Morgunblaðið - 04.07.2001, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 04.07.2001, Qupperneq 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 19 ELDFLAUGAVARNIR, útbreiðsla kjarnavopna, aðild Rússa að Heims- viðskiptastofnuninni (WTO) og ástandið á Balkanskaga voru þau málefni sem efst voru á baugi í við- ræðum Vladimírs Pútíns, Rússlands- forseta og Jacques Chiracs, Frakk- landsforseta, í þriggja daga opinberri heimsókn þess síðarnefnda til Rúss- lands. Heimsókn Frakklandsforseta lauk í gær. Pútín og Chirac gáfu út sameiginlega yfirlýsingu á mánudag um stuðning við ABM-gagnflauga- sáttmálann frá 1972, en Bandaríkja- menn telja samninginn úreltan. Rússlandsforseti sagði enn fremur að fækkun kjarnavopna í Rússlandi yrði „háð því að ABM-sáttmálinn verði haldinn.“ Forsetarnir sýndu báðir mikinn vilja til að bæta samskipti ríkjanna tveggja en þau hafa verið stirð síðan stjórnmálamenn í Frakklandi gagn- rýndu harðlega framferði Rússa í Tsjetsníu í fyrra. Tvískinnungur leiðtoga ESB Áhrifamikill rússneskur þingmað- ur, Vladimír Ryzhkov, gagnrýndi í gær tvískinnung sem hann telur vera í yfirlýsingum stjórnmálamanna Evr- ópusambandsins (ESB) um inngöngu Rússa í Heimsviðskiptastofnunina (WTO). „Leiðtogar ESB halda því fram að þeir vilji sjá Rússa í WTO sem fyrst. Það sama sagði Chirac, Frakklandsforseti, í ræðu sinni í Moskvu í gær. Þrátt fyrir það eru við- ræður Rússa við WTO um inngöngu sigldar í strand.“ Þá sagði Ryzhkov að sum ríki innan stofnunarinnar gerðu enn „algerlega óraunhæfar kröfur“ sem gætu tafið inngöngu Rússa um fjögur til fimm ár. „Slíkt veldur okkur miklum áhyggjum vegna þess að inn- ganga okkar í WTO er mikilvægt skref í átt að auknum samskiptum Rússa og Evrópusambandsins.“ Í viðtali á útvarpsstöðinni Bergmáli Moskvu í gær sagðist Chirac telja að þrátt fyrir að samskipti ESB og Rússa eigi eftir að aukast í framtíð- inni muni Rússar ekki ganga til liðs við Evrópusambandið. „Ég held að þátttaka í ESB henti Rússum ekki.“ Í sama viðtali sagðist Frakklands- forseti ekki telja að stækkun Atlants- hafsbandalagsins (NATO) til austurs ógnaði Rússum á nokkurn hátt. Rúss- ar eru hins vegar sérstaklega mót- fallnir því að Eystrasaltsríkin þrjú; Eistland, Lettland og Litháen, gangi til liðs við NATO þar sem þau heyrðu undir Sovétríkin um áratuga skeið og voru eins konar varnargarður á vest- urlandamærum Sovétríkjanna. Franski forsetinn sagði að NATO myndi ekki breyta þeirri stefnu sinni að stækka bandalagið. AP Jacques Chirac Frakklandsforseti brá sér á fund Borísar Jeltsín, fyrr- verandi Rússlandsforseta, meðan á opinberri heimsókn hans í Rússlandi stóð. Á milli þeirra stendur Bernadette, eiginkona Chiracs. Gagnrýna skilyrði fyrir WTO-aðild Moskva, AP. AFP. ÞÓTT Slobodan Milosevic hafi loks- ins verið dreginn fyrir dómstóla í Ha- ag er alls ekki öruggt að hann verði fundinn sekur, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mörg hundruð rannsóknar- manna til að safna vísbendingum um mestu fjöldamorð í Evrópu frá helför Þjóðverja gegn gyðingum. Framvinda málsins hjá Stríðs- glæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag gæti tekið mörg ár. Þar sem ekki virðast liggja fyrir undirritaðar fyrirskipanir og ekki vitað um undir- foringja sem er reiðubúinn til að bera vitni gegn fyrrverandi yfirmanni sín- um eru réttarhöldin yfir Milosevic seld undir það lögformlega fordæmi, sem sett var með réttarhöldunum yf- ir Hermanni Göring og 21 öðrum skósveinum Hitlers í Nürnberg, um lagalega ábyrgð yfirmanna. Anthony D’Amato, prófessor í lög- fræði við Northwestern-háskóla í Bandaríkjunum, bendir á að Nürn- berg-réttarhöldin hafi mótað þá tíma sem við lifum nú á. „Milosevic var ekki svo vitlaus að segja: Farið þið og pyntið þetta fólk.“ Helstu spurningar Formleg réttarhöld hefjast ekki fyrr en eftir marga mánuði, en nú þegar er að koma í ljós að niðurstað- an mun líklega ráðast af þrem spurn- ingum: Getur ákæruvaldið sýnt fram á órofna slóð af skjölum sem liggur beina leið til Júgóslavíuforsetans fyrrverandi? Geta verjendur sannað að Milose- vic hafi reynt að koma í veg fyrir voðaverk eða refsa þeim sem þau unnu? Hversu þröngt munu dómarar túlka þau viðmið sem gera leiðtoga ábyrgan fyrir voðaverkum sem unnin eru af undirmönnum, jafnvel þegar engar beinar sannanir liggja fyrir um að hann hafi fyrirskipað þau? Þótt ákæran á hendur Milosevic snúist um fjöldamorð og brottflutn- ing Kosovo-búa af albönskum upp- runa, ætla saksóknarar einnig að ákæra hann fyrir voðaverk sem unn- in voru af serbneskum hersveitum í Bosníu og Króatíu. Þar með yrði leiðtoginn fyrrver- andi í raun gerður ábyrgur fyrir öll- um þeim styrjöldum, sem brutust út í kjölfar upplausnar gömlu Júgóslavíu 1991, en í þeim voru hundruð þús- unda manna drepin í fjöldamorðum og árásum á borgarlegum svæðum. „Þetta ræðst af því hversu margir munu snúa við honum baki og bera vitni gegn honum,“ sagði Avril McDonald við Asser-stofnunina í Ha- ag, þar sem unnið er að rannsóknum í alþjóðalögum. Lögfræðingurinn Branimir Gugl hefur sagt skjólstæðing sinn munu neita að viðurkenna lögmæti dóm- stólsins. En D’Amato og aðrir lög- spekingar eru á einu máli um að það væri ekki sérlega áhrifarík vörn þar eð dómstóllinn hafi þegar staðfest eigið lögmæti. Það væri mun áhrifaríkara ef Mi- losevic gæti lagt fram undirrituð skjöl sem sýni að hann hafi varað hermenn við því að fremja stríðs- glæpi og hafi tekið hart á þeim sem gerðust sekir um slíkt. D’Amato segir að saksóknarar hafi undir höndum „skipanir, bréf, munn- legar og skriflegar fyrirskipanir, minnisblöð og fyrirmæli sem beinlín- is banni að stríðsglæpir séu framdir,“ undirrituð af Radovan Karadzic og Ratko Mladic, fyrrverandi leitogum Bosníu-Serba, sem dómstóllinn vilji öðrum fremur hafa uppi á. „Mér þætti furðulegt ef Milosevic myndi ekki reyna slíkt hið sama,“ sagði D’Amato. Dómararnir En jafnvel þótt Milosevic leggi fram skjöl sem bera af honum sakir verða dómarar að ákveða hvort þær hafi verið gefnar út af heilum hug, eða í því yfirvegaða augnamiði að koma í veg fyrir að ákæra yrði sönn- uð. Dómar þeir sem kveðnir voru upp í Nürnberg eftir seinni heimsstyrjöld voru fyrstu eiginlegu úrskurðirnir um ábyrgð á fyrirskipunum. En mál japanska herstjórans á Filippseyjum á stríðsárunum, Yamashitas Tomo- yukis, er þó ef til vill mikilvægasta lögformlega fordæmið, því sam- kvæmt því geta dómarar ályktað um sekt þegar beinar sannanir liggja ekki fyrir. Yamashita var fundinn sekur vegna þess að hann hefði átt að vita að japanskir hermenn fóru um nauðgandi og rænandi steinsnar frá aðalstöðvum Yamashitas. „Glæpirnir voru svo umfangsmiklir og útbreidd- ir,“ sagði í niðurstöðu dómaranna, „að þeir hljóta að hafa verið annað- hvort framdir viljandi af hinum ákærða, eða hinn ákærði hefur gefið leynilega fyrirskipun um þá.“ Löng og erfið stríðsglæparéttarhöld talin framundan Gæti reynst erfitt að sakfella Milosevic í Haag Madríd. AP. Slobodan Milosevic Richard May LITHÁÍSKA þingið staðfesti í gær skipun Algirdas Brazauskas í emb- ætti forsætisráðherra landsins en hann var forseti Litháa 1993–1998. 84 af 141 þingmanni greiddu Brazauskas atkvæði sitt, 45 höfn- uðu honum og þrír sátu hjá. Valdas Adamkus, forseti Litháens, hafði skipað Brazauskas forsætisráð- herra sl. föstudag. Nýi forsætis- ráðherrann er 68 ára gamall og gömul kempa í litháískum stjórn- málum. Hann var leiðtogi Lithá- ensdeildar sovézka kommúnista- flokksins þegar Litháar sögðu sig úr lögum við Sovétríkin árið 1990. Hann studdi sjálfstæði Litháens frá Sovétríkjunum og varð það vin- sæll, þrátt fyrir kommúnistafortíð sína, að hann náði kjöri til forseta árið 1993. Í stefnuræðu á þinginu í gær sagði Brazauskas að stjórn hans myndi halda óhikað áfram að vinna að því að koma landinu inn í bæði Atlantshafsbandalagið og Evrópu- sambandið. Brazauskas tekur við í Litháen Vilnius. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.