Morgunblaðið - 21.07.2001, Side 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
RÍKISENDURSKOÐUNhefur kallað eftir gögnumsem varða fjármála- ogumsýslustörf Árna John-
sen alþingismanns í fleiri nefndum og
ráðum en í byggingarnefnd Þjóðleik-
hússins. Þannig hefur nú verið kallað
eftir bókhaldi byggingarnefndar
Þjóðhildarkirkju í Brattahlíð á Græn-
landi og vegna byggingar stafkirkju í
Vestmannaeyjum, en í báðum tilvik-
um var Árni Johnsen formaður bygg-
ingarnefndar.
Páll Brynjarsson, sem var fram-
kvæmdastjóri Vest-norræna þing-
mannaráðsins á byggingartíma Þjóð-
hildarkirkjunnar í Brattahlíð, segir
að Árni Johnsen hafi sem formaður
byggingarnefndar samþykkt alla
reikninga nefndarinnar og haft með
höndum prókúru. Þá hafi honum ver-
ið afhent bókhald vegna fram-
kvæmdanna eftir vígslu kirkjunnar,
en það hafi þó ekki enn verið endur-
skoðað. Talið er að kostnaður við
framkvæmdir í Brattahlíð hafi verið á
milli 70 og 75 milljónir króna, en
kostnaður við móttöku norskrar staf-
kirkju til Vestmannaeyja og upp-
byggingu á Skansinum var af hálfu
ríkisins um 56,8 milljónir.
Sigurður Þórðarson ríkisendur-
skoðandi staðfesti við Morgunblaðið í
gær að kallað hefði verið eftir bók-
haldi beggja þessara byggingar-
nefnda, enda væri ætlunin að fá
yfirsýn yfir öll störf Árna Johnsen al-
þingismanns í opinbera þágu á
undanförnum árum.
„Við tökum fyrir öll viðfangsefni
þingmannsins á undanförnum árum
og erum að viða að okkur
gögnum þessa dagana og
hefja rannsóknina,“ sagði
Sigurður.
Ríkisendurskoðandi seg-
ir að starfsfólk stofnunar-
innar hafi verið að koma úr fríum og
samstundis verið munstrað í rann-
sóknina, enda leggi hann áherslu á að
hraða henni eins og kostur sé.
„Þetta tekur einhvern tíma, en
þetta er ekkert áhlaupaverk og við
stefnum á að ljúka þessari vinnu í
ágústmánuði,“ sagði hann.
Ekkert útboð vegna
Brattahlíðarverkefnisins
Ákveðið var á ársfundi Vest-nor-
ræna þingmannasambandsins á fundi
í Færeyjum árið 1995 að hefja und-
irbúning þess að minnast landa-
fundanna árið 1000 með uppbygg-
ingu sögulegra menja á Grænlandi.
Var m.a. ákveðið að reisa kirkju í
Brattahlíð við Eiríksfjörð, sem nú
heitir Qassiarsuk, þar sem Eiríkur
rauði nam land í Grænlandi. Þaðan
sigldi Leifur heppni sonur hans fyrir
1000 árum þegar hann fann Ameríku
og þar lét Þjóðhildur kona Eiríks
reisa fyrstu kristnu kirkjuna í
Ameríku.
Var ákveðið að kenna kirkjuna við
Þjóðhildi en reisa um leið endurgerð
af skála Eiríks skammt frá rústum
hinna sögulegu mannvirkja.
Hin nýju mannvirki í Brattahlíð
voru vígð við hátíðlega athöfn um
miðjan júlí í fyrra og afhenti þá Árni
Johnsen sem formaður byggingar-
nefndar Jonathan Motzfeldt, for-
manni grænlensku landstjórnarinn-
ar, lyklavöldin.
„Ég heyri sérfræðinga hér segja að
þetta séu fallegustu hús í þessum
norræna stíl sem til eru í heiminum.
Það hefur kostað mikla vinnu þar sem
nostrað hefur verið við hverja fjöl og
planka,“ sagði Árni m.a. af þessu til-
efni við Morgunblaðið, en bygging-
arnar kostuðu rúmar 70 milljónir
króna. Íslenska ríkið og grænlenska
landstjórnin greiða um tvo þriðju
hluta kostnaðar en norrænir sjóðir og
ýmsir aðrir afganginn.
Páll Brynjarsson, fv. fram-
kvæmdastjóri Vest-norræna ráðsins,
kom mjög að framkvæmdunum í
Bröttuhlíð og hafði mikil samskipti
við Árna Johnsen vegna þeirra.
„Árni var fulltrúi ráðsins í bygg-
ingarnefnd og formaður hennar. Auk
þess áttu í henni sæti þrír fulltrúar
grænlensku landstjórnarinnar,“ seg-
ir Páll.
Hann bendir á að Árni Johnsen
hafi óskað eftir því vorið 1999 að opn-
aður yrði reikningur í nafni bygging-
arnefnarinnar. „Vest-
norræna ráðið stóð í
raun fyrir þessum fram-
kvæmdum og notuð var
kennitala ráðsins. Árni
óskaði jafnframt eftir
því að ég sem starfsmaður ráðsins
myndi hafa umsjón með þessum
reikningi og úr varð að Árni sem for-
maður hafði samband við mig sem
starfsmann ráðsins og óskaði eftir því
að ég greiddi eða millifærði reikninga
þá sem bárust.“
Páll segir að sjálfsagt hafi um 98%
reikninganna verið frá Ístaki, enda
hafi fyrirtækið verið verktaki við
framkvæmdina sem slíka. Hann segir
að sér hafi ekkert þótt óeðlilegt við
þetta fyrirkomulag.
Ekkert útboð fór fram í tengslum
við Brattahlíðarverkefnið, heldur var
samið við Ístak um verkið. Páll segist
ekki þekkja nákvæmlega hvernig
staðið hafi verið að samningnum, en
Árni hafi skrifað undir hann og sömu-
leiðis framkvæmdastjóri Ístaks.
„Árni sá um þessar framkvæmdir
að miklu leyti og ég held að menn hafi
bara verið mjög sáttir við það, vegna
þess að hann gerði þetta af miklum
krafti, stýrði byggingarnefndinni og
hélt utan um alla stjórnartaumana.“
Páll hætti sem framkvæmdastjóri
ráðsins á síðasta ári og varð þá að
samkomulagi milli hans og Árna
Johnsen að Árna yrði falin varsla
bókhaldsgagna vegna fram-
kvæmdanna. „Þessi mappa sem hafði
að geyma bókhald verkefnisins var
fengin formanninum, enda hafði verið
um það talað. Auðvitað stóð til að láta
endurskoða allt bókhaldið eftir vígslu
Brattahlíðar, en þessu verkefni er
bara ekki lokið enn og um það snýst
málið. Það er ekki búið að greiða
reikninginn við Ístak og byggingar-
nefnd er enn í dag, að því er ég best
veit, að reyna að útvega nokkrar þær
milljónir sem vantar til að klára
dæmið. Það hafði alltaf verið um það
rætt, að um leið og búið væri að klára
þetta dæmi, þá færi allt í endurskoð-
un,“ segir Páll ennfremur.
Hann segist ekki muna eftir nein-
um færslum í bókhaldinu sem vakið
hafi hjá honum spurningar og kallað
eftir frekari skýringum. „Ég man
ekki eftir neinu slíku,“ segir hann.
Steingrímur J. Sigfússon, alþingis-
maður og formaður Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs, sat í
stjórn Vest-norrænu þingmannasam-
takanna árið 1995 þegar ákvörðun
var tekin um að ráðast í framkvæmd-
irnar í Bröttuhlíð. Hann vék síðan úr
stjórn og fór yfir í Norðurlandaráð
þetta sama ár og var því ekki einn
þeirra sem kom að ákvarðanatöku.
„Ég var eingöngu til
staðar þegar málum var
hreyft í upphafi og studdi
þessar hugmyndir heils-
hugar,“ segir hann. „Mig
tekur mjög sárt ef þetta
góða samstarf Íslands, Færeyja og
Grænlands og þetta verkefni, sem er
að mörgu leyti til sóma, þarf einnig að
lenda í hremmingum af því að óvenju-
lega hafi verið að því staðið.“
Steingrímur kveðst undrandi á að
verkefnið hafi ekki verið boðið út á
sínum tíma, en leggur áherslu á að
fjármálaumsýsla vegna Brattahlíðar-
verkefnisins sé aðeins til skoðunar og
ekkert liggi fyrir um að eitthvað
óhreint hafi verið þar á ferðinni.
„Þessi stjórnsýsla hlýtur að kalla á
margar spurningar og ég undra mig á
því sem komið hefur í ljós. Ég veit
ekki annað en þegar Alþingi ákveður
fjárframlög til einstakra verkefna, að
lögð sé áhersla á að útvega greinar-
gerðir og að öllum reglum um upp-
gjör og skilagreinar sé fylgt. Þess
vegna koma þessar fréttir mér af-
skaplega spánskt fyrir sjónir,“ segir
Steingrímur.
Móttaka stafkirkjunnar
kostaði 56,8 milljónir
Norsk stjórnvöld ákváðu fyrir
nokkrum árum að gefa stafkirkju í
tilefni af 1000 ára afmæli kristnitöku
á Íslandi og var henni valinn staður í
Vestmannaeyjum. Kirkjan sjálf var
smíðuð í Noregi, en undirstöður og
annað því tengt hér á landi.
Árni Johnsen var forgöngumaður
um að stafkirkjunni skyldi valinn
staður í Vestmannaeyjum og hann
var skipaður formaður byggingar-
nefndar kirkjunnar skv. erindisbréfi
forsætisráðherra frá 7. mars 1999.
Með honum í nefndinni voru Skarp-
héðinn B. Steinarsson, frá forsætis-
ráðuneytinu, Guðni Ágústsson al-
þingismaður, Guðjón Hjörleifsson,
bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, og
Kristján Björnsson, sóknarprestur í
Eyjum. Guðni vék sæti í nefndinni er
hann tók við ráðherraembætti og við
starfi hans tók Ármann Höskuldsson
forstöðumaður.
Þær upplýsingar fengust í forsæt-
isráðuneytinu að framkvæmdir við
stafkirkjuna hafi verið hluti af um-
fangsmiklum endurbótum á Skansin-
um í Vestmannaeyjum. Aðrar fram-
kvæmdir, svo sem endurgerð
Landlystar og hafnarkantur, hafi
verið á forræði Vestmannaeyjabæjar
og þar sem svæðið myndi eina heild
hafi byggingarnefndin ákveðið að
dagleg umsjón framkvæmda skyldi
vera í höndum bæjaryfirvalda.
Byggingarnefndin hafði með alla
ákvarðanatöku að gera
um fyrirkomulag fram-
kvæmda og ráðstöfun
fjárheimilda, að því er
Guðmundur Árnason,
skrifstofustjóri í forsætis-
ráðuneytinu, tjáði Morgunblaðinu.
Hann sagði einnig að bæjartækni-
fræðingur Vestmannaeyjabæjar
hefði haft eftirlit með framkvæmdum
og áritað reikninga sem síðan voru
sendir aðalskrifstofu forsætisráðu-
neytisins til samþykktar og greiðslu.
Upphafleg kostnaðaráætlun, sem
gerð var í ársbyrjun 1998, var 38
milljónir króna. Endurskoðuð kostn-
aðaráætlun í ársbyrjun árið 2000 var
52,5 millj. kr. Heildarkostnaður við
framkvæmdina nam 56,8 millj. kr., en
það er 8% yfir endurskoðaðri kostn-
aðaráætlun og um 49% meira en upp-
haflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.
Unnið er að gerð skilagreinar fyrir
verkefnið.
Kallað eftir gögnum
um Brattahlíð og Eyjar
Morgunblaðið/RAX
Árni Johnsen afhendir Jonathan Motzfeldt lykilinn að Þjóðhildarkirkju í júlí í fyrra.
Ríkisendurskoðun
hyggst hraða rannsókn
á fésýslu Árna Johnsen
og ljúka henni í næsta
mánuði, skrifar Björn
Ingi Hrafnsson. Árni
Johnsen var formaður
byggingarnefnda Þjóð-
hildarkirkju í Brattahlíð
á Grænlandi og staf-
kirkjunnar í Vest-
mannaeyjum og hefur
Ríkisendurskoðun kall-
að eftir gögnum um báð-
ar framkvæmdirnar.
bingi@mbl.is
Áætlað að ljúka rannsókn á fjármálaumsýslu Árna Johnsen fyrir lok ágúst
Þessi stjórn-
sýsla kallar á
spurningar
Sárt ef þetta
verkefni lendir
í hremmingum
FORSETA Alþingis hafði í gær
ekki borist bréf frá Árna Johnsen
um að hann segði af sér þing-
mennsku, líkt og hann tilkynnti sl.
fimmtudag. Búist er við að bréfið
komi eftir helgi, samkvæmt upplýs-
ingum á skrifstofu Alþingis en bæði
forseti, skrifstofustjóri og aðstoðar-
skrifstofustjóri þingsins voru í fríi í
gær.
Samkvæmt lögum um þingfarar-
kaup og þingfararkostnað alþingis-
manna frá árinu 1995 á þingmaður
rétt á biðlaunum er hann lætur af
þingmennsku. Hafi þingmaður setið
í tvö kjörtímabil eða lengur á hann
rétt á sex mánaða biðlaunum en
þriggja mánaða biðlaunum ef þing-
setan nær aðeins yfir eitt kjörtíma-
bil. Samkvæmt þessu á Árni rétt á
sex mánaða biðlaunum, þar sem
hann var á miðju sínu fjórða kjör-
tímabili sem aðalmaður á þingi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn á Suðurlandi
þegar hann tilkynnti afsögnina.
Venjan hefur verið sú að þing-
menn, sem látið hafa af þing-
mennsku, hafa þurft að óska sjálfir
eftir biðlaunum, hvort sem það er á
miðju kjörtímabili eða að því loknu.
En í fyrrgreindum lögum segir að ef
vafi leiki á um rétt þingmanns til
biðlauna eða annarra kjara sam-
kvæmt lögum þurfi forsætisnefnd
þingsins að skera úr. Nokkur for-
dæmi eru fyrir því að þingmenn,
sem látið hafa af störfum á miðju
kjörtímabili, hafa nýtt sér réttinn til
biðlauna.
Á rétt á
sex mán-
aða bið-
launum
Afsagnarbréf Árna
Johnsen hefur ekki
borist forseta Alþingis
RÍKISSAKSÓKNARI, Bogi Nils-
son, segir að þau tilvik í störfum
Árna Johnsen sem formanns bygg-
ingarnefndar Þjóðleikhússins, sem
fram hafa komið opinberlega og Árni
viðurkennt að hafa komið nærri, gefi
sér næg tilefni nú þegar til að mæla
fyrir um lögreglurannsókn. Emb-
ættið vilji þó doka við þar til Rík-
isendurskoðun sé lengra á veg komin
í sinni athugun á umsýslu Árna og
afsögn hans sem þingmanns breyti
engu í þeim efnum.
Bogi segir að hins vegar verði ekki
beðið þar til Ríkisendurskoðun hefur
lokið heildarathugun á umsýslu-
störfum Árna. Fylgst sé með fram-
vindu athugunar Ríkisendurskoðun-
ar í óformlegum samskiptum
embættanna og ljóst sé að reynt
verði að hraða afgreiðslu málsins
eins og kostur er, sér í lagi varðandi
þau atvik sem hafa verið mest í um-
ræðunni.
„Til þess að hafa frumkvæði að
lögreglurannsókn þarf að liggja fyrir
grunur um að refsiverð háttsemi hafi
verið framin. Í mínum huga liggur
málið þannig fyrir að því er varðar
þrjú tilvik sem fjallað hefur verið
rækilega um í fjölmiðlum. En ég tel
þó rétt að doka við um stund á meðan
Ríkisendurskoðun er að safna gögn-
um út af þessum tilvikum og fara yfir
þau,“ segir Bogi.
Næg tilefni
til að mæla
fyrir um
lögreglu-
rannsókn
Ríkissaksóknari um
mál Árna Johnsen
♦ ♦ ♦