Morgunblaðið - 04.07.2001, Side 31
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 31
Elsku Svana amma.
Þegar ég kom í heim-
inn fékkst þú þennan
titil í fyrsta sinn. Það
eru margar minningar
sem koma upp í hugann, m.a. frá því
að ég var lítill að tína rifsber í garð-
inum ykkar afa í Langagerði, og eft-
ir að þið fluttuð í Hraunhólana kom
ég stundum og lék mér í fótbolta við
skátaheimilið. Eitt skipti er mér sér-
staklega minnisstætt. Þá var ég lítill
pjakkur og fékk að sofa heima hjá
ykkur afa. Þú hafðir búið til lauk-
súpu þegar rafmagnið fór óvænt af.
Við kveiktum á kertum og sötruðum
súpuna og þótt mér hafi fundist súp-
an frekar vond þá er minningin góð.
Þær voru líka ófáar heimsóknirn-
ar til þín í vinnuna hjá Ríkisend-
urskoðun. Ég fékk þá oft að skjótast
út í sjoppu eftir einhverju smáræði
og svo ræddum við málin. Ég er
mjög þakklátur fyrir að hafa hitt þig
í stúdentsveislu systur minnar núna
í lok maí en því miður sáumst við
ekki nógu oft þessi síðustu ár.
Þú varst góð amma. Megi Guð
vera með þér.
Teitur.
Mig langar að minnast Svönu
ömmu aðeins. Hún var ein sú besta
manneskja sem ég hef kynnst um
ævina og eru eflaust margir sam-
mála mér um það. Amma var alltaf
að hugsa um aðra en sjálfa sig. Það
voru alltaf allar dyr opnar fyrir vin-
um og vandamönnum í Hraunhólum
14. Þar tóku afi og amma ætíð hlý-
lega á móti manni á hvað tíma sólar-
hringsins sem var. Amma var vön að
segja: „Eigum við ekki að tína sam-
an einhvern bita og hella okkur upp
á molasopa?“ Það er ótrúlegt hvað
hún gat töfrað fram dýrindis veislu-
borð á svipstundu. Við höfum upp-
lifað margt skemmtilegt saman í
gegnum tíðina. Það var t.d orðinn
fastur liður á síðari árum að fjöl-
skyldan hans pabba hittist í skötu-
veislu á Þorláksmessu hjá afa og
ömmu í Hraunó. Þar bar amma á
borð skötu og saltfisk eins og henni
einni var lagið og var auðvitað séð til
þess að allir fengju eitthvað við sitt
hæfi. Í þau fáu skipti sem pabbi og
mamma hafa farið til útlanda hafa
afi og amma passað okkur systkinin,
fyrst í Fannafold og nú síðast í Mel-
koti. Það eru stundir sem ég mun
aldrei gleyma. Ömmu leið óskaplega
vel í Margili og nutu þau afi þess að
slappa af þar og sýsla eitthvað, sér-
staklega eftir að hún hætti að vinna.
Einnig skruppu þau að Birkibóli. Við
fórum fjölskylduferð á Vestfirðina í
fyrrasumar, meðal annars á Kirkju-
ból og skoðuðum Vestfirðina. Í vetur
þegar ég veiktist og fór á spítalann
var amma alltaf reiðubúin að gera
hvað sem var, enda kom hún eld-
snemma á morgnana og fór ekki fyrr
en pabbi eða mamma komu suður.
Amma vildi fylgjast með honum
Villa Kalla sínum enda fylgdi hún
mér í gegnum flestar rannsóknir og
er ég mjög þakklátur fyrir það.
Við fórum núna fyrir skömmu til
Danmerkur. Það síðasta sem amma
sagði við mig áður en við fórum út:
„Látum það verða gaman, Villi
minn.“ Og það var eins og við mann-
inn mælt að öll samveran með henni
var yndisleg. Þegar pabbi og
mamma fóru til Esbjerg fórum við
Herdís með ömmu í siglingu um Ný-
höfnina, skoðuðum Jónshús, löbbuð-
um Strikið, skoðuðum konungshöll-
ina og margt fleira. Þegar pabbi og
mamma komu svo til baka fórum við
í Tívolí, á Strikið og sitthvað fleira.
Hún sýndi okkur svo ótalmargt og
SVANHILDUR
ÓLAFSDÓTTIR
✝ SvanhildurÓlafsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 5.
nóvember 1930. Hún
lést á Ríkissjúkra-
húsinu í Kaup-
mannahöfn 15. júní
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Bústaðakirkju
26. júní.
ég er viss um að það
hefðu aðrir ekki gert
betur. Amma elskaði
Kaupmannahöfn og
þar sagði hún okkur að
hún vildi hún eyða ell-
inni. Við tókum því
frekar í gríni en alvöru.
Elsku amma, ég
kveð þig með söknuð í
hjarta en jafnframt
þakklæti fyrir að hafa
fengið að kynnast þér
og átt svona margar
góðar stundir með þér.
Ég veit að nú líður þér
vel hjá Guði, ert
ábyggilega búin að hitta pabba þinn
og mömmu og ég veit að þú munt
fylgjast með þínu fólki um ókomin
ár. Þú verður alltaf amma mín þótt
þú sért farin yfir móðuna miklu og
ég trúi því að þú munir taka á móti
okkur öllum opnum örmum þegar
þar að kemur.
Elsku afi, Óli, Hulda, Jónas,
Oddný, pabbi, Dúnna og Jói. Við höf-
um öll misst mikið. Megi algóður
Guð styrkja ykkur í þessari miklu
sorg.
Ég ætla að láta fylgja nokkur orð
úr Biblíunni í lokin: „Svo elskaði Guð
heiminn að hann gaf einkason sinn
til þess að hver sem á hann trúir
glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“
(Jóh 3.16.)
Þinn
Vilhjálmur Karl Haraldsson.
„Þegar þú ert sorgmæddur skoð-
aðu þá aftur huga þinn, og þú munt
sjá að þú grætur vegna þess sem var
gleði þín.“ ( Úr Spámanninum)
Ég held að ég viti af hverju mér er
svona illt í höfðinu. Það er af því að
ég er með kökk í höfðinu, ég sakna
hennar ömmu svo mikið. Nú fæ ég
aldrei að sjá hana aftur. Hún var svo
hlý og góð, mjúk og vildi allt fyrir
aðra gera. Þegar ég gisti hjá ömmu
fékk ég alltaf að sofa á dýnu við hlið-
ina á afa og ömmu rúmi, sem við
kölluðum að sofa í ,,skotinu“. Þar
leið mér vel.
Fyrir allt sem þú gafst mér og allt
sem þú varst mér vil ég þakka. Þú
fórst of fljótt og óvænt. Elsku besta
Svana amma, vonandi líður þér vel.
Þín
Harpa Finnsdóttir.
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
( Jóhannes úr Kötlum.)
Elsku amma, ég veit að þú ert á
góðum stað núna og þér líður vel, en
ég get ekki sætt mig við að þú sért
farin frá okkur fyrir fullt og allt. Þú
kvaddir of fljótt, of snöggt. Það er
svo ólíkt þér, því þú gafst þér alltaf
tíma, alltaf tíma til að hitta okkur,
tala, hlusta, og ekki síst elska.
Amma, allt sem þú gerðir var fall-
egt og krúttlegt. Þú fórst svo vel
með alla hluti, eins og GSM-símann
þinn, þú hafðir hann í hlífðartösku
en vafðir hann samt sem áður vand-
lega inn í þvottapoka og stakkst hon-
um svo ofan í töskuna þína. Það lá
við að þú heyrðir varla í honum ef
hann hringdi. En svona varstu bara,
vildir passa allt og alla sem þér þótti
vænt um og vefja inn í bómul, þar á
meðal okkur.
Amma mín, einhvern veginn er
allt svo breytt núna. Enginn sem les
Heiðu fyrir mig áður en ég sofna eða
býr til ömmukæfu.
Þetta er sárt, svo sárt að mig
verkjar í hjartað þegar ég hugsa um
þig sem engil með vængi á himnum.
En sem betur fer deyfist sorgin með
tímanum, við eigum nú líka svo góða
að, gott fólk sem gott er að tala við,
kreista og faðma þegar okkur líður
illa. Guð tók sem betur fer ekki alla
frá mér.
Amma Svana, ég veit að þú hefur
auga með okkur öllum og leiðir sál-
ina hans afa í framtíðinni – við elsk-
um þig, að eilífu. Lofaðu mér einu að
lokum, að hvíla þig í himmnaríki og
halda áfram að mála fallegu mynd-
irnar þínar, handa guði og englun-
um. En eitt er víst, ég mun hitta þig
aftur en bara seinna.
Eins og blóm án blaða
söngur án raddar
skyggir dökkur fugl heiðríkjuna.
Vorið sem kom í gær,
er aftur orðið að vetri.
( Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi.)
Hinsta kveðja.
Þín,
Helga Finnsdóttir.
Elsku Svana amma mín. Hvað ég
sakna þín. Nú ertu farin frá okkur
öllum.
Þú ert besta amma í heiminum.
Ég man þegar ég var lítil og þú varst
að passa mig, þá lastu alltaf Heiðu
fyrir mig, þegar ég var að sofna.
Þegar ég var uppi í sumarbústað hjá
þér og afa þá söngstu oft Prins-póló
lagið fyrir okkur. Það mun alltaf
minna mig á þig. Það eru ótrúlega
margir hlutir sem minna mig á þig,
þú hefur gefið mér svo margt fallegt.
Ég þakka þér fyrir allt sem þú gerð-
ir fyrir mig. Hvíldu í friði.
Sofðu rótt, Svana amma.
Þín
Hulda Finnsdóttir.
Elsku amma mín er dáin og það
allt of fljótt. Þín verður sárt saknað
af stóru fjölskyldunni þinni sem þú
hugsaðir svo vel um.
Í sorginni mun huggun mín vera
fólgin í öllum góðu minningunum
sem ég á um þig. Bæði huglægum
minningum, brosi þínu, hlýju og fasi,
sem og veraldlegum minningum, því
þeir eru ófáir hlutirnir á mínu heim-
ili sem þú hefur gefið mér og Kristó-
fer litla, syni mínum.
Þú varst mikil listakona og er ég
svo heppin að eiga eftir þig marga
fallega hluti sem þú hefur skapað.
Heimili þitt og sumarbústaður sem
þér þótti svo gott að vera í bera
merki þess hve smekkvís þú varst.
Þér fannst mjög gaman að gleðja
aðra og varst þú alltaf að gefa okkur
afkomendum þínum eitthvað, hvort
sem það voru listaverk þín, peningar
eða einhverjir hlutir sem þú hafðir
ekki staðist í búðinni. Þá heyrði
maður oft þessar setningar frá þér:
„Finnst þér þeir ekki sætir eða
finnst þér þeir ekki krúttlegir? Ég
bara stóðst þá ekki.“ Þér þótti svo
gaman að skoða í búðir og kaupa
fallega hluti handa öðrum. Ég minn-
ist þess ekki að þú hafir nokkurn
tímann komið tómhent í heimsókn.
Alltaf kom eitthvað upp úr töskunni
þinni sem stundum minnti á tösku
Mary Poppins, því það var eins og
enginn botn væri í töskunni, svo
margar gjafir rúmuðust þar.
Oft vorum við líka leyst út með
gjöfum eftir heimsókn til ykkar afa í
Hraunhóla. Ég mun aldrei gleyma
minningunni um þig og afa stand-
andi á pallinum fyrir framan dyrnar
á fallega heimilinu ykkar veifandi og
við vinkandi á móti í bílnum þar til
við vorum horfin úr augsýn.
Ég sakna þín mikið en er jafn-
framt mjög hamingjusöm yfir því að
hafa átt svona yndislega ömmu.
Megir þú hvíla í friði.
Svanhildur Einarsdóttir.
Elsku amma Svana. Ég trúi því
varla að þú sért dáin. Þegar mér
bárust þær hræðilegu fréttir að þú
hefðir veikst alvarlega í Danmörku
trúði ég því varla. Amma Svana get-
ur ekki orðið veik. Hún var svo sterk
og hraust. Og þótt þér hafi oft verið
illt einhvers staðar talaðir þú aldrei
um það. Þú vildir ekki láta vorkenna
þér. Þú hugsaðir um alla aðra en
sjálfa þig.
Þegar við vorum að kveðjast áður
en þú fórst til Danmerkur gerðum
við grín að því af hverju við værum
að kveðjast svona mikið. Þú værir
nú ekki farin að eilífu. Mér datt ekki
í hug að þetta væri í seinasta sinn
sem ég fengi að kyssa mjúku kinn-
arnar þínar og faðma þig.
Ég á svo ótal margar góðar minn-
ingar um þig, elsku amma. Og of-
arlega eru mér í huga allar gjafirnar
sem þú varst alltaf að gefa okkur.
Það var alltaf svo notalegt að heim-
sækja ykkur afa í Hraunhólana. Og
ég tala nú ekki um hvað var gaman
að koma og vera hjá ykkur uppi í
sumarbústað. Þú hélst svo mikið upp
á bústaðinn og vildir helst vera þar
allt sumarið.
Amma, þú varst þvílík krafta-
verkakona og þú gast allt. Ef eitt-
hvað var að hjá okkur barnabörn-
unum gastu alltaf bjargað því og ef
það vantaði eitthvað áttirðu það allt-
af inni í skáp eða niðri í tösku.
Amma, þú varst engin venjuleg
kona. Ég, Herdís og Hulda höfum
oft talað um að við viljum verða eins
og þú þegar við eignumst börn og
barnabörn. En það er ekki hægt,
það jafnast enginn á við þig. Elsku
amma, ég á eftir að sakna þín sárt.
Ég reyni að vera sterk, sterk eins og
þú.
Þín
Hrafnhildur Einarsdóttir.
Í dag verður fyrrum samstarfs-
maður okkar, frú Svanhildur Ólafs-
dóttir, jarðsungin frá Bústaðakirkju.
Hún lést í Kaupmannahöfn hinn 15.
júní sl. eftir skammvinn veikindi.
Svana, eins og hún var jafnan
kölluð í okkar hópi, hóf störf við
símavörslu hjá Ríkisendurskoðun á
árinu 1979 og lét af störfum fyrir
aldurs sakir fyrir þremur árum eftir
hart nær 20 ára störf. Svana var
bæði dugleg, samviskusöm og áreið-
anlegur starfsmaður. Hún var ákaf-
lega hlý og notaleg í viðmóti og lagin
í mannlegum samskiptum. Nýttust
þessir eiginleikar henni mjög vel í
bindandi og oft erilsömu starfi.
Svana var ung í anda og tók hún
jafnan virkan þátt í félagslífi starfs-
manna þar sem hún var hrókur alls
fagnaðar. Þá sýndi hún þeim rækt-
arsemi eftir að hún hætti að vinna
því hún heimsótti sinn gamla vinnu-
stað og vinnufélaga nokkuð reglu-
lega og viðhélt þannig gömlum
kynnum. Eftirlifandi eiginmanni sín-
um, Haraldi Jónassyni, og börnun-
um fimm hafði hún snemma búið
fyrirmyndarheimili og átti fjölskyld-
an hug hennar allan. Fór ekki á milli
mála að hún var kjölfestan í lífi
þeirra allra.
Að leiðarlokum vilja fyrrum
vinnufélagar hennar hjá Ríkisend-
urskoðun þakka henni sérlega
ánægjulegt samstarf á liðnum árum.
Minningu um góðan vin og
samstarfsmann munum við geyma.
Við vottum Haraldi og börnum
þeirra, barnabörnum og öðrum að-
standendum dýpstu samúð okkar.
Starfsfólk Ríkisendurskoðunar.
Traust samferðakona til rösklega
fimmtíu ára er látin. Sviplegt fráfall
Svönu kom okkur vinkonum hennar
í saumaklúbbnum mjög á óvart. Hún
náði sjötugsaldrinum eins og við
hver af annarri. Við höfum haldið
hópinn, sem stunduðum nám í Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur árið 1949
og er Svana önnur í röðinni sem
hverfur úr hópnum. Ekki verða ætt-
ir hennar raktar hér, það munu aðrir
gera sem eru kunnugri. En eitt vor-
um við sammála um, að báðar áttum
við ættir okkar að rekja til Skóg-
arkots í Þingvallasveit og vorum
búnar að ætla okkur að fara á þann
stað í sumar. Hún ætlaði að leiðsegja
mér því hún hafði farið áður og
þekkti leiðina.
Svana var ákaflega prúð og heil-
steypt kona. Venjulega heyrðist ekki
mikið í henni þegar við hinar brýnd-
um róminn, alltaf voru sömu róleg-
heitin í Svönu. Það verður tómlegt
og einkennilegt að koma saman í
haust. Oftast vorum við samferða í
klúbbana og skiptumst á að keyra,
því stundum er langt að fara, því
hópurinn býr í fjórum bæjarfélög-
um. Það var stutt á milli heimila
okkar Svönu lengi vel og er þau
hjónin Haraldur og hún hófu að
reisa sér heimili við Hraunhóla í
Garðabæ gat ég fylgst með hvernig
gekk. Þá sá ég að Svana lét ekki sitt
eftir liggja og vann eins og forkur.
Það var sama hvað hún tók sér fyrir
hendur, allt var drifið af, ekki látið
bíða.
Hún var mjög listfeng. Það sýndi
sig vel sl. vetur er hún mætti með
eldra fólkinu í frístundamálun. Þar
fuku listaverkin og þar átti Svana
sína hluti, dáfagra.
Hún var viljug að passa barna-
börnin og þess utan var hún að
prjóna á þau eða þá á brúðurnar
þeirra. Henni féll ekki verk úr hendi.
Elsku Halli, þú hefur misst mikið.
Við vottum þér, börnum ykkar,
barnabörnum og systkinum Svönu
dýpstu samúð í ykkar miklu sorg.
Megi Guðs náð og friður styrkja
ykkur öll. Við munum allar sakna
hennar.
Guðfinna Snæbjörnsdóttir.
!
!" #$# ! !%%
& #$# ! ' & &
!"
() * # + &,
- # %.'() / )
0('/ # &'/
1%
() 23 +
2 4 3 53 % !%% + & 6#
# $
5 5) 5 5 5) (
"
#
7
+8
1& %3
2$ /& 9 $ 5:
$ %
&
'
(
53) + & 6 !%%
3&6 "$# (
!%%
+ ; 8 & #$3 !%%
+ & 6# ; 23) !%%
0$ ;
"$# 8&" </ & =#
; 8&"
% 4 %# ! !%%
5 5) 5 5 5) (