Morgunblaðið - 21.07.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 21.07.2001, Síða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isMontgomerie áfram efstur á opna breska / B1 Breiðablik vann toppslaginn við KR / B2 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r21. j ú l í ˜ 2 0 0 1 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur dæmdi í gær Garðar Garð- arsson, 36 ára, í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið mann í kviðinn í Lækjargötu í ágúst á síðasta ári. Eftir árásina hljópst ákærði á brott en var handtek- inn skömmu síðar. Ríkissak- sóknari ákærði Garðar fyrir stórfellda líkamsárás sam- kvæmt 218. gr. almennra hegn- ingarlaga. Héraðsdómur dæmdi ákærða ennfremur til að greiða brotaþola um 500 þúsund krónur í skaðabætur. Ákærði á langan sakaferil að baki og afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm í fangelsinu á Litla-Hrauni fyrir ýmis brot. Hjördís Hákonardóttir hér- aðsdómari kvað upp dóminn. Kolbrún Sævarsdóttir sak- sóknari hjá ríkissaksóknara sótti málið en Hilmar Ingi- mundarson hrl. var verjandi ákærða. Dæmdur í tveggja ára fangelsi LANDSSÍMINN tilkynnti í gær breytingar og hækkanir á verðskrá í fastlínu- og farsímaþjónustu sem taka gildi 1. ágúst næstkomandi. Skv. upplýsingum Símans leiða breytingarnar til 2,4-3,1% hækkunar á meðalsímreikningi viðskiptavina Símans. Dagtaxti í almenna talsíma- kerfinu hækkar um 6 aura, úr 1,50 kr. í 1,56 kr. eða um 4%, kvöld-, næt- ur- og helgartaxti í talsímakerfinu hækkar um 7 aura, úr 0,78 í 0,85 kr. eða um 9% og upphafsgjald símtala í almenna kerfinu hækkar um 25 aura, úr 3,20 í 3,45 kr. eða um 7,8%. Fasta- gjald verður hins vegar óbreytt. Þá breytist verðskrá farsímakerf- isins á þann veg að í stað 10 sek- úndna upphafsgjalds kemur föst upphæð, ein króna innan sama kerfis og tvær krónur milli kerfa. Á það bæði við um GSM- og NMT-kerfin. Engar verðbreytingar verða hins vegar á Frelsisþjónustu Símans. Segja meðalsímreikning GSM- þjónustu hækka um 110 krónur Samkvæmt útreikningum Símans mun meðalsímreikningur heimil- anna í talsímaþjónustu hækka við þessa breytingu um 102 kr. á mánuði eða úr 4.333 kr. í 4.435 kr. Meðalsím- reikningur heimilanna vegna GSM- þjónustu hækkar um 110 kr. á mán- uði eða úr 3.585 kr. í 3.695 kr. skv. upplýsingum Símans. Á móti þessum hækkunum mun afsláttur í sparnaðarleiðinni Vinir & vandamenn innanlands hækka úr 10% í 15% og afsláttur í sparnaðar- leiðinni Vinir & vandamenn Internet breytist þannig að í stað stighækk- andi afsláttar, sem mestur var 20% eftir 30 mínútur, verður gefinn fast- ur 20% afsláttur eftir 10 mínútur. Að sögn Heiðrúnar Jónsdóttur, for- stöðumanns upplýsinga- og kynning- ardeildar Símans, eru þessar hækk- anir til komnar vegna hækkunar á rekstrarkostnaði sem að stórum hluta stafar af lækkun á gengi ís- lensku krónunnar. Gengisbreytingar og verðbólga hafi raskað áætlunum Símans. Hefur stjórn Símans ákveð- ið að bregðast við þessu á tvennan hátt, með lækkun rekstrarkostnaðar og hækkun á einstökum liðum þjón- ustunnar 1. ágúst. Með hagræðingu hefur kostn- aður minnkað um 185 millj. kr. „Þetta gerir að verkum að þessar hækkanir þurftu ekki að vera hærri en raun ber vitni,“ segir Heiðrún. Fyrr í þessum mánuði tók gildi hækkun gjalda símtala í farsíma til 17 Evrópulanda hjá Landssímanum, eða um 18 krónur á hverja mínútu. Var sú skýring gefin að þjónustu- gjöld erlendra símfyrirtækja hefði farið hækkandi. Heiðrún segir að sú hækkun sé þessum breytingum óvið- komandi, þar sem um tengigjöld hafi verið að ræða. Síminn lækkaði á sama tíma fast- línugjöld til sömu landa og segir Heiðrún að staðið hafi yfir breyting- ar á verðskrá Símans, sem sé stöð- ugt í endurskoðun. „Eftir þessar hækkanir eru tal- símagjöld á Íslandi enn sem áður langlægst af OECD-löndunum, og fjórðungi lægri en í því landi sem næst kemur, sem er Svíþjóð. Þegar skoðaður er meðalfarsímakostnaðar OECD-landanna er Ísland einnig lægst, en næsta land er Finnland,“ segir Heiðrún. Síminn breytir verðskrá talsímaþjónustu og farsímaþjónustu Meðalsímreikningur sagður hækka um 2,4-3,1 prósent HJÚKRUNARFRÆÐINGAR sem starfa hjá rík- inu hafa fellt kjarasamning sem undirritaður var 25. júní með tæpum 60% atkvæða, en tæp 70% félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. 67,2%, eða 1.188, greiddu atkvæði. 694, eða 58,8%, voru mótfallnir samningnum, en 479, eða 40,3%, voru honum fylgjandi. Auðir seðlar voru 15, eða 1,3%. Að sögn Herdísar Sveinsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, er mikill hugur í hjúkrunarfræðingum að bæta kjör sín og hvetja margir þeirra til þess að gripið verði til að- gerða. Munu hjúkrunarfræðingar m.a. ræða mögulegar aðgerðir á næstunni. Niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar kom Herdísi ekki á óvart eftir að hún hafði kynnt sér afstöðu almennra félags- manna til samningsins. ,,Ég bjóst við öðru þegar við undirrituðum samninginn, en ég var farin að heyra það mjög vel hjá hjúkrunarfræðingum að þeir voru ekki sáttir,“ sagði hún. Að sögn Herdísar eru hjúkrunarfræðingar eink- um óánægðir með grunnlaunin sem samið var um, lengd samningstímans og að ekki var samið um afturvirkni samningsins. „Hjúkrunarfræðingar sýndu mjög mikinn sam- hug þegar þeir fóru í tveggja daga verkfall í lok maí,“ segir Herdís. Fyrsti samningurinn sem félag hjúkrunarfræðinga fellir „Þetta er mjög afgerandi niðurstaða að mínu mati, ekki síst í ljósi þess að atkvæðagreiðslan fór fram um hásumar. Ég bjóst ekki við að þátttakan yrði svona góð en þetta er mesta þátttaka í at- kvæðagreiðslu sem verið hefur um kjarasamning [hjúkrunarfræðinga] og þetta er líka í fyrsta sinn sem samningur er felldur í félaginu,“ segir hún. Herdís segir að samninganefnd og stjórn félags- ins muni nú ráða ráðum sínum um framhaldið. ,,Við þurfum auðvitað að ræða við okkar viðsemjendur. Það er heilmikill hugur í hjúkrunarfræðingum og ég heyri það líka að hjúkrunarfræðingar eru mjög ábyrgðarfullir gagnvart sínum skjólstæðingum. Það er ekki hlaupið að því fyrir okkur að fara út í mjög stórar aðgerðir, en ég heyri samt hvatt til þeirra meðal margra,“ sagði hún. Gunnari Björnssyni, formanni Samninganefnd- ar ríkisins (SNR), kom á óvart að samningurinn var felldur. „Næstu skref eru að hitta þær og sjá hvað það var sem olli þessum viðbrögðum og hvort það sé hægt að bregðast við því,“ segir Gunnar. Hjúkrunarfræðingar hjá ríkinu felldu nýgerðan kjarasamning Ræða mögulegar aðgerðir til að knýja á um betri samning FRAMKVÆMDUM nálægt Litlu kaffistofunni við Suðurlandsveg er nú bráðum lokið. Verið er að breikka skeringarnar við veginn til að draga úr snjósöfnun á veginum. Framkvæmdir hófust síðastliðið haust og er að ljúka um þessar mundir. Að sögn Jóhanns Berg- manns hjá Vegagerðinni er ekki komin nein reynsla á notagildi framkvæmdanna sökum þess hversu lítið var um snjó síðasta vet- ur. Smávægilegar tafir hafa orðið vegna frosts og bleytu en verka- menn eru nú að vinna við frágang og sléttun. Verklok nálgast Morgunblaðið/Ásdís TILRAUNUM með DNA-próf á hvalkjöti og -rengi er lokið og er nú fátt því til fyrirstöðu að Norðmenn hefji útflutning á hvorutveggja. Er búist við því að hann hefjist á næstunni en talsmenn útflytjenda þrýsta mjög á um það og saka sjáv- arútvegsráðuneytið um að draga lappirnar í málinu. DNA-próf á hvalafurðum eru skilyrði þess að útflutningurinn verði leyfður. Sýni verða tekin úr dýrunum við löndun og svo aftur við útflutning, til að tryggja að varan sem flutt er út sé ekki veidd ólöglega. Erfið- lega hefur gengið að þróa próf- in en það hefur nú tekist og eru skekkjumörkin innan við 1%. 600 tonn í geymslum Stærstur hluti hvalrengisins verður fluttur út til Japans en um 600 tonn frá veiðum sl. þriggja ára eru í geymslum í Noregi. Alls hafa ellefu fyrir- tæki óskað eftir því að fá leyfi til útflutnings. Það sem nú er í vegi fyrir því að hann hefjist er að taka sýni úr þeim dýrum sem flutt verða út og svo að kauplöndin komi sér upp kerfi til að taka stikkprufur. Eru hvalveiðimenn orðnir mjög óþolinmóðir og saka Hánorður- samtökin stjórnvöld um að tefja málið, þar sem ekkert sé því til fyrirstöðu að hefja út- flutning. DNA-prófum á hval í Noregi lokið Útflutn- ingur hefst á næstunni Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.