Morgunblaðið - 04.07.2001, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
VIÐRÆÐUR samninganefnda
Þroskaþjálfafélags Íslands og samn-
inganefndar ríkisins sigldu í strand
hjá ríkissáttasemjara síðdegis í gær,
eftir að nokkuð hafði dregið saman
með deiluaðilum á mánudag. Gunnar
Björnsson, formaður samninga-
nefndar ríkisins, segir kröfur þroska-
þjálfa alltof háar, en Sólveig Steins-
son, formaður Þroskaþjálfafélagsins,
segir að ekki hafi verið komið til móts
við þroskaþjálfa. Næsti fundur hefur
verið boðaður 11. júlí.
Sólveig segir viðræðurnar hafa
strandað á launaliðnum. „Við teljum
raunhækkun heildarlauna ekki vera
nægjanlega,“ segir hún.
Þroskaþjálfar settu í upphafi fram
kröfu um 145 þúsund króna byrjun-
arlaun og segir Sólveig að til þessa
hafi ríkið boðið heildarhækkun sem
er langt fyrir neðan þær kröfur.
Gunnar segir að þroskaþjálfar
setji fram alltof miklar kröfur. Aðrir
háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn
hafi verið að semja um 104-108 þús-
und króna byrjunarlaun. Gunnar
bendir á að aðeins tæp þrjú ár séu
síðan þroskaþjálfanám fór á háskóla-
stig hér á landi. „Þau verða að horf-
ast í augu við að þau eru nýorðin há-
skólastétt og eru, þó að stór hluti
þeirra sé ekki með háskólapróf, að
gera kröfu til þess að allir verði settir
við sama borð,“ segir Gunnar.
„Við höfum boðið þeim sambæri-
legt launakerfi og aðrir háskólamenn
hafa samið um og við erum ekki til-
búnir til að bjóða þeim meira en öðr-
um háskólamönnum,“ segir Gunnar.
Sólveig segir að þroskaþjálfar séu
ósáttir við hversu mikill hluti af yfir-
vinnunni eigi að fara inn í dagvinnu-
launin í launakerfinu sem ríkið hefur
boðið. Gunnar segir aftur á móti að
þetta sé það sama og aðrir háskóla-
menn hafi samið um.
Sólveig segist hafa verið bjartsýn
eftir fundinn á mánudag. Hún segir
fátt gefa tilefni til bjartsýni nú og
segir að hún hafi ekki búist við að svo
langt yrði til næsta fundar.
Verkfallið bitnar á um ellefu
hundruð þroskaheftum einstakling-
um, sem annaðhvort missa þjónustu
alveg, eða að hluta til. Sólveig segir
að ástandið sé víða orðið mjög erfitt,
bæði fyrir einstaklingana og fjöl-
skyldur þeirra.
Fengu ekki greidd laun
Fimm þroskaþjálfar, sem starfa
hjá Landspítalanum – háskóla-
sjúkrahúsi og ekki hafa verkfallsrétt
sökum mikilvægis starfa þeirra, hafa
ekki fengið greidd laun fyrir störf sín
eftir að verkfallið hófst. Í frétt frá
þroskaþjálfum segir að ekki hafi
fengist skýr svör við hverju þetta
sæti og að launadeild sjúkrahússins
muni ekki leiðrétta þessi mistök fyrr
en 13. júlí nk.
Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfor-
stjóri spítalans og staðgengill for-
stjóra, segir að hugsanlega hafi mis-
tök verið gerð á launadeild sjúkra-
hússins og að sé svo verði því kippt í
liðinn samstundis.
Næsti fundur í deilu þroskaþjálfa og ríkisins eftir viku
Viðræður stranda
á launaliðnum
BANDARÍSK herflugvél af Hercul-
es-gerð flaug í sjónflugi í hringi
lágt yfir Skjálfandaflóa í gær.
„Þetta flug hefur eflaust ekki
fælt hvalina frá, en það hefur mik-
ið spillt fyrir upplifun manna í
skoðunarferðunum,“ sagði Heimir
Harðarson sem gerir út á hvala-
skoðunarferðir á Flóanum.
Heimir Már Pétursson, upplýs-
ingafulltrúi Flugmálastjórnar, seg-
ir að kvartað hafi verið yfir flugi
herflugvélarinnar í gær og einnig
sl. föstudag. „Við væntum þess að
fá skýringar frá varnarliðinu fyrir
helgi,“ sagði hann. Að sögn Heimis
þarf umrætt flug hvorki að vera
óleyfilegt né ólöglegt, en hins veg-
ar geti það verið hvimleitt fyrir
rekstur ferðaþjónustu á þessum
slóðum.
Morgunblaðið/Heimir
Bandaríska herflugvélin flaug lágt yfir Skjálfandaflóa í gær, en skammt
frá var bátur með erlenda ferðamenn í hvalaskoðunarferð.
Kvartað yf-
ir lágflugi á
hvalaslóð
sem ríkið fær við sölu á hlut sínum í
bönkunum verði ráðstafað áfram í
þágu landsbyggðarinnar með því að
styrkja fjárhag og útlánagetu
Byggðastofnunar,“ sagði Theodór að
auki í ræðu sinni.
Kristinn H. Gunnarsson, stjórnar-
formaður Byggðastofnunar, sagði
m.a. í sínu erindi að tregðu gætti við
að framfylgja skýrri stefnumörkun
Alþingis á flutningi ríkisstofnana út á
land. Beitt væri mótsagnakenndum
viðbárum. Þetta væri umhugsunar-
efni og gera yrði þá kröfu að staðið
væri við stefnu Alþingis og látið af
undanslætti og vífilengjum.
Unnið að mótun
nýrrar byggðaáætlunar
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra sagðist í samtali við Morg-
unblaðið vita af þeim vanda sem
Byggðastofnun stæði frammi fyrir og
skoða mætti aðgerðir í því sambandi.
BRÝN þörf er á að styrkja lánastarf-
semi Byggðastofnunar, að mati
Theodórs A. Bjarnasonar, nýs for-
stjóra stofnunarinnar, en ársfundur
Byggðastofnunar fór fram á Hótel
Selfossi í gær.
„Ásókn í lánsfé hefur ekki verið
meiri en nú og kemur þar m.a. til að
stærri fyrirtæki á landsbyggðinni eru
aftur farin að snúa sér til Byggða-
stofnunar. Þá er því ekki að leyna að
svo virðist sem bankarnir reyni að
komast hjá því að veita há lán til
langs tíma til fyrirtækja á smærri
stöðum,“ sagði Theodór og benti á að
lánsumsóknum hefði fjölgað um 23%
milli áranna 1999 og 2000, eða úr 248 í
305, og það sem af væri árinu væri
aukningin 26%. Áætlað er að aðeins
30-40% umsókna fái jákvæða af-
greiðslu og er lánsfé þessa árs sam-
kvæmt fjárheimildum þegar uppurið.
„Að mínu mati ætti það að liggja
beint við að hluta af þeim fjármunum
Hún sagði það reyndar orðum aukið
að bankarnir neituðu fyrirtækjunum
almennt um lán. Hún hefði gengið úr
skugga um það með fyrirspurn til
bankanna á liðnu ári. En hún sagðist
geta tekið undir það að hluta af sölu-
virði ríkisbankanna yrði varið til
stuðnings Byggðastofnun.
Hún flutti erindi á ársfundinum og
rakti þar nýjar áherslur stjórnvalda í
byggðamálum. Vinna við mótun
nýrrar byggðaáætlunar til ársins
2006 væri hafin með skipun verkefn-
isstjórnar og vinnuhópa. Vinnan mið-
aði að því að þróttmikil byggð gæti
þrifist í öllum landshlutum þar sem
það væri skylda hins opinbera að
stýra byggðaþróuninni eins og kostur
væri. Kallaði Valgerður þar m.a. eftir
samstarfi við sveitarfélögin, atvinnu-
lífið og fólk í menningarmálunum.
Hún sagði það til dæmis mikilvægt að
efla aðgang fólks á landsbyggðinni að
menntun.
Brýnt að stofnunin
fái aukið lánsfé
Forstjóri Byggðastofnunar á ársfundi á Selfossi í gær
BRÉFDÚFA sem merkt var á báð-
um fótum sást á Blönduósi í gær
og lék mörgum forvitni á að vita
hvernig stæði á veru hennar.
Að sögn Eggerts Snorrasonar,
áhugamanns um bréfdúfnarækt,
fór fram bréfdúfnakeppni á veg-
um Bréfdúfnafélags Reykjavíkur
um síðustu helgi frá Grímsstöðum
á Fjöllum, en þar um slóðir er
talsvert um fálka á hreiðrum.
„Það var mjög skýjað þegar
keppnin fór fram og þá eru dúf-
urnar lengi að finna réttu áttina.
Fálkar hafa því komist í hópinn
sem í framhaldinu tvístraðist um
allt land. Einhverjar dúfur komu
heim, en aðrar gáfust upp á flug-
inu og svo eru þær ekki vanar að
bjarga sér útivið,“ segir Eggert.
Því er mögulegt að dúfan á
Blönduósi nái að komast til síns
heima í Reykjavík eftir nokkra
daga, finni hún sér æti og geti
byggt sig upp fyrir flugið.
Ljósmynd/Jón Sigurðsson
Dúfan hvílir lúin bein á Blöndu-
ósi eftir langt flug frá Gríms-
stöðum á Fjöllum.
Fálki tvístr-
aði hópi
bréfdúfna
ÞÝSKUR ferðamaður, 34 ára að
aldri, lést í sundlauginni á Skógum
undir Eyjafjöllum seint á mánudags-
kvöld. Dánarorsök hefur ekki verið
staðfest. Tildrög slyssins hafa verið
tekin til rannsóknar hjá lögreglunni
á Hvolsvelli. Vinnueftirlit ríkisins og
Heilbrigðisnefnd Suðurlands að-
stoða við rannsóknina.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Hvolsvelli var maðurinn
ásamt unnustu sinni í sundlauginni
þegar slysið varð en engir aðrir voru
viðstaddir. Parið hafði komið hingað
til lands til að ganga í hjónaband og
voru gestir á Edduhótelinu á Skóg-
um en sundlaugin tilheyrir hótelinu.
Unnusta mannsins dvelur meðal
vina hérlendis.
Lést í sund-
lauginni á
Skógum
♦ ♦ ♦
ÞRÍR krókaleyfisbátar lögðu upp
frá Ísafirði í gærkvöldi ásamt móð-
urskipi til grálúðuveiða norður af
Ísafjarðardjúpi. Bátarnir, sem eru
allir undir sjö tonnum, ætla að
leggja línuna á um 500 metra dýpi
nyrst á Strandagrunninu og er
hugmyndin að leggja átta bala eða
fjögur þúsund króka í einu og hafa
ból á báðum endum.
Móðurskipið Stundvís, sem er í
raun aðeins 25 tonna rækjubátur,
verður með um 300 bala af beittri
línu og aukaolíubirgðir fyrir línu-
bátana. Á hverjum bátanna fjög-
urra er tveggja manna áhöfn og er
ætlunin að vera í tvo til þrjá daga.
Veiðibátarnir mega ekki landa í
móðurskipið, þar sem bannað er að
flytja afla milli skipa á sjó, og tak-
markast því veiðarnar við burðar-
magn bátanna en að sögn kunn-
ugra gætu þeir komið með allt að
sjö tonnum af grálúðu á bát ef allt
gengur vel og veður helst gott. Á
miðunum eru nú þrjár trillur úr
Bolungarvík í sínum öðrum róðri
en aflinn í fyrri róðrinum var um
eitt og hálft tonn á bát.
Til 1. september eru grálúðu-
veiðarnar utan kvóta hjá króka-
leyfisbátunum og eru sjómennirnir
að nýta síðustu möguleikana til
frjálsra veiða en mjög dræm veiði
er nú á hefðbundnum línuveiði-
svæðum Vestfirðinga.
Á miðin með móðurskipi
Ísafirði. Morgunblaðið.