Morgunblaðið - 04.07.2001, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 27
yrirtæki
tourism“
að hlutur
í Evreka-
gdust þau
nefna eitt
sem sam-
eru í for-
“. Um 40
dum Evr-
áhuga og
sk ferða-
lt erindi í
o að verk-
því til fyr-
inn t.d. á
nna þetta
ðilum nú í
kkur verk-
ngi heima
ir þessari
nna ferða-
Rannís
m Evreka-
anir ESB
ustuiðnað-
að sækja í
innu á Ís-
pbyggingu
iðnað eða
g hannað.
um annars
rðurlöndin
inu mikla
nn og þá
er upplýs-
i þáttur í
adríd var
ni í þeim
dir stjórn
höfum við
m upplýs-
mál og þar
erkefnum
kið þátt í
agi.
gar eigum
áherslu á
atækni og
ga íslensk
á að kom-
num Evr-
iri
kefni
skum fyr-
gengið vel
í Evreka-
hafa fleiri
átt í Evr-
og gerist
ka en alls
nskri þátt-
985.
gu á fund-
því að gera
og betur
esta. Mik-
estar komi
tufé inn í
meðvitað-
ikana sem
m Evreka
gg einnig
i fyrir fyr-
em fram-
protafyrir-
ndanfarin
tufé stór-
r að nokk-
stingum í
þessar
ega tíma-
framtaks-
fjárfestar gaumgæfa
fjárfestingakosti sína
betur en áður og eru
aðstæður að því leyti til
hagstæðar fyrir Evr-
eka-verkefni sem yfir-
leitt eru einkar vænleg.
Vettvangur formlegra
samskipta fjárfesta og
Evreka-fyrirtækja sé
því tímabær.
Að sögn Snæbjörns
hófu Nýsköpunarsjóð-
ur atvinnulífsins og
Rannsóknarráð Íslands
samstarf í október síð-
astliðnum undir heitinu
Sprotafjármögnun
þekkingarfyrirtækja í
þeim tilgangi að auka
það fjármagn sem ráð-
stöfunar er til rann-
sókna og þróunar í ís-
lensku atvinnulífi.
Nýsköpunarsjóður
leggur 40 milljónir
fram og Rannís 20
milljónir og á síðasta
ári fengu 5 fyrirtæki
styrk. Meðal þeirra var
Bergspá ehf. sem var
eitt þeirra 190 verkefna
sem nú hlutu merki
Evreka um gæði.
Reynslan og þekk-
ingin mikilvægust
Sveinn segir að umræðan vilji oft
snúast um fjármuni þegar kemur að
erlendu samstarfi þegar hún eigi
miklu frekar að snúast um nýsköp-
un, rannsóknir- og þróunarverkefni.
„Erlent nýsköpunarsamstarf snýst
ekki eingöngu um að ná í fjármagn
að mínu mati. Það er auðvitað gott
að fá fjármagn inn en það sem skipt-
ir meira máli er að fá reynslu og
þekkingu annarra inn í íslensk fyr-
irtæki. Reynslan hefur sýnt að
smærri aðilinn fær meira út úr sam-
starfinu en hinn stærri og við telj-
umst yfirleitt til smærri aðilans í er-
lendu samstarfi. Samt sem áður þá
hafa Íslendingar mikið fram að færa
til rannsóknar- og þróunarstarfs og
við erum fyrir ofan OECD-meðaltal
þar. Það er gríðarlega mikilvægt að
geta sótt í þekkingarbrunna er-
lendra ríkja. Það sem við sækjum
helst eftir í nýsköpunarsamstarfi er
að geta þróað einhverja tiltekna af-
urð sem getur nýst okkur í efna-
hagslegu tilliti. Það er líka mikil-
vægt að íslensk
fyrirtæki sæki í rann-
sóknarsamstarf með
öðrum til að byggja upp
þekkingu sína. Þekking
sem verður til hjá ís-
lenskum aðilum í svona
samstarfi, jafnvel þó að
það verði ekki til nein
tiltekin afurð úr því, er
einnig mikilvæg. Þekk-
ingin, mannauðurinn,
er langmikilvægasta
eignin sem er til í
nokkru fyrirtæki. Þeir
sem geta verðmetið
mannauð fyrirtækja
sinna skapa sér með
því margs konar sam-
keppnisforskot,“ segir
Sveinn.
Samþykkt að auka
samstarfið við ESB
Eitt af því sem sam-
þykkt var á fundinum í
Madríd er að auka
samstarf við ESB og er
þar einkum horft til
sjöttu rammaáætlunar
sambandsins. Ekki þó
þannig að Evreka fari
að sækja í sjóði ESB og
glati þar með sjálfstæði
sínu og sveigjanleika,
segir Sveinn. Heldur sé
miklu frekar um sam-
starf að ræða þar sem Evreka getur
til að mynda tekið að sér verkefni
fyrir ESB á forsendum Evreka þar
sem ESB sæi fram á meiri árangur
með því að beita aðferðum Evreka,
segir hann. Að sögn Sveins eru þetta
fyrstu skrefin sem við sjáum í átt að
samstarfi Evreka og ESB en ESB
er aðili að Evreka-samstarfinu.
Umræður hafa verið á meðal
sendinefnda Evreka-ríkjanna að
draga úr fundum landsfulltrúa og
stjórnarnefnda.
Snæbjörn segir það jákvæða þró-
un því margt af þessari vinnu sé
hægt að gera í gegnum Netið. Ljóst
er að á næsta ári verður um enga
breytinga ræða undir forsvari
Grikkja sem tóku við forsæti Evreka
á fundinum í Madríd en Danir sem
taka við árið á eftir hafa hug á að
fækka fundum. Eins er rætt um að
fækka fundum ráðherra úr einum
fundi á ári í fund annað hvert ár.
a sem samþykkt voru á ráðherrafundi Evreka tæpir 44 milljarðar króna
r
n
Morgunblaðið/Kristinn
Á ráðherrafundi Evreka var samþykkt regnhlífaverkefni undir stjórn Spánverja sem lýtur að ferðaþjónustu í Evrópu. Nú þegar hafa 40 fyrirtæki frá 14 löndum lýst yfir áhuga á að
taka þátt og telja fulltrúar Íslands í Evreka að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eigi mikinn möguleika á að taka þátt í verkefninu.
guna@mbl.is
Sveinn
Þorgrímsson
Snæbjörn
Kristjánsson
FYRIRTÆKIÐBergspá ehf. –Petromodel er
eini íslenski aðilinn sem
hlaut Evrekastyrk á
ráðherrafundi Evreka í
ár. Verkefnið heitir
Berggreinir (Petros-
cope) og snýst um þróun
samnefnds mælitækis.
Bergspá hlaut styrk-
inn ásamt austurrísku
ráðgjafarstofunni Stein-
beis Transfer Center og
er áætlað að verkið
muni taka 30 mánuði.
Styrkurinn sem
Bergspá fær eru tæpar
13 milljónir króna en
heildarkostnaður verkefnisins er
áætlaður 0,89 milljónir evra, eða
sem nemur tæpum 80 milljónum ís-
lenskra króna. Þar af er hlutur
Bergspár 80% en Steinbeis 20%.
Bergspá hafði frumkvæðið að verk-
efninu og sér um verkefnisstjórn
og stóran hluta gagnaúrvinnslu auk
hönnunar frumgerðar. Bergspá er
þekkingarfyrirtæki sem þróar há-
tæknilausnir á sviði gæðastýringa
fyrir steinefnaiðnað.
Að sögn Þorgeirs S. Helgasonar,
stofanda og framkvæmdastjóra
Bergspár, er markmið fyrirtæk-
isins að auka hagkvæmni í stein-
efnaiðnaði og stuðla jafnframt að
betri nýtingu náttúruauðlinda, „því
það er um að gera að nýta betur
það sem við tökum úr náttúrunni
og okkar tækni á að hjálpa til með
það. Okkar lausnir byggjast á hug-
búnaði, greiningartækjum og ráð-
gjöf fyrir steinefnaiðnaðinn, þ.e.
malarvinnslur, malbikunarstöðvar
og steypustöðvar sem framleiða og
nota möl, sand og malað berg. Eins
munu prófunarstofur, verk-
fræðistofur og opinberar stofnanir,
eins og vegagerðir geta nýtt sér
framleiðslu Bergspár.“
Að sögn Þorgeirs er ætlunin að
horfa mest til Evrópu hvað varðar
markaðssetningu á framleiðslu fyr-
irtækisins. Steinefnaiðnaðurinn er
ekki markaður sem ber mikið á
þrátt fyrir að steinefni séu algeng-
asta hráefnið í heim-
inum á eftir vatni,
nema þá kannski þar
sem malarnám er. En
malariðnaðurinn í
Evrópu framleiðir um
2.500 milljón tonn af
efni á ári og mælist
verðmætið í þús-
undum milljarða
króna og eru þá ekki
aðrir geirar stein-
efnaiðnaðarins taldir
með.
Þorgeir segir að
stefnt sé að því að
fyrsta vara fyrirtæk-
isins, PM-Tæknispá,
komi á markað haustið
2001. Hugbúnaðurinn PM-
Tæknispá gerir kleift að spá fyrir
um ýmsa notkunareiginleika stein-
efna og getur þar með bætt gæða-
eftirlit í steinefnaiðnaðinum. Um
reynsluútgáfu verður að ræða sem
verður prófuð á Íslandi. „Um óbeint
mælitæki er að ræða en í steypuiðn-
aði er til að mynda nauðsynlegt að
þekkja slitþol, frostþol, hörku og
styrk steinefnanna. Í dag eru til alls-
konar prófunaraðferðir: menn taka
sýni og fara með það á rannsókn-
arstofu og fá niðurstöðu eftir ein-
hverja daga eða vikur. En við notum
tölfræði til þess að spara mönnum
sporin. Hugbúnaðurinn kemur ekki
í stað mælinga en getur dregið úr
þeim og flýtt fyrir. Eftir að hafa
gert einfalda prófun á sýni þá er töl-
fræðin notuð til þess að áætla hina
eiginleikana, s.s. frostþolið. Með töl-
fræðinni getur þú séð líkurnar á því
hvort þú getur notað hráefnið eður
ei,“ segir Þorgeir.
Unnið að verkefninu
í þremur löndum
Evrekaverkefnið Berggreinir
(Petroscope) snýr að þróun á mæli-
tæki til sjálfvirkrar greiningar á
samsetningu og lögun steinefna, þ.e.
sands, malar og malaðs bergs. Að
sögn Þorgeirs mun berggreinirinn
uppfylla þarfir um bætt gæðaeftirlit
og um rauntímaeftirlit með fram-
leiðslunni.
Unnið er að verkefninu á Íslandi,
Finnlandi og í Austurríki, en eins
og áður sagði stóðu Bergspá og
austurríski samstarfsaðilinn, Stein-
beis Transfer Center, að umsókn-
inni um Evrekastyrkinn.
Steinbeis er ráðgjafarstofa sem
sérhæfir sig í tölfræði og forritun.
Þeir munu taka þátt í úrvinnslu og
vinna að tölfræðilegri líkanagerð.
VTT Eletronics – rafeindadeild
Iðntæknistofnunar Finnlands í
Oulu sinnir rannsóknar- og þróun-
arvinnu fyrir mælingatækni, fjar-
skipti og framleiðslu rafeinda-
tækja. Mælingar á sýnum fara fram
á rannsóknarstofum VTT Electron-
ics auk þess sem stofnunin mun
taka þátt í hönnun tækisins.
Hægt að nýta tækið
uppi á fjöllum
Dr. Jón Atli Benediktsson, pró-
fessor við rafmagns- og tölv-
unarverkfræðiskor Háskóla Ís-
lands, er viðurkenndur
sérfræðingur á sviði mynd- og
mynsturgreiningar. Hann stýrir
þeim úrvinnsluþætti mælinganna
og þróun stærðfræðilegra aðferða.
Að sögn Þorgeirs er hægt að
vera með berggreininn á fram-
leiðslu- eða sýnatökustað uppi á
fjöllum og niðurstöður fást á mjög
skömmum tíma um hvort viðkom-
andi steinefni er nothæft. „Með
þessu sparast mikill tími og þar af
leiðandi kostnaður. Tækið þarf að
vera mjög einfalt í notkun en eins
sjáum við fyrir okkur fleiri en eina
útgáfu af tækinu. Til að mynda ólík-
ar útgáfur fyrir rannsóknarstofur
og námur.“
Bergspá mun bjóða upp á ráð-
gjafarþjónustu um steinefni og
gæðastýringu, einkum um mæl-
ingar og vöktun.
Bergspá – Petromodel hefur
hlotið styrki frá Rannsóknarráði
Íslands, Nýsköpunarsjóði atvinnu-
lífsins og Nýsköpunarsjóði náms-
manna. Landsbankinn-Framtaks-
sjóður hf. og Nýsköpunarsjóður
atvinnulífsins lögðu hlutafé í félagið
vorið 2001. Auk þess er hópur ein-
staklinga meðal hluthafa.
Bergspá fékk Evrekastyrk fyrir berggreininn
Stuðlað að bættri nýtingu auðlinda
Þorgeir S.
Helgason