Morgunblaðið - 04.07.2001, Side 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 23
MEÐ þeirri vakningu er hófst á
sviði tónlistar um 1850 hér á landi, var
upptaka almennings á erlendum
söngvum svo áköf, að sá alþýðusöng-
ur sem þá hafði verið iðkaður vék fyr-
ir nýjum, „fallegum og skemmtileg-
um“ erlendum söngvum og þeir sem
lögðu sitt af mörkum í gerð sönglaga,
vildu horfa fram á veginn, vera trúir
sínum tíma og sömdu sín lög í nýja
stílnum. Ef séra Bjarni Þorsteinsson,
prestur á Siglufirði, hefði ekki safnað
íslenskum þjóðlögum, frá þessum
tíma og komið þeim á bók, væru mörg
þeirra sem nú eru sungin, trúlega öll-
um gleymd og ófinnanleg til upprifj-
unar.
Menninguna ber maðurinn með sér
hvert sem hann fer og þegar reynt er
að finna t.d. uppruna söngva hans,
þarf að vita hvaðan hann kom. Það
ekki nóg að segja að landnámsmenn
hafi komið frá Noregi, heldur verður
að afmarka hvaðan úr Noregi. Það
þarf einnig að skoða keltnesk áhrif og
hvaðan þeir Keltar voru, sem settust
að á Íslandi, bæði sem frjálsir menn
og þrælar. Það er hugsanlegt að
frumbyggjar þessa lands hafi flutt
með sér þá aðferð að kveða, sem er
andstæð þeirri aðferð sem heitir að
syngja. Söngur, sem berst fyrst til Ís-
lands með kristni, hafði mikil áhrif á
söngmennt þjóðarinnar, sem best
sést af því, að íslensk þjóðlög eru til í
öllum kirkjutóntegundunum. Trúlega
hefur franski söngkennarinn Rikini,
er stafaði á Hólum frá 1107, kennt
mönnum tvísöng og hugsanlega
frönsk þjóðlög, sem eru sérkennilega
líðandi, eins t.d. íslenska þjóðlagið
Fagurt syngur svanurinn, sem að tón-
byggingu er mjög líkt og franska
þjóðlagið Clair de lune.
Á 18. öld taka að berast til Íslands
dönsk og þýsk sönglög og er nokkuð
auðvelt að rekja sögu þeirra. Með
vaxandi tónmennt þjóðarinnar verða
þjóðlögin hornrekur og mjög fá voru
útsett til samræmis við ráðandi söng-
máta allt fram undir miðja 20. öldina.
Þjóðlögin voru allan þennan tíma
„óhreinu börnin hennar Evu“ og það
er nú á allra síðustu tímum, að þessi
lög eru komin í tísku og er það vel.
Embla er eini sönghópurinn sem
sérhæfir sig í flutningi íslenskra þjóð-
laga og söngtónlistar, sem eru sam-
stæð stíl þjóðlaganna. Á tónleikum
sönghópsins, sem haldnir voru í Saln-
um sl. fimmtudag voru sungin gam-
alkunnug þjóðlög og einnig nokkur
lög sem ekki hefur verið haft hátt um,
eins og t.d. fallegt lag, þjóðlag úr
Reykjavík, við Ég skal vaka og vera
góð, sem sungið var í raddsetningu
Báru Grímsdóttur og eitthvert falleg-
asta þjóðlag íslenskt, Þýtur í stráum, í
raddsetningu Sigurðar Rúnars. Það
var margt í látlausum flutningi
Emblu hópsins, sem snerti gamlan
þjóðlagagaur, sérstaklega fyrrnefnd
lög og Tíminn líður, í raddsetningu
Árna Harðarsonar og snilldarlag Jór-
unnar Viðar, Karl sat undir kletti,
sem bæði voru glaðlega flutt. Af
gömlu lögunum má nefna Hér undir
jarðar hvílir moldu, Ár var alda, Það
mælti mín móðir, Lilja, Draumkvæði,
Ég af öllum háska hlæ, Krummavís-
ur, Vinaspegil, Stóð ég við Öxará, svo
nokkur séu nefnd. Þessi lög hefur
hópurinn sum hver sungið áður, svo
að nú er lag að fjölga viðfangsefnum
og er þar af nógu að taka. Sönglega
séð mætti sönghópurinn bæta við sig
söngröddum, til að skapa þéttari
hljóm. Gestasöngvarinn Chris Foster
flutti nokkur bresk lög, sem lífguðu
upp á tónleikana, sérstaklega með
enska þjóðlaginu, The herring’s head,
sem hann söng með hópnum og fékk
áheyrendur til taka undir með sér í
viðlaginu.
Það eina sem undirritaður er ekki
sáttur við, er notkun hjóðfæra, sem
sögð eru vera íslensk og munu hafa
verið ákaflega stutt í notkun, hér á
landi, eins t.d. íslenska fiðlan og einn-
ig langspilið. Bæði hljóðfærin eru
dæmi um kunnáttuleysi landans í
hljóðfæraleik, t.d. það að hafa ætlað
að leika á þessi hljóðfæri með boga.
Það sem er sérkennilegt við íslensk
þjóðlög, og í raun sérlega merkilegt,
er að þau eru að öllu leyti söngtónlist,
þar sem ekki eru merkjanleg nein
hljóðfæraáhrif og því hrein söngtúlk-
unarlist, þar sem textinn er þunga-
miðjan.
Þýtur í stráum þeyrinn hljótt,
þagnar kliður dagsins.
Guð er bjóða góða nótt í geislum
sólarlagsins.
TÓNLIST
S a l u r i n n
Sönghópurinn Embla, en hann
skipa Diddi fiðla, Kristín Ólafs-
dóttir, Bára Grímsdóttir og KK, er
ásamt Chris Foster, flutti
íslensk og erlend þjóðlög og
alþýðusöngva og lék undir á gömul
hljóðfæri og gítara.
Fimmtudagurinn 28. júlí, 2001.
ÞJÓÐLAGASÖNGUR
Þýtur í stráum
þeyrinn hljótt
Jón Ásgeirsson
Í ÍRSK/bandarísku gamanmynd-
inni Um Adam heillast ungur maður
og söngkona á krá að hvort öðru og
úr verður ástarævintýri. Konan á
stóra fjölskyldu, m.a. tvær systur og
einn bróður, og áður en langt um líð-
ur er ungi maðurinn farinn að heilla
það fólk upp úr skónum og systurnar
úr fötunum.
Leikstjórinn og handritshöfund-
urinn, Gerard Stembridge, kýs að
segja þessa kunnuglegu sögu út frá
sjónarhorni systkinanna svo myndin
skiptist upp í fjórar tengdar sögur,
sem allar stefna á sama léttleikann
og galsann án þess að nokkrum eig-
inlegum húmor sé fyrir að fara; þeir
sem skemmta sér mest eru leikar-
arnir sjálfir sem ofleika persónur
sínar svo jaðrar við vandræðagang.
Ekki er miklum siðaboðskap fyrir
að fara því flestir í myndinni flokkast
undir móralslaust pakk. Sjálfur er
Adam gersamlega óútskýrð persóna
og á líklega að vera það. Hann á enga
fortíð, enga fjölskyldu sjálfur, er
stöðugt ljúgandi að fólki, notar hvert
tækifæri til þess að sofa hjá systrum
tilvonandi eiginkonu sinnar og virk-
ar gersamlega siðblindur. Hann er
jafnframt sá sem áhorfandinn á að
hrífast af.
Bandaríska leikkonan Kate Hud-
son er í þessari mynd af einhverri
peningalegri ástæðu (bandaríska
fyrirtækið Miramax er framleiðandi)
og leikur Dyflinnarbúa. Hún reynir
við írskan hreim en án árangurs í
flestum tilvikum. Stuart Townsend
er kvennahrókurinn og gerir ekki
mikið fyrir myndina.
Það sem Um Adam þó skortir
helst er raunveruleg gamansemi. Af
kynlífsfarsa að vera er hún ákaflega
flöt og óspennandi.
KVIKMYNDIR
S t j ö r n u b í ó
Leikstjórn og handrit: Gerard
Stembridge. Aðalhlutverk: Stuart
Townsend, Frances O’Connor,
Charlotte Bradley og Kate Hudson.
Miramax, BBC Films, The Irish
Film Board. 95. mín.
„ABOUT ADAM“1 ⁄2
Þrjár systur
Arnaldur Indriðason
LEIKFLOKKURINN Bandamenn
sýndi fyrir skömmu verk Sveins Ein-
arssonar edda.ris á Listahátíðinni í
Akershuskastala í Ósló. Húsfyllir var
á sýningunni og undirtektir gesta
mjög góðar. Flytjendur voru marg
kallaðir fram í leikslok, að sögn
Sveins Einarssonar. Listahátíðin í
Akershus var nú haldin í 10. sinn, og
hafa Bandamenn komið þar fram einu
sinni áður, það var árið 1994 er þeir
fluttu Bandamannasögu. Að sögn
Sveins er þetta fyrsta sýning á leikn-
um utan Íslands, en hann var frum-
fluttur í haust á Smíðaverkstæði
Þjóðleikhússins; var samvinnuverk-
efni leikflokksins og leikhússins.
Edda.ris byggist á einu þekktasta
Eddukvæði okkar, Skírnismálum,
sem ýmsir fræðimenn telja í kjarna
sínum vera frjósemisleik. Öðrum
þræði fjallar leikurinn þó um kyn-
þáttafordóma og hræðslu og hatur út
í hið ókunna.
Akershushátíðin var að þessu sinni
með íslensku ívafi og við opnunarhá-
tíðina fluttu menntamálaráðherrar
þjóðanna beggja ávörp. Meðal ann-
arra atriða var leiklestur á Kristni-
haldi undir Jökli eftir Halldór Lax-
ness í leikgerð og leikstjórn Sveins
Einarssonar. Kristnihald undir Jökli
var flutt þrisvar fyrir fullu húsi og við
afbragðs undirtektir.
Edda.ris í Ósló
Leikflokkur Bandamanna fyrir utan Akershuskastala í Ósló.
FRUMFLUTTUR var síðast-
liðinn föstudag í Santa Fé í
Argentínu Gítarkonsert eftir
Karólínu Eiríksdóttur. Sin-
fóníuhljómsveit borgarinnar
lék undir stjórn Carlos Cu-
esta, en einleikari var Sergio
Puccini.
Karólína var viðstödd
frumflutninginn og sagði í
samtali við Morgunblaðið um
helgina, að tónleikarnir hefðu
gengið mjög vel, og að verki
sínu hefði verið vel tekið.
„Carlos Cuesta er mjög
góður hljómsveitarstjóri,
hann hefur stjórnað þessari
hljómsveit í sex ár og á þeim
tíma hefur hljómsveitin verið
á mikilli uppleið. Hann hefur
fengið hljómsveitina til að
leika nýja músík í bland við
eldri tónlist, og það var alveg
nýtt fyrir hljómsveitina.
Hljómsveitin spilaði líka 3.
sinfóníu Brahms á tónleikun-
um og gerði það mjög vel.“
Santa Fé er fjögur hundruð
þúsund manna borg og ein sú
elsta í Argentínu, og þar eru
mikil ítölsk áhrif að sögn
Karólínu.
Ætlar að
hlusta á tangó
„Einleikarinn heitir hinu
kunna ítalska nafni Puccini,
og sagan segir að langafi
hans og óperutónskáldið
ítalska hafi verið systkina-
börn. Sergio Puccini er, auk
þess að vera frábær gítarleik-
ari, skólastjóri Tónlistarhá-
skólans hér í Santa Fé.“
Það er vetur í Argentínu
núna, og fólk gengur um
kappklætt og jafnvel í ullar-
frökkum og pelsum, segir
Karólína, þótt veðrið sé eins
og besta sumarveður á Ís-
landi.
„En ég ætla að vera hér í
nokkra daga í viðbót, og eyða
einum degi í Buenos Aires að
hlusta á tangó,“ segir Karól-
ína Eiríksdóttir tónskáld.
Gítarverki
Karólínu
vel tekið
NÚ stendur yfir listsýning Guðjóns
Stefáns Kristinssonar í Minjasafni
Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal.
Þar sýnir hann höggmyndir úr reka-
viði. Í verkum sínum leitar Guðjón
fanga í uppruna sinn á Ströndum, í
Íslendingasögurnar og til fólks sem
hann hefur hitt á lífsleiðinni. Guðjón
hefur höggvið út öndvegissúlur,
skúlptúra og leiktæki sem sjá má
víða um land.
Sýningin er opin miðvikudaga,
fimmtudaga og föstudaga frá 13-21
og sunnudaga kl. 13-17 í sumar.
Skúlptúrar úr
rekaviði
HARMONIKUHLJÓMSVEITIN
Stormurinn leikur á næstu tónleik-
um í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði í
kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30.
Stormurinn er stofnaður innan
Harmonikufélags Reykjavíkur og
var markmið hljómsveitarinnar að
auka fjölbreytni harmonikkutónlist-
ar á Íslandi. Hún er skipuð 8 harm-
onikuleikurum, bassa- og trommu-
leikara ásamt stjórnanda. Í efnis-
skránni er víða komið við.
Harmoniku-
tónleikar á
Seyðisfirði