Morgunblaðið - 21.07.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 21.07.2001, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MINJASAFNIÐ á Akur-eyri hefur staðið fyrirskoðunarferðum aðtóttum gamla verslun- arstaðarins á Gásum í Eyjafirði síðustu tvær vikur og hafa um 130–40 manns, Íslendingar og út- lendingar, tekið þátt í þeim að sögn Hafdísar Hjálmarsdóttur leiðsögumanns. Starfsmenn á vegum Fornleifa- stofnunar Íslands hafa síðustu vik- ur einnig unnið að uppmælingu kaupstaðartóttanna og verða áfram út næstu viku við fornleifa- uppgröft. Í hópnum eru m.a. Ís- lendingar, Breti, Frakki og Norð- maður. Minjasafnið á Akureyri og Þjóðminjasafn Íslands standa fyr- ir undirbúningsrannsóknum á þessum gamla verslunarstað. Hafdís sagði að þátttakendur hefðu sýnt svæðinu mikinn áhuga og haft á orði að um kærkomið tækifæri væri að ræða. „Fólki þykir hugmynd Minjasafnsins um að bjóða upp á leiðsögn um svæðið góð og fólk hefur séð þetta svæði í öðru ljósi eftir að það fær upplýs- ingar um sögulegan bakgrunn staðarins,“ sagði Hafdís. Bæjarbúar og heimamenn á staðnum hafa gegnum árin gjarn- an lagt leið sína að Gásum í fjöru- ferðir, en nú fer almennur áhugi á staðnum vaxandi og í framtíðinni verður svæðið gert mun aðgengi- legra en það nú er. Kaupstaðarins víða getið í fornum heimildum Tóttir verslunarstaðarins á Gás- um í Hörgárbyggð eru með merk- ustu fornleifastöðum hér á landi. Kaupstaðarins á Gásum er víða getið í fornum sögum og annálum, en fyrst er þeirra getið í riti Ólafs Ólavíusar sem kom úr á árunum 1775–77. Íslenska fornleifafélagið var stofnað árið 1880 og var þá bent á að uppgröftur á Gásum væri á meðal forgangsverkefna á þessu sviði. Brynjólfur Jónsson kannaði svæðið og gaf á því lýs- ingu í árbók félagsins. Tvívegis áður hafa farið fram fornleifarannsóknir á Gásum, fyrst árið 1907 þegar danski fornleifafræðingurinn Daniel Bruun og Finnur Jónsson unnu þar að mælingaruppdráttum og árið 1986 þegar fornleifa- fræðingarnir Margrét Auðar Hermanns og Bjarni Einarsson voru þar á ferðinni og könnuðu skurði í og við þær búðir sem þar eru sem og við kirkjutótt. Í þessum uppgröftum sögn Hafdísar fundist lei hýsis undir tóttunum og e víkingaöld og þá hafa ein ist þar munir sem tengja un, m.a. met og leirkersbr Stór og fjölmenn kaupstaður á sínum Alls eru á Gásum tóttir búðir, fremur stórar og ei tótt og sagði Hafdís það að fjölmenni hefði hafs þessum stað þegar miðað hversu strjálbýlt Ísland var. Hver búð skiptist nokkurs konar herbergi, er nákvæmlega vitaðhve tengdust saman. Búðirn notaðar kynslóð fram af en einnig bættist nýtt fó þeirra sem dvöldu að Gá lengri eða skemmri tíma. einkum bændafjölskyld höfðust við í búðunum y arkauptíð og stunduðu k og ýmis samskipti. Gás siglingahöfn og kaupm ýmsu þjóðerni sigldu þan varning. Talið er að kaups hafi lagst af upp úr 1400 heimildir um siglingar þa frá árinu 1391, en eftir þ nafnið úr rituðum heimild Framburður Hörg skemmdi hafnarleg Helstu ástæður þess sa dís vera náttúrulegs eðlis væri að framburður Hör skemmt hafnarleguna. E ist það á sama tíma að N sem jafnan höfðu þar v minnkuð siglingar en Eng ar og Þjóðverjar sem sig að í auknum mæli höfðu ursetu og er talið að þeir inn til Akureyrar. Gild Fornleifauppgröftur stendur yfir á Gásum Robert Howell, breskur fornleifafræðingur, stjórnandi uppgraftarins á Gásum og Guðmundur Jónsson fornleifafræðingur virða fyrir sér muni sem fundust fyrir skömmu, en um er að ræða brot úr leirkerum. Fornleifafræðingar frá inum. Um 140 manns ha ferðir með leiðsög Morgunblaðið/R Séð yfir uppgröftinn á Gáseyri en þetta er aðeins lítill hluti alls svæðisins. Með merkari fornleifastöðum Að Gásum í Eyjafirði er einn merkasti fornleifastaður á Íslandi. Fornleifa- uppgröftur hefur staðið yfir síðustu vikur og hefur Minjasafnið á Akureyri staðið fyrir skoðunarferðum með leiðsögn á meðan á honum stendur. Margrét Þóra Þórsdóttir og Rúnar Þór Björnsson brugðu sér í slíka ferð. VANDINN Í MIÐBORGINNI Á undanförnum vikum hefurtöluverð umræða spunnist umþann vanda sem borgarbúar standa frammi fyrir hvað varðar ástandið í miðborg Reykjavíkur um helgar. Í kjölfar skýrslu sem vinnu- hópur um miðborgarvandann skilaði fyrir skömmu um mótun leiða til úr- bóta og löggæslu í miðbænum, birt- ust hér í blaðinu viðtöl við Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur stað- gengil borgarstjóra í borgarráði. Viðtölin leiða í ljós að töluvert ber á milli í skoðunum þessara aðila á úr- ræðum til lausnar vandans. Við nán- ari eftirgrennslan kemur þó í ljós að vera má að hluti hans liggi í því að ábyrgðin á þeim leyfisveitingum sem móta skemmtanalífið í miðbænum er ekki í höndum eins aðila í stjórn- sýslukerfinu heldur tveggja; lög- reglustjóra, sem heyrir undir dóms- málaráðneytið, og borgaryfirvalda. Eins og málum er háttað í dag veit- ir lögreglustjórinn í Reykjavík það grunnleyfi sem þarf til að reka veit- ingahús í borginni, þ.e.a.s. veitinga- leyfið sjálft. Áður en það er veitt þarf að leita umsagnar ýmissa aðila, þar á meðal borgarinnar. Ef sá sem sækir um veitingaleyfi hyggst bjóða upp á vínveitingar þarf hann hins vegar að sækja um vínveitingaleyfi til borgar- innar, sem í því tilfelli leitar umsagn- ar lögreglustjóra. Auk þessara tveggja leyfa er hægt að sækja um sérstakt skemmtanaleyfi sem háð er opnunartíma, en það þurfa t.d. rekstraraðilar dansstaða að gera, og er það lögreglustjóri sem sér um þá leyfisveitingu. Ferlið að baki leyfisveitingum fyr- ir kaffihús, krár og aðra skemmti- staði er því töluvert flókið og full ástæða til að velta því fyrir sér hvort ekki sé heppilegra að sú umsýsla sé öll í höndum eins aðila. Lögreglu- stjóri sá um árabil um allar leyfis- veitingar til veitingahúsareksturs, en með nýrri áfengislöggjöf var gerð tilraun til að auðvelda borgaryfir- völdum stýringu á þessum mála- flokki með því að fela þeim veitingu vínveitingaleyfa. Í dag er svo komið að rekstur veitingahúsa og sú menn- ing sem slíkum rekstri tengist snert- ir fjölmarga þætti í borgarsamfélag- inu, bæði félagslega, skipulagslega og menningarlega. Víst er að borg- aryfirvöld hafa mun betri yfirsýn yf- ir þá heldur en lögreglan og því má spyrja hvort ekki sé eðlilegt að þau sjái alfarið um allar leyfisveitingar, og lögreglan þjóni einungis sem um- sagnaraðili. Þannig gætu borgar- yfirvöld, sem sætt hafa gagnrýni fyr- ir að taka ekki nægilega vel á þeim vanda sem fylgir rekstri ákveðinna veitingahúsa í borginni, haft mun meiri yfirsýn og áhrif á uppbyggingu og mótun skemmtanalífsins og borg- arbragsins um leið. Hluti þess vanda sem blasir við í miðborginni um helgar á hreinlega rætur sínar að rekja til skorts á hefð á þessu sviði hér á landi, enda á borg- armenning sér ekki langa sögu hér. Á síðustu tuttugu árum hefur orðið mikil bylting í starfsemi veitinga- húsa í Reykjavík en í upphafi hennar var mikið rætt um nauðsyn þess að þróa kaffihúsa- og kráarmenningu hér á landi. Það verður þó að horfast í augu við að sú þróun hefur ekki verið til fyrirmyndar að öllu leyti og lítið farið fyrir hinu menningarlega yfir- bragði erlendra fyrirmynda sem sóst var eftir í upphafi. Íslendingum hefur t.d. reynst erf- itt að greina á milli mismunandi eðlis ólíkra tegunda veitingahúsa eins og við þekkjum þau erlendis frá. Þar er mikill munur á starfsemi kaffihúsa og kráa, sem loka dyrum sínum um miðnætti eða fyrr, og starfsemi dans- staða eða næturklúbba, sem hafa opið langt fram eftir nóttu en eru þá yfirleitt utan hins hefðbundna mið- bæjarkjarna eða á skýrt afmörkuð- um svæðum. Þau veitingahús sem einkenna miðborg Reykjavíkur starfa hins vegar flest eins og kaffi- hús á daginn, krár á kvöldin og dans- staðir á nóttunni. Það er því ekki frá- leitt að spyrja hvort ekki sé rétt að skilgreina starfsemi veitinga- og skemmtistaða mun nákvæmar og haga opnunartíma þeirra þannig að raunverulegir valkostir séu í boði hvað varðar afþreyingu á kvöldin og um helgar. Miðborg Reykjavíkur gæti þá, eins og miðborgir víðast hvar annars staðar, einkennst af matsöluhúsum, kaffihúsum og krám sem starfa í sátt við íbúa fram undir miðnætti, en þeim fólksstraumi sem leggur sig eftir dansstöðum og næt- urklúbbum yrði beint annað eða dreift. Það vekur nokkra athygli þegar þróun vínmenningar í borgarsam- félaginu hér á landi er skoðuð hversu lítil dreifing hefur orðið á kaffihúsum og krám innan borgarmarkanna. Veitingahúsin eru langflest á mjög litlu svæði þar sem áður var sú mið- stöð verslunar og þjónustu á Reykja- víkursvæðinu sem nú hopar í út- hverfin. Miðað við hefð annarra Evrópulanda væri farsælla að haga skipulagi þannig að krár og kaffihús væru í öllum hverfum borgarinnar sem þjónað gætu sínu nágrenni fram undir miðnætti. Slík dreifing gæti verið liður í því að stemma stigu við mannfjöldanum í miðborginni. Það vekur nokkra furðu að í vinnu- hópi þeim um miðbæjarvandann sem vikið var að hér að ofan áttu hvorki íbúar né verslunarmenn í miðbænum fulltrúa, en hagsmunir þeirra á þessu svæði eru þó síst minni en t.d. hags- munir veitingamanna sem áttu tvo fulltrúa. Ætla má að sjónarmið og reynsla verslunareigenda og íbúa hefðu getað komið að notum í þessari umræðu þar sem miðborgarvandinn bitnar ekki síst á þeim. Með breyttum opnunartíma veit- ingahúsa tókst borgaryfirvöldum að koma í veg fyrir það hættuástand er skapaðist með miklum mannsöfnuði í miðbænum og erfitt reyndist að drepa á dreif. Lausn þess vanda gef- ur kærkomið svigrúm til að greina önnur vandamál sem skemmtanalífið í miðborginni veldur. Liður í því gæti verið að nýta betur það stjórntæki sem skemmtana- og vínveitingaleyf- in eru og móta þannig uppbyggingu borgarsamfélags þar sem allir eðli- legir þættir frjósams mannlífs þríf- ast í góðu jafnvægi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.