Morgunblaðið - 21.07.2001, Page 12
TVÆR lausar kennslu-
stofur, sem notaðar hafa
verið undir smíðakennslu í
Hlíðaskóla mörg undanfarin
ár, voru fluttar af lóð skól-
ans í vikunni vegna fyr-
irhugaðrar endurskipulagn-
ingar húsnæðismála skólans.
Stofurnar voru fluttar upp í
Grafarholtsskóla þar sem
þær munu koma að notum.
Stefnt er að einsetningu
Hlíðaskóla á næsta ári og
stendur jafnframt til að gera
gagngerar breytingar á hús-
næði skólans. Um 1.900 fer-
metra viðbygging er fyr-
irhuguð og er ráðgert að
ljúka jarðvinnu í haust.
Morgunblaðið/Arnaldur
Smíðastofur fjarlægðar
Reykjavík
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SUNDLAUGIN í Laugardal
mun taka miklum breytingum
á næstu árum og er stefnt að
því að opna hana með ger-
breyttu sniði árið 2004. Fram-
reiknaður kostnaður er talinn
vera einn milljarður króna.
Markmiðið með breytingun-
um er tvíþætt, að sögn Stein-
unnar Valdísar Óskarsdóttur,
formanns Íþrótta- og tóm-
stundaráðs Reykjavíkur. Ann-
ars vegar á að ná fram betri
nýtingu á sundlauginni í nú-
verandi formi og hins vegar að
búa til keppnis- og æfinga-
sundlaug fyrir íslenskt keppn-
issundfólk. „Það hefur verið
talað um það í mörg ár að það
þyrfti 50 m yfirbyggða sund-
laug á höfuðborgarsvæðinu,“
segir Steinunn Valdís. „Þegar
upp er staðið mun þetta mann-
virki verða mjög glæsilegt,
með fullkominni keppnisað-
stöðu sem verður boðleg á al-
þjóðavísu.“
Hún tekur þó fram að laug-
in eigi einnig að þjóna öðrum
markmiðum enda verði unnt
að kenna þar ungbarnasund
og bjóða upp á leikfimi fyrir
eldri borgara.
Heilsuræktarstöð
frá World Class í
viðbyggingunni
Gert er ráð fyrir að ný við-
bygging við sundlaugina hýsi
heilsusræktarstöð, sem byggð
verður og rekin af World
Class. Um þessar mundir er
unnið að samstarfssamningi
milli ÍTR og World Class um
þjónustu við viðskiptavini
beggja aðila.
Steinunn Valdís segir að
m.a. sé unnið út frá því að gera
sundlaugina að eftirsóknar-
verðum baðstað í Reykjavík
og tengja framkvæmdina við
hugmynd um Reykjavík sem
heilsuborg. „Það er gert ráð
fyrir að þarna verði ekki ein-
göngu um að ræða líkams-
ræktarstöð í venjulegum
skilningi þess orðs, heldur geti
fólk hugsanlega leitað sér þar
óhefðbundinna lækninga með
bökstrum, leirböðum og slíku.
Þetta gæti gerst í tengslum
við heilsuræktarstöðina og í
garðinum sem myndast fyrir
framan stöðina á grassvæðinu
sem ekki er nýtt við laugina
sjálfa. Því má segja að við
séum að búa til heilsu- og
vatnaparadís.“
Stefnt að því að taka
húsið í notkun 2004
Gert er ráð fyrir því að ljúka
hönnun, jarðvinnu og upp-
steypun í lok þessa árs. Í árs-
byrjun 2003 er síðan stefnt að
því að ljúka ytri frágangi svo
unnt verði að taka húsið í
notkun með öllu árið 2004.
Búið er að samþykkja deili-
skipulag fyrir svæðið og hafa
teikningar af húsinu verið
lagðar inn á fundi skipulags-
og byggingarnefndar.
Tillaga Ara Lúðvíkssonar
arkitekts að viðbygginu við
sundlaugina var á sínum tíma
valin úr hópi fjölmargra til-
lagna, en hún var talin falla vel
að hugmyndum um vatna-
paradís í Laugardalnum. Við-
byggingin, sem er 14.500 fer-
metrar, er mánalaga og
skapar gott skjól í kringum
sundlaugarsvæðið auk þess
sem höfundur gerir ráð fyrir
að færa aðalinngang í sund-
laugina til vesturs.
Viðamiklar breytingar ráðgerðar á Laugardalslauginni með 14.500 fermetra viðbyggingu
Tölvuunnin loftmynd sem sýnir Laugardalslaug framtíðarinnar.
Vatnaparadís í
Laugardalnum
Reykjavík
Mynd/Onno ehf.
Staðgeng-
ill skóla-
stjóra
ráðinn
Hafnarfjörður
BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar
hefur staðfest samþykkt
skólanefndar á ráðningu
Leifs S. Garðarssonar í
stöðu aðstoðarskólastjóra
Öldutúnsskóla frá 1. ágúst
næstkomandi. Samkvæmt
upplýsingum frá Hafnar-
fjarðarbæ eru tveir aðstoð-
arskólastjórar í skólanum
og er annar þeirra stað-
gengill skólastjóra, en það
er staðan sem Leifur hefur
verið ráðinn í. Hann gegndi
áður stöðu annars aðstoð-
arskólastjóra við Öldutúns-
skóla.
Tillaga
að mats-
áætlun
komin
Garðabær
SKIPULAGSSTOFNUN
hefur borist tillaga Vegagerð-
ar ríkisins og Garðabæjar að
matsáætlun vegna mats á um-
hverfisáhrifum Álftanesvegar
og Vífilsstaðavegar og er
stefnt að því að ákvörðun
stofnunarinnar um tillögu
framkvæmdaraðila að mats-
áætlun muni liggja fyrir 16.
ágúst nk.
Öllum frjáls
aðgangur
Allir geta kynnt sér tillög-
una og lagt fram athugasemd-
ir. Hægt er að óska eftir ein-
tökum af tillögunni hjá
Skipulagsstofnun, Laugavegi
166, en einnig má nálgast til-
lögu að matsáætlun á heima-
síðu hönnunar, www.honnun-
.is.
Athugasemdir skulu vera
skriflegar og berast eigi síðar
en 30. júlí til Skipulagsstofn-
unar.
TILBOÐ vegna lokaðs út-
boðs í fjármögnun, byggingu
og rekstur nýs leikskóla við
Tjarnarbraut voru opnuð á
þriðjudag. Lægstbjóðandi í
leikskólann Hörðuvelli er
FM-hús ehf. en tilboð þeirra
hljóðar upp á 96,5% af kostn-
aðaráætlun. Þá er fyrirhugað
að opna tilboð 1. ágúst næst-
komandi vegna útboðs í nýj-
an Lækjarskóla og íþrótta-
húsnæði við Sólvangsveg.
Óskað eftir
umsóknum einkaaðila
Hafnarfjarðarbær hafði
óskað eftir umsóknum einka-
aðila um að taka þátt í lok-
uðu útboði vegna fjármögn-
unar, byggingar og rekstrar
skólahúsnæðis, íþróttahúss
og sundlaugar, alls um 7.500
m2, auk leikskólans sem er
áætlaður 650 m2 að flatar-
máli. Alls bárust þrjú tilboð í
leikskólann. Frá Nýsi hf. og
Ístaki hf., ÍAV, ISS Íslandi
og fleirum auk tilboðs frá
FM-húsum ehf. Kostnaðar-
áætlun, sem miðast við með-
alkostnað í 25 ár, hljóðar upp
á rúmar 19,5 milljónir á ári
en tilboð FM-húsa hljóðaði
upp á tæpar 19 milljónir.
Áætlað er að verkinu verði
að fullu lokið 5. apríl 2002.
Arkitektastofa Finns og
Hilmars, Landmótun ehf. og
VSÓ Ráðgjöf koma að hönn-
un leikskólans.
Á fundi bæjarráðs fimmtu-
daginn 19. júlí var samþykkt
að heimila bæjarstjóra að
ganga til samninga vð lægst-
bjóðanda, FM-hús ehf., um
byggingu og rekstur leik-
skólans á Hörðuvöllum. Bæj-
arráðsmenn Samfylkingar
lögðu fram bókun á fundin-
um þar sem þeir ítrekuðu
stuðning sinn við endurnýjun
húsakosts leikskólans en
einnig andstöðu sína við þá
einkaframkvæmdarleið sem
farin er við verkið.
Stefnt er að því að fyrsta
áfanga nýs grunnskóla við
Sólvangsveg ljúki í ágúst
2002, öðrum áfanga í ágúst
2003 og þriðja áfanga, sem
snýr meðal annars að leik-
fimihúsi og kennslusundlaug,
í ágúst 2004.
Útboð vegna rekstrar á nýjum leikskóla
Lægstbjóðandi bauð
tæpar 19 milljónir
Hafnarfjörður
ÍSLENSKU menntasamtök-
in hafa ekki getað staðið við
skilyrði í útboðsskilmála um
fjárhagslegar tryggingar til
Hafnarfjarðarbæjar vegna
skólahalds í leikskóla og
grunnskóla í Áslandi, að sögn
bæjarráðsmanna Samfylk-
ingarinnar í Hafnarfirði. Við-
bætur og breytingar á samn-
ingi Hafnarfjarðarbæjar og
Íslensku menntasamtakanna
um kennslu og þjónustuverk-
efni við grunnskóla í Áslandi
hafa verið samþykktar af
bæjarráði, en þær fela meðal
annars í sér að fjárhagslegar
tryggingar til bæjarins af
hálfu Íslensku menntasam-
takanna vegna skólahaldsins
eru lækkaðar úr sex mán-
uðum niður í tvo. Í útboðs-
skilmálum var gerð krafa um
sex mánaða tryggingu, í
samningsgerð við Íslensku
menntasamtökin var trygg-
ingatími færður niður í fjóra
mánuði en við lokafrágang
samningsins nú er trygginga-
tími orðinn tveir mánuðir,
sem er einn þriðji hluti upp-
haflegrar kröfu.
Segir ÍMS ekki geta
uppfyllt nýju skilyrðin
Að sögn Lúðvíks Geirsson-
ar, bæjarfulltrúa Samfylking-
arinnar í Hafnarfirði, geta
Íslensku menntasamtökin
ekki uppfyllt hin nýju skil-
yrði um tveggja mánaða
tryggingu og því sé nú með
sérstökum yfirlýsingum
reynt að búa til málamynda-
tryggingar. „Svo virðist sem
samtökin sem ætla að standa
að rekstri skólanna hafi ekk-
ert fjárhagslegt bakland og
geti ekki staðið fyrir þessum
tryggingum, “ segir Lúðvík.
Lúðvík bendir á að aðrir
aðilar sem höfðu í huga að
bjóða í verkið hafi ef til vill
ekki treyst sér í það vegna
tryggingaskilmálanna, en nú
hafi samningar verið gerðir
við fyrirtæki sem svo ekki
geti staðið undir tryggingun-
um þegar til kastanna kem-
ur.
Fjárhagsleg-
ar tryggingar
ÍMS lækkaðar
Hafnarfjörður
Níu lóðarhafar
sviptir lóðum í
Áslandshverfi
Hafnarfjörður
NÍU lóðarhafar sem höfðu
fengið úthlutað lóð í hinu
nýja Áslandshverfi í Hafn-
arfirði hafa verið sviptir lóð-
arúthlutun, þar sem þeir
hafa ekki staðið við úthlut-
unarskilmála. Að sögn Krist-
jáns Þórarinssonar, starfandi
byggingarfulltrúa Hafnar-
fjarðarbæjar, felst meðal
annars í úthlutunarskilmál-
um að lóðarhafar þurfa að
greiða staðfestingargjald fyr-
ir lóðina og sé það ekki gert
fari fyrsta svipting fram.
Einnig þurfa lóðarhafar að
skila inn uppdráttum af lóð-
unum og rann fresturinn til
þess vegna lóðanna í Ás-
landshverfi út 13. júlí síðast-
liðinn, en þá höfðu níu aðilar
ekki staðið skil á uppdrætt-
inum. Kristján segir að nú sé
í höndum bæjarráðs að taka
ákvörðun um hvort lóðirnar
verði auglýstar aftur eða
hvort gengið verði á vara-
mannalistann, en lóðir í Ás-
landshverfi séu mjög eftir-
sóttar.
♦ ♦ ♦