Morgunblaðið - 04.07.2001, Page 40
40 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
#
$
#%
&
'
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
EINKENNILEGT en satt; fjöldi
fólks á Íslandi rétt skrimtir. Aðrir
sem vinna hörðum höndum við
fóstrustörf, löggæslustörf, almenn
samgöngustörf og aðhlynningar-
störf ýmiss konar eru svokölluð
lægrimiðstétt – og skulu hafa laun
samkvæmt því. Miðstéttin aftur á
móti, t.d. í verslun og þjónustu, af-
sakar sig með stærilæti og er fyrir-
tækishugsandi, enda kannski það
eina sem hún kann og vill vinna við
og er það vel.
Fóstra sem vinnur við uppeldi
barna okkar, lögreglumaður sem
sinnir skyldum sínum, þroskaþjálfi
sem hefur hugsjón, strætisvagnsbíl-
stjóri sem leggur alúð í starfið.
Þetta fólk þarf að lifa ekki síður en
jakkafataklæddur alviti hjá Kaup-
þingi eða öðrum viðlíka fyrirtækjum
og stofnunum. Hvert stefnir?
Jú, sagt er að bilið á milli þeirra
ríku og þeirra fátæku breikki. Er
það lögmál? Nei.
Eðli mannsins er undarlegt en
samt höfum við öll þá þörf að fæða
okkur. Síðan er það kynþörfin að
fjölga okkur. Síðan er það sennilega
þörfin á að trúa á eitthvað.
Að mínum dómi er velvild og
heiðarleiki æðra en metnaðargildi
og græðgi – og skyldi því vera í
fjórða sæti. Það myndi virkilega
vera athyglivert ef einhver vildi tjá
sig um, hvaða boðorð komi næst.
Mín tillaga er sú að einu prósenti
verði bætt á skatta sem renni ein-
göngu til ofangreindra stétta. Vissu-
lega skapar þetta röskun en byrjum
á því að meta störf þeirra sem vinna
með hjartalagi og alúð.
Með vinsemd og virðingu,
HELGI STEINGRÍMSSON,
Jörfabakka 18, Rvk.
Sýnum sanngirni – ekki græðgi
Frá Helga Steingrímssyni:
EKKI treysti ég mér til að kasta tölu
á þau skipti sem ég hef séð La
Bohéme á sviði. Mafalda Favero,
Margareta Caros-
io, Maria Cebotari
og Anna Moffo
eru meðal margra
frægra söng-
kvenna sem ég
hef séð túlka
Mimi og Giuseppe
Lugo, Prandelli,
Kjepura og Rud-
olf Schock eru
mér allir eftir-
minnilegir í hlutverki Rodolfos; svo sá
ég auðvitað sýningar Þjóðleikhússins
á óperunni á sínum tíma, þar sem
Kristján Jóhannsson gat sér nafn
með þjóðinni sem óperusöngvari.
Þrátt fyrir það tókst Íslensku óp-
erunni að sýna mér ýmsar nýjar hlið-
ar á La Bohéme í uppfærslu sinni á
liðinni leiktíð. Sýningin í Gamla bíói
kom oft á óvart og leikstjórinn, áreið-
anlega tilneyddur, nýtti sér húsið í
hörgul; kórfélagar voru um allt,
söngvararnir komu úr öllum áttum og
þeystu upp á svið, aðrir sungu hlut-
verk sín ofan úr stúkunni, og gestir
fengu á tilfinninguna að þeir væru
lentir í miðju Latínuhverfinu í París,
að þeir sætu í hringiðu atburðanna,
og það má auðvitað til sanns vegar
færa. Ég sá uppfærsluna í Gamla bíói
þrisvar og held að það hljóti að vera
persónulegt met.
Ég er, vona ég, þekktur fyrir annað
en miskunnarlausa listrýni og sparða-
tínslu og að byggja álit mitt á tilfinn-
ingu. Ég læt sálina tala fremur en
kalda rökhyggju og segi einfaldlega
að ég hafi orðið stórhrifinn. Og ég var
ekki einn um það. Í hvert sinn varð ég
var við fölskvalausa hrifningu í saln-
um. Auk þess var uppselt á allar sýn-
ingar.
Til hamingju með það, góðu lista-
menn á fjölum Gamla bíós. Óperu-
stjórnin má líka vel við una og getur
einskis frekar óskað sér (nema gróða
auðvitað, sem er erfitt ef ekki óger-
legt í þessu litla og þrönga húsi).
Íslenskir söngvarar voru í öllum
hlutverkum. Auður Gunnarsdóttir og
Sólrún Bragadóttir sungu hlutverk
Mímíar fallega og sannfærandi; Sól-
rún bjó þó að meiri reynslu. Kolbeinn
Jón Ketilsson, fyrrverandi nemandi
minn, er eftirminnilegur í hlutverki
Rodolfos, hann söng með glæsibrag
og af öryggi hins þjálfaða fagmanns.
Bergþór Pálsson var Marcello og mér
finnst hann enn vera að vaxa sem
söngvari, hann túlkaði þetta klassíska
hlutverk með sínum hætti og var
skemmtilegur á sviði. Svo var unun að
hlýða á þær Hlín Pétursdóttur og
Þóru Einarsdóttur syngja í hlutverki
hinnar veraldarvönu Musettu, aðra
að byrja sinn feril, hina vanari. Góður
var einnig Viðar Gunnarsson sem
heimspekingurinn Colline, en ekki
heyrði ég Guðjón Óskarsson, þegar
hann söng hlutverkið, og er annar
tveggja nemenda minna sem sungið
hafa á sviði La Scala í Mílanó. Loks vil
ég geta Ólafs Kjartans Sigurðssonar í
hlutverki Schaunards. Hann skilaði
sínu mjög vel, bæði söng og ekki síður
leik, en á hann reynir í þessu hlut-
verki.
Ég sá sem sagt og heyrði næstum
alla söngvarana sem tóku þátt í upp-
færslu Óperunnar á La Bohéme. Þeir
stóðu sig með slíkri prýði að taka má
undir með auglýsendum íslensks
lambakjöts þegar þeir segja: Íslenskt,
já takk!
En hvenær fáum við hús sem hæfir
svona söngleikjum? Þótt ég dáist að
hugmyndaauðgi leikstjóranna í
Gamla bíói er ég orðinn þreyttur á því
að horfa á óperusýningar, sem eru í
eðli sínu stórar og glæsilegar, eins og
þeim hafi verið troðið ofan í sardínu-
dós. Ég var á fundi fyrir fjölmörgum
árum þar sem var hafin söfnun til
þess að byggja hús fyrir tónlist, þar
sem óperan myndi eignast framtíðar-
heimili. Nú skilst mér á blaðagreinum
sumra af frambærilegustu söngvur-
um Íslands að fyrirhugað hús eigi
ekki að hýsa óperuna. Það væri synd
og skömm, ef satt er. Mitt framlag til
söfnunarinnar væri þá fengið á röng-
um forsendum og svo væri um marga
fleiri. Óperan er búin að afplána nógu
mörg ár í Gamla bíói. Hún á það skilið
að komast í stórt og gott hús, þar sem
hún fær að njóta sín til fullnustu. Ég
vona að óperuáhugamenn á Íslandi
verði ekki sviknir um það.
SIGURÐUR DEMETZ FRANZSON
söngkennari.
Óperan þarf
betra hús
Frá Sigurði Demetz Franzsyni:
Sigurður
Demetz Franzson