Morgunblaðið - 21.07.2001, Síða 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í SUMARBÚSTAÐNUM jafnast
ekkert á við að slaka á eða að
bregða á leik í heitum potti. Unga
kynslóðin er þar engin undantekn-
ing en á myndinni eru þær Berg-
lind, Melkorka, Lilja og Karen í
sumarbústað í Borgarfirði á dög-
unum.
Morgunblaðið/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Slappað af í
heita pottinum
LANDHELGISGÆSLAN eyddi í
fyrrakvöld djúpsprengju með full-
virku sprengiefni sem Sæmundur
HF-85 fékk í veiðarfærin í Jökul-
djúpi á fimmtudaginn. Í tilkynningu
frá Landhelgisgæslunni segir að
sprengjan hafi verið tekin í land í
Keflavík og henni eytt við Stapafell
um klukkan hálf tólf í fyrrakvöld.
Sigurður Ásgrímsson, deildar-
stjóri tæknideildar Landhelgisgæsl-
unnar, segir að sprengjan hafi verið
bresk og búið um hana eins og til
flutninga. Ekki hafi verið virkur
kveikibúnaður á henni. Hann segir
því minni hættu hafa stafað af
sprengjunni en ella, en hún sé þó
alltaf nokkur því með aldrinum geti
sprengiefni orðið ótryggara og jafn-
vel dygði þungt högg til að koma af
stað sprengingu. „Djúpsprengjur af
þessu tagi eru með því hættulegra
sem menn geta fengið í veiðarfærin
sín ef þær eru með öllu tilheyr-
andi,“ sagði Sigurður og bætti við
að sprengikraftur sprengjunnar
sem Sæmundur fékk í veiðarfæri
sín jafnaðist á við 250 kíló af dýna-
míti.
Djúpsprengju
eytt við
Stapafell
Evrópumeistari JC í ræðumennsku
Keppir á
heimsþingi JC
NÝLEGA sigraðiIngimundur K.Guðmundsson í
ræðukeppni á Evrópu-
þingi Junior Chamber í
Tampere í Finnlandi.
Þetta er í fimmta skipti á
sex árum sem Ísland á
Evrópumeistara í þessari
keppni. Ingimundur var
spurður hvers vegna ís-
lenskum keppendum
gengi svona vel í þessari
keppni.
„Tvær ástæður get ég
nefnt fyrir því, í fyrsta lagi
höfum við nokkuð góða
þjálfun í ræðumennsku
héðan að heiman og einnig
er enskukunnátta okkar
Íslendinga talsvert góð.“
– Í hverju er keppt?
„Keppt er í að halda 5 til
7 mínútna ræðu um efni
sem er ákveðið af heims-
stjórn JC og tengist slag-
orðum heimsstjórnar eða heims-
forseta. Slagorðið nú er:
Frumkvöðlar í verki.“
– Um hvað ræddir þú í ræðu
þinni?
„Ég fjallaði fyrst um sögu JC,
tók svo starf mitt hjá Tali sem
dæmi um frumkvöðulsstarf og
ræddi síðan í lokin um þá þjálfun
sem við hljótum hjá JC og hvernig
hægt sé að nota hana til að auka
frumkvæði hjá fólki.“
– Voru margir sem tóku þátt í
keppninni?
„Það voru tíu keppendur, einn
frá hverju Norðurlandanna, þá
voru þrír fulltrúar enskumælandi
þjóða og tveir frá Suður-Evrópu.“
– Hvers vegna er þetta slagorð-
ið í ár?
„Þetta er í raun og veru slag-
orðið fyrir heimshreyfingu JC
næstu ár. Þetta er uppbygging-
arslagorð ef svo má segja og mið-
ar að hvatningu til manna um að
breyta heiminum til hins betra.
Heimsforsetinn orðar þetta þann-
ig: Stuðlum að friðsælu árþús-
undi.“
– Er JC-hreyfingin vaxandi
hreyfing?
„Hún hefur staðið nokkuð í stað
síðustu tvö árin, enda samkeppni
við aðra afþreyingu mikil, en við
höfum uppi áætlanir um að auka
starfsemina og þar með félaga-
fjöldann í framtíðinni. Nú starfa
innan JC á Íslandi um 170 manns,
en um 400 þúsund manns á heims-
mælikvarða. JC er starfandi í all-
flestum löndum í heiminum, JC er
t.d. mjög sterkt í Asíu. Á heims-
þingi JC hittir maður fólk frá hin-
um ólíkustu löndum. Það er fróð-
legt að hitta fólk frá hinum
fjölbreytilegustu menningarheim-
um. Auðvitað heyrir maður alltaf
fréttir hér, en þegar maður hittir
fólk augliti til auglitis fregnar
maður ýmislegt sem aldrei er sagt
frá í fréttatímum.“
– Hvers vegna er þjálfun í
ræðumennsku svona mikið atriði
hjá JC?
„Vegna þess að ræðumennska
er grunnur að því að geta komið
fyrir sig orði, hvort
sem er í ræðupúlti, við
hvers konar þjálfun
eða bara á fundum á
vinnustað.“
– Hvert er megin-
markmið JC?
„Þetta er stjórnþjálfunarhreyf-
ing, markmiðið er að þjálfa upp
stjórnunarhæfileika í fólki.“
– Hvernig atvikaðist það að þú
fórst að taka þátt í þessu starfi?
„Ég fór á kynningarfund hjá JC
fyrir fjórum árum og leist svo vel
á það sem ég heyrði og sá að ég
gekk til liðs við hreyfinguna ári
síðar eða 1998.“
– Hvað annað en ræðumennsku
hefur þú þjálfað hjá JC?
„Til dæmis hef ég lært ýmislegt
um skipulagsvinnu, hvað sé nauð-
synlegt til að koma verkefni áfram
frá hugmynd til framkvæmda. Oft
fá menn góða hugmynd og jafnvel
hrinda henni í framkvæmd en
gleyma svo að fylgja henni eftir.
Eftirfylgni er mjög nauðsynleg og
einnig að læra af því sem gert er,
bæði því sem heppnast og hinu
sem miður fer.“
– Hvað leiðir af sigri þínum í
ræðukeppni á Evrópuþingi JC?
„Ég fæ keppnisrétt á heims-
þingi og keppi þar fyrir hönd Evr-
ópu. Þar eru aðeins fjórir kepp-
endur, einn frá Evrópu, einn frá
Asíu, Ástralíu og Nýja-Sjálandi,
einn frá Afríku og einn frá Norð-
ur- og Suður-Ameríku.“
– Veistu hvað fjallað verður um
í keppninni?
„Já, það verður fjallað um sama
efni: Frumkvöðlar í verki (Ent-
repreneus in action). Venjulega er
fólk með sömu ræðuna og það
flutti í undankeppninni.“
– Fórstu með ræðuna skrifaða
út til Finnlands?
„Já, maður fær tækifæri til að
skrifa ræðuna sína fyrirfram, sem
ég nýtti mér, en það eru þó ekki
allir sem nýta sér þetta, sumir tala
blaðalaust.“
– Eruð þið ekki þjálfuð í að
halda óundirbúnar ræður?
„Jú, ég hef keppt á Evrópuþingi
og heimsþingi í svokallaðri rök-
ræðukeppni. Þar er undirbún-
ingstími 15 mínútur
eftir að maður fær fyrst
að heyra efnið. Tveggja
manna lið keppa, annar
flytur tvisvar sinnum 3
mínútna ræðu og hinn
eina slíka ræðu. Við er-
um farin að þjálfa fólk sérstaklega
fyrir þessa keppni. Við höldum
hér á Íslandi ræðukeppnir sem
samsvara þessum erlendu JC-
keppnum.“
– Hvenær ferðu í heimskeppn-
ina?
„Heimsþingið verður haldið í
byrjun nóvember í Barcelona á
Spáni.“
Ingimundur K. Guðmundsson
Ingimundur K. Guðmundsson
fæddist 12. ágúst 1970 í Reykja-
vík. Hann lauk stúdentsprófi frá
Verslunarskóla Íslands 1990.
Hann hefur starfað hjá Visa í 6
ár og sem kerfisfræðingur hjá
Tali frá því að það fyrirtæki tók
til starfa. Ingimundur hefur tek-
ið þátt í félagsmálum, einkum á
vettvangi JC á Íslandi þar sem
hann gegnir nú starfi forseta JC í
Garðabæ og Kópavogi. Ingi-
mundur á dótturina Rakel Rós.
Fulltrúi Evr-
ópu í ræðu-
keppni á
heimsþingi JC