Morgunblaðið - 21.07.2001, Page 16
SUÐURNES
16 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FULLTRÚAR Samfylkingarfélags
Grindavíkurlistans mótmæltu harð-
lega á bæjarstjórnarfundi í vikunni
vinnubrögðum meirihluta Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
vegna frágangs skólalóðar og lýstu
þeim sem ólýðræðislegum og óvönd-
uðum. Verksamningur um frágang
lóðarinnar var samþykktur með at-
kvæðum fulltrúa meirihlutans og
lýsir einn þeirra framgöngu minni-
hlutans sem sýndarmennsku vegna
komandi kosninga.
Meirihluti bæjarstjórnar ákvað
að ráðast í framkvæmdir við lóð
grunnskóla Grindavíkur á þessu ári.
Um er að ræða lóð við nýbyggingu
skólans og tengingu við gömlu lóð-
ina. Verkið var boðið út og ákveðið
að semja við Nesprýði hf. um að
vinna verkið fyrir um 44 milljónir
króna.
Að sögn Ómars Jónssonar, for-
manns bæjarstjórnar, var ákveðið
að ljúka framkvæmdum í sumar í
stað þess að dreifa þeim á tvö ár,
eins og Samfylkingarlistinn hefði
verið búinn að ákveða. Segir Ómar
að það hafi verið mun hagkvæmara
fyrst náðst hafi samningar við verk-
takann um að skipta greiðslu fyrir
verkið á tvö ár. „Þetta er fyrst og
fremst gert með hagsmuni nemenda
og kennara í huga,“ segir Ómar.
Malbik í stað
gervigrass
Pálmi Ingólfsson, einn bæjar-
fulltrúi Samfylkingarinnar, gagn-
rýnir vinnubrögð meirihlutans við
ákvarðanir um fyrirkomulag skóla-
lóðarinnar. Segir hann að rætt hafi
verið um málið í æskulýðs- og
íþróttanefnd, skólanefnd og starfs-
menn skólans komið með sínar til-
lögur. Ekkert hafi verið farið eftir
því sem lagt hafi verið til. Nefnir
hann sérstaklega sparkvelli sem
verði malbikaðir í stað þess að setja
á þá gervigras sem væri ekki mikið
dýrara. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks hafi ákveðið
að ganga svona fram í málinu þótt
minnihlutinn hafi vakið rækilega at-
hygli á því og viljað láta skoða það
nánar.
Pálmi gagnrýnir einnig að emb-
ættismenn bæjarins skyldu ekki
leggja fyrir bæjarfulltrúa, nefnda-
og skólafólk tillögur að lokafrágangi
í tíma. Gögnin hafi ekki legið fyrir
þegar tilboð voru opnuð þótt þau
hafi þá átt að vera til og þótt eftir
hafi verið leitað. Loks fullyrðir hann
að útboðsgögn hafi verið meingölluð
og í raun ólögleg. Ekki hafi verið
heimild fyrir því að ljúka verkinu í
ár. Aukafundur bæjarstjórnar á
miðvikudag hafi verið boðaður til að
bjarga þeim málum fyrir horn.
Sýndarmennska vegna
komandi kosninga
Ómar Jónsson segir að endalaust
megi deila um útfærslu á lóðinni, ef
menn kjósi svo, til dæmis um það
hvað skuli vera svart og hvað grænt.
En þar sem framkvæmdatíminn sé
stuttur sé brýnt að hefjast handa
sem fyrst. Í bókun meirihluta-
fulltrúanna á bæjarstjórnarfundin-
um er einnig vakin athygli á því að
málið hafi verið í vinnslu frá 1996 og
að endanleg útfærsla lóðarinnar
byggist í öllum meginatriðum á
þeim hugmyndum sem hafi verið í
umræðunni á þessum tíma.
Varðandi ásakanir um brot meiri-
hlutans segir Ómar að ef Samfylk-
ingin telji að við málsmeðferð og
væntanlegar framkvæmdir á grunn-
skólalóð hafi verið brotin eðlileg
framkvæmd stjórnsýslu sé eðlilegt
að þeir kæri það til ráðuneytis. Það
sé raunar ekki í fyrsta skipti sem
þeir haldi slíku fram. Fulltrúar
listans hafi tvisvar áður snúið sér til
félagsmálaráðuneytisins á þessu
kjörtímabili og tapað báðum málun-
um.
Hann telur að framganga minni-
hlutans í málinu sé sýndarmennska
vegna komandi kosninga. „Ég gef
ekkert fyrir komandi kosningar, ég
er í því að leysa verkefnin sem fyrir
liggja núna,“ segir hann.
Meirihluti og minnihluti bæjarstjórnar deila um fyrirkomulag skólalóðar
Saka meirihlutann um
ólýðræðisleg vinnubrögð
Grindavík
BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hef-
ur samþykkt tillögu íþrótta- og
tómstundaskrifstofu um smíði
hjólabrettapalla við Holtaskóla. Þá
var samþykkt að reisa palla við
Njarðvíkurskóla. Stefnt er að því
að pallarnir verði komnir upp fyr-
ir lok sumars en heildarkostnaður
við smíði þeirra er áætlaður um
hálf milljón króna.
Að sögn Ragnars Arnar Péturs-
sonar, staðgengils íþrótta- og tóm-
stundafulltrúa, hafa brettaiðk-
endur verið með aðstöðu við
Holtaskóla. Um er að ræða timb-
urpalla sem ungir brettaiðkendur
hafa sjálfir komið sér upp. Þá eru
tveir brettapallar í skrúðgarði
bæjarins. Pallarnir sem reistir
verða við Holta- og Njarðvík-
urskóla verða úr timbri. Auk
kostnaðaráætlunar, sem liggur
fyrir, hefur eftirlitsmaður fast-
eigna bæjarins látið rissa upp
nokkrar tegundir af pöllum. Ragn-
ar Örn segir að markmiðið sé að
hafa brettaiðkendur með í ráðum
þegar kemur að smíði pallanna.
Vilja fá aðstöðu inni
Hjólabrettastrákarnir höfðu
ekki heyrt um samþykki bæj-
arráðs þegar blaðamaður hitti
nokkra þeirra við pallinn við
Holtaskóla í gærdag. Elvar Jóns-
son sagðist hafa talað við Ellert
Eiríksson bæjarstjóra um þetta
mál og væri ánægður ef eitthvað
yrði gert. „Við höfum verið að
sýna honum teikningar að húsi til
að hafa inniaðstöðu. Það myndi
bara kosta fimm milljónir, það er
ekki mikið miðað við reksturinn á
Reykjaneshöllinni sem er bara
notuð á veturna,“ sagði hann.
„Það væri geðveikt að fá inniað-
stöðu,“ sagði félagi hans, Kjartan
Þórðarson, og þeir voru sammála
um að margir myndu byrja ef þær
fengju aðstöðu í húsi eins og er í
Reykjavík.
Einar og Kjartan sögðust fara á
hjólabrettapallinn á hverjum degi
og það gerði stór hluti af þeim
tuttugu manna hópi sem stæði að
þessu.
„Ég ætla að reyna að hóa í
hjólabrettaiðkendur í næstu viku
og ræða við þá um þetta. Reyna að
hafa þá með í ráðum,“ segir Ragn-
ar Örn Pétursson.
Að mati Ragnars er um 30
manna hópur sem notar bretti sín
reglulega í bænum. Að hans sögn
hafa þeir jafnvel rætt um að
stofna samtök sín á milli.
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkir tillögu um smíði hjólabrettapalla
Nýir pallar við
Holta- og Njarð-
víkurskóla
Reykjanesbær
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Hjólabrettastrákarnir hafa komið sér upp aðstöðu við Holtaskóla.
REYKJANESBÆR á réttu róli
stendur fyrir dorgveiðikeppni við
hafnargarðinn við Keflavíkurhöfn
laugardaginn 21. júlí. Þátttaka er öll-
um velkomin.
Fram kemur í fréttatilkynningu
frá verkefnisstjóranum að þeir sem
þurfi geti fengið lánuð veiðarfæri á
keppnisstað. Einnig verður hægt að
fá beitu og félagar úr stangveiði-
félaginu veita leiðsögn og góð ráð.
Verðlaun eru veitt fyrir stærsta fisk-
inn og þau sem veiða flesta fiska fá
einnig verðlaun. VersluninVeiðislóð,
Hafnargötu 18, gefur verðlaunin.
Björgunarsveit Suðurnesja verð-
ur með björgunarbát á sveimi í höfn-
inni. Keppnin hefst um kl. 14 og lýk-
ur kl. 15:30.
Dorgveiði-
keppni á hafn-
arkantinum
Keflavík
♦ ♦ ♦
STARFSMANNAFÉLAG Suður-
nesja hefur lokið við gerð nýs kjara-
samnings við Hitaveitu Suðurnesja
hf. Að sögn Ragnars Arnar Péturs-
sonar, formanns Starfsmannafélags
Suðurnesja, felur samningurinn
meðal annars í sér nýtt launakerfi
sem byggist á því að stór hluti af
fastri eftirvinnu færist inn í grunn-
laun.
Ragnar segir að samningurinn
geri ráð fyrir 3 prósenta launahækk-
un þrisvar sinnum á samningstíma-
bilinu. Mestu breytingarnar eru hins
vegar eftir sem áður á launatöflum.
„Það var gerð ný launatafla og öll-
um starfsheitum var endurraðað inn
í launatöfluna. Þetta er verið að
kynna fyrir hverjum og einum
starfsmanni þessa dagana. Það er að
segja hve mikið af hans eftirvinnu
fer inn í grunnlaun,“ segir Ragnar.
Nýi samningurinn verður kynntur
félagsmönnum á mánudag og greidd
um hann atkvæði. Samningurinn
nær til um 70 félagsmanna og gildir
til 1. nóvember 2004.
Að sögn Ragnars hefur Hitaveitan
fylgt samningi starfsmannafélagsins
við launanefnd. Hitaveitan var hins
vegar gerð að hlutafélagi í lok mars
og því þurfti að gera nýjan kjara-
samning. Starfsmannafélag Suður-
nesja og Starfsmannafélagi Hafnar-
fjarðar komu saman að gerð
kjarasamningsins þar sem Hitaveit-
an hafði áður sameinast Rafveitu
Hafnarfjarðar.
Starfsmannafélag Suð-
urnesja og Hitaveitan
Hluti eftir-
vinnu í
grunnlaun
Suðurnes