Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.07.2001, Blaðsíða 24
LISTIR 24 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ “The kind word need not cost much, The prise of praise can be cheap: With half a loaf and empty cup. I found myself a friend“ “Viking sayings, ca 880 AD“ Í aðfaraorðum sýningarskrár, skil- greinir Eiríkur Þorláksson listsögu- fræðingur og forstöðumaður Lista- safna Reykjavíkur tilgang framkvæmdarinnar, Flogið yfir Heklu, í þá veru: Hvað er Ísland Ís- lendingum við upphaf 21. aldarinnar? – Hvað ætlum við Íslandi að vera okk- ur sjálfum og sífellt fleiri gestum okk- ar í framtíðinni? – Stórkostleg skreyting sumarmynda/ – Dulúðugt myndefni málverka – Ótakmarkaður vettvangur virkjana?/ – Lítt snortinn unaðsreitur umhverfissinna? Heldur svo áfram: Sýningin er örlítið framlag til þessarar umræðu. Þar hefur sýn- ingarstjórinn Einar Garibaldi Eiríks- son ferli sem hvetur okkur til um- hugsunar um hvert hlutverk landsins er – bæði í listum þjóðarinnar, vitund og jafnvel viðskiptum; landið er hið sama, en viðhorf íbúanna að breyt- ast… Þetta er viðamikil framkvæmd og víða komið við, og þótt svo látið sé í veðri vaka, að hér geti skoðandinn metið og vegið hlutina eftir eigin höfði skín strax í gegn, að hér er um að ræða hlutdrægt endurvarp á hugar- heimi sýningarstjórans, umhverfi, tíðaranda, skólun og listrænu upp- eldi. Virðist lifa í hugarheimi þar sem allt er látið vaða, gripið í vinnubrögð og gögn fortíðar af leikgleði henti- seminnar, án nokkurra siðferðilegra eftirþanka. Eitt er að sækja efnivið og föng frjálslega til nútíðar sem fortíðar í myndveraldir sínar líkt og t.d. John Baldessari og Guðmundur Erró, en annað að taka sjálf frumverkin til handargagns og raða þeim upp eftir eigin geðþótta og flokka í ósamstæða heild og andhverfur. Vinnubrögð sem ekki eru einasta vafasöm heldur mjög umdeilanleg í þessu formi, þótt engan veginn skuli þeim hafnað með öllu. En forsendum er hér víxlað, tilheyra löngu liðnum tímum er söfn voru dimmir, handahófskenndir geymslu- staðir listaverka sem fáir rötuðu í. Í dag er þessu öðruvísi farið, listasöfn ekki einasta troðfull af gögnum úr fortíð sem almenningur getur nálgast á mjög lífrænan og skilvirkan hátt, heldur einnig forvitnu og vökulu fólki. Skrifara þannig iðulega um og ó innan um allan mannfjöldann á stór- söfnum heimsins er svo er komið, sem hefur margfaldast á hálfri öld og eykst ár frá ári. Hér á síður að hafa útskerið kæra, landlæga fáfræði og skipulagsleysi sem viðmið um alla heimsbyggðina. Þá er löngu liðin tíð að til séu einhver kórrétt viðhorf um starfsvettvang listasafna eða upp- hengingar listaverka og finnast ein- ungis í heilabúum fólks sem rekur upp ramakvein ef hlutirnir eru öðru- vísi en síðustu núhorf bjóða hverju sinni og þá gengið að þeim af oflæti og geðþótta, einnig á skjön við viðtekin sannindi og staðreyndir. Í formi sínu minnir framníngurinn í Vestursal einmitt öllu meira á fortíð- ina en núviðhorf um skilvirkar list- rænar framkvæmdir í sögulegu sam- hengi, þannig er hún bæði þung og ósamstæð þrátt fyrir að hún sé hlutuð niður í sex flokka. Þeir yfirleitt eitt- hvað svo ruglingslegir og samheng- islausir innbyrðis, og á köflum grípa myndirnar inn í hver aðra svo sums staðar er kraðak réttasta skilgrein- ingin, einkum um gömlu landakortin sem að auki eru í hálfrökkri. Og víða sér í framúrskarandi myndverk sem eru beinlínis myrt í upphengingunni eða sparka hvert í annað eins og á sér stað um málverk Nínu Tryggvadótt- ur og Jóns Stefánssonar, enda minna verið að hugsa um inntak hvers fyrir sig en að fylgja einhverjum tilbúnum sem ímynduðum stefnumörkum um hinn rétta ás samtíðarinnar. Öllu skil- virkar farið að á suðurvegg þar sem saman hanga hlið við hlið málverk þeirra Georgs Guðna og Kjarvals. Þar fyrir utan raska skýringar- myndir sjóneinbeitingunni, brugðið upp beint á veggina að baki listaverk- anna, sumar að auki af tímamótandi listaverkum í heimslistinni. Leiða hugann öllu frekar burt frá mynd- verkunum sem hengd eru ofaní þær, en að þær styrki og skýri heildar- myndina og tilgang framkvæmdar- innar, hins vegar eru myndbönd þeirra Hafdísar Halldórsdóttur og Bjarkar væn og skilvirk viðbót, þótt ekki vísi þau beinlínis til Hekluslóða. Enn er nokkur spurn hví víðþekktum orðskvið úr Hávamálum er slengt framan í áhorfandann á ensku líkt og sú tunga hafi forréttindi. Sé æðra móðurmálinu og þannig séð vitrænn og leiðandi uppsláttur er falli inn í ímyndina um náttúrusýn Íslendinga og eldfjallið Heklu, eða hvað afþrykk af yfirborði erlends fjalls hafi með sjónræna nálgun okkar við náttúru Íslands að gera? Og svo við snúum okkur beint að heimaslóðum; hvað tengir eldfjallið Heklu útsýni til Herðubreiðar úr hópferðabíl, eða til að mynda stórar ljósmyndir af hinum ungu og kynþokkafullu róðum Gjörn- ingaklúbbsins, með bláma æskublóm- ans og sakleysisins en ekki síður lostafull fyrirheit er renna saman við víðátturnar í bakgrunninum? Þá kemur um form og innihald sér- viskuleg og flókin sýningarskráin hinum almenna sýningargesti naum- ast niður á jörðina, gerir hann frekar enn áttavilltari. Ekki hefur skrifari hið minnsta á móti því að hlutirnir séu stokkaðir upp á þennan hátt, en eitthvað er það mjög á reiki að skilgreiningin, flogið yfir Heklu, sé rétt og viðeigandi um þennan samhengislausa gjörning. Má frekar telja hann náttúruvæna inn- setningu, þar sem framandi föng, ís- lenzk náttúrusköp og eldfjallið Hekla eiga stefnumót, eru vend og ívaf utan um mikla ósamstæða fyrirferð. MYNDLIST K j a r v a l s s t a ð i r Opið alla daga frá 10-18. Til 19. ágúst. Aðgangur 400 krónur í allt húsið. MYNDVERK SÝNINGARSTJÓRI/ EINAR GARIBALDI „Flogið yfir Heklu“ Bragi Ásgeirsson Gjörningaklúbburinn, tölvuunnar ljósmyndir. Halldór Ásgeirsson: Bráðið hraun. Að baki, Hreinn Friðfinnsson: Frá Mont Sainte Victoire, afþrykk. Vilborg Dagbjartsdóttir: Ljóð. Loks sér lengst til hægri í málverk Eyjólfs Einarssonar: Hverfill, málað í Ljósárfossvirkjun á menningarborgarári. Í FLJÓTU bragði virðast áhöld- in trilla og tónsproti eiga fátt sam- eiginlegt. Það fyrrnefnda notað við járnabindingar í steinsteyptum nú- tímamannvirkjum, tónsprotinn hið leiðandi, máttuga hjálpartæki hljómsveitarstjórnenda við að galdra fram hinn eina sanna tón og takt. Böðvar Bjarki Pétursson sýnir okkur hinsvegar í heimild- armyndinni Lúðrasveit og brú að þegar grannt er skoðað eiga þau firnamargt sameiginlegt. Ekki síst sem undirstöðuhlutir við að móta samfélagið einsog við viljum hafa það. Hvar værum við stödd án steinsteypu og tónlistar; brúar- og tónsmíða? Böðvar Bjarki (myndirnar um Sigga Valla, o.fl. o.fl.), og hans fólk, fylgdist grannt með atferli brúarvinnuverkstjórans Hauks Karlssonar og smiðanna hans í eina átján mánuði á árunum 1997– 98, og lúðrasveitarstjórnandans Páls P. Pálssonar, sem á sama tíma stóð í ströngu við að æfa eldri félaga í Lúðrasveit Reykjavíkur vegna fyrirhugaðs konserts. Jafn- framt því sem hann stjórnaði hljómsveit Íslensku óperunnar og var önnum kafinn við að semja tónverk til flutnings í fæðingar- borg sinni, Graz í Austurríki. Úr þessum ólíka efnivið verður ein allsherjarsymfónía lúðrablást- urs, hamarshögga, vatns og vinda, lita, tóna, ljóss og skugga. Nokkuð grautarkennd að vísu, einkum er á líður brúarsmíðina og útgáfan fyr- ir bíósýningar er alltof löng. Mað- ur getur ímyndað sér að hljóm- kviðan sé talsvert beinskeyttari í sjónvarpsmyndarforminu, sem er u.þ.b. hálftíma styttri. Hvað sem því líður er hugmyndin athyglis- verð og úrvinnslan að flestu leyti öllum til sóma. Það er ekki síst að þakka þeim Hauki og Páli, völ- undar, sem bera hitann og þung- ann af önnum dagsins. Haukur er forvitnileg manngerð sem fyllir vel út í mynd sem Lúðrasveit og brú. Skilmerkilegur og launfyndinn. Báðir halda þeir vel sínu striki, þetta eru menn sem missa ekki taktinn, hvor á sinn máta. Myndin kemur víða við og sýnir á skemmtilegan hátt ýmsar hliðar á ólíkum, sjaldséðum þáttum sem við leiðum sjaldan hugann að en skipta þó svo miklu máli í um- hverfi okkar. KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó / F i l m u n d u r  Leikstjóri og handritshöfundur Böðvar Bjarki Pétursson. Hljóð- taka Bruno Pisek, o.fl. Hljóð- vinnsla: Ingvar Lundberg, Kjartan Kjartansson, o.fl. Kvikmyndatöku- stjóri Böðvar Bjarki Pétursson o.fl. Klipping Þuríður Einarsdóttir. Helstu viðmælendur Páll Pam- pichler Pálsson, Haukur Karlsson, Kristjana Ísleifsdóttir, Hafdís Hauksdóttir. Sýningartími 85 mín. Íslensk heimildarmynd, gerð með aðstoð WDR, Köln og Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. 2001. Lúðrasveit og brú Trillan og tónsprotinn Sæbjörn Valdimarsson ANNAÐ KVÖLD, sunnudagskvöld, mun trío Szymon kuran leika tónlist fyrir gesti Café Ozio. Tríóið leikur latin tónlist í bland við frumsamið efni og eru áhrifin fengin víða að. Það er fiðluleikarinn Szymon Kur- an sem fer fyrir flokknum, en aðrir meðlimir hans eru slagverksleikar- inn Þórdís Claessen og gítarleikar- inn Hafdís Bjarnadóttir. Þess má geta að tríóið gaf á dög- unum út geisladiskinn Live in Reykjavik. Tónleikarnir hefjast að venju kl. 21.30. Miðaverð er 600 kr. Djasstón- leikar á Café Ozio LAUGARDAGINN 21. júlí, klukkan 16, opnar Guðný Rósa Ingimarsdóttir sýningu á galleri@hlemmur.is. Þetta er hennar sjötta einkasýning. Sýning- in ber yfirskriftina „Tognuð tunga“ en þar ferðast listakonan á milli nokk- urra augnablika með aðstoð verka frá þessu og síðasta ári. „Eftir bruna hverrar skepnu var innvolsið eins og öfugsnúið. Við eyddum nokkrum vik- um á röngunni. Svo kom að því að ein- hver sagði eitthvað sem fletti okkur inn aftur. Veggur skyldi byggður til varnar svo ekki yrðu á okkur varan- legar skemmdir.“ Guðný Rósa út- skrifaðist frá MHÍ 1994 og hélt þá til náms í Brussel þar sem hún hefur verið búsett síðan. Hún hefur verið virk í sýningahaldi þar ytra og hlotið viðurkenningar fyrir störf sín þar og hér heima, meðal annars úr Styrkt- arsjóði Svavars Guðnasonar listmál- ara og frú, Ástu Eiríksdóttur. Guðný Rósa hefur nýlega haldið einkasýn- ingar í Musée de la tapisserie de Tournai, Belgíu, galleri@hlemmur.is, Reykjavík, og Les Temoins Occulist- es asbl Brussel, Belgíu. Meðal sam- sýninga sem hún hefur tekið þátt í ný- lega eru Open Moving art studio, Brussel, Belgíu, Regards de femmes Mediatine, Brussel, Belgíu, Opið/ Lokað galleri@hlemmur.is, Reykja- vík, Les Temoins Occulistes asbl, Brussel, Belgíu, Trames d’artiste, Le Centre culturel de Schaerbeek og Abel Joseph gallery, Brussel, Belgíu og Miedzynarodowe Triennale Tkan- iny Lodz, Póllandi. galleri@hlemmur.is er opið frá fimmtudegi til sunnudags, kl. 14–18. Sýningunni lýkur 12. ágúst. Athugið að engin boðskort hafa verið send út en allir eru hjartanlega velkomnir. Tognuð tunga á galleri@hlemmur.is HAGYRÐINGAMÓT verður í íþróttahúsinu á Siglufirði í dag til styrktar Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar. Þar mætast fjórir landsþekktir hagyrðingar: Halldór Blöndal, forseti Alþingis, séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest- ur, Ósk Þorkelsdóttir, útgerðar- maður á Húsavík, og Þórarinn Eld- járn, rithöfundur. Að lokinni rimmu þeirra verður stiginn dans við undirleik siglfirsku hljómsveit- arinnar Storma. Hagyrðingakvöldið er haldið til styrktar uppbyggingu Þjóðlaga- seturs sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði. Eins og kunnugt er festi Félag um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar kaup á Maðdömu- húsinu svokallaða, elsta húsi Siglu- fjarðar, en því er ætlað að hýsa þjóðlagasetrið. Sr. Bjarni bjó í Maðdömuhúsinu meðan hann vann að þjóðlagasöfnun sinni í lok 19. aldar og þar urðu Hátíðarsöngv- arnir til sem sungnir eru í kirkjum landsins á stórhátíðum kirkjunnar. Ætlunin er að hefja endurbætur á Maðdömuhúsinu og koma því í upphaflegt horf. Hagyrðingakvöldið hefst kl. 21.00 og dansleikurinn um kl. 23.30 Hagyrðingamót í íþrótta- húsinu á Siglufirði NORSKI listamaðurinn Stian Rönning opnar sína fyrstu einka- sýningu á Íslandi í Gallerí Geysi V/Ingólfstorg í dag laugardag milli kl: 16:00-18:00. Sýningin ber yf- irskriftina: „Sérð Þú það sem Ég sé.“ Rönning sýnir ljósmyndir sem eru teknar á Thailandi, Laos, Nor- egi og Íslandi á árunum 1999-2001. Allir eru velkomnir við opnun sýningarinnar eða síðar. Sýningin stendur til ágústloka. Stian Rönning sýnir í Gallerí Geysi FYRSTA tölublað fyrsta ár- gangs Fálkans, menning- arblaðs, hefur litið dagsins ljós. Ritstjórn er í höndum Ragnars Halldórssonar, en í ritnefnd sitja þau Salvör Nor- dal og Matthías Johannessen. Útgefandi er Íslenska kvik- myndastofan ehf. Fálkinn tekur aftur til starfa eftir 35 ára hlé, en á árunum 1928-66 kom út blað í Reykjavík undir sama nafni. Nú hefur blaðið breytt stefnu sinni og mun fjalla um listir og menningu. Ragnar Hall- dórsson ritstjóri segir m.a. í upphafsgrein: „Allir mæli- kvarðar á sannleika og fegurð virðast horfnir. Trúin, listin og heimspekin hjálpa okkur að lifa af, veita okkur andleg verðmæti sem eru lífs- nauðsynleg ... Við viljum örva fegurðarskynið með því að benda á það sem er fallegt og fagurfræðilega athyglisvert með hjálp fólks sem hefur næmt auga fyrir slíku.“ Í þessu fyrsta tölublaði má meðal annars finna grein eftir Vigdísi Finnbogadóttur, Ljóð- mál Matthíasar Johannessen, umfjöllun um ljósmyndarann Ara Magg, ljóð eftir Guðberg Bergsson og greinar skrifaðar frá París, London og New York af Erró, leiklistarnem- anum Anítu Briem og ljós- myndaranum Önnu Pálma- dóttur, auk ítarlegra upplýsinga um hvað sé á döf- inni í menningarheiminum á næstunni. Tímarit TÁKNMÁLSTÚLKUR tekur þátt í leiðsögn um Errósýninguna í Lista- safni Reykjavíkur í Hafnarhúsi á sunnudag kl. 16. Sýningin spannar allan feril listamannsins og er í öllum sölum safnins. Táknmáls- leiðsögn um Errósýningu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.