Morgunblaðið - 21.07.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 21.07.2001, Síða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ..............á exem, á sólbruna, á brunasár.. ÞEIM fannst veðráttan heldur hryssingsleg hér á Fróni, frönsku unglingunum sem voru að gera sig klára í kappsiglingu um Sundin blá þegar Morgunblaðið hitti þau við smábátahöfnina í Reykjavík í gær. Þau eru stödd hér á landi á vegum Siglingasambands Íslands, en síð- ustu þrjú sumur hafa íslenskir og franskir unglingar skipst á heim- sóknum til að sigla og kynnast landi og þjóð. Jafnstór hópur íslenskra unglinga fór til vesturstrandar Frakklands í sömu erindagjörðum fyrr í þessum mánuði. Frönsku ung- lingarnir koma frá héraðinu Char- ente-Maritime á vesturströnd Frakklands þar sem siglingar eru mjög vinsælar. Krakkarnir, sem eru á aldrinum 13-16 ára, hafa ekki verið sér- staklega heppnir með veður þar sem mikið hefur rignt á höfuðborg- arsvæðinu þessa vikuna, þótt veðrið hafi verið ágætt til siglinga í gær. Þó sögðu krakkarnir að veðrið hér hafi örugglega verið betra en heima hjá þeim, þar sem miklar rigningar hafi verið í Frakklandi að undanförnu. „Veðrið hérna á sumrin er eins og vetrarveður hjá okkur, eða vor- veður þegar best lætur,“ sögðu þau. Krakkarnir sögðu að ferðin hafi verið frábær til þessa. „Við erum bú- in að borða fullt af pizzum,“ sagði einn strákurinn og stelpa bætti við, að frábært hafi verið að fara í sund í rigningunni, hún hefði aldrei látið sér detta í hug að það væri hægt að fara sund í rigningu, en vera samt heitt.Á morgun fara krakkarnir í Bláa lónið og á Geysissvæðið. Búin að borða fullt af pizzum Morgunblaðið/Arnaldur SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra, sem er stödd á ráðherra- fundi aðildarríkjaþings Loftslags- samnings Sameinuðu þjóðanna, segist vera hæfilega bjartsýn um að samkomulag náist á fundinum um Kyoto-bókunina. „Best væri að við næðum samn- ingi, það er ekki útilokað en ég tel ekki rétt að vera að giska á núna hver niðurstaðan verður á þessum fundi,“ segir Siv. Þegar Morgunblaðið náði tali af Siv síðdegis í gær, sagði hún erfitt að meta gang samningaviðræðn- anna þar sem hinar eiginlegu samningaviðræður væru nýhafnar. Á fundinum er tekist á um stóru línurnar í því hvernig Kyoto-bók- unin verður útfærð, og verða mál- efni Íslands því ekki sérstaklega rædd. Íslendingar miðla málum Helsti ágreiningurinn stendur að sögn Sivjar um bindingu kolefnis í gróðri, þar sem stóru ríkin hafa mikilla hagsmuna að gæta. Siv seg- ir að íslenska sendinefndin hafi leikið lykilhlutverk í þeim málum þar sem Halldór Þorgeirsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðu- neytinu, sé einn af fremstu sér- fræðingum heims hvað bindingar- málin varðar og að sérstaklega hafi verið leitað til Íslendinga til að miðla málum. „Aðallega er verið að ræða um hversu mikið er hægt að binda í skógrækt og hvernig eigi að standa að því. Bindingin hleypur á 160 milljónum tonna, eftir því hvaða að- ferðir eru notaðar við útreikninga,“ segir Siv. Hún segir að ákveðin ríki telji sig þurfa að fá ákveðið mörg tonn af losun út úr bindingunni til þess að geta staðið við samninginn. Einnig rætt um þróunaraðstoð Einnig er rætt um þróunarað- stoð sem iðnríki munu veita þróun- arlöndunum svo þau geti dregið úr mengun. Siv segir að rætt sé um að árlega þurfi að leggja um einn milljarð Bandaríkjadala í þessa að- stoð frá árinu 2005. Tekist sé á um hvaða skilyrði þróunarríki þurfi að uppfylla til að fá úr sjóðnum og hvort iðnríkin eigi að vera skyldug til að greiða í sjóðinn eða hvort framlögin eigi að vera frjáls. Einnig er rætt um sveigjanleika- ákvæðin, að sögn ráðherra. Hvaða skilyrði ríki þurfa að uppfylla áður en þau geti farið að kaupa og selja kvóta á útblástur gróðurhúsaloft- tegunda. Sömuleiðis verður rætt hvernig ríkjum verði refsað standi þau ekki við ákvæði samningsins. George W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur hafnað Kyoto-bókuninni og segir Siv að ríkin leggi mikið upp úr því að útbúa samninginn þannig að Bandaríkjamenn geti gengið inn í hann síðar, en 25% af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum koma frá Bandaríkjun- um. „Eftir yfirlýsingar Bush má segja að talsverður óróleiki hafi orðið á vettvangi Kyoto-samnings- ins því ríki heims hafa unnið að þessum samningi í mörg ár og er búið að leggja mikla vinnu í hann,“ segir Siv. Aðild þeirra ríkja, sem losa 55% gróðurhúsalofttegunda í heiminum, þarf til að samningurinn taki gildi. Næsta aðildarríkjaþing verður haldið í Marrakech í Marokkó í nóvember nk. og segir Siv að náist ekki samkomulag nú megi ekki leggja árar í bát, heldur verði að freista þess að ná samkomulagi í Marokkó. Umhverfisráðherra á framhaldsfundi um Kyoto-bókunina í Bonn Það er ekki útilokað að við náum samkomulagi Í GÆR kviknaði í jeppabifreið við Narfastaðamela að sögn lög- reglunnar í Borgarnesi. Öku- maður bifreiðarinnar náði, með hjálp annarra vegfarenda, að slökkva eldinn og forða þannig bílnum frá algerri eyðileggingu. Eldurinn kom upp í vélar- rúmi bílsins en lögregla telur hann hafa átt upptök sín í raf- kerfi. Ekki urðu meiðsl á fólki en bíllinn mun vera nokkuð mikið skemmdur en þó ekki ónýtur. Vegfar- endur hjálpuðu til TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflug- velli handtók mann með eitt kíló af hassi á þriðjudagskvöld. Maðurinn, sem er fæddur árið 1967, var þá að koma frá Kaupmannahöfn. Við toll- leit kom í ljós að hann hafði límt hass- plötur á líkama sinn. Við yfirheyrslur hjá lögreglu sagði maðurinn efnið ætlað til eigin nota og telst málið vera upplýst. Ásgeir Karlsson, hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík segir að nokkur aukning hafi orðið á smærri málum þar sem reynt er að smygla hassi til landsins. Hann segir það bera vott um góðan árangur lögreglu og tollayfirvalda að lítið virðist vera um efnið í landinu og mun verðið hafa hækkað í samræmi við það. Hann segir grammið af hassi nú ganga kaupum og sölum á bilinu 3.500-5.000 krónur í stað 1.500 króna áður. Fleiri reyna að smygla minna magni Handtekinn með eitt kíló af hassi VIÐGERÐ er lokið á þyrlu Land- helgisgæslunnar TF-SIF, sem varð fyrir skemmdum á flugi yfir Snæ- fellsnesi fyrir tæplega tveimur mánuðum. Þyrlunni var reynslu- flogið í gær og er komin í notkun á ný. Að sögn Halldórs Nellet, yfir- manns gæsluframkvæmda hjá Landhelgisgæslunni, tók lengri tíma að gera við þyrluna en áætlað var, því erfiðlega gekk að útvega varahluti. En nú sé hún tilbúin til notkunar og að strax verði byrjað að senda hana í útköll. Segir hann að búist sé við því að kostnaður við viðgerðina verði í heild um 55 millj- ónir króna. Halldór segir mjög mikla ánægju með það innan Landhelgisgæslunn- ar að þyrlan sé komin í lag og að líklega verði TF-LÍF hvíld um skeið og sett í viðhald, enda hafi mikið mætt á henni undanfarið. Morgunblaðið/Jim Smart Búist er við að kostnaður við viðgerðina verði um 55 milljónir króna. TF-SIF í notkun á ný SKIPULAGSSTOFNUN hefur borist tillaga að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum af lagn- ingu Sultartangalínu 3, sem er 420 kV háspennulína sem leggja á frá Sultartanga að Brennimel. Landsvirkjun hyggst leggja há- spennulínuna frá tengivirki við Sultartangastöð að aðveitustöð Landsvirkjunar á Brennimel á Hvalfjarðarströnd. Línan verður byggð sem 420 kV lína, en hún verður í fyrstu rekin á 245 kV spennu. Um er að ræða stálmastra- línu sem verður alls rúmlega 120 km löng, skv. upplýsingum Lands- virkjunar. Í frétt frá Skipulagsstofnun í gær kemur fram að allir sem áhuga hafa geta kynnt sér tillöguna og lagt fram skriflegar athugasemdir til 30. júlí nk. hjá Skipulagsstofn- un. Er stefnt að því að ákvörðun stofnunarinnar um tillögu fram- kvæmdaraðila að matsáætlun muni liggja fyrir 17. ágúst næstkomandi. 120 km háspennulína frá Sultartanga Matsáætlun vegna umhverfisáhrifa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.