Morgunblaðið - 21.07.2001, Page 11

Morgunblaðið - 21.07.2001, Page 11
Ljósmynd/Michael Joseph Myndin er tekin í þorpi rétt fyrir utan Madurai. Þar heimsóttu Kjartan Jónsson og Jóhanna Haraldsdóttir, félagar í Vinum Indlands, fátækar fjölskyldur sem þegið hafa stuðning vegna skólagöngu barna sinna. „Þá tók íslensk kona upp á því að safna gleraugum og þegar hún frétti af okkur hélt hún starfinu áfram með okkur. Alls söfnuðum við mörg hundruð gleraugum,“ seg- ir hún og bætir við að í framhaldi af því hafi félagið verið í sambandi við sjálfboðaliða á Indlandi sem einnig voru með slíkt verkefni. Í kjölfar hafi síðan verið settar upp tjaldbúð- ir, nefndar „Eye Camp“, þar sem augnlæknar í sjálfboðavinnu fóru í þorp í kringum Madurai og skoðuðu augu í heimamönnum. Þá fengu þeir gleraugu sem þurftu. Innt eftir því hvernig félags- mönnum gangi að fjármagna styrki segir hún að stærsti hlutinn komi frá áskrifendum félagsins. „Þá héld- um við m.a. tvo glæsilega tónleika í vetur til styrktar börnum í Indlandi og stefnum við að því að halda aðra tónleika í haust.“ Þeim sem vilja styrkja málefnið er bent á reiknisnúmer Íslands- banka í Vestmannaeyjum, 582-26- 6030. NÝVERIÐ fengu rúmlega 600 börn á aldrinum 6 til 14 ára á Indlandi styrk frá félaginu Vinir Indlands sem starfrækt hefur verið hér á landi í rúmt ár. Styrkurinn er ýmist í formi skólagjalda, skólabúninga eða námsbóka. „Þetta er annað árið sem við hjálpum börnum til mennta. Í fyrra hjálpuðum við 150 börnum en í ár eru þau rúmlega 600,“ segir Sólveig Jónasdóttir, félagsmaður í Vinum Indlands, og bætir við að markmiðið sé að stækka þennan hóp enn frekar að ári. Að sögn hennar er félagið sjálfstætt starfandi félag en þó í tengslum við alþjóðlegu húm- anistahreyfinguna. Alls eru um 100 manns í félaginu en það sam- anstendur af sjálfboðaliðahópi sem er í samvinnu með sjálfboðaliðum á Indlandi. Hún segir foreldra á Ind- landi og munaðarleysingjaheimili sækja um styrk til sjálfboðaliðahóp- anna úti. Indversku sjálfboðalið- arnir sjái þannig um að velja börnin sem hljóta styrki en það geri þeir m.a. með því að fara og heimsækja börnin og kanna aðstæður. „Við komum ekkert nálægt því hvaða börn verða fyrir valinu. Samning- urinn milli sjálfboðaliðahópanna er í raun þannig að við söfnum einni krónu á móti einni rúpíu Indverja. Það má því segja að við vinnum saman.“ Aðallega er um að ræða hjálp í borgunum Shennai, Madurai og Salavakkam en allar eru þær á Suð- ur-Indlandi. Þá er einnig um að ræða hjálp í þorpum þar í kring. Spurð hve há skólagjöld barna á S-Indlandi séu segir hún þau vera breytileg. Hún segir börn í efri stig- um grunnskóla borga yfirleitt í kringum 2.000 í ársgjald en yngri börnin 1.200 til 1.500 krónur. „Það má síðan geta þess að þeir sem við styrktum í fyrra pössuðu vel upp á námsbækur sínar og því geta nú fleiri notið þeirra. Þetta snýst því ekki eingöngu um að þiggja heldur líka að börnin gefi áfram.“ Söfnuðu mörg hundruð gleraugum Auk þess að styrkja börn til mennta er félagið með ýmis sér- hæfð verkefni á sinni könnu og er það nú að ljúka við að setja upp sal- ernisaðstöðu á munaðarleysingja- heimili í Salavakkam. Segir Sólveig að í framtíðinni verði meiri áhersla lögð á slík verkefni. Vinir Indlands Styrkja rúmlega 600 börn til mennta FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 11 Í NÝJUM lögum um tóbaksvarnir, sem ganga í gildi 1. ágúst næstkom- andi, felst meðal annars að reykingar verða óheimilar á veitinga- og skemmtistöðum, nema á afmörkuð- um svæðum. Segir í lögunum að meirihluti veitingarýmis skuli ávallt vera reyklaus og að tryggja skuli að aðgangur að því liggi ekki um reyk- ingasvæðið. Eins verður sú breyting að smásalar þurfa sérstakt leyfi til þess að selja tóbak, auk þess sem að tóbakspakkar mega ekki vera sjáan- legir í verslunum. „Með þessari breytingu mun hver sem er geta farið á kaffi- og veitinga- hús og kosið að njóta veitinga í reyk- lausu andrúmslofti,“ segir Þorgrím- ur Þráinsson, framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar. „Meginreglan verður væntanlega sú að veitingarýmið allt sé reyklaust, en menn fari afsíðis til að reykja. Það má kannski segja að með þessu sé síðasta vígið að falla, því alls staðar sem fólk kemur saman, hvort sem það eru kvikmyndahús, flugvélar, rútur, stofnanir, söfn eða annað er bannað að reykja. Í rauninni skil ég ekki hvers vegna veitinga- og kaffi- hús hafa verið undanþegin, ekki síst þegar hugsað er til starfsfólks veit- ingahúsa, sem þarf að vinna í reyk- mettuðu andrúmslofti allan daginn og langt fram á nótt.“ Hann segist sannfærður um að eft- ir vissan aðlögunartíma muni þykja sjálfsagt að ekki megi reykja á veit- ingahúsum. „Þó að einhverjir komi til með að kvarta þegar þetta gengur í gildi núna er ég viss um að fyrr en varir verði sagt: „Muniði þegar mátti reykja á veitingahúsum,“ segir Þor- grímur. Má banna reykingar á veitingahúsum Að hans mati er veigamestu setn- ingu nýju laganna að finna í fyrstu grein þeirra, en þar segir: „Virða skal rétt rétt hvers manns til að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk af völdum ann- arra.“ „Mér skilst að þetta ákvæði sé einsdæmi á heimsvísu,“ segir Þorgrímur. Í lögunum kemur fram að ráðherra hefur heimild til að setja nán- ari reglur um reykingar á veitinga- og kaffihús- um og segir Þorgrímur að ráðherra geti því bannað reykingar alfar- ið á veitinga- og kaffi- húsum verði ákvæðum um takmarkanir á reyk- ingum illa framfylgt. Lögum samkvæmt hefur eigendum veit- inga- og kaffihúsa lengi borið að bjóða gestum upp á reyklaust rými, en Þorgrímur segir að ákvæði um slíkt hafi fyrst verið sett í tóbaksvarnarlög árið 1984. „Margir hafa því verið að „brjóta lög“ í um 17 ár. Kannski vegna þess að hingað til hefur eftirlit verið slæ- legt,“ segir Þorgrímur. Hann segir að þrátt fyrir gagnrýn- israddir um takmörkun á reykingum á veitinga- og kaffihúsum sé ljóst að lög þessi eru í samræmi við vilja al- mennings. Í könnun sem gerð var á vegum Price Waterhouse Coopers, fyrir tóbaksvarnanefnd, komi fram að mikill meirihluti fólks, eða 81%, vill eiga þess kost að sitja á reyklausum kaffi- og veitingahús- um. Eins hafi komið fram að 64% þeirra sem reykja daglega vilja eiga þess kost að sitja á reyklausum svæðum. Segir hann augljóst að búast megi við því að þróunin verði sú að þeir sem ekki reykja fari oftar á veitingahús og hinir haldi að sjálf- sögðu áfram að sækja veitingahús líka, þótt þeir þurfi að fara afsíð- is til að reykja. Aðspurður segist Þorgrímur telja að viðhorf fólks til reykinga hafi breyst verulega hér á landi á und- anförnum árum. Fólk dragi ekki lengur upp sígarettur á heimilum annarra, eins og þótti sjálfsagt að gera hér áður fyrr. Tillitssemi hafi aukist og segir hann að það verði sí- fellt auðveldara að vinna að tóbaks- vörnum. Þrátt fyrir að flestöll ákvæði nýju lagana séu fyllilega í samræmi við vilja almennings að hans mati segist hann hafa efasemdir um að hægt verði að fylgja eftir reykingabanni á hefðbundnum skemmtistöðum. „Það er augljóst að almenningur er tilbúinn til að kaffihús og veitinga- staðir verði reyklausir. En ég hefði viljað undanskilja skemmtistaði.“ Hann bendir á að víða í Bandaríkj- unum hafi reykingar á kaffi- og veit- ingahúsum verið bannaðar með öllu og segir að fyrir vikið hafi aðsókn að þeim aukist. „Í Kaliforníu og mjög víða í Banda- ríkjunum eru staðir orðnir algjörlega reyklausir og þar hefur aðsókn, af þeim fréttum sem við fáum að utan, alls staðar aukist. Þannig sést að reykleysi verður til þess að aðsókn eykst og þar af leiðandi tekjur. Mér finnst undarlegt að heyra því haldið fram að það muni rýra tekjur stað- anna að gera þá reyklausa, þegar af- staða fólks er augljós og allt bendir til þess miðað við Bandaríkin, að að- sókn aukist.“ Tóbak sé ekki sýnilegt á sölustöðum Með nýju lögunum verða einnig breytingar á reglum um smásölu á tóbaki. Nú munu verslanir þurfa sér- stakt leyfi til að selja tóbak „en með því er verið að stíga skref til að sölu- aðilar sýni enn meiri ábyrgð“, segir Þorgrímur. „Þetta gerir eftirlit auð- veldara, en eins og komið hefur ítrek- að fram í könnunum geta krakkar, í að minnsta kosti 50% tilfella, gengið inn á sölustaði og keypt tóbak sem er náttúrlega forkastanlegt.“ Önnur ný regla er sú að tóbak má ekki vera sýnilegt á sölustöðum og því verður ekki leyfilegt að geyma tóbakspakka í hillum í söluturnum, eins og tíðkast hefur hingað til. „Menn hafa gagnrýnt þetta laga- ákvæði nokkuð, en eins og staðan er í dag er tóbaki stillt upp á besta stað við hliðina á sælgæti. Þannig alast krakkar upp við að það sé jafn sjálf- sagt að kaupa tóbak og sælgæti. En það hefur svo sem verið snúið út úr þessu eins og öðru í lögunum,“ segir Þorgrímur. Víða í Evrópu er ekki búið að setja eins strangar reglur um tóbaksvarn- ir og hér á landi og í Bandaríkjunum. „Við erum leiðandi að vissu leyti í þessum efnum og það segir talsvert um nýju lögin hér að talsmaður tób- aksiðnaðarins skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið og kvartaði undan því hversu ströng tóbaksvarnarlögin eru. Þetta segir að það sem við erum að gera skiptir máli og gæti farið að gerast í öðrum löndum Evrópu. Við höfum þegar fengið fyrirspurnir að utan um hvort búið sé að þýða lögin,“ segir Þorgrímur. Bannað að fjalla um einstakar tóbakstegundir í fjölmiðlum Samkvæmt lögunum verður hvers konar umfjöllun í fjölmiðlum um ein- stakar tóbakstegundir, til annars en að vara við skaðsemi þeirra, bönnuð. Hefur umrætt ákvæði vakið umræðu um hvort slíkt bann standist almenna kröfu um tjáningarfrelsi. „Þetta ákvæði er ekki nýtt. Í tób- aksvarnarlögunum frá 1996 er ná- kvæmlega sama ákvæði, en annað orðalag, en gamla ákvæðið var rangt orðað íslenskulega séð. Með umfjöllun er átt við greinar þar sem augljóslega er um keyptar auglýsingagreinar að ræða. Í kjölfar auglýsingabanns á tóbaki sem vofir yfir í Evrópu mun slíkt án efa aukast þar sem iðnaðurinn mun reyna að kaupa sér umfjöllun í fjölmiðlum,“ segir Þorgrímur Þráinsson. Framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar ánægður með ný lög um tóbaksvarnir Segir síðasta víg- ið vera að falla Innan skamms taka í gildi ný lög um tóbaksvarnir, sem fela meðal annars í sér bann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum, nema á afmörkuðum svæðum. Birna Anna Björnsdóttir ræddi við Þorgrím Þráinsson, framkvæmdastjóra tóbaksvarnanefndar, sem segir nýju lögin vera fyllilega í samræmi við vilja almennings. Þorgrímur Þráinsson ÁRNI Sigurbjörnsson, vaktstjóri hjá Tilkynningaskyldunni, segir rangt að upplýsingar um staðstetn- ingu skipa sem eiga milligöngu um Tilkynningaskylduna, séu óná- kvæmari en þær sem fara um fjar- eftirlitskerfi Landhelgisgæslunnar, en aðalvarðstjóri Landhelgisgæsl- unnar sagði í Morgunblaðinu á fimmtudag, að björgun skipverjanna sem komust lífs af þegar Una í Garði fórst, hefði að líkindum gengið hrað- ar fyrir sig ef tilkynningar frá skip- inu hefðu verið eins og þær sem sendar eru um fjareftirlit Landhelg- isgæslunnar. Segir Árni að sínu mati nauðsyn- legt að breyta lögum um tilkynn- ingaskyldu skipa þannig að tilkynn- ingar um staðsetningu verði tíðari, en samkvæmt núverandi lögum séu slíkar tilkynningar aðeins sendar inn á tólf tíma fresti, fyrir stærri báta. Kerfi Tilkynningaskyldunnar og Landhelgisgæslunnar sambærileg Árni segir að Inmarsat-C stað- setningarkerfi Tilkynningaskyld- unnar sé byggt upp á sama hátt og fjareftirlitskerfi Landhelgisgæsl- unnar, það er að segja að tilkynn- ingar um staðsetningu komi frá skipunum í gegnum gervihnött. „Því miður er það svo að þau skip sem ekki eru komin inn í sjálfvirkt tilkynningaskyldukerfi, nota ennþá gamla handvirka kerfið. Það gefur upplýsingar um staðsetningu innan svokallaðra reita,“ segir Árni. Hann segir að til að fyrirbyggja misskilning vilji hann taka fram, að allar upplýsingar sem komi inn í gegnum sjálfvirka tilkynninga- skyldukerfið séu með mestu ná- kvæmni sem völ er á hvað staðsetn- ingu varðar. „Einu meldingarnar sem eru sett- ar í svokallaða reiti eru þær sem fara ekki í gegnum sjálfvirka tilkynn- ingaskyldukerfið og þetta skip sem þarna um ræðir var ekki inni í sjálf- virka kerfinu,“ segir Árni. Þarf að senda inn tíðari til- kynningar um staðsetningu „En eins og lögin um tilkynninga- skyldu eru núna, fáum við upplýs- ingar úr sjálfvirka kerfinu á aðeins tólf tíma fresti. Þannig að þó svo að skipið hefði verið inni í sjálfvirka kerfinu hefði svipuð niðurstaða orð- ið. Það þarf að senda inn tíðari til- kynningar og til þess þarf lagabreyt- ingu um tilkynningaskyldu íslenskra skipa,“ segir Árni. Árni vill taka fram að þau skip sem búin eru Racal sendum, sem eru um 1.300 hér á landi, senda inn upp- lýsingar um staðsetningu á mínútu til tveggja mínútna fresti. Hafi skip- ið ekki látið vita af sér í fimmtán mínútur gefi kerfið sérstaka viðvör- un og þá beri Tilkynningaskyldunni að hafa samband við skipið innan 30 mínútna. Vaktstjóri hjá Tilkynningaskyldunni um upplýsingar um staðsetningu skipa Vill að lögunum verði breytt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.