Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sálfræði
Hvað felst í hugtakinu
meðvirkni?
Foreldrar
Nauðsynlegt er að sætt-
ast heilum sáttum.
Siðfræði
Verða siðferðilegar
spurningar útundan í
skólum?
Krabbamein
Áfangasigur í leitinni að
erfðalyklum krabba-
meins.
HEILSA
Ég heyrði um daginn að systir mín væri með-
virk manni sínum sem drekkur mikið. Hvað er
þessi meðvirkni, og er hún ein og sér nægjanleg
til að leita sér aðstoðar sálfræðings?
SVAR Meðvirkur einstaklingur er ein-staklingur sem er „háð/ur“ öðr-
um einstaklingi/um. Finnst hann/hún vera
fastur/föst í sambandi, sem einkennist af mis-
notkun og stjórnsemi. Þetta eru oft ein-
staklingar með lélegt sjálfstraust, og sem
þurfa stöðugt á stuðningi og viðurkenningu
annarra að halda, til að geta liðið vel. Það,
sem gerir það að verkum að þessir ein-
staklingar koma sér ekki út úr eyðileggjandi
samböndum, er að þeim finnst þeir hafi enga
stjórn á því að breyta aðstæðum sínum, og
eiga oft í erfiðleikum með að upplifa náin
tengsl og ást. Meðvirkur einstaklingur er
stöðugt að þóknast öðrum, þrátt fyrir að vilja
það ekki, og treysta á aðra til að segja til um
hverjar þarfir þeirra séu, þ.e. meðvirkir ein-
staklingar þekkja sjaldnast eigin þarfir en
eru „hugsanalesarar“ þegar kemur að þörfum
annarra. Allur kraftur fer í að passa upp á
„hamingju annarra“ frekar en sína eigin.
Meðvirkir einstaklingar kenna sjálfum sér
um þegar illa fer, finnst erfitt að vera einir,
segja ekki skoðun sína vegna hræðslu um að
vera hafnað, ljúga til þess að verja og hylma
yfir með þeim sem þeir elska. Meðvirkir ein-
staklingar finna oft fyrir stöðugum kvíða, án
þess að geta tengt það við neitt sérstakt, eiga
erfitt með að tengjast öðrum og njóta lífsins,
og geta ekki séð að það séu þeir sem þurfa að
breyta einhverju til þess að þeim geti liðið
betur.
Meðvirkni er hugtak sem mest hefur verið
notað í kringum vímuefnamisnotkun. Hér er
sá meðvirki maki, ættingi eða góður vinur
þess sem misnotar vímuefnin. Sá meðvirki
hylmir yfir og leynir hversu slæm neyslan er,
tiplar á tánum þegar neytandinn er þunnur,
og segir ekkert þó að allur peningur fari í
vímuefni í staðinn fyrir mat. Þeim meðvirka
finnst hann/hún ekkert geta gert í málunum,
og geta ekki komið sér útúr sambandinu. Tel-
ur að neytandinn þurfi á sér að halda, og læt-
ur sig dreyma um að hlutirnir muni breytast
og batna. Allt lífið snýst um að þóknast neyt-
andanum, og ef um er að ræða maka sem er í
neyslu, er mjög algengt að börnin í fjölskyld-
unni gleymist. Meðvirkni þarf ekki að ein-
skorðast við maka vímuefnaneytenda, t.d.
getur hún líka einkennt maka spilafíkils, eða
maka annarra þar sem óæskileg og neikvæð
hegðun er látin viðgangast lengi, þrátt fyrir
að vera stöðugt niðurbrjótandi og valda
óhamingju fyrir fjölskyldumeðlimi.
Fólk er oft í vafa um hvort vandamál sem
hrjáir það eða þeirra nánustu séu þess eðlis
að það geti leitað sér aðstoðar hjá sálfræð-
ingi. Þú spyrð hvort meðvirkni sé nægjanleg
ástæða til að leita til sálfræðings. Það er að
sjálfsögðu nægjanleg ástæða, því að með-
virkum einstaklingi líður yfirleitt mjög illa,
börnin í meðvirkum fjölskyldum þjást, og í
raun og veru styður meðvirknin vímu-
efnaneysluna. Ef, hinsvegar, meðvirkur ein-
staklingur lærir að þekkja vandann, leitar sér
aðstoðar og byggir upp sjálfstraust sitt, þá er
hægt að komast út úr þessum vítahring. Það
er því í raun mjög mikilvægt að leita sér ein-
hvers konar aðstoðar, því að meðvirkur ein-
staklingur, sem gerir ekkert nema að yfirgefa
maka sinn, á það á hættu að lenda aftur í
meðvirku sambandi, því honum líður oft
ennþá illa með sjálfan sig, hefur kannski mjög
skert sjálfstraust og finnur ekki leiðir til að
láta sér líða betur. Hinsvegar getur það verið
mjög einstaklingsbundið hverskonar aðstoð
hver og einn þarf á að halda og hversu mikla.
Aðstoð er hægt að fá hjá sálfræðingum, t.d.
með hugrænni atferlismeðferð og fleiri með-
ferðarformum. Oft þarf að byggja upp sjálf-
stæði og sjálfstraust, þekkja hvað er eðlilegt
og óeðlilegt í samböndum fólks, og vinna með
það „meðvirka“ samband sem einstakling-
urinn hefur verið í eða er ennþá í. Einnig er
hægt er að fá hjálp hjá AA-samtökunum, og
ýmsum öðrum stuðningshópum, svo eitthvað
sé nefnt.
Hvað er meðvirkni?
Eftir Björn Harðarson
Meðvirkir einstaklingar
þekkja sjaldnast eigin þarfir
...........................................................
persona@persona.is
Höfundur er sálfræðingur
Lesendur Morg-
unblaðsins geta
komið spurn-
ingum varðandi
sálfræði-, félags-
leg og vinnutengd
málefni til sérfræðinga á veg-
um persona.is. Senda skal
tölvupóst á persona@persona-
.is og verður svarið jafnframt
birt á persona.is.
BARNSHAFANDI
konum hefur lengi
verið sérstaklega ráð-
ið frá að reykja og
neyta áfengra
drykkja. Nú er lakkr-
ís kominn á lista yfir
fæðutegundir sem
ráðlegt er að sneiða
hjá á meðgöngu að
því er fram kemur í
sænska dagblaðinu
Göteborgs-Posten.
Finnsk rannsókn á
rúmlega 1.000 konum
sýnir að mikið lakkr-
ísát tvöfaldar hætt-
una á fæðingu fyrir
tímann. Einn af
finnsku vísindamönn-
unum, Timo E. Sand-
berg, skrifar um
þetta grein í Americ-
an Journal of Epi-
demiology og þar
kemur fram að ástæð-
urnar fyrir þessum
áhrifum lakkríssins
eru enn óþekktar. Áð-
ur hefur verið sýnt
fram á með dýra-
rannsóknum að mikil
neysla efnisins gly-
cyrrhizins, sem er að
finna í lakkrís, veldur
því að fæðingarþyngd afkvæmis
lækkar. Börn finnsku kvennanna
sem borðuðu mest af lakkrís í
rannsókninni reyndust að með-
altali hálfu kílói léttari og þær
voru einnig sá hópur sem var í
mestri áhættu með að fæða fyrir
tímann. Öfugt við það sem fannst í
dýrarannsókninni reyndust ekki
tengsl milli lágrar fæðingar-
þyngdar barnanna og hve sólgin
móðirin var í lakkrís, óháð því hve
mikið hún borðaði af honum. Ekki
voru heldur tengsl milli lakkríss
og hækkaðs blóðþrýstings mæðr-
anna. Á árum áður var lakkrís
notaður í alþýðulækningum og tal-
inn geta valdið fóstureyðingum.
Hreyfingin er betri en lakkrís.
Hætta á fæðingu
fyrir tímann
AP
Barnshafandi konur forðist lakkrís
FYRSTI ítarlegi upplýsingabækl-
ingurinn um brjóstaaðgerðir er
væntanlegur fljótlega hér á landi
en fram að þessu hefur þótt skorta
íslenskt efni um brjóstaaðgerðir.
Nýverið var samþykkt á Evr-
ópuþinginu þingsályktun þar sem
hvatt er til að lög verði sett þess
efnis að banna silikon í brjóstafyll-
ingar fyrir konur yngri en 18 ára.
Inntur eftir hvernig þetta sé hér á
landi segir Sigurður Guðmunds-
son, landlæknir, þetta vera í sam-
ræmi við viðmiðunarreglur hér á
landi en kveðst þó ekki hafa kynnt
sér ályktunina sem skyldi.
„Það var til umræðu að setja
aldurstakmarkið hærra en það hefur
verið fallið frá því og ákveðið að taka
frekar mið af þroska konunnar,“ seg-
ir Sigurður og bætir við að hann viti
að fullkominn samhljómur sé hér á
landi um að framkvæma slíkar að-
25 til 35 ára og að lýtalæknar hafi
verið hvattir til að sporna gegn að-
gerðum á konum undir 20 ára,
hann viti þó að nokkrar slíkar hafi
verið gerðar hér á landi. Markmið-
ið með útgáfu bæklingsins segir
hann vera að upplýsa konur og-
aðstandendur þeirra um brjósta-
aðgerðir en í bæklingnum er að
finna upplýsingar um aðgerðir,
viðmiðunarreglur, hættur og
aukaverkanir svo fátt eitt sé nefnt.
Það má geta þess að um þessar
mundir er starfrækt heimasíða á
vegum sjálfshjálparhópsins Von-
ar, sem er hópur sem var stofn-
aður árið 1998 og hefur það að
markmiði að miðla upplýsingum fyrir
konur sem hyggjast fara í brjósta-
aðgerð.
Upplýsingabæklingur
um brjóstaaðgerðir
Árni Sæberg
gerðir ekki á stúlkum undir 18 ára
aldri.
Sigurður segir ekki enn ákveðið
hver muni gefa umræddan bækling
út en segir hann verða ókeypis. Þá
segir hann langflestar silikonbrjósta-
aðgerðir framkvæmdar á konum frá
TENGLAR
.....................................................
Heimasíðan er www.von.is.
HVERNIG foreldrar leysa deilur
og ágreiningsefni sín á milli á
heimilinu virðist hafa afgerandi
áhrif á tilfinningaþroska barna að
því er fram kemur í nýútkominni
bók bresku samtakanna One Plus
One sem starfa á sviði fjölskyldu-
mála. Bókin ber nafnið Not in
front of the children? og í henni er
að finna um 200 rannsóknaniður-
stöður um samspil hegðunar
barna og þess hvernig foreldrar
leysa sín deilumál. Þar kemur
fram að hvort tveggja, áköf rifrildi
sem enda með hurðaskellum, og
kuldaleg tilsvör með þrúgandi
andrúmslofti getur orðið kveikjan
að hegðunarvandamálum barna.
En það er ekki þar með sagt að
það sé slæmt fyrir börn að verða
vitni að deilum milli foreldra sinna
ef þau verða líka vitni að farsælli
lausn deilunnar. Með því móti
læra þau að það er í lagi að vera
ekki sammála um alla hluti en um
leið læra þau að hægt er að ná
samkomulagi og sættast heilum
sáttum. Sé um alvarleg ágrein-
ingsmál að ræða ættu foreldrar
ekki að reyna að halda stálpuðum
börnum óupplýstum heldur út-
skýra að ágreiningur sé á ferðinni
og jafnfram láta börn sín vita þeg-
ar lausn hefur fengist á málinu.
Drengir og stúlkur bregðast ekki
eins við rifrildi milli foreldra
sinna. Stúlkur hafa tilhneigingu til
að kenna sér um ástandið, axla
ábyrgð og jafnvel reyna að stöðva
rifrildi foreldranna á meðan
drengir verða árásargjarnir og
draga sig í hlé frá heimilinu.
Slæmt andrúmsloft og erfiðar
deilur heima fyrir skila sér í skól-
anum sem vanlíðan, erfiðleikar við
að eignast félaga, þunglyndi og
slakari námsárangur.
Rifrildi
foreldra
TENGLAR
..................................................
http://www.oneplusone.org.uk/