrir verslunarháttum og vörutegundum, daglegu lífi á alþjóð- legum verslunarstað, og tengslum við umheiminn. Minjasafnið hefur staðið fyrir skoðunarferðum að tóttum verslunarstaðarins. Þær eru sérlega vel varðveittar, svo ganga má eftir aðalgötunni og skyggnast um meðal úðaleifanna. Tótt kirkju og kirkju- garðs er hluti af kaupstaðnum. Margir ferðamenn íslenskir og er- lendir heimsækja nú þegar verslunar- staðinn á Gásum, enda er hans getið í ferðabókum. Heimamenn leggja gjarna leið sína þangað í fjöruferð og almennur áhugi á staðnum hefur farið mjög vaxandi. Í bígerð er skipulagning svæðis sem tekur til Gása, Skipalóns og Möðruvalla í Hörgárdal. Á svæðinu eru merkar söguminjar, fjölbreytt náttúrufar og jarðsöguminjar. Fornleifastofnun Íslands mun vinna að uppmælingu kaupstaðartótt- anna dagana 2.–9. júlí. Dagana 9.–21. júlí verður fornleifa- uppgröftur á staðnum. Meðan rann- sóknin fer fram, þ.e. 4.–21. júlí, að báðum dögum meðtöldum, verður leiðsögumaður á staðnum til að taka á móti gestum og veita fræðslu. Leið- sögn er á íslensku, ensku og þýsku, og er ekki tekið gjald fyrir. Leiðsögn um gamla verslunar- staðinn á Gásum Minjasafnið á Akureyri BLÚSHÁTÍÐ var haldin í Ólafs- firði um helgina. Hófst hún á fimmtudag með upphitun á veit- ingastaðnum Glaumbæ, en síðan tóku við tvennir tónleikar í Tjarnarborg á föstudags- og laugardagskvöld. Fram komu Hrafnaspark, KK og Magnús Eiríksson, Kuran Swing, One Way Band frá Nor- egi, Dixílandband Árna Ísleifs og að lokum Realones frá Noregi. Um það bil 130 manns mættu á þessa tónleika. Sveitirnar sem tróðu upp á laugardagskvöld voru One Way Band frá Noregi, Mannakorn, Benjamin Koppel Quartet frá Danmörku,GP-Bluesband og KK, Realones frá Noregi og Jagúar. Húsið var gersamlega troðið, en um 400 manns munu hafa verið á tónleikunum. Áberandi var hversu margt fólk var aðkomið og dæmi um að fólk kæmi sér- staklega frá Reykjavík og Hafn- arfirði til að mæta á þessa mögn- uðu blúshátíð. Yfirumsjón með skipulagi tón- leikanna höfðu Jazzklúbbur Ólafsfjarðar og umboðsskrifstofa listamanna, Þúsund þjalir, en hana rekur Ólafur Þórðarson ásamt Kormáki Bragasyni. Vel heppnuð blús- hátíð í Ólafsfirði Ólafsfjörður KK og Jón Ólafsson komu fram með GP-Bluesbandi. Sr. Sigríður Guðmarsdóttir, sókn- arprestur Ólafsfirðinga síðustu árin, er nú stödd hér í sumar eftir ársleyfi í Bandaríkjunum. Hún hóf framhaldsnám og hefur nú ákveðið að halda því áfram en hún á eftir þriggja ára nám til doktorsgráðu. Sr. Sigríður hefur fengið leyfi biskups til þriggja ára. Þetta þýðir að ráðinn verður nýr prestur í Ólafsfirði á haust- mánuðum. Sr. Sigríður segir að fjöl- skyldan hafi búið í litlum bæ í New Jersey, svipuðum að stærð og Akureyri, skammt frá stór- borginni New York. Þar líkaði þeim lífið og sonum þeirra gekk vel að aðlagast lífinu og menning- unni vestra. Það réði úrslitum að þau ákváðu að halda aftur utan í september. Nýr prestur ráðinn í haust Ólafsfjörður Morgunblaðið/Helgi Jónsson Sr. Sigríður Guðmarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.