Morgunblaðið - 21.07.2001, Qupperneq 17
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 17
UM ÞESSAR mundir er Álfasteinn
á Borgarfirði eystri tuttugu ára.
Fyrirtækið er mikilvirk steiniðja,
skiltagerð og upplýsingamiðstöð
fyrir ferðamenn og er annað tveggja
stærstu fyrirtækja á Borgarfirði.
Eigendur Álfasteins eru rúmlega
hundrað, þar á meðal eru sveitar-
félagið, Byggða-
stofnun, Nýsköpun-
arsjóður og
Atvinnuþróunarfélag
Austurlands.
Tildrög að stofnun
fyrirtækisins voru
þau, að um 1980 fóru
heimamenn að velta
fyrir sér hvort ekki
mætti nýta á ein-
hvern hátt berg og
steina Borgarfjarð-
ar, sem rómaður er
fyrir litadýrð og ber-
gauðgi. Þáverandi
iðnfulltrúi svæðisins
hóf að skoða mögu-
leikana, eftir að
sveitarfélagið sendi
inn formlegt erindi
um hugmyndina. Af-
rakstur þess varð stofnun hluta-
félagsins sumardaginn fyrsta árið
1981.
Markmið Álfasteins voru í fyrstu
að vinna sýniseintök íslenskra berg-
tegunda og minjagripi yfir vetrar-
tímann og selja vöruna yfir sumar-
mánuðina. Fljótlega þróaðist
starfsemin þó yfir í heilsársfram-
leiðslu og mun víðtækari verkefni.
Helgi Arngrímsson hefur verið
framkvæmdastjóri Álfasteins frá
upphafi. Inntur eftir umfangi rekst-
ursins, segir hann að fyrsta árið hafi
hann verið eini starfsmaðurinn en
svo hafi smábæst við. „Við byrjuðum
í 50 fermetrum og fengum svo
stærra húsnæði í iðngörðum, þar
sem við erum enn. Núna erum við í
300 fermetra húsnæði sem skiptist í
verslun, verkstæði, fínvinnslu og
lager. Starfsmenn eru nú 6 að mér
meðtöldum.
Eins og hjá flestum öðrum fyr-
irtækjum hefur reksturinn gengið
upp og ofan. Mest var umleikis á ár-
unum 1993–4 segir Helgi, „en svo
dróst aftur saman. Mín tilfinning er
sú að það sé öfug sveifla hjá Álfa-
steini miðað við mörg önnur fyrir-
tæki í landinu.“
Þegar góðæri ríkir er
slæmt hjá okkur og öfugt
„Ég veit ekki nákvæmlega hver
ástæðan er, en það getur verið að
þegar menn eiga nóg af peningum
þá fari þeir til útlanda eða kaupi sér
nýja bíla, en þegar að kreppir er til-
hneigingin sú að nýta meira það sem
er til staðar. Núna er alveg greini-
legt að veltan er að aukast.
Framleiðsla Álfasteins er að lang-
mestu leyti sérunnir hlutir eða tæp
50% heildarframleiðslu. Legsteina-
gerð nemur um 10% af veltu og ný-
lega er fyrirtækið farið að þreifa fyr-
ir sér í skiltagerð.
Um 20% framleiðsl-
unnar fara til ann-
arra verslana í sölu,
en alls eru vöru-
númer Álfasteins
rúmlega 100.“
Helgi segir lítið
eitt fengist við ný-
hönnun og þá eink-
um innan fyrirtæk-
isins. „Fyrir sex
árum var Pálmi
Einarsson að hanna
fyrir okkur og þá
komu til sögunnar
m.a. salt- og pipar-
staukar úr steini
sem þykja smekk-
lega hannaðir, enda
fékk Pálmi hönnun-
arverðlaun fyrir þá.
Mikil vinna er við suma svona sér-
hannaða hluti þannig að verð þeirra
er óhjákvæmilega nokkuð hátt. Því
er sala þeirra ekki neitt mjög mikil
en samt þó nokkur.“
Mest unnið úr líparíti
og basalti en lítið úr jaspís
Sölusvæði Álfasteins er allt landið
í sérvinnslunni, en legsteinar eru
fyrst og fremst seldir á Austurlandi.
Útflutningur til Færeyja, Þýska-
lands og Frakklands hefur lítils
háttar verið reyndur en gekk ekki.
Bæði er dýrt að flytja vöruna og
markaðssetja hana. „Ég held líka, að
þótt okkur finnist íslenska grjótið
afar fallegt,“ segir Helgi, „þá sé
bara svo fallegt grjót um allan heim.
Okkar framleiðsla hefur ekki afger-
andi sérstöðu í því samhengi.“
Helgi er spurður að því hvaða
steintegundir séu helst notaðar í
framleiðsluna.
„Margir halda að við séum mest
að vinna í jaspís eða þvílíkt, en það
er nánast ekkert um það, kannski
1% af því sem við erum með. Þetta
er fyrst og fremst líparít og basalt.
Við fundum nýlega námu með mjög
góðu líparíti. Yfirleitt er það lint og
leiðinlegt að vinna og slípast ekki
vel, en þetta er hins vegar firnagott
líparít og gefur mjög fallegt munst-
ur. Við notum það til dæmis í
mokkabolla og núna síðast í verð-
launagripi Landsmóts UMFÍ 2001.
Það er mjög stórt verkefni og hefur
Álfasteinn unnið 80 verðlaunastytt-
ur og 250 viðurkenningargripi fyrir
Landsmótið.“
Víknaslóðir njóta
vaxandi vinsælda
Ferðamannastraumur til Borgar-
fjarðar hefur aukist með tilkomu
göngusvæðisins Víknaslóða. Árið
1998 var reistur skáli í Breiðuvík og
í Húsavík var opnaður skáli í fyrra.
Helgi er formaður Ferðamálahóps
Borgarfjarðar, sem unnið hefur
þrekvirki í stikun göngustíga á
svæðinu, gefið út gönguleiðakort um
Víknaslóðir og sér um báðar skála-
nefndirnar fyrir Ferðafélag Fljóts-
dalshéraðs. Auk þess heldur Álfa-
steinn úti heimasíðu um
ferðamannaslóðir, sem finna má á
alfasteinn.is/gonguleidir. „Fólk talar
um að þetta sé sennilega langbest
útbúna göngusvæðið á landinu,“
segir Helgi. „Það sé best stikað og
skálarnir svo glæsilegir að það ger-
ist vart betra. Hægt er að flytja
trúss í alla skála og þetta ásamt
kortinu gerir svæðið á allan hátt
mjög aðgengilegt fyrir breiðan hóp
fólks.“
Helgi segist hafa nokkrar áhyggj-
ur af því að upplýsingagjöf sú sem
Álfasteinn veitir ferðafólki sé að
verða of þungur baggi á fyrirtækinu
þegar mikill tími starfsmanna fari í
að svara fyrirspurnum ferðamanna.
„Við fáum 60 þúsund króna árlega
aðstoð frá sveitarfélaginu, en ef við
tökum þann tíma sem við eyðum í að
svara fólki og aðstoða, bæði símleið-
is og á staðnum, þyrfti sennilega að
tífalda þá upphæð til þess að við
gætum varið það að vera með þetta.
Ég tek fram að þarna á ég við upp-
lýsingagjöf umfram það sem við er-
um að svara beinlínis fyrir Álfastein.
Við stöndum þarna frammi fyrir
ákveðnum vanda og getum ekki
haldið þessu áfram við óbreyttar að-
stæður. Borgarfjörður er lítið sjáv-
arþorp þar sem atvinnulífið snýst
fyrst og fremst um fisk en íbúarnir
hafa uppgrip af ferðafólki í nokkrar
vikur á ári.“
Helgi segir aflabrögð hjá trillun-
um hafa verið ágæt það sem af er
ársins, en nú fari kvótinn að minnka.
Aukinn ferðamannastraumur sé þó
fyrst og síðast vaxtarbroddur
Bakkagerðisþorpsins.
Álfasteinn á Borg-
arfirði tuttugu ára
Helgi Arngrímsson
Egilsstaðir
Morgunblaðið/Helgi Arngrímsson
Þungaviktar salt- og piparstaukar ásamt tannstönglakari. Þessi hönnun
Álfasteins hefur víða vakið athygli.
330 gripir úr líparíti unnir fyrir
Landsmót UMFÍ
Í DAG verður haldinn hafn-
ardagur á Króknum.
Dagskráin er svohljóðandi:
Dorgveiðin hefst kl. 16:00
og verður veitt til kl. 18:00.
Verðlaun fyrir stærsta þorsk-
inn, kolann og mathnútinn.
Teknar verða myndir af sig-
urvegurum.
Straumey siglir í Lundey og
til baka og verður lagt í han
kl. 15:30. Ómar Unason og
Haukur Steingrímsson sjá um
að stýra fleyinu.
Bryggjuballið hefst á slag-
inu 20:00 og það verða þeir
Hörður G. Ólafsson og Eiríkur
Hilmisson sem sjá um fjörið.
Íslandsleikhúsið verður á
staðnum og grillaðar verða
ljúffengar KS-pylsur sem sett-
ar verða í brauð frá Sauð-
árkróksbakaríi og rennt niður
með Pepsi. Íslandsmeistarar í
kántrýdansi, Hófarnir frá
Skagaströnd, mæta á svæðið
kl. 21:00 og sýna góða takta.
Svo stíga allir dansinn saman.
Á miðnætti verður sleginn
botn í hafnardaginn með flug-
eldasýningu.
Hafnar-
dagur á
Króknum
Sauðárkrókur
ⓦ í Ytri-Njarðvík
Upplýsingar
veitir
umboðsmaður
á staðnum,
Eva Gunnþórs-
dóttir í síma
4213475.
ær
FitjalindAskalind
Nýbýlavegur
arholtsbraut
Reykj
anesb
raut
Arnarnesvegur
Fífuhvam
msvegur
R
e
y
k
ja
n
e
s
b
ra
u
t
L
in
d
a
rv
eg
u
r
H
a
f n
a
rf
ja
rð
a
rv
e
g
ur
s
Bæjarl.
Smáraholt
Smáralind
Kr
in
gl
um
ý
ra
r b
ra
u
t