Morgunblaðið - 04.07.2001, Page 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 25
STJÓRNUN botnfiskveiða er í að-
alatriðum aflamarkskerfi fyrir ein-
stakar tegundir með heimildum til
framsals og veðsetningar. Hin mikla
gagnrýni sem gengur nú ljósum log-
um á við um „kerfið“, en ekki upp-
sjávarveiðar né aðrar aðferðir. Þegar
beita þarf skömmtun á veiði yfirleitt
verður að gera það með einhvers
konar kvótum og ekki endilega
„kvótakerfinu“, en það er búið að
koma rækilegu óorði á nafnið kvóti.
Næstum óteljandi leiðum er unnt að
beita til skömmtunar á veiði með
samblandi af sóknar- og aflamarks-
kvótum, hólfaskiptingum, tíma-
bundnum bönnum o.s.frv. Þegar
skammta verður veiði er nauðsynlegt
að skilgreina nákvæmlega markmið
með þeim svo vitræn umræða geti
skapast. Fiskveiðilögin segja fyrir
um að stefna beri að mestri hag-
kvæmni á þjóðarvísu, hámörkun afla
sem og styrkingu byggða. Ljóst er að
oft er erfitt að sameina markmiðin í
reynd og þau geta stangast á.
Margir virðast vera beinlínis hel-
teknir af þeirri hugmynd, að ein alls-
herjarregla í stjórnun fiskveiða skuli
gilda og miðlæg skriffinnska, þ.e.
sama aflamarkskerfi fyrir alla og
stjórnun fari fram á grundvelli land-
aðs afla. Þeir sem ráða og tala um
mikla kosti þessa og hagkvæmni hafa
vikið sér undan því að skilgreina alla
kostina sem þó ætti að vera auðvelt
þar sem þeir eru sagðir svo miklir, en
eru mörgum öðrum ósýnilegir.
Samnýting sjávarauðlinda
Vitaskuld er er hagkvæm nýting
auðlindanna meginmarkmið, en
skipting þeirra er vandasöm og flest-
ar skömmtunaraðferðir valda deil-
um, þær eru samt mismunandi djúp-
stæðar og sumar alveg óviðunandi.
Gott er að vita hvað aðrir hafa gert
eða telja að skynsamast sé að gera.
Bandaríska vísindaráðið (NRC) hef-
ur staðfest stefnumótun nefndar
Vísindaakademíunnar (1999) um
„Sharing the Fish“, undir forsæti
J.S. Stevens, en í henni voru 15 sér-
fræðingar sem nutu aðstoðar margra
tuga sérhæfðra starfsmanna og
tengiliða. Það er skemmst frá því að
segja, að lagt er til að stefnt verði í
öfuga átt við það sem hér er gert, þ.e.
að héraðsráð (regional councils) taki
allar helstu ákvarðanir í sambandi
við útdeilingu kvóta af ýmsu tagi.
Ríkið sjái um gerð meginramma og
upplýsingaöflun, en í alríkislögum er
nú gert ráð fyrir fresti til mótunar
nýrra tillagna í verndun og stjórnun
á vegum héraða eða fiskveiðisam-
félaga. Kvótum verði beitt við bæði
upphaf og endi, þ.e. sóknar- eða af-
kastastýringu ásamt bönnum á veiði
og gjaldtöku annars vegar og ýmsum
afbrigðum af aflamarki hinsvegar,
allt eftir því hvernig markmiðum
verður best náð á hverju svæði. Ein-
stökum kvótum má úthluta til skipa-
eigenda, áhafnarmeðlima, skipstjóra,
fiskverkenda, sveitarstjórna o.fl.
Sérstaklega verði þess gætt, að ekki
verði reynt að beita einni allsherjar-
reglu til stjórnunar og að ekki mynd-
ist „eignarhald í fjarlægð“ á réttind-
um til nýtingar sem þá gæti tálmað
aðgangi nýrra aðila að nýtingu og
leitt af sér leiguliða (sic!).
Í fljótu bragði virðast aðstæður í
Bandaríkjunum flóknari en hér, en í
raun eru fisktegundir og veiðisam-
félög í eðli sínu ekkert flóknari og
hagsmunir svipaðir; austurmið
Bandaríkjanna eru ekki mikið stærri
en Íslandsmið. Þótt hér virðist um
flókna og dýra skriffinnsku að ræða
er nú ljóst að mistök í veiðistjórnun,
eins nú hafa gerst hér, eru mun dýr-
ari en nauðsynleg forvörn stóráfalla
og djúpstæðs ágreinings sem eitrar
orðið út frá sér um allt þjóðfélagið.
Einnig er gert ráð fyrir
mikilvægi sanngirnis-
sjónarmiða sem er tæp-
ast hér til að dreifa í
„kvótakerfnu“.
Kaþólskari
en páfinn
Til þessa hafa
Bandaríkin verið talin
gósenland einkafram-
taksins. Þó sjá um-
ræddar stofnanir
gjörla vandamálin í
sambandi við nýtingu
fiskstofna og nauðsyn
þess að stjórna þeim
málum með öðrum
hætti en gerist í öðrum
greinum atvinnulífsins, enda eru rík-
in brautryðjendur í þeim efnum. Þau
vita einnig, að takmarkaðar náttúru-
auðlindir, eins og fiskar, ár og vötn,
skógar, olía og stór námasvæði jarð-
efna, krefjast allt annarrar meðferð-
ar og stjórnunar en tíðkast í annarri
starfsemi þar sem markaðslögmálin
eru að mestu óhindruð. Hið öfgafulla
dæmi um lúðuveiðar við Alaska, þeg-
ar sóknarkvótinn var kláraður á ein-
um degi, er þeim allsherjar víti til
varnaðar og í raun orðið klisja, bæði
þar og hér.
Stjórnvöld hér stefna augljóslega
að gerð allsherjarreglu
í höndum ríkisins, eins-
konar ríkiskapitalisma,
en Bandaríkin stefna í
aðra átt, þau vilja
stjórna með mörgum
aðferðum; kvótum hér
er úthlutað að mestu
einungis til skipa, en
Bandaríkin vilja út-
hluta þeim til margs
konar hagsmunaaðila
og einstaklinga. Hér er
talað um að einkafram-
takið sé virkjað með
„kvótakerfinu“, en þar
sjá menn að tegunda-
bundinn aflamarks-
kvóti í höndum „fjar-
lægra aðila“ skapar hættu á mikilli
sóun og tilkomu leiguliða. Íslending-
ar leggja allt þjóðfélagið undir í til-
raun til mótunar nýrrar stjórnunar-
aðferðar sem síðan verði prísuð á
alþjóðavettvangi; uppskeran verður
vorkunnsemi svo og efnahagslegt
áfall í kaupbæti. Raunvísindamenn
eru vanir því að gera fyrst fortilraun
áður en lagt er út í stórframkvæmd-
ir.
Vísindin efla alla dáð
Stórefla verður rannsóknir á haf-
inu og því sem í því býr. Grundvöllur
mats á stærð fiskstofna er m.a. réttar
aflatölur; ef þær eru rangar er fisk-
stofnamat rangt. Þegar stofnmat er
rangt benda vísindamenn ekki á að
breyta þurfi veiðistjórnun vegna
þess að þeir sjá ekki meðaflann; enda
er um pólitískt sprengiefni að ræða.
Þegar fiskifræðingur segir að rétt
stofnmat sé fiskifræðilegt vandamál
segja stjórnmálamenn að „fiskveiði-
vandinn“ sé fiskifræðilegur en ekki
pólitískur. Þessi skollaleikur verður
að taka enda áður en meira tjón hlýst
af en orðið er.
T.R. Parsons er fv. aðalritstjóri
„Fisheries Oceanography“ og reit
hann grein fyrir fjórum árum og hélt
því m.a. fram, að yfirsýn á heildar-
ástandi margstofna veiðislóða vant-
aði iðulega þegar veiðiþol einstakra
tegunda væri metið. Meðalafli sem
farið hefði forgörðum væri á bilinu
10-90% eftir tegundum og aðstæð-
um. Skv. þessu eru kvótar á ein-
stökum tegundum á margstofna
fiskislóðum út í hött og um leið allt
pólitíska hlutfallakerfið og eigna-
brallið sem byggðist á því. Ef fiski-
fræðingar eiga að taka þetta alvar-
lega verða þeir að fá réttar upp-
lýsingar, en einmitt pólitíkin kemur í
veg fyrir að þær fáist.
Kvótakerfi og „kvótakerfið“
Jónas
Bjarnason
Kvótinn
Stórefla verður rann-
sóknir á hafinu, segir
Jónas Bjarnason,
og því sem í því býr.
Höfundur er efnaverkfræðingur. ATVINNA
mbl.is
st. 31-38
2.990 kr.
1.490 kr.
st. 36-46
2.990 kr.
1.990 kr.
5.490 kr.
2.990 kr.
5.990 kr.
3.990 kr.
6.990 kr.
4.990 kr.
4.990 kr.
3.990 kr.
3.990 kr.
2.490 kr.
Kringlunni 8–12 sími 568 6211
Skóhöllin Bæjarhrauni 16 Hf. sími 555 4420
ÚTSALA
hefst á morgun!
Mikil verðlækkun!
Margar tegundir t.d.
4.990 kr.
2.990 kr.
1.990 kr.
990 kr.
5.990 kr.
3.990 kr.
4.990 kr.
3.490 kr.
4.990 kr.
2.990 kr.
st. 28-35
2.990 kr.
1.490 kr.
st. 31-35
2.990 kr.
1.490 kr.
st. 31-35
20
-5
0%
af
slá
ttu
r a
f
mö
rg
um
te
gu
nd
um