Morgunblaðið - 04.07.2001, Blaðsíða 20
ERLENT
20 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LEIFAR bandarískrar njósna-
vélar, sem rakst á kínverska
orrustuþotu í apríl, voru að sögn
bandaríska sjóhersins fluttar
frá kínversku eynni Hainan í
gær. Bolur flugvélarinnar var
fluttur áleiðis til Hawaii með
stórri rússneskri AN-124 vöru-
flutningavél. Mikil ánægja var
innan bandaríska flotans með að
fá vélina aftur heim.
Árekstur flugvélanna tveggja
og lát flugmannsins sem flaug
kínversku vélinni olli því að Kín-
verjar héldu áhöfn bandarísku
vélarinnar á eynni Hainan í ell-
efu daga. Spennan sem fylgdi í
kjölfarið er sú mesta sem orðið
hefur í samskiptum ríkjanna frá
því að bandarískar flugvélar
köstuðu sprengjum á kínverska
sendiráðið í Júgóslavíu 1999.
Chirac beri
vitni
AÐALSAKSÓKNARI franska
ríkisins segir að engar réttar-
farslegar reglur mæli gegn því
að Jacques Chirac forseti
Frakklands mæti fyrir rann-
sóknardómara sem „aðstoðar-
vitni“ vegna máls er varðar ferð-
ir sem hann fór í er hann gegndi
embætti borgarstjóra Parísar.
Rannsóknardómarar komust að
því að á árunum 1992 til 1995
hefði Chirac farið í um 20 ferðir
með sínum nánustu sem greitt
var fyrir í reiðufé og voru um 27
milljóna króna virði. Deilt er um
úr hvaða sjóðum féð hafi komið.
Hugtakið „aðstoðarvitni“ fyrir-
finnst í frönskum lögum en í því
felst að spyrja má vitni út úr án
þess að það eigi frekari rann-
sókn á hættu. Samkvæmt
stjórnarskrá má ekki kalla þjóð-
höfðingja landsins fyrir al-
menna dómstóla en með þessu
móti má komast hjá því ákvæði.
Tveimur
gíslum sleppt
ÍSLÖMSK hermdarverkasam-
tök, Abu Sayyaf, sem tóku
meira en 20 manns í gíslingu á
ferðamannastað á Filippseyjum
fyrir fimm vikum, hafa nú látið
tvo þeirra lausa.
Annar gíslanna flutti yfirlýsingu
frá samtökunum á filippseyskri
útvarpsstöð í gær. Í yfirlýsingu
samtakanna kom fram að þau
ætli sér að halda uppteknum
hætti og ráðast á ferðamenn á
svæðinu þar til Filippseyjaher
hafi sig á brott frá Basilan og
nærliggjandi eyjum þar sem
múslimar eru í meirihluta.
Lífverðirnir
reknir
FJÓRUM lífvörðum konungs-
fjölskyldunnar í Nepal hefur nú
verið vísað úr starfi í kjölfar
þess að nepalski krónprinsinn
Dipendra myrti foreldra sína og
fleiri fjölskyldumeðlimi í síðasta
mánuði.
Verðirnir sögðu rannsóknar-
nefndinni sem rannsakaði morð-
ið að þeir hefðu vitað af fíkni-
efnaneyslu krónprinsins. Þeir
hefðu ekki látið vita af henni
heldur hjálpað prinsinum að
nálgast fíkniefnin. Haft er eftir
varnarmálaráðherra landsins,
Padam Kumar Acharya, að líf-
verðirnir hafi verið reknir vegna
vanrækslu í starfi.
STUTT
Njósna-
vélin flutt
heim
TALSMENN Kristilega demó-
krataflokksins í Þýzkalandi (CDU)
sökuðu í gær borgaryfirvöld í
Berlín um að hafa gert mistök með
því að sjá ekki til þess að nægilega
öflugt lögreglulið væri til staðar er
leiðtogar flokksins komu fram á
kosningabaráttufundi á torgi í
austurhluta Berlínar á mánudags-
kvöld.
Rjúfa varð fundinn eftir að
óeirðaseggir af vinstri jaðri stjórn-
málanna vörpuðu eggjum, tómöt-
um og öðru lauslegu að ræðu-
mönnum en þeirra á meðal voru
flokksformaðurinn Angela Merkel,
Edmund Stoiber, forsætisráðherra
Bæjaralands og formaður systur-
flokksins CSU, og Friedrich Merz,
þingflokksformaður CDU/CSU á
þýzka Sambandsþinginu í Berlín.
Stoiber fékk í sig egg
Útifundurinn á Alexanderplatz
var liður í upphafi kosningabaráttu
CDU í Berlín fyrir borgarstjórn-
arkosningar í september. Stoiber
fékk í sig egg á meðan hann hélt
ræðu sína. Eftir að vatnsflaska úr
plasti, fyllt vatni, flaug úr áheyr-
endahópnum í átt að Frank Steff-
el, borgarstjóraefni CDU, var end-
ir bundinn á fundinn en áður var
hátalarakerfið dottið úr sambandi
vegna skemmdarverka. Nokkrir
eggja- og ávaxtakastarar voru
handteknir.
Segja borgarstjórnina
ábyrga
Forystumenn CDU gerðu í gær
bráðabirgðaborgarstjórnina sem
nú situr – og jafnaðarmenn fara
fyrir eftir stjórnarsamstarfsslitin
við CDU í síðasta mánuði – ábyrga
fyrir því að ekki skyldi hafa verið
unnt að halda uppi röð og reglu á
útifundinum.
„Ef nýja borgarstjórnin getur
ekki verndað þá (ræðumennina)
frá eggjum og flöskum verður hún
að láta sér lynda að vera sökuð um
að hafa ekki gripið til viðeigandi
öryggisráðstafana,“ sagði Hans-
Peter Repnik, einn forystumanna
CDU í borgarþinginu í Berlín.
CDU leggur áherzlu á áróður
gegn því að arftakar austurþýzkra
kommúnista komist til áhrifa í
borgarstjórn Berlínar en jafnaðar-
maðurinn Klaus Wowereit varð
borgarstjóri til bráðabirgða m.a.
með stuðningi borgarstjórnarfull-
trúa PDS, arftakaflokks austur-
þýzka kommúnistaflokksins SED.
Líklegast þykir að eftir kosningar
muni jafnaðarmenn efna til stjórn-
arsamstarfs við PDS í Berlín sem
auk þess að vera höfuðborg er eitt
hinna 16 sambandslanda Þýzka-
lands.
Útifundi hleypt upp í Berlín
Berlín. AP.
Reuters
Hér sjást egg skella á CSU-þingmanninum Michael Glos (t.v.), Edmund Stoiber, forsætisráðherra Bæjaralands
og formanni CSU, og Frank Steffel, borgarstjóraefni CDU í Berlín á kosningafundinum í fyrrakvöld.
Flokkur Kristilegra demókrata í Þýskalandi kvartar við lögreglu
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr-
ópusambandsins hefur stöðvað yf-
irtöku bandaríska stórfyrirtæk-
isins General Electric á
hátæknifyrirtækinu Honeywell.
Búist hafði verið við að niðurstaða
ESB yrði á þessa vegu en hún var
tilkynnt í gær.
Hlutabréf Honeywell hækkuðu
nokkuð í kjölfarið en hlutabréf GE
lækkuðu lítillega, að því er fram
kemur á ft.com. Tilkynnt var um
fyrirhugaðan samruna fyrirtækj-
anna í október síðastliðnum.
Bandarísk samkeppnisyfirvöld
höfðu áður samþykkt fyrirhugaða
yfirtöku. Þar sem bandarísku fyr-
irtækin starfa einnig á Evrópu-
markaði geta samkeppnisyfirvöld
ESB stöðvað samruna þeirra.
Mario Monti, sem fer með sam-
keppnismál í framkvæmdastjórn
ESB, hefur áður lýst andstöðu
sinni við fyrirhugaða yfirtöku þar
sem hún hefði styrkt ráðandi stöðu
GE á markaði fyrir flugvélavara-
hluti.
Í tilkynningu frá framkvæmda-
stjórninni kemur fram að afleið-
ingar yfirtökunnar hefðu orðið
verulega hækkað verð til við-
skiptavina, sérstaklega flugfélaga.
GE fullyrðir hins vegar að yf-
irtakan hefði komið neytendum til
góða í formi meiri gæða, betri
þjónustu og hagstæðara verðs.
Stöðva yfirtöku
á Honeywell
ESB setur General Electric stólinn fyrir dyrnar
Reuters
Mario Monti
FORSETI Mexíkó, Vicente Fox,
giftist óvænt í gær Mörthu Sahagun
sem undanfarin ár hefur verið orð-
uð við forsetann en þau eru bæði
fráskilin. Sahagun hefur verið tals-
maður forsetans en lætur nú af því
embætti. Athöfnin var borgaraleg
og fór fram í embættisbústað Fox í
gærmorgun og tveimur stundum
síðar átti forsetinn fund með Jose
Maria Aznar, forsætisráðherra
Spánar, í Mexíkóborg.
Aznar óskaði Fox til hamingju
með þrjá áfanga; brúðkaupið, af-
mælið, en forsetinn varð 59 ára
gamall í gær, og loks að eitt ár var
liðið síðan Fox batt enda á 71 árs
flokkseinræði. Hann sigraði í fyrra
frambjóðanda Byltingarflokksins
(PRI), Francisco Labastida.
Kaþólska kirkjan er mjög öflug í
Mexíkó og Fox naut stuðnings
hennar en flokkur hans, Þjóð-
arátaksflokkurinn (PAN), er
hægriflokkur og boðar mark-
aðshyggju. Brúðhjónin eru bæði
sanntrúaðir kaþólikkar. Fox skildi
í reynd við eiginkonu sína, Lillian
de la Concha, fyrir um tíu árum
eftir tuttugu ára hjónaband. Þau
ættleiddu fjögur börn og eru sum
þeirra enn ósátt við skilnaðinn.
Sumir kirkjunnar menn hafa
lengi hvatt forsetann til að end-
urnýja sambandið en kardínálinn í
Mexíkóborg, Norberto Rivera,
virtist samt verja rétt Fox til að
giftast þeirri sem hann vildi eiga.
Sagði hann að áætlanir forsetans í
þeim efnum væru „persónuleg
mál“ og enginn hefði rétt til að
skipta sér af þeim.
Nýja eiginkonan er 48 ára göm-
ul, þriggja barna móðir og amma,
hún var gift er hún kynntist Fox.
Hún er læknisdóttir og
bjó með þáverandi eig-
inmanni sínum, Manu-
el Bribiesco, skammt
frá búgarði Fox, í ald-
arfjórðung. Hún bauð
sig árið 1994 fram í
embætti borgarstjóra í
borginni Celaya í
sambandsríkinu þar
sem Fox var rík-
isstjóri, Guanajuato,
en tapaði. En hún
vakti athygli rík-
isstjórans, varð tals-
maður hans og orð-
rómur hefur verið á
kreiki um ástarsam-
band þeirra í nokkur
ár. Þau hafa vísað hon-
um á bug en í fyrra
viðurkenndi nýja forsetafrúin þó ást
sína á yfirmanninum.
Bribiesco virtist á sínum tíma
furðu lostinn og bitur yfir því að eig-
inkonan skyldi allt í einu leggja fyrir
sig stjórnmál og hefur hann sakað
Fox um að hafa rænt frá sér eig-
inkonunni. En einnig segir hann að
„metnaður“ hafi gert hana sjúka.
Fox Mexíkóforseti giftist á ný
Talsmaður í
nýju hlutverki
Vicente Fox Mexíkóforseti kyssir nýja eigin-
konu sína, Mörthu, í gærmorgun. Hún hefur
um árabil verið talsmaður hans.
Mexíkóborg. AP, AFP.
Reuters